Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 15

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 15
Aðrir ágallar núverandi skatt- kerfis felast svo í því, að ýmiskon- ar veikleikar eru á skilgreiningu tekjuhugtaksins samkvæmt skattalögunum og geta þeir valdið verulegu misrétti milli skattgreið- enda. Verðbólgan hefur magnað þessa veikleika og þetta' misrétti um allan helming. Allir þeir gallar, sem ég nú hef nefnt, neikvæð áhrif á framtak og vinnuvilja, tilhneiging til skatt- svika og ófullkomin skilgreining tekjuhugtaksins, ættu að sjálf- sögðu að vera sterk viðvörun til þeirra, sem vilja halda núverandi skattkerfi lítt breyttu. Enn frekar þyrfti þetta viðvörunarljós að skína í augu þeirra, sem vilja leysa hvert úrlausnarefni sem upp kemur með þeim hætti að leggja viðbótarbagga á þann skattaklár, á það skattakerfi, sem ekki hefur staðið undir byrðunum um langt árabil. Nauðsynlegar breytingar á skattalögunum Eins og áður sagði hefur ein breyting á skattalögunum verið meira aðkallandi en nokkur önnur um langt skeið. Sú breyting felst í verulegri lækkun á skattprósent- um á þann hátt að skattleysismörk verði hækkuð allverulega en síðan verði greidd föst prósenta af öllum tekjum þar fyrir ofan. Sú prósenta mætti ekki vera hærri en 25% í staðgreiðslukerfi og er þá að sjálfsögðu átt við alla skatta sem lagðir eru á tekjuöflun, bæði þá sem ganga til ríkis og sveitarfé- laga. Hugsanlegt er að vísu að hægt sé að skilgreina einhvern flokk tekjuöflunar, sem sé þjóðfé- laginu lítt þóknanleg og þá kæmi til greina að skattleggja slíkar tekjur með hærri prósentu. Eg hef ekki tíma hér til að fara í einstökum atriðum út í það, hvaða afleiðingar breytingar með framangreindum hætti mundu hafa á fjármálastöðu ríkis og sveitarfélaga. Ég læt nægja að taka fram í því sambandi, að augu stöðugt fleiri eru að opnast fyrir því, að okkar brýnasta verkefni er að stöðva hina sífelldu og stór- felldu aukningu á hlutdeild opin- berra aðila í þjóðarbúskapnum og vinda síðan aftur ofan af þeim stóra hnykli, sem opinber umsvif eru orðin. Ef þetta tekst, munum við stefna í átt til skattalækkana en ekki skattahækkana eins og við höfum gert árum og áratugum saman. Viðhorfin í skattamálum Á þessu ári hefur margt gerst í skattamálunum. Síðastliðið vor var samþykkt ný heildariöggjöf um tekjuskatt og eignarskatt, sem ganga á í gitdi um næstu áramót. Að baki þessari löggjöf stóð langur tæknilegur undirbúningur og mik- il vinna. Margar tímabærar og merkar nýjungar felast í þessum lögum og gætu þau að mörgu leyti markað tímamót í skattalöggjöf hér á landi. En þrátt fyrir þessa jákvæðu umsögn verð ég jafn- framt að taka fram, að á lögunum eru verulegir ágallar. Þar á ég fyrst og fremst við það, að skattprósentur eru allt of háar. Jafnframt er ljóst, að taka þarf enn fastari tökum á ýmsum þeim skattlagningarvandamálum sem leiða af hinu viðvarandi verð- bólguástandi jafnhliða því sem reynt verði að hafa löggjöfina eins einfalda og unnt er. Ég vil einnig taka fram, að ég tel þann merka áfanga sem náðist með setningu framangreindra laga alls ekki sönnun þess, að stjórn- málaflokkarnir hafi til frambúðar tekið upp ný og betri vinnubrögð í skattamálunum. Ég vil ekki hafa hér í frammi flokkspólitískar ádeilur, en verð samt að benda á, að því miður hefur það sannast í vinnubrögðum nýrrar ríkisstjórn- ar í skattamálum, að hentistefna er enn ríkjandi í þessum mikil- væga málaflokki. I því sambandi MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 15 skal ég ekki ræða í einstökum atriðum um þá afturvirku skatta, sem lagðir voru á í haust og komu að vonum miklu róti á hugi skattgreiðenda, og ég skal heldur ekki ræða um það hvernig söluskattskerfið var með skyndi- ráðstöfun gert mun erfiðara í framkvæmd en það þó hafði verið. En eftir þessar stórfelldu skyndi- breytingar var skipuð nefnd til að gera tillögur um nýjar skyndi- breytingar á skattalöggjöfinni, þar á meðal á nýsettum lögum um tekjuskatt og eignarskatt. Sú nefnd mun hafa lagt fram hug- myndir sínar um sl. helgi og nú á í flýti fyrir jól að sjóða saman einhvern skattakokkteil. Ljóst er, að sá kokkteill mun ganga þvert á þau sjónarmið, sem ég hef sett fram hér. Fram undan er því mikið starf að vinna fyrir þá, sem telja það einhvers virði, að mörkuð sé traust og heilbrigð stefna í skattamálum, stefna sem styðst við traust almenningsálit og gefur einstakl- ingunum eðlilegt svigrúm til athafna og sjálfsbjargar í stað vaxandi miðstýringar og ófrelsis. Ég er þess fullviss, að það hefur gífurlega þýðingu fyrir heilbrigða framþróun þessa þjóðfélags, að okkur beri ekki langt af réttri leið í þessu efni á næstunni. Alger nýjung árg. 1979 gcetid að 1) MAGNARA: 20 wött musik. 2) ÚTVARPI: FM stero, LW, MW. 3) SEGULBANDSTÆKI: meö sjálfvirkri upptöku. 4) PLÖTUSPILARI: fyrir allar plötur. 5) TVEIR HÁTALARAR FYLGJA. BUÐIN Skipholti 19. Sími 29800. fnamtíö og fortíö Nýr bókaflokkur, sem vekur athygli Saga daganna var í hópi söluhæstu bóka á síðasta ári, enda gagnleg á hvcrju heimili. Nú oð verða uDDseld. öid óvissunnar Þessa heims og annars heimsfrægt verk eftir Galbraith. sem engin bók hefur í haust hlotið jafnmikið hann skrifaði um efni sjónvarpsþáttanna „Á óvissum tímum“. nú sýndir í sjónvarp- umtal í fjölmiðlum, því rannsóknir — * * ami inu á sunnudögum. framtíð og fartíð Erlends Haraldssonar á dulranni reynslu ísiendinga eru með athyglisverð- ustu upplýsingum um iffsviðhorf okkar. 4 framttö og fortíð Hugmgndir hagfræöinnar og áhrlí þeirra John Kemeth Galbrath Og| Kmn á dulrannl reynslu dlnga. frúaniöhortiini og þjóötrú Erlerdur Haraicjssors: Tryggið gkkur eintök í tíma, verið með frá bgrjun. BÓKAFOfíLAGIÐ SAGA Sími 27622, Hverflsgötu 54,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.