Morgunblaðið - 20.12.1978, Síða 8

Morgunblaðið - 20.12.1978, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 Horft í birtuna Ný ljóðabók eftir Þóru Jónsdóttur út er komin ný ljóðabók eítir Þóru Jónsdóttur „Horft í birtuna14 og er hún mynd- skreytt af höfundi, útgefandi er Fjölvaútgáfa. Á bókarkápu segir svo: „Nú kemur út þriðja ljóðabókin eftir Þóru Jónsdóttur. Þær fyrri, í leit að tjaldstæði og Leiðin norður, vöktu athygli fyrir ljóðræna stemmningu í hnitmiðuðum orðum og setn- ingum. Síðan hafa mörg ár liðiö, en skáldkonan hefur unnið stöðugt að því að þroska og fága ljóðform sitt. Hér birtast því í knöppu og fáguðu orðvali margar ljóðaperlur, margar spurnir og svör um tilveru manneskjunnar í hverf- ulum heimi. Ljóð Þóru eru einstaklega tilfinninga- og veðurnæm, og það er hverjum manni upplifun að láta þau líða sér í brjóst í spurn og svari." Þóra Jónsdóttir. sjálfsmynd. Mótmæla sífelldum álög- um á atvinnufyrirtæki Blaðinu hefur borizt eítirfar andi ályktun framkvæmda- stjórnar Kaupmannasamtaka íslands írá 5. desember sJ.i Stjórn Kaupmannasamtaka íslands mótmælir harðlega þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að ætla að leysa efnahagsvanda þjóðarinnar með því að leggja í sífellu aukin gjöld á atvinnufyr- irtæki landsm'xnna. Stjórnin bendir á, að staða íslenzkra atvinnufyrirtækja hefur verið mjög bágborin í mörgum at- vinnugreinum. Með sérstökum opinberum aðgerðum hefur þó tekist að fresta um sinn stöðvun nokkurra fyrirtækja, en jafnhliða þessum opinberu aðgerðum, hafa tekjur verzlunarfyrirtækja verið stór- lega rýrðar tvisvar sinnum á þessu ári. Nú síðustu daga hefur ríkis- stjórnin boðað frekari álögur á atvinnufyrirtæki og óttast stjórn Kaupmannasamtaka ís- lands, að þær leiði til atvinnu- leysis á komandi ári. Staða verzlunarinnar er nú mjög erfið og sýnt er, að það er eingöngu spurning um tíma, hvenær kaupmenn neyðast til þess að takmarka þjónustu sína við neytendur, sem mun leiða til uppsagna starfsfólks, verði ekk- ert að gert. Kaupmannasamtök Islands telja það eindregna skyldu ríkis- stjórnarinnar að stuðla að lausn á vanda verzlunarfyrirtækja og koma þar með í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi og vöru- skort í landinu. J ólatónleikar Kór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar hélt tónleika s.l. föstudag í Landa- kotskirkju. Tónleikarnir hófust á gömlum ísl. helgisöng í raddsetningu Róberts A. Ottós- sonar. Tvö önnur íslensk jólalög voru á söngskránni, Hátíð fer að höndum ein og Oss barn er fætt í Betlehem, í raddsetningu Jóns Þórarinssonar. Þá söng kórinn þrjá erlenda jólasálma frá Grikklandi, Englandi og Frakklandi. Kórinn söng þessi lög öll mjög fallega enda vel þjálfaður. Næstu þrjú verkefnin voru með orgelundirleik, Sof þú blíða barnið góða, eftir Berlioz, Laudate Dominum, eftir Mozart og 0, helga nótt, eftir A. Adam. Einsöng í tveim seinni verkun- um söng Ólöf Harðardóttir og var flutningur þeirra lakari én búast hefði mátt við. Afgangur- inn af efnisskránni bætti það upp og kemur þar til tvennt, góð tónlist og góður flutningur. Eftir Schutz flutti kórinn Lofið Drottin, fyrir tvo kóra og Barn er oss fætt, eftir Melchoir Franck, með miklum glæsibrag. Síðustu tvö verkin eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Lof- söngur engla er sérlega glæsi- legt í upphafi, en í seinni hlutanum verður leikurinn með orðin of áberandi og jafnvel langdreginn. Hósanna Davíðson er leikrænna í formi, kvað snertir textann og endirinn skemmtilegur en varasamt er þó að nota hann í of lengdri útgáfu. Þorkell er einn af fáum ísl. tónskáldum sem samið hafa kirkjutónlist og eru verk hans þegar orðin mjög vinsælt söng- efni fyrir kóra. Þjóðkirkjan mætti taka það til íhugunar, hvort ekki væri hægt að endur- nýja að einhverju leyti tónlist kirkjunnar, kirkjugestum til ferskrar upplifunar og til að vera söngfólki hvatning til að horfa fram á veginn, í stað þess Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON að snúa algerlega baki við samtíðinni. Gera kirkjuna að skapandi afli í íslenskri menningu, efla stolt hennar í stað þess að þiggja sitt tónmál frá öðrum, sem aldrei verður samlagað, svo vel sé, hryn og blæ íslenskunnar og þess vegna að miklu leyti máttlaust til tilfinningalegrar upplifunar. Tónleikunum lauk með því að allir viðstaddir risu úr sætum og sungu Heims um ból. Þetta eru einmitt bækurnar Gaudeamus igitur Skólaárin verða flestum minnisstaeð þegar árin líða. Menn horfa til baka og rifja upp þaö tímabil ævinnar sem mörgum hefur reynzt skemmtilegast. Hér eru saman komnar í bók Ijúfar minningar og umsagnir um skóla og kennara skrifaöar af 18 konum og körlum. Einmitt bók sem allir hafa gaman af aö eiga og lesa. — Bók fyrir stódenta eldri sem yngri. — Bók fyrir alla í skólum landsins unga og gamla. — Glæsileg bók. Einar Logl Eirtarsson tók saman (Sauöfamuö iQttur (KÆTUMST MEÐAN KOSTUR ERi MINNINGAR ÚR MENNTASKÚLUM Ágúst í Ási Eftir Hugrúnu „Ágúst í Ási“ er hugnæm saga sveitapilts sem rifjar upp á gamals aldri æsku- minningar og lífs- hlaup sitt. Bezta skáldsaga Hugrúnar. PURlÐUR GUDMUNDSDÓTTIR HÁ M BREYTTIR TÍMAR Breyttir tímar Eftir Þuríöi Guð- mundsd. frá Bæ Ættarsaga af Ströndum Mest koma viö sögu bæirnir Selvík, Ham- ar og Bæir. Þegar saga þessi gerist var einn bóndi í Selvík, Jón Hans- son aö nafni. Hann var þangaö kominn langt aö. Hröö atburöarás. Spennandi ástar- saga. eftir Sigríði EyÞórsdóttur Saga úr Sjónvarpinu frá árinu 1973. Sagan og teikningar Olafar Knudsen hlutu mikiö lof gagnrýn- enda og gleöi mikla hjá börnunum sem á hlýddu og á horfðu. Myndarleg bók fyrir krakka á öllum aldri. Allar frá Bókamiðstöðinni — fást í öllum bókabúðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.