Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Timbur fyrir millj- arð frá Rússlandi Fyrirtækin, sem tóku þátt í samninjíaviðræðunum við Sovét- MWWWK = = = SAMNINGAR um kaup íslendinga á 20 þúsund rúmmetrun af timbri voru undirritaðir í Reykjavík í gær. Timburverð í heiminum hefur hækkað verulega frá því á síðasta ári eða um 20—25%. Þeir samningar sem undirritaðir voru í gær nema 3 milljónum dollara eða tæplega 1 milljarði króna. í fyrra var einnig samið um kaup á 20 þúsund rúmmetrum af timbri frá Sovétríkjunum, en þá voru fluttir til landsins 64 þúsund rúmmetrar af timbri. Sovézka timbrið'hefur ha-kkað um 23% á milli ára. menn, voru timburkaupmenn í Reykjavík og Hafnarfirði, þ.e. Timburverzlunin Völundur, Timb- urverzlun Árna Jónssonar, Verk- smiðja Reykdals og Dvergur hf., Samband ísl. Samvinnufélaga, Byggingavöruverzlun Kópavogs og Húsasmiðjan hf. Þó svo að verð á timbri hafi hækkað verulega á heimsmarkaði hefur það ekki í för með sér beina hækkun á timbri til neytenda hér á landi. 8% tolla- lækkanir um síðustu áramót vega upp á móti þannig að hækkunin til timburkaupenda hérlendis verður á bilinu 10—15%. Auk Sovétríkjanna er timbur keypt hingað til lands frá Norður- löndunum öllum og Póllandi. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins má reikna með að í ár verði keyptir til landsins um 40 þúsund rúmmetrar af timbri. Talsverðar birgðir eru til í landinu af timbri frá því í fyrra og samkvæmt upplýsingum timburkaupmanna er samdráttar í byggingariðnaðin- um greinilega farið að gæta í timbursölunni. m & m Mim m t m mm Lmn- VöoWNfl^lNN m <m m, VMRflf? vfíTMi^r ~v o INNLENT Á föstudagskvöldi rétt eftir mánaðamót eru ekki margir lögregluþjónar scm geta tyllt sér niður við að horfa á sjónvarpið. Ljósm. RAX. „Bíðum eftir að tafUð verði tekið” segja lögregluþjónar Eins og kunnugt er af frétt- um hefur dómsmálaráðuneytið skipað lögregluvarðstjórum að fjarla’gja sjónvarpstæki úr varðstofum sínum og gefið þeim frest til 30. júní að fram- fylgja þessari skipun. Blaðamenn fóru í lögreglu- stöðina við Hverfisgötu í gær- kvöldi og spjölluðu við þá lög- regluþjóna sem þá voru inni. Það var einróma álit þeirra að með því að banna þeim aö hafa sjónvarp á varðstöðvunum væri verið að brjóta á þeim mann- réttindi. „Það er ekki sjónvarpið sjálft sem er aðalmálið, heldur það að við viljum ekki láta brjóta á okkur mannréttindi. Við erum stétt manna sem erum bundnir á vöktum hér alla daga, jafnt helga sem rúmhelga og því er það sjálfsagt að við fáum að líta á sjónvarpið annað slagið. Það er fráleitt að taka það frá okkur. Við erum fullorðið fólk og látum ekki fólk úti í bæ bíða eftir okkur vegna þess að við séum að horfa á sjónvarpið,“ sögðu þeir. „Við lítum rétt á sjónvarpið þegar við erum hér í biðstöðu," sagði Stefán Gíslason lögreglu- þjónn. „Það er ekki nema einn og einn þáttur sem við fylgjumst með og þá getur það alveg eins farið svo að við verðum kallaðir út í miðjum þætti og þá verðum við að fara. Ég hef aldrei heyrt minnst á að sjónvarpið tefði fyrir lögreglu- þjónum við störf sín,“ sagði hann. „Við bíðum bara eftir því núna að taflið verði líka tekið frá okkur." Eyjólfur Konráð Jónsson vegna Jan Mayen: Norðmenn eiga ekki ein- hliða rétt til 200 mílna — Lúðvík Jósepsson kveðst gáttaður á ábyrgðarlausum ummælum utanríkisráðherra ÓLAFUR JÓHANNESSON forsætisráðherra kvaðst í gær ekkert geta sagt um ummæli Benedikts Gröndals, sem taldi í viðtali við norska sjónvarpið að Jan Mayen ætti rétt á 200 mflna efnahagslögsögu. Kvaðst ólafur ekki hafa lesið fréttir af þessu nógu vel, og þetta mál hefði ekki borið á góma í ríkisstjórn. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður, sem sæti hefur átt í sendinefnd íslands á Hafréttarráðstefnunni, sagði í gær, að ríkisstjórnin ætti nú ekki annarra kosta völ en óska þegar í stað formlegra viðræðna við Norðmenn um réttindi til auðæfa hafsins milli Islands og Jan Mayen, aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þessu máli væri stóralvarlegt. