Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 28

Morgunblaðið - 19.12.1978, Page 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1978 r _ r Olafur G. Einarsson og Matthías A. Mathiesen: Bráðabírgðalögin rétta með annarri hendinni en taka aftur með hinni „Aðaleinkenni bráðabirgðalaganna og þessa frumvarps er að það, sem rétt er með annarri hendinni, er tekið aftur með hinni. Með því telur ríkisstjórnin að stuðlað sé að tekjujöfnun í þjóðfélaginu og efnahagsvandinn leystur í bráð. Að vissu marki má á þetta failast. Tekjujöfnunin er þó mest sjónhverfing, leikur með vísitölu, þar sem beitt er vafasömum aðferðum í stað þess að takast á við það vandamál. Sá árangur, sem kann að nást í baráttunni við verðbólguna til áramóta, veldur auknum vanda þegar til lengri tíma er litið,“ sagði Ólafur G. Einarsson á Alþingi nýlega, er hann ásamt öðrum fuiltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárhags- og viðskiptanefnd, lagði til að frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál yrði fellt. er að fyrirtæki greiði mismunandi skatt eftir því, hvort þau eru skráð sem hlutafélög eða eru á nafni einstaklinga." Að lokum segir í áliti minni- hluta nefndarinnar, þeirra Ólafs G. Einarssonar og Matthíasar Mathiesens, að ef meirihluti sé fyrir því að afla tekna þeirra sem Ólafur G. Einarsson frumvarpið geri ráð fyrir, þá telji þeir heppilegra að gera það í formi skyldusparnaðar. Ólafur rakti lið- fyrir lið það helsta er hann taldi frumvarpinu tii vansa, svo sem að það ylli því að neysla yrði örvuð á kostnað sparnaðar, dregið yrði úr vinnu- vilja með hækkun tekjuskatts, siðferði látið fyrir róða með afturvirkum álögum, niðurgreiðsl- ur auknar á landbúnaðarafurðum, margfalt gengi virtist vera að komast á, skertar verðbætur til launþega, tekjuskattsauki settur á og fleira og fleira. Þá mætti nefna að „Hækkun eignarskatts lendir fyrst og fremst á þeim sem eiga skuldlausar eða skuldlitlar fast- eignir, því að eignarmyndun hér á landi er mest í mynd fasteigna. Af því leiðir jafnframt, að eignar- skattsaukinn lendir þungt á eldra fólki, sem á skuldlausar fasteignir. Við teljum því breytingartillögu á þskj. 52 sjálfsagða. Einnig lendir þessi eignarskattsauki með mikl- um þunga á þeim, sem þurfa að eiga miklar fasteignir og vélar við framieiðsluna. Samkvæmt ákvæðum frum- varpsins er lagður helmingi hærri eignarskattsauki á félög en éin- staklinga, en það hefur í för með sér stórfellda mismunun eftir rekstrarformi fyrirtækja. Fráleitt Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1. ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti, hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli. Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda. Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur Veljið varanlegt. Brceðraborgarstíg 1 Sími 20080 (Gengið inn frá Vesturgötu) Margar auka- og leiguf erð- ir Flugleiða um hátíðarnar DC-10 þota í tveimur ferðum ÞOTUR Flugleiða munu fara allmargar aukaferðir frá miðjum desember og verða þær flestar milli Norðurland- anna og íslands en einnig verða farnar aukaferðir frá viðkomustöðum félagsins í Bandaríkjunum og áfram til Luxemborgar. Tvær aukaferðir verða farnar með DOIO frá World Airways sem flytur 380 farþega í ferð og einnig verða farnar allmargar aukaferðir til flestra staða innanlands. DC-10 þotan fer 21. desember frá New York til Islands og Luxemborgar og önnur ferð verður 22. desember með DC-10 á þessari sömu ieið. Aukaferðir verða frá Luxemborg til íslands, New York og Chicago, 16. og 19. desember verða aukaferðir til Kaupmanna- hafnar og 21. og 22. desember til Óslóar, allar með Boeing-þotu, en 17. desember verður leiguferð með DC-8 frá Kaupmannahöfn til Islands og með Boeing sömu leið þann 21. Síðustu ferðir frá íslandi fyrir jól verða sem hér segir: Til Chicago 22. desember. Til New York, Kaupmannahafnar, Glasgow og London á Þorláks- messu, 23. desember. Til Luxem- borgar 24. desember, aðfangadag. Síðustu ferðir til íslands fyrir jól verða sem hér segir: Frá Kaupmannahöfn, Glasgow og London Þorláksmessukvöid, 23. desember. Frá New York að morgni aðfangadags 24. desember. Á jóladag verður ekkert milli- landaflug. Fyrsta ferð til íslands eftir jól verður að kveldi 26. desember, en þá koma tvær vélar frá Luxem- borg og halda áfram til Chicago og New York. Fystu ferðir eftir jól frá Bandaríkjunum koma til Is- lands að morgni 27. desember og halda áfram til Luxemborgar. 27. desember verður einnig flogið til Glasgow og Kaupmannahafnar. Síðan verður flogin áætlun fram til áramóta. Um áramót verður tilhögun ferða svipuð og um jólin. Síðustu ferðir frá Bretlandi og Norðurlöndum verða 30. desember en sama dag eru síðustu ferðir til íslands frá Luxemborg og áfram til New York og Chicago. Þær þotur koma aftur til Keflavíkur- flugvallar að morgni 31. desember og halda áfram til Luxemborgar. Á nýársdag verður ekkert milli- landaflug. 2. janúar verður flogið til Kaupmannahafnar og London fram og aftur og síðdegis koma þrjár þotur frá Luxemborg og halda áfram til New York og Chicago. Hinn 3., 6. og 7. janúar 1979 verða leiguferðir til Kaup- mannahafnar fyrir íslendinga- félagið í Danmörku og aukaferð verður farin til Osló og Kaup- mannahafnar þann 6. janúar. INNANLANDSFLUG Frá og með 16. desember og fram að áramótum munu verða nokkrar breytingar á innanlands- fiugi Flugleiða. Margar aukaferðir verða farnar til flestra staða innanlands frá miðjum desember og fram á Þorláksmessu, en á aðfangadag, sunnudaginn 24. desember, verða nokkrar ferðir felldar niður og er áætlað að flugi ljúki kl. 15.00, 26. desember og annan dag jóla um hádegi. 27. desember til 30. desember verður flogið samkvæmt áætlun innan- lands, en sunnudaginn 31. desem- ber, gamlársdag, verða færri ferðir en sunnudagsáætlun segir til um og er áætlað að flugi ljúki kl. 15.00. Frá og með 2. janúar verður flogið samkvæmt áætlun. SÓLARLANDAFLUG Sólarlandaferðir til Kanaríeyja sem hófst 25. október verða að vanda í gangi fyrir og um hátíð- arnar. Næsta ferð til Kanaríeyja er 22. desember og 29. desember. Þá var hópferð til Miami, Florida 14. desember og tveir minni hópar munu fara þangað 26. og 28. desember. Nokkur hópur fólks fer á skíði til Austurríkis um jólin. Þeir hópar munu fara 22. desem- ber og 23. desember. lU'fi Sti Lítid barn hefur JÍ lítid sjónsvið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.