Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 44

Morgunblaðið - 14.12.1978, Page 44
F 44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978 MORö-dfv WAttlNU (O^plfc GRANI GÖSLARI konan þín (æri í bað á föstudög- um? Hvort á ég að kalla það skip í háska eða verkakona þvær hár sitt? É'í á k'S ' f t 'p11 ; I 11 '■ Popptónlist sjónvarpið BRIDGE Umsjon: Páll Bergsson Þó mikið væri um skiptingar- spil í Reykjavíkurmótinu í tví- menningi um síðustu helgi komu jafnt skiptu spilin einnig íyrir. En það var sjaldan. sem ekki mátti fara upp fyrir fyrsta sagnstig. Austur gaf, allir á hættu. Vestur Norður S. Á63 H. KDG7 T. D106 L. K105 Austur S. G854 S. K107 H. Á72 H. 853 T. ÁK3 T. G75 L. ÁD2 L. 9876 Suður S. D92 H.1064 T. 9842 L. G43 Algengt var, að vestur spilaði eitt grand og fengi aðeins sex slagi, sem þýddi 100 til norðurs og suðurs. Eftir sterku laufopnunina, í þessu tilfelli hjá vestri, þykir gott að segja pass með spil eins og þau sem norður hafði. En þó lét norður sig hafa það og doblaði laufopn- unina á einu borðinu. Síðan varð hann sagnhafi í einu hjarta og reyndist vel fyrir austur og vestur að láta hann spila það. Austur spilaði út spaðasjöi og norður tók gosann með ás. Spilaði hjartakóng, vestur tók slaginn, spilaði aftur spaða á kónginn og austur spilaði þriðja spaða. Sagn- hafi spilaði þá lágu laufi frá borðinu og fékk slaginn á tíuna. Eftir þetta voru sjö slagir orðnir svo til öruggir og sá áttundi ekki útilokaður. Vestur hlaut að eiga tvo hæstu tíglana eftir opnun sína þó hann hefði ekki spilað litnum. En innkomur vantaði í borðið til að spila tvisvar að drottningunni. Sagnhafi reyndi að vísu ekki bestu leiðina þegar hann spilaði hjarta á tíuna til að spila laufi að kóngnun. Vestur tók á ásinn og spilaði drottningunni og eftir það hlaut austur að fá sjötta slag varnarinnar á tígulgosa. Þessi eini hugsanlegi yfirslagur skipti miklu máli en þá hefðu norður og suður fengið góða skor í stað lélegrar. COSPER COSPER 79o? ©PIB Er þetta leiðin að stökkpallinum? Ágæti Velvakandi. Að undanförnu hafa birst þó nokkur bréf í Velvakanda með áskorunum til sjónvarpsins þess efnis að það taki poppþætti til sýninga. Ég vil endilega taka undir þessar áskoranir en þar sem þeir aðilar sem komið hafa með áskor- anirnar hafa nefnt sem dæmi það sem þeir vilja sjá t.d. hljómsveit- irnar Smokie, Bay City Rollers vil ég taka það fram að ef við unga fólkið viljum að fullorðna fólkið taki mark á okkur og áskorunum okkar verðum við að sýna því að við og áskoranirnar séum þess virði að á okkur sé mark takandi. • Margir merkilegir hlutir Við erum svo heppnir að í popphljómsveitinni er verið að gera marga merkilega hluti. í því sambandi nægir að benda á kvennahljómsveitina The Femin- ist Improvising Group sem hélt hér á Islandi tvenna hljómleika fyrir skömmu, Bill Bruford, Frank Zappa o.s.frv. Margt af því sem þessir aðilar eru að gera er það athyglisvert að væri það sýnt í sjónvarpinu myndi álit fullorðna fólksins á popphljómsveit stórauk- ast og það myndi auðvitað leiða til þess að við fengjum meira af slíkri tónlist í sjónvarpið. En að biðja um Smokie og Bay City Rollers er að skvetta bensíni á eldinn. Þessar hljómsveitir eru til þess eins að hrekja fullorðið fólk frá því að hlusta á popptónlist eins og hefur sýnt sig. Það er nú búið að sýna Bay City Rollers a.m.k. þrisvar í sjónvarpinu og einnig hefur verið sýnt frá hljóm- sveitinni Smokie. Auðvitað er fullorðna fólkið yfir sig hissa á þessum vanþroskuðu tónlistar- mönnum. Þessar hljómsveitir eru í algjöru lágmarki hvað tónlistar- hæfileika og framkomu snertir. Það er því algjör óþrfi að hrópa á þær í sjónvarpið. Við getum allt eins hlustað á svipaða tóhlist í næsta bílskúr þar sem einhver hljómsveitin er að æfa sig. • Bob Marley. Að lokum langar mig til þess að biðja sjónvarpið að endursýna þáttinn með reggaekonungnum Bob Marley. Þáttur þessi var sýndur á óheppilegum tíma, þe.a.s. um verslunarmannahelgina, þegar margir höfðu ekki aðstöðu til þess að horfa á hann. