Morgunblaðið - 14.12.1978, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1978
47
TSiTfertír
La Louviere
— BELGÍSKA tilboðið er hagstæðara en það hollenska
og það má segja að 99% líkur séu á því að ég skrifi undir
samning úti í Belgíu núna næstu daga, sagði Karl
Þórðarson er við ræddum við hann í gær. Karl heldur
utan til Belgíu í dag til
Louviere og einnig mun
félagsins á laugardag.
— Skrifi ég undir samning úti
þá verður hann til eins og hálfs árs
til að byrja með. Eftir þann tíma
ætti að vera ljóst hvort maður á
framtíð fyrir sér í atvinnu-
mennsku eða ekki. — Þetta er búið
að vera draumur hjá mér lengi og
nú er hann að rætast, og því er um
að gera að standa sig vel. Ég mun
leggja mig allan fram við æfingar
og keppni til að ná sem bestum
árangri.
— Það er ætlunin að skoða vel
að skoða aðstæður hjá La
hann leika með varaliði
allar aðstæður í þessari ferð minni
núna en skrifi ég undir fer ég út
strax eftir áramótin og þá með
fjölskylduna. Tilboðið sem ég fékk
var mjög hagstætt. Ég fæ að
sjálfsögðu að leika alla landsleiki
fyrir ísland verði ég valinn.
Allt bendir nú til þess að þeir
Karl Þórðarson og Þorsteinn
Bjarnason skrifi undir nú næstu
daga og verða því íslenskir
atvinnumenn í 1. deildinni í Belgíu
orðnir fjórir. — þr.
City lá aftur
ÉÁEINIR leikir fóru fram í
ensku knattspyrnunni í fyrra-
kvöld. Þar kom mest á óvart, að
Southampton vann sinn annan
sigur gegn Manchester City á 4
dögum. Leikurinn í fyrrakvöld
var aukaleikur í deildarbikarn-
um.cn áður höfðu liðin skilið jöfn.
Lokatölurnar urðu 2—1 fyrir
Southampton.
Þá vann Preston meira en
athyglisverðan sigur gegn Charl-
ton á heimavelli sínum. Preston
hefur verið að sækja í sig veðrið í
Spánverjar
sigruðu
Kýpur stórt
SPÁNVERJAR sigruðu Kýpurbúa
5—0 í þriðja riðli Evrópukeppn-
innar í knattspyrnu í gærkvöldi.
Fór leikurinn fram á Spáni.
Staðan í hálfleik var 2—0. Mörk
Spánverja skoruðu Santillana 2,
Asensi, Ruben og Cano eitt hver.
Áhorfendur voru 15.000.
Eyjamenn
ráku Þann
bandaríska
VESTMANNEYINGAR hafa
rekið bandaríska blökku-
manninn James Booker, sem
þjálfað hefur 2. deildarlið ÍV
og jafnframt leikið með liðinu
si'ðan í haust. Þótti sá amerfski
heldur slakur þjálfari og sem
leikmaður uppfyllti hann ekki
heldur þær vonir sem bundnar
voru við hann. Óvíst er hvort
Eyjamenn fá annan útlending
til liðs við sig í stað Booker.
—hkj/SS.
2. deildinni að undanförnu. Loka-
tölur 6—1 fyrir Preston.
Burnley vann ensk-skoska
bikarinn í fyrrakvöld, þrátt fyrir
tap á heimavelli gegn Oldham,
0—1. Burnley vann fyrri leikinn
4—1 og vann því samanlagt 4—2.
Leeds og Forest
sigruðu
ÞRIR leikir í fimmtu umferð
enska deildarbikarins fóru fram í
Englandi í gærkvöldi. Leeds vann
Luton 4—1, Notthingham Forest
vann Brighton 3—1 og Stoke og
Watford gerðu jafntefli 0—0.
Taka Framarar
stig af Víking
Tveir leikir fara fram í Laugar-
dalshöllinni í kvöld í Islandsmót-
inu í handknattleik. Víkingur
leikur við Fram í 1. deild karla og
kvenna. Kvennaleikurinn er á
undan og hefst kl. 20.00
KR
Aðalfundur lyftingadeildar KR
verður haldinn í félagsheimilinu á
fimmtudaginn 21. desember. Hefst
hann klukkan 20.00.
Stjórnin.
Fylkir
AÐALFUNDUR knattspyrnu-
deildar Fylkis verður í félags-
heimilinu í kvöld og hefst kl. 8.30.
— Stjórnin.
Úrvalsdeildin í körfu:
Barist á toppnum
EINN stórmikilvægur leikur fer
fram í úrvalsdeild Islandsmótsins
í körfuknattleik í kvöld. Valur og
Njarðvík lcika þá í íþróttahúsi
Hagaskólans. Hefst leikurinn
klukkan 20.00. Flestir leikir
úrvalsdcildarinnar cru að verða
úrslitaieikir á einn hátt eða
annan, þessi ekki síður en aðrir.
Því má fastlega reikna með
hörkuleik.
1
-
na “'s "
een ?n°or
^trekklS^
Kratog^5^1"- van ,
bezwarenf^raaSd
*" ’*■ <S£SS
Van iandskiI.hord'
ranes, <ne an?Pioei
Cen e 'n het =,
sss
voetbaher J?1 de beste
w'r^nger^nUsia* 5-
77, v°°r
•pretd. „„ „ 'Z,
£„S,Í'
£!‘«'n7.Uír/»ondtrU"a*
ss&át
Wslor.
Úrklippa úr hollensku dagblaði, þar sem sagt er frá viðræðum hollensku liðanna Excelsior og Feyenoord
við Karl Þórðarson.
. I In/ilinnarlailri
WJkarnábær
Austurstræti 22. Sími frá skiptiborði 28155
Nú fást
kr