Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.12.1978, Qupperneq 14
Erlend fréttaskýring: 14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978 FREKUR JÓLASVEINN Jólasveinn í Akron, Ohio, í Bandaríkjunum var handtekinn nýlega, gefið að sök að hafa ráðizt á gullsmið sem mótmælti fjársöfnunaraðferðum hans. Hann var handtekinn fyrir árás. Hann var fyrirliði jólasveina Musteris Hare Krishna í Cleveland og þeir þóttu nokkuð aðgangsharðir við fjársöfnunina. Snúast vopnin í höndum Desai eftir fangels- un Indiru? ATKVÆÐAGREIÐSLA í ind- verska þinginu hefur nú leitt til þess að Indira Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið sett í fangelsi og líklega einnig svipt þingsætinu sem hún vann t aukakosning- unum í núvember. Moraji Desai forsætisráðherra lagði fyrir helgina fram frumvarp þessa efnis og er Gandhi þar ákærð fyrir réttindabrot og fyrir að hafa hundsað þingið. bó var búizt við að þingmenn myndu hugsa sitt ráð vegna þeirra kröftugu viðbragða sem þessi frétt vakti meðal indversks almennings. Almennt er gert ráð fyrir að „dúfurnar“ í töskufnar sínar og, „höfuð mitt er yðar,“ sagði hún. Lögfræðingur Indiru Frank Anthony spáði því í viðtali við fréttamann nú á dögunum að með því að senda Indiru Gandhi í fangelsi myndi Janatabanda- lagið endanlega kveða upp yfir sjálfu sér skapadóm og þetta vrði tvímælalaust til að almenn- ingsálitið snerist allt á sveif með Indiru. „Þetta væri það bezta sem gæti fyrir hana komið, frá pólitísku sjónarmiði. Þar með væri öllu lokið fyrir Janatabandalagið,“ sagði An- tohny. Lögfræðingurinn sagði einnig að vísast myndi koma til gríðar- Daudvona madur í lest en lestin ekki stöðvud New York, 19. desember. AP. MAÐUR fékk hjartaáfall í neðanjarðarjárnbrautarlest í New York. Lestarstjórinn stöðvaði ekki lestina fyrr en hann hafði ekið fram hjá fjórtán viðkomustöðum. Maður- inn var látinn þegar lestin stöðvaðist loksins. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð. Lestarstjórinn hringdi í stjórnstöð járnbrautarfyrir- tækis síns, BMT, þegar honum var sagt frá hjartaáfalli farþeg- ans, en tók ekki fram að um neyðarástand væri að ræða. Honum var sagt að halda ferð- inni áfram og gera lögreglu viðvart með því að flauta við hverja stöð sem hann færi um. Farþeginn, Ah Chong, virðist hafa fengið hjartaáfall kl. 8.00 Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Apena Barcelona Berlín Chicago Frankturt Gent Helsinki Jerúsalem O A| 2 skýjað 20 heiðskírt 8 lóttskýjaö -1 heiöskírt 5 skýjaö 0 heiöskirt 3 skýjað -3 skýjaö Líssabon London Los Angeles Madríd Malaga Mallorca Miami Moskva New York Ósló París Reykjavík Rio Oe Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg 13 sólskin 7 sólskin 8 sólskin 8 sólskin 12 skýjaö vantar 22 heiöskírt -20 heiðsklrt 4 heiöskírt -3 skýjaö 1 skýjað -2 léttskýjaö 29 heiöskírt 15 rigning 0 skýjað 21 sólskin 6 rigning -13 .skýjaó -3 skýjaö 22 sólskin Jóhannesarborg 22 skýjað Lissabon 13 skýjað f.h. Ellefu mínútum síðar — þegar lestin hafði farið fram hjá fjórum stöðvum og engin hjálp hafði borizt — kallaði Samuel Lee lestarstjóri aftur í talstöð- ina en var sagt að halda áfram. Farþegarnir í lestinni voru orðnir æfir af reiði, bönkuðu i klefa lestarstjórans og kröfðust þess að hann næmi staðar. „Eg var reið, ég grét og ég trúði þessu ekki,“ sagði Rances Blackman sem hlúði að veika manninum. Ungfrú Blackman sagði að Lee hefði rifizt við hana og hina farþegana og sagt að hann færi aðeins eftir skipunum. „Ég hef fyrir konu og fjölskyldu að sjá og mér er mest umhugað um að halda lestinni gangandi,“ sagði Lee. Loks þegar lestin hafði farið um 13 stöðvar og fram hjá fimm sjúkrahúsum í Brooklyn stöðvuðu tveir lögregluforingjar lestina. Þetta var hálftíma eftir fyrstu tilkynninguna í talstöð- inni og þá var það orðið um seinan. Klukkan 8:59 var úr- skurðað að Chong væri látinn. Þetta gerdist 20. desember 1976 — Rabin segir af sér eftir ósigur á ísraelsþingi. 1973 — Carrero Blanco, forsæt- isráðherra Spánar, myrtur í Madrid. 1971 — Nixon forseti fer til Bermuda til viðræðna við Heath forsætisráðherra. 1970 — Gomulka segir af sér eftir matvælaóeirðir í Póllandi. 1962 — Fyrstu frjálsu kosning- arnar í Dominkanska lýðveldinu í 38 ár. 1957 — Kjarnorkustofnun Ev- rópu tekur til starfa. 1954 — Frakkar senda 20.000 hermenn til Alsírs. 1922 — Fjórtán lýðveldi mynda Samband sovézkra sósíalista- lýðsvelda. (USSR). 1916 — Wilson forseti sendir öllum stríðsaðilum friðarorð- sndingar. 1912 — Friðarráðstefna Tyrkja og Balkanríkja í London. 1852 — Bretar innlima Pegu, Neðri Burma, í stríði við Burma- menn. 1830 Aðskilnaður Hollands og Belgíu samþykkur í Lund- úna-ráðstefnu. 1803 — Bandaríkjamenn taka formlega við Lousiana-svæðun- um af Frökkum. 1712 — Svíar sigra Dani við Gadesbusch, Póllandi. 1699 — Pétur mikli fyrirskipar að nýár hefjist í Rússlandi 1. janúar. 1582 — Frakkar' taka upp gregorianskt tímatal. Afmæli dagsinst Leopold von Ranke, þýzkur sagnfræðingur (1795—1886) — Irene Dunne, bandarísk leikkona (1904 ---). Innlenti Eldogs í Leirhnúk 1975 — Snjóflóð í Neskaupstað 1974 — Eldgos í Eyjafallajökli 1921 — Hraunflóð stöövast við bæinn í Reynihlíð 1728 — Landspítal- inn tekur til starfa 1930 — D. Guðmundur Ólafsson fornfræð- ingur 1695 — Stefán Stephensen amtmaður 1820 — F. Þórður Sveinsson 1874 — Jón Baldvins- son 1882 — „Arnfirðingur" strandar í Grindavík 1971 — D. Þórður pr. Sveinsson í Kálfholti 1770. Orð dagsinst Yfirleitt eru bæk- ur tvenns konar: þær sem enginn les og þær sem enginn ætti að lesa — H. L. Mencken, bandarískur ritstjóri (1880-1956). Moraji Desai. Janatabandalaginu hafi lagt á það allt kapp að sannfæra hina herskárri — og þar er forsætis- ráðherrann auðvitað fremstur í flokki — um að slíkt myndi aðeins verða Indiru Gandhi til stórkostlegs framdráttar og gera hana að píslarvotti. Jan- atabandalagið hefur hins vegar svo mikinn meirihluta í þing- inu. þ.e. 303 sæti af 536. að því er í lófa lagið að taka þarna af skarið. Þegar frumvarp Desai verður að lögum mun það ekki aðeins svipta Indiru nýfengnu þingsæti heldur verður hún einnig að fara í fangelsi að minnsta kosti þar til því þingi er lokið sem nú stendur. Nefnd sem Neðri deildin skipaði í sl. mánuði hefur fundið Indiru Gandhi og tvo aðstoðar- menn seka um alls kyns trúnað- arbrot, misbeitingu forréttinda og valds, almenn réttindabrot og um að hafa reynt með alls konar áreitni að torvelda upplýsinga- og gagnasöfnun sem gegn henni beindist er hún var forsætisráð- herra. Sömuleiðis er hún sek fundin um að hafa misnotað aðstöðu sína varðandi ýmsar framkvæmdir er hún fékk í hendur syni sínum Sanjay. Indverska þingið hefur sams konar vald og Neðri málstofan i Bretlandi að geta tekið sér rétt til að refsa fyrir slík brot. Indira Gandhi hefur verið herská í tali síðan þetta frumvarp var lagt fram: „Hver refsing sem ég verð beitt verður mér aðeins upp- spretta frekari styrks“, sagði hún galvösk og bætti því við að hún væri búin að láta niður í Indira Gandhi. legra mótmælaaðgerða bæði í Delhi og víðar í Indlandi og hefur þeirri skoðun verið ómót- mælt af þeim Janatamönnum. Svo virðist sem ýmsir flokks- menn Dasai hafi nú einnig skynjað hvílíkt frumhlaup slík gjörð væri og hafi verið reynt að draga úr áhrifum þess með því að segja að hún muni ekki svipt þingsæti sínu nema þangað til hún hafi beðizt afsökunar á misgjörðum sínum. Hins vegar hefur þessi hugm.vnd engan hljómgrunn fengið hjá þeim þingmönnum Janatabandalags- ins sem Indira Gandhi lét varpá í fangelsi méðan undanþágulög- in voru í gildi og telja tímabært að forsætisráðherrann fyrrver- andi fái að kyrmast lífi innan fangelsismúra. En forsmekkur þess sem í vændum kann að vera í Indlandi kom strax í ljós um helgina. Þá voru haldnir ýmsir fundir í Delhi henni til stuðnings. Því er ljóst að þessi ákvörðun kann að leiða til að vopnin snúist alvarlega í höndum Dasai sem hefur átt mjög í vök að verjast vegna umtals um spill- ingu innan Janatabandalagsins og grunsemda um svipuð ef ekki ívið óþekkilegri brot og mis- notkun valds en hann sakar Indiru Gandhi um. Auk þess hefur innanlandsástandið í Ind- landi stórversnað síðan Dasai tók við völdum, sundurþykkja og ráðleysi er það sem indverskum almúga þykir mest einkennandi f.vrir þann tíma sem Dasai hefur setið að völdum. Indira Gandhi kynni því hvernig sem mál þessi þróast að standa enn á ný með pálmann í höndunum. h.k.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.