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Björn Guðmundsson. • Sönglagahátíð Síðastliðið sumar átti ég þess kost að vera boðinn að sjá og heyra stórkostlegustu sönglagakeppni sem ég hef nokkru sinni aucrum „Fjólur — mín ljúfa“ Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Krist|ónsdóttir pýddi 8 einhvcrja stjórn á hlutunum og hann leiddi nú gömlu hjónin til sætis og hlúði að þeim ekki síður en hlúð hafði verið að Susanne og átti yfirleitt sinn drjúga þátt í að ástandið varð smátt og smátt nokkurn veginn eðlilegt aftur. — Nú hljóta Lydia og Gitta að fara að koma með Holm lækni. Það var Martin sem var aftur farinn að ganga taugaóstyrkur um gólf. — Hvaða gagn höfum við svo sem að lækni sem er aldrei nokkurn tíma viðlátinn. Það getur vel verið að hann sjálíur lifi nokkrum árum lengur með því að vera í þessum eilífu gönguferðum. en sjúklingarnir gætu dáið vegna umhirðuleysis. — Ég held nú scm betur fer að Susanne sé ekkert að farast úr umhirðuleysi, sagði Jasper Bang brosandi og leit á teppin og koníaksglasið og hálffullan kaffibollann. — Nei, það held ég varla, sagði Susanne og endurgalt bros hans. — Það eina sem ruglar mig er bara að þið funduð mig á þjóðveginum. Mér er að vísu ákaflega illt í höfðinu, en ég get ekki fundið að ég sé að öðru leyti að ráði rugluð. Og ég veit vel að ég keyrði ekki út af og lenti í skurði. Það hlýtur þá að hafa gerzt cftir að ég var slegin niður á skógarveginum. Ég veit ekki hvort ég varð svo ringluð við höggið að ég hef stigið upp í bílinn og reynt að aka af stað, en ég veit að minnsta kosti að ég var slegin í rot. Ilraðmælt sagði hún allt af létta enn einu sinni. Frá ökuferðinni eftir mjóum, skuggalegum veginum og svo allt í einu hafði hún komið auga á veru sem lá á miðjum veginum. — Já, en það kemur bara ckki heim og saman, sagði Jasper Bang hugsandi. — Þá hlyti maðurinn að liggja þarna enn og það var þessi leið sem við fórum heim með þig og þá lá enginn neins staðar á Ielðinni. — Ef þetta hefur gerzt með þeim hætti sem þú segir getur maðurinn hafa verið drukkinn, sagði Martin — góða mín vertu ekki að hugsa meira um hann. Hafi það verið fullur maður þá cr eins likiegt það hafi verið hann sem sló þig niður og síðan hefur hann tekið til fótanna og forðað sér. — Nei, ég var slegin niður af einhverjum sem kom aftan að mér einmitt þegar ég leit um öxl, greip Susanne fram í fyrir honum - og það var eitthvað mjög alvarlegt að manninum sem ég fann. Ilann lá í svo skrítnum og óeðlilegum stell- ingum. — Hvernig leit hann út? Það var frændi Martins sem spurði og Susanne sá ekki betur en hann horfðist snögg- lega í augu við konu sína og einhver sérkennilegur glampi væri í augum hans. Hún beygði sig fram og bætti á eidinn. — Ég sá ekki andlit hans. Eg var í sömu andrá lamin, svaraði Susanne. - En það skiptir víst engu máli hvort ég hefði séð hann eða ekki. Ef hann var eins sjúkur og ég hélt, þá er hann hjálparþurfi í meira lagi. — Sagði hann eitthvað? Nú var það Magna frænka sem skaut þessu að. Hún horfði beint á Susanne en fingurnar fálmuðu eins og ósjáifrátt ofan í konfektöskjuna og stakk síðan hugsunarlaust upp í sig mola. — Nei, ég þreifaði á hend- inni á honum og hún var ekki köld, svo að hann getur að minnsta kosti ekki hafa verið dáinn ... eða hann hefur þá að minnsta kosti verið alveg ný- lega andaður, þegar ég kom svaraði Susanne og fór um hana cilítill hrollur. — Dauðir menn á skógar- veginum. Nei, það kemur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.