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, kvaðst í gær vera gáttaður á ummælum utanríkisráðherra og kvaðst telja það fráleitt og í raun ábyrgðarlaust, þegar íslenzkir stjórnmálamenn teldu Jan Mayen eiga rétt til 200 mflna efnahagslögsögu. Slíkt væri hrapalleg mistúlkun á afstöðu íslendinga. — Hvaða hagsmunir eru í veði fyrir íslendinga á þessu svæði? — Allt svæðið norður um Jan Mayen er af jarðfræðingum nefnt íslenzka hásléttan. Þessi neðan- sjávarháslétta hlýtur að teljast til ísleíS^a landgrunnsins og nú er einmitt mest um það rætt, hve víðtækan rétt strandríkin fái utan 200 mílnanna eins og áður segir. Það er um að ræða öll jarðefni og lífverur á hafsbotni. Enginn veit að vísu í dag, hver þessi verðmæti kunna að vera, en fáránlegt er, að við höldum ekki okkar rétti til streitu, bæði á Jan Mayen-svæðinu suður af íslandi og suðvestur af því. Þar að auki eru svo að sjálf- sögðu fiskveiði- og fiskverndar- hagsmunir, sem margrætt er um. En þess er þá að gæta, að fisk- stofnar eins og loðna og síld ganga um þetta svæði og einnig það ættu að vera sameiginlegir hagsmunir Norðmanna og íslendinga að vernda allt þetta svæði fyrir ryksuguskipum stórþjóða. Þess vegna ætti ekki að þurfa að verða togstreita á milli þjóðanna heldur þvert á móti sameiginleg réttar- gæzla. Þegar ég flutti hafréttartillögur mínar gat ég þess sérstaklega að ítarlegar efnislegar umræður á opinberum vettvangi væru kannski ekki heppilegar fyrr en formlegar samningaumræður hefðu hafizt, þannig að fulltrúar beggja þjóða gætu hitzt með opn- um huga. Þess vegna óska ég ekki að fara lengra út í þessa sálma nú. Hrapalleg mistúlkun „Ég vil vísa til þess, sem ég sagði í þinginu í gær, þegar við vorum að ræða þar Færeyjasamninginn," sagði Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins. „Þá einmitt vék ég að þessu og sagði að ég teldi alveg fráleitt og í raun alveg ábyrgðarlaust, þegar íslenzkir stjórnmálamenn væru að láta hafa það eftir sér, jafnvel í viðtölum við erlenda fréttamenn, að þeir teldu að Jan Mayen ætti að hafa rétt til 200 mílna efnahagslögsögu og af þeim ástæðum þá ætti í raun 200 mílna landhelgi okkar í átt til Jan Mayen að skerðast með miðlínu- reglu. Ég er þessu algjörlega andvígur og tel að hér sé um hrapallega mistúlkun að ræða.“ Lúðvík sagði það vera sína skýr- ingu, að grundvallarrök, sem frá upphafi hafi verið fyrir tillögum um efnahagslögsögu, 200 mílna landhelgi, hafi byggst á því, að þar væri um að ræða ríki eða þjóð- félag, sem ætti að njóta þessarar efnahagslegu aðstöðu og ættu þá einnig að geta verndað þau verð- mæti, sem um væri að ræða — enda kvað hann rætt um 200 mílna rétt strandríkis. Hitt væri að vísu ljóst, að í þessum frumdrögum að alþjóðalögum í þessu efni, kæmi ekkert atriði fram, sem skýrði málið algjörlega. Skýrt væri þó að þegar um væri að ræða kletta, sem standi upp úr hafinu eða óbyggðar eyjar, þá eigi þær ekki þennan rétt. Rétt sé að Jan Mayen er ekki óbyggð klettaey, en enginn maður gæti samt haldið því fram að þar væri þjóðfélag eða strandríki sem slíkt. „Vegna þessa á Jan Mayen að mínum dómi ekki að fá nema 12 mílna landhelgi, en alls enga efnahagslögsögu. Svipað ástand er víða annars staðar í heiminum og þar er þessu haldið fram að slíkar eyjar eigi ekki að fá 200 mílna landhelgi, nema eyjarnar séu hluti eyjaklasa eyríkis. Hitt fer ekkert á milli mála, að þeir sem eiga slíka aðstöðu eins og Norðmenn í þessu tilfelli, reyna að ota sínum tota,“ sagði Lúðvík Jósepsson, „og reyna að ná sér í aukin réttindi. Ég tel að Jan Mayen eigi ekki þennan rétt og ég lýsi yfir undrun minni, að íslenzk- ur utanríkisráðherra, ef það er rétt, að hann segi í viðtali við norska blaðamenn, sem einmitt eru á höttum eftir þessum efnum nú, að hann telji það að Jan Mayen eigi rétt til 200 mílna efnahagslög- sögu og þar með eigi Jan Mayen að geta skert 200 mílna lögsögu ís- lands í áttina til Jan Mayen. Þetta hefur áður komið fram hjá ís- lenzkum stjórnvöldum, að þau eru ekki á þessari skoðun, þótt þau hafi viljað halda þannig á málum að sem minnstir árekstrar yrðu við Norðmenn um þetta atriði. Ég lýsti því hins vegar yfir strax, og lét bóka það, þegar við færðum út í 200 mílur, að fært yrði út í 200 mílur án þess að minnast nokkuð á þetta. Það mál vil ég ekki ýfa upp, en nú kastar tólfunum og ég er alveg gáttaður á Benedikt Gröndal, sé þetta rétt, að hann láti slíkt sem þetta frá sér fara.“ Þá sagði Lúðvík Jósepsson, að ef skoðun hans væri rétt, að Jan Mayen ætti aðeins 12 mílur, þá yrði svæðið, sem opnaðist norð- austur af okkar efnahagslögsögu veiðisvæði, sem bezt lægi fyrir okkur að nýta. Er fráleitt — sagði hann að Norðmenn fengju yfirráð yfir því og gætu síðan notað það sem verzlunarvöru til þess að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.