Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
291. tbl. 65. árg._______ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Olíuhækkun
vekur reiði
Washington, 18. desember. Reuter.
DOLLARINN riðaði og hlutabréí
snarlækkuðu í verði í Wall Street í
dag og lýst var ugg um að
olíuverðshækkun OPECs (Samtaka
olíusöluríkja) mundi valda nýrri
verðbólgu og auknu atvinnuleysi og
hamia hægum efnahagsbata heims-
ins.
Bandaríkjamenn sem notá um 40
af hundraði olíuframleiðslu heims
eru mjög beiskir í viðbrögðum sínum
við þeirri ákvörðun OPECs að hækka
olíuverðið um 14,5% fyrir lok næsta
árs. Bandarískir embættismenn
sögðu að þeir óttuðust að hækkunin,
sem er hærri en búizt var við, mundi
veikja tilraunir Bandaríkjamanna til
að hefta verðbólguna og rétta við
greiðsluhalla sinn til þess að styrkja
dollarann.
Iðnríki jafnt sem þróunarríki hafa
áhyggjur af hækkuninni, einkum
Japanir sem flytja inn rúmlega 99%
þeirrar olíu sem þeir þurfa. I Brússel
sagði Guido Brunner úr stjórnar-
nefnd Efnahagsbandalagsins að
hækkunin mundi torvelda baráttuna
gegn verðbólgunni og baráttuna
gegn atvinnuleysi. Hann kvað ástand
markaðarins ekki réttlæta hækkun.
Óbreyttir borgarar og hermenn mótmæla stjórnmálasambandi Bandaríkjanna og Kína á fundi í Taipei, höfuðborg
Taiwans.
Sakharov
í hungur-
verkfall
Moskvu, 18. desember. AP.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Andr-
ei Sakharov sagði f dag að hann
færi í hungurverkfall 3. janúar ef
kona hans fengi ekki opinbert
leyfi til þess að fara til Ítalíu þar
sem hún þarf að gangast undir
skurðaðgerð vegna augnsjúk-
dóms.
Sakhaov sakaði sovézk yfirvöld
um að stinga vísvitandi undir stól
umsókn konu hans um vegabréfs-
áritun og sagði að ekkert svar
hefði borizt við bréfi sem hann og
kona hans sendu Leonid Brezhnev
forseta 30. nóvember með beiðni
um að hann skærist í leikinn og
sæi til þess að hún fengi vega-
bréfsáritun.
Nóbelsverðlaunahafinn kenndi
smásmyglislegum „smákóngum" í
kerfinu um að stinga umsókninni
undir stól og kvað þetta liði í
áreitni í þeirra garð er meðal
annars hefði komið fram í því að
leitað hefur verið í íbúð hans og
nokkur persónuleg skjöl og föt
fjarlægð.
Hermenn í íran
neituðu að hlýða
Teheran. 18. desember. AP. Reuter.
ÁTÖK urðu milli hcrmanna og andófsmanna í að minnsta kosti tveimur
borgum í íran í dag sem var sérstakur sorgardagur andstæðinga
íranskeisara til minningar um mörg hundruð fórnarlömb átakanna í
landinu.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um særðust allt að tólf í borginni
Tabriz í norðvesturhluta landsins.
Aðalstjórnmálaflokkur andstæðinga
keisarans, Þjóðfylkingin, hélt því
fram að tugir hermanna hefðu
gengið í lið með með andstæðingum
keisarans þegar þeir gengu fylktu
liði um borgina.
Haft var eftir háttsettum embætt-
Taiwan hafnar
tilboði Kínverja
Taipei, 18. desember. AP. Reuter.
FORSETI TAIWANS, Chiang Ching-kuo, hafnaði í dag tilmælum frá Peking um
samningaviðræður um sameiningu eyjarinnar og Kína og kallaði tvo fyrrverandi
þjóðernissinna sem að þeim stóðu landráðamenn. Chiang sagði á miðstjórnarfundi
Kuomingang-flokksins að hann mundi aldrei semja við kommúnista undir nokkrum
kringumstæðum. Það var kínverska fréttastofan Hsinhua sem skýrði frá því að Liu
Fei og Li Chun-lung, sem hún kvað tvo gamla vini Chiangs, hefðu beðið um leyfi til að
fara til Taipei til að hefja viðræður um sameiningu.
Á miðstjórnarfundinum sagði
Chiang að Liu Fei og Li Chun-lung
væru landráðamenn og það kæmi
ekki til mála að ræða við þá. Liu og
Li voru í nefnd sem reyndi að ná
samkomulagi við kommúnista
1949 að sögn Hsinhua. Þeim
mistókst og þeir settust að í
Peking.
Milli 100 og 200 ungmenni efndu
til mótmæla við bandaríska sendi-
ráðið í dag, þriðja daginn í röð,
sungu ættjarðarlög og dreifðu
miðum með árásum á Bandaríkin
fyrir að viðurkenna Peking.
Bandaríkjamenn hafa verið var-
aðir við því að vera á götunum.
Bandaríska ræðismannsskrifstof-
an var lokuð í dag og bandarískir
skólar voru lokaðir. Enn er ekki
vitað hvenær bandaríska sendiráð-
inu verður lokað og hvenær 750
bandarískir hermenn sem eru á
Taiwan fara heim.
Þingið hefur verið kallað saman
á morgun til að hlýða á skýrslu
Sun Yun-suan forsætisráðherra
um ástandið. Hann hefur gert
miðstjórninni grein fyrir áætlun
ismanni að heill flokkur hermanna
hefði verið sendur til búða sinna þar
sem nokkrir menn hefðu neitað að
hlýða skipunum yfirmanna sinna.
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt hefur
gerzt síðan ólgan hófst í landinu.
Samkvæmt öðrum fréttum sem
hafa borizt frá Tabriz náðu andófs-
menn nokkrum herbílum og skrið-
drekum á sitt vald.
Stjórnarandstæðingar halda því
fram að hermannauppreisn hafi
verið gerð í Tabriz, en þær fréttir eru
taldar ýktar.
En þessi staðhæfing fylgir í
kjölfar frétta um vaxandi óánægju í
hernum vegna skipana um að skjóta
andófsmenn og múhameðstrúar-
menn. Herinn neitar því að nokkur
ólga sé, jafnvel ekki meðal nýliða
sem eru einn fimmti hersins, en
samkvæmt áreiðanlegum heimildum
hefur samúð hermanna með and-
stæðingum keisarans greinilega auk-
izt. Afstaða hersins mun ráða
úrslitum um hvort keisarinn heldur
völdum sínum.
Samkvæmt þessum heimildum
hefur liðhlaupum fjölgað vegna
yfirlýsinga trúarleiðtogans Ayatull-
ah Khomaini. Uggur um klofning i
hernum jókst um helgina þegar
háttsettur yfirmaður tilkynnti að
þrír óbreyttir menn í lífverði
keisarans hefðu drepið að minnsta
kosti sex aðra varðliða og sært 12 í
herstöð nálægt keisarahöllinni í
síðustu viku. Aðrir varðliðar drápu
uppreisnarmennina.
I óstaðfestum fréttum segir að
tveir hermenn hafi reynt að skjóta
niður þyrlu með Manuchehr Khos-
rodad hershöfðingja, yfirmanni fall-
hlífaherfylkisins, þegar hún lenti í
Teheran 9. desember.
í Teheran voru verzlanir lokaðar í
dag og einnig fyrirtæki og eins dags
verkfall trúarleiðtoga og andstæð-
inga keisarans var algert.
sem miðar að því að vega upp á
móti þeim skaða sem Taiwan geti
orðið fyrir. Herútgjöld Taiwans
verða aukin, hergagnaframleiðsla
efld og tengsl við erlend ríki aukin.
Stjórn Taiwans mun senda
nefnd til Washington á föstudag
til viðræðna um viðskiptamál
þrátt fyrir ákvörðun Bandaríkja-
stjórnar að viðurkenna Peking.
I Washington er sagt að Banda-
ríkin ætli að standa að öllu leyti
við alla gildandi samninga við
Taiwan nema öryggissáttmála
landanna.
Sprengjualda
ímiðriLondon
London, 18. desember. AP. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) sprengdi tvær bflsprengjur í miðborg
Lundúna í dag og varaði Breta við þvf í kvöld að svo gæti farið að
teknar urðu upp nýjar baráttuaðferðir sem gætu valdið miklu
manntjóni.
Tæplega 14 kílóa sprengja var
skilin eftir í bifreið fyrir utan
stjórnarskrifstofur skömmu eftir
miðnætti og þremur mínútum
síðar sprakk annar bíll sem
sprengju hafði verið komið fyrir í.
Gamall maður slasaðist nokkuð.
Níu manns slösuðust af völdum
sjö lítilla sprengja sem var komið
fyrir í verzlunum í fimm borgum í
Bretlandi á sunnudaginn.
Scotland Yard ráðlagði Bretum
í dag að vera á verði gegn
sprengingum. „Hafið augun opin.
Leitið að óvæntum bréfum eða
pökkum. Lítið undir bílinn áður en
þið akið af stað...“ sagði í
tilkynningu frá Yard.
írski lýðveldisherinn lýsti því
einnig yfir að hann bæri ábyrgð á
árás á brezka herstöð í Vest-
ur-Þýzkalandi þegar átta sprengj-
ur sprungu.