Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.12.1978, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 0 GROHE vandaður JÓLAGLAÐNINGUR Margir sem þjáðst hafa af gigt, vöðvabólgu og meiðslum margskonar, hafa náð heilsunni aftur með notkun GROHE vatnsnuddtækisins ÓTRÚLEGT EN SATT. Hægt erað mýkja og herða bununa að vild, nuddtækiðgefur 19-24 lítra með 8.500 slögum á mínútu. Svo er líka hægt að tengja vatnsnuddtækið við hvaða blöndunartæki sem er, gömul sem ný, svo nú geta allir notið GROHE vatnsnuddtækisins TILVALIN HEIMILISJÓLAGJÖF í ÁR - GJÖF SEM GEFUR VELLÍÐAN BYGGINGAVORUVERSLUN K0PAV0GS SF. £ VJ SÍMI 41000 R 5? Frá vinstrii Bo Haraldsson frá Svíþjóð, sem varð í 2. sæti í hæfnisakstri einstaklinRa, Ove Storelid frá Noregi, sem sigraði, og Einar Guðmundsson frá íslandi, en hann varð í 3. sæti. íslendingar í öðru sætií hæfnisakstri FYRIR skömmu tóku tvcir menn þátt í' hæfnisaksturskeppni í Bretlandi fyrir til.stilli Bindindis- félags ökumanna. þeir Einar Guðmundsson og Guðmundur Saiómonsson, en þeir höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í lokakeppni er haldin var í Reykjavík eftir að haldnar höfðu verið 10 slíkar keppnir víðs vegar á landinu sl. sumar. í keppninni í Englandi voru samankomnir keppendur frá Sví- þjóð, Noregi og Islandi, alls 14 keppendur á aldrinum 18—25 ára, og voru þeir allir valdir úr hópi þeirra er bezt höfðu staðið sig í heimalöndum sínum. I frétt frá Bindindisfélagi ökumanna segir að íslenzku þátttakendurnir hafi staðið sig mjög vel og hafi Einar orðið í 3. sæti. í tengslum við keppnina fór einnig fram lands- keppni og hrepptu íslendingar þar 2. sætið næst á eftir Norðmönnum. Þá er þess getið í frétt BFÖ að ýmis fyrirtæki, tryggingafélög og bifreiðaumboð, hafi styrkt félagið til keppnishaldsins hérlendis. Félagið hefur fullan hug á að halda starfi þessu áfram og segir að ekki muni hugsanleg vikudvöl í Englandi keppendum að kostn- aðarlausu spilla fyrir þátttöku, en það eru Vauxhall-bílaverksmiðj- urnar sem staðið hafa fyrir keppnishaldinu þar í landi. Lengri sölufrestur mjólkur nær eingöngu til Mjólkur- samsölunnar í Reykjavik BLAÐINU hefur borist eftir- farandi tilkynning frá Heil- brigðiseftirliti ríkisinsi Af gefnu tilefni vill Heil- brigðiseftirlit ríkisins taka skýrt fram að undanþáguheim- ild sú, sem Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur veitt á sölufresti mjólkur og mjólkurvara sbr. reglugerð nr. 269/1973 um mjólk og mjólkurvörur gr. 48.2. og 48.3., nær eingöngu til Mjólkursam- sölunnar í Reykjavík. Undanþága ráðuneytisins gildir þar til ný reglugerð hefur verið samin, þó ekki lengur en til 1. apríl 1979. Öll önnur mjólkursamlög landsins skulu eftir sem áður hlýta ákvæðum reglugerðar nr. 269/1973 um sölufrest mjólkur og mjólkurvara. VANTAR ÞIG GÓÐAN FISKIBÁT ? Þð er fxtHœ-maœ lausnin Frábær sjóhæfni og gott vinnupláss samfara miklu buröarþoli. Samþykktur af Norska Veritas. Verö mjög hagstætt. Stuttur afgreiöslufrestur. BENC0 HF. BOLHOLTI 4 Reykjavík Sími (91) 2-19-45 Fæst í tveimur stæröum og ótal útfærslum. Lengd 6,20 og 7,10 metrar breidd 2,40 og 2,60 metrar. Hagstæöustu kaupin í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.