Morgunblaðið - 03.02.1979, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.02.1979, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 14 Ófeigur Gestsson: Fasteignamat 1978 — skrípaleikur eða hvað? í síðustu viku kom hreppsnefnd Andakílshrepps saman og kynnti oddviti, Jón Blöndal, hrepps- nefndarmönnum nýkomið fast- eignamat 1978. Hafði oddvitinn fengið fasteignamatsskrána í póst- kröfu fyrir helgina og greitt kr. 60 þúsund fyrir. Fasteignamat 1978 fyrir Anda- kílshrepp er það almesta endem- isplagg sem ég hefi nokkru sinni augum litið. Villurnar eru svo þrælmagnaðar að varla stendur steinn yfir steini, svo fáránlegt er verkið að ég rólyndur sveitamaðurinn get ekki orða bundist og tíni til nokkur furðudæmi þessa furðuverks Fast- eignamats ríkisins. A. Dæmi um eignir sem hverfa. 1. Á Hvanneyri hafa þrjú hús í einkaeign gjörsamlega horfið. 2. Veiðimannahús og land að ánni Flóku er horfið. 3. Á Hvanneyri hafa tveir ein- staklingar allt í einu tapað einbýlishúsum sínum í hendur ríkissjóðs. B. Dæmi um eignir sem birtast óvænt. 1. Skemma var rifin upp í Bæjar- sveit 1963, hoppar nú inn, metin á 35 þús kr. 2. Þrjú gróðurhús á Jaðri í Bæjar- sveit sem voru rifin fyrir mörg- um árum, eru nú allt í einu komin inn á matið. C. Dæmi um furðulegar breyting- ar. 1. Bræðurnir Sveinbjörn Blöndal og Jón Blöndal, Langholti, byggðu hlöðu 1973 og hafa átt sinn helminginn hvor síðan. Hlaðan var 1230 rúmm. þegar hún var byggð þ.e. 615 rúmm. í hlut hvers. Þessi hlaða hefur tekið undarlegum breytingum: Jón Blöndal á nú 615 rúmm. að verðmæti 1.914 þús. en Svein- björn Blöndal 815 rúmm. að verðmæti 1.810 þús. 2. Veiði í Grímsá sem á sl. ári var metin 516 þús. er nú 10 þús. kr. virði. Ég gæti nefnt 20—30 fleiri villur í þessari endemis bók sem sveitar- stjórnarmenn í Andakílshreppi eiga að vinna eftir, og er hér aðeins um sveitahrepp að ræða, hve margar geta villurnar verið hjá stærri sveitarfélögum? Þá hef ég frétt að bræður sem búa á og eiga jörðina Fitjar í Skorradal hafi fengið bunka af fasteignamatsseðlum. Á undan- förnum árum hafa þeir bræður látið land undir sumarbústaði og nú allt í einu eru þeir orðnir eigendur flestra ef til vill allra. Á einu bretti. Hlægilegasta dæmið, eða ef til vill það grátlegasta heyrði ég í dag. Jón Guðmundsson, Hvítár- bakka sagði mér að Ragnheiður dóttir hans sem er gift og býr að Fífuseli 35, Reykjavík hefði fengið fasteignamatsseðil upp á það að nú ætti hún Deildartungu II í Reykholtsdal. Ég hef staðið í þeirri trú að Andrés Jónsson bóndi Deildartungu II væri eigandi jarð- arinnar og hann heldur það sjálf- sagt líka. Þá hef ég heyrt að vitavörðurinn á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum hafi fengið seðil upp á það að nú væri hann orðinn ófeigur Gestsson jarðeigandi upp á fasta landinu. Jörðin Lambafell, A-Eyjafjallahr. var allt í einu orðin hans eign. Þau dæmi sem ég hef nú nefnt sýna svo ekki verður um villst að eitthvað hefur gengið úr skorðum í „kerfinu". Það er í senn undarlegt og alveg óþolandi að svo augljósar villur skuli getað orðið til. Það er einnig alvarlegt mál viðureignar að villur sem komu fram á síðasta ári hafa ekki fengist leiðréttar. Ef fasteignamat 1978 fyrir önn- ur sveitarfélög er með svipuðu yfirbragði þá er augljóst að milljónum hefur verið eytt af almannafé til lítils gagns og er ástæða til þess að krefjast réttra skýringa og betri vinnubragða en nú hafa verið viðhöfð. Mér barst í hendur bréf frá forstöðumanni Fasteignamats rík- isins sem oddviti Skorradals- hrepps hafði fengið á sl. ári þegar oddviti hafði fundið að illa unninni bók yfir matið í Skorradal. Þetta bréf sýnir svo ekki verður um villst að sveitarfélög eiga að vinna eftir þessari bók hversu vitlaus sem hún er. I þessu dæmi kemur fram glöggur munur á afstöðu til þeirra sem eiga að veita þjónustu. Þegar um einstaklinga er að ræða og selja gallaða vöru er þeim í engu hlíft. Nú skylst mér að þetta sé a.m.k. annað árið sem Fast- eignamat ríkisins sendir út illa unna skrá, en sveitarfélög skulu gott borga. Ef fulltrúar sveitarfé- laganna dirfast að malda í móinn þá segir forstöðumaður Fasteigna- mats ríkisins að þeir séu bastarðar (sbr. bréf) (samkv. orðabók Menningarsj. 1963 þýðir bastarður: kynblendingur, lausa- leiksbarn, frillusonur). Nú er það svo að ég hef aðeins átt sæti í hreppsnefnd Andakílshrepps síðan nú á sl. sumri og gjörþekki ekki samskipti sveitarstjórnarmanna við starfsmenn þeirra ríkisstofn- ana sem þeir þurfa að hafa mest samskipti við. Mér ofbýður hins vegar ruddalegt bréf forstöðu- mannsins í þessu tilfelli ekki síst vegna þess að mér var kunnugt um að á sl. ári voru villur í fasteigna- mati margra sveitarfélaga hér á Vesturlandi. Ég vil að lokum koma þeirri ósk minni á framfæri að sveitarsjóði Andakílshrepps verði endur- greiddar kr. 60 þús. frá Fasteigna- mati ríkisins eða fái rétt mat sem oddvitinn getur unnið eftir. Hvanneyri, 30. jan. 1979 Ófeigur Gestsson - O - Sveitarsjóður Skorradalshr., Skorradal, Borgarfjarðarsýslu. 311 Borgarnes. Með tