Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 38

Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 t ELÍN DAGBJÖRT EINARSDÓTTIR lést hinn 3. þessa mánaðar aö Elliheimilinu Grund. Jaröarförin fór fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Fyrir hönd skyldmenna, Sigríöur M. Gfaladóttir Þórunn Siguröardóttir t Systir okkar SIGURLÍN INGVARSDÓTTIR, hárgreióslumeistari, Barónstíg 31, andaóist í Landspítalanum 12. desember. Hulda Ingvarsdóttir, Einar B. Ingvarsson, Gunnar Á. Ingvarason, Garöar Ingvarsson. t Útför móöur okkar og tengdamóöur SVANLAUGAR GUNNARSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. desember kl. 15. Sigurbjðrg Ragnaradóttir, Aöalstairín Hallgrfmason, Marta Ragnarsdóttir, Þorstainn Eggertsson, Hrafnhildur Ragnarsdóttir, pétur Gunnarsson, Ragnheiöur Ragnaradóttir, Kald Jörgensen. t Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi JÓN VIGFÚSSON veröur jarósunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 3 e.h. Þeir sem vildu minnast hans vinsamlegast láti Minningarsjóö Marfu Jónsdóttur, flugfreyju, njóta þess. Siurlaug Guómundsdóttir, Esther J. Miller, Raymond Millar Sigurlaug Halldórsdóttir, Jón Miller, Rangkene Miller. Minnitig: Móöir okkar GUDRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá SandlMk til heimilis aö Vífilsgötu 3 andaöist í Landakotsspítala 9. þ.m. Utför hennar veröur gerö frá Dómkirkjunni fðstudag 15. desember kl. 1.30 e.h. Blóm afþökkuö Björn Gíslaaon, Guörún Gísladóttir, Sigríöur Gísladóttir, Eiríkur Garöar Gíslason. t Eiginkona mín, SIGURLAUG JÓHANNESDÓTTIR, lézt í Landspítalanum 12. desember. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Kjartan Auðunsson. Stefán Ómar Svavarsson Fæddur 1. maí 1962. Dáinn 5. desember 1978. Það er erfið tilhugsun þegar góður vinur og félagi hverfur úr lífi manns. Ekki síst þegar um er að ræða ungan, hressilegan og fjörugan dreng sem var rétt að byrja sín unglingsár og var á leið til fullorðinsára. Það líður okkur fjölskyldunni ekki úr minni öll þau skipti sem Stefán Svavarsson kom í heimsókn til okkar með sínu einstaka brosi og lífsgleði sem skein í kringum hann þennan tápmikla og skemmtilega pilt. Né hverfa úr hugskoti okkar þau kvöld sem við áttum saman ásamt foreldrum hans og yngsta bróður Magnúsi við spilaborðið á heimili okkar hjóna. Við Stefán vorum ávallt sam- herjar við spilaborðið eins og í svo mörgu öðru og var þá oft glatt á hjalla. Stebbi var félagslyndur og átti marga vini sem er svo oft með drengi af hans manngerð. Það eru því margir sem um sárt eiga að binda við hið skyndilega og átakanlega fráfall hans. Nú er það svo að dauðinn gerir ekki boð á undan sér og við getum ekki vitað hver er næstur kallaður á fund hans, en örlögin hafa hagað því svo að þarna er horfinn piltur sem margir syrgja og erfitt er að þurfa að lúta því að hann Stebbi skuli vera farinn frá okkur svo skyndilega. Við erum hins vegar þess fullviss að hann er enn á meðal okkar í huga sem í hjörtum og það er ekki á neins valdi að færa okkur Stebba aftur. Við vitum að honum muni verða jafnvel tekið hinum megin sem hérna megin og megi Guð varð- veita minningu hans. Um leið og við vottum foreldrum hans, systkinum vinum og vanda- mönnum okkar dýpstu samúð biðjum við Guð að varðveita sálu okkar elskulega vinar og veita honum blessun og hamingju í hinum nýja heimi. Gunnar Jökull Hákonarson, Margrét Kolbeins, Högni Jökull Gunnarsson. Síðla dags þann 5. desember s.l. barst mér sú harmafregn að Stefán Ómar Svavarsson, Möðru- felli 13, Reykjavík, hefði tekið út af loðnuveiðiskipi og drukknað. A örskammri stundu var hann horf- inn félögum sínum sem höfðu verið með honum á dekki. EngUm björgunartilraunum varð við komið, allt var afstaðið á nokkrum sekúndum. Enn einn sjómaðurinn hafði hlotið hvílu sína í djúpi hafsins. Mann setur hljóðan við svona fréttir, og spyr hver sé tilgangur- inn með þessu. Ungum manni í blóma lífsins er svipt burt frá ástvinum sínum, foreldrum, syst- kinum og öðrum sem þótti vænt um hann. Þó að ég og flestir aðrir skilji ekki hvað almættið er að gera með þessu, vil ég trúa því að þetta sé okkur ætlað til góðs. Það er sagt, þeir deyi ungir sem Guð elskar. Þá hlýtur þeim að vera ætlað meira og stærra verk að vinna á tilversviði hins óþekkta en þeir hefðu gert hér á jörðu. Stefán heitinn var næst yngstur fjögurra systkina. Foreldrar hans eru hjónin Stefanía B. Björnsdótt- ir frá Grófaseli í Hlíðarhreppi N.-Múlasýslu, en faðir hans er Svavar J. Stefánsson frá Hrísey, en þau eiga heima að Möðruvöllum 13 í Reykjavík. Að þeim er nú þungur harmur kveðinn sem og systkinum hans og öðrum ættingjum. Fjölskylda Stefáns heitins var og er mjög samhent, er því þarna t Utför systur okkar ÖNNU VALGERDAR PÁLSDÓTTUR, FramnMvugi 26B, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 10.30. Jarösett veröur í Hafnarfiröi. Ólafur A. Pálaaon, Magnúa Pálaaon, Guómundur E. Pálaaon. t Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SKARPHÉDINN PÁLSSON, frá Gili, Skagafirói, veröur jarösunginn frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 16. desember kl. 2. + Elfsabet Stefánsdóttir, börn, tengdaböm og bamaböm. Eiginkona mín, móöir okkar, fósturmóöir, tengdamóöir, Systir, fóstursystir og amma’ LILJA SIGURDARDÓTTIR, Kársnesbraut 28, Kópavogi, _L veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. desember kl. 13.30. T Eiríkur M. Þorstainsaon, 1 Sigmundur Eiríksson Margrát Siguröardóttir Einlægar þakkir til allra er auösýndu samúó og vinarhug viö fráfall og útför Bára M. Eiríksdóttir Daði E. Jónsaon, Þorsteinn Eiríksson Sigríöur Konráósdóttír Leitur Eiríksson Una Siguróardóttir ELÍNBORGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Lindargötu 25 Heiða Eiriksdóttir Pátur Olafsson Anna Siguröardóttir Þóra Þóröardóttir Edwin Árnason, og barnabörn Vildfs Kristmannsdóttir, Árni Edwins, börn og barnabörn + Minningarathöfn um son okkar og bróöur, + STEFÁN ÓMAR SVAVARSSON, Innilegustu þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför Möörufelli 13, eiginmanns míns, fööur, sonar og bróöur, Rsykiavfk, RAGNARS VALTÝS ÁRMANNSSONAR, sem lézt af siysförum þann 5. desember, fer fram í Bústaöakirkju fösfudaginn Einilundi 6C, 15 desember kl. 14 Svavar Stefánsson, Akureyri, Stefanía Björnsdóttir, María Guömundsdóttir Marianna Ragnaradóttir Agnes Svavarsdóttir, Marfanna Valtýsdóttir Magnús Sumarliöason Bjðm Svavarsaan, Sigurbjörg Ármannsdóttir Þórarinn Hrólfsson Magnús Svavarsson. og aörir vandamenn höggvið stórt skarð í fjölskyldu- hópinn, sem ekki verður fyllt. En ég Vona að minningarnar sem Stefán skilur eftir sig eigi eftir að ylja aðstandendum hans um langa framtíð. Stefán var aðeins 16 ára gamall. Það er ekki hægt að segja mikla sögu af lífshlaupi 16 ára drengs. Þó getur lífshlaup ekki eldri manns skilið eftir í hugum ætt- ingja og vina þá minningu sem yljar meir en þeir er lifað hafa lengur skilja eftir sig. Stefán heitinn byrjaði sinn sjómannsferil fyrir einu og hálfu ári síðan, þá aðeins 15 ára gamall. Var hann á bátum Hreiðars Valtýssonar útgerðarmanns frá Akureyri, og þeir báðir feðgarnir Stefán og Svavar á m/b Ólafi Magnússyni, um nokkurra mánaða skeið. En í enduðum október- mánuði s.l. réðst Stefán á loðnu- veiðiskipið Rauðsey frá Akranesi. Vist hans á því skipi varð því ekki löng. Mér er þó óhætt að fullyrða að honum var ætluð lengri vist þar hefði honum verið ætlaðir lengri lífdagar. Upphaflega var hann aðeins ráðinn til bráðabirgða. En þar sem annars staðar hafði hann sýnt þá mannkosti þótt ungur væri, að skipstjórinn hafði ákveðið að hann yrði áfram í skiprúmi með honum. Hugur hans stóð til að gera sjómennsku að lífsstarfi, og hafði hann haft orð á því við foreldra sína, að þegar hann væri orðinn nógu gamall og búinn að fá þjálfun á sjónum, ætlaði hann í stýri- mannaskólann. Stefán heitinn var dökkur yfir- litum, vel meðalmaður á hæð og liðlega en kraftalega vaxinn. Hann var að eðlisfari hægur og prúður. Yfir allri framkomu hans var birta og hlýja sem ekki fór fram hjá neinum sem voru í návist hans eða kynntust honum, enda var hann vinmargur. Aldrei heyrð- ist hann hallmæla nokkrum manni, ef hann var spurður álits á einhverjum, var svarið venjuleg- ast, hann er ágætur. Stefán var vel greindur og kom Vel fyrir sig orði, þó ekki málgef- inn. Hann hafði ekki mikinn áhuga á bóklestri, fannst tíma sínum betur varið við vinnu en hanga á skólabekk. En skóla- einkunnir hans sýndu að honum var létt um að læra. Hann var bara of tápmikill til að eira við bóklestur. Eðli hans var að vera leitandi en ekki þiggjandi, eins og best kom í ljós hjá honum gagnvart foreldrum hans og systkinum. Nú að leiðarlokum þegar kær vinur er horfinn yfir móðuna miklu, hrannast minningarnar að í huga mér um ljúfan dreng sem allt of fljótt var kallaður burt af vettvangi þessa lífs. Mynd hans skýrist fyrir hugskotsjónum mínum, ég minnist hans geislandi og glettnisfullu augna. Einnig koma mér í hug ýms atvik sem ekki verða sögð hér, en sýndu hvað í honum bjó. Trúi ég því, að hann muni njóta þess nú í náðarfaðmi drottins sem hann var mæltum og mállausum. Góður Guð blessi minningu kærs vinar, og gefi honum góða heimkonu. Með þessum fátæklegu orðum vil ég og fjölskylda mín senda innilegustu samúðakveðjur foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum. Minningarathöfn um Stefán heitinn fer fram í Bústaðakirkju á morgun, föstudag, kl. 2 síðd. Jón Kr. Olsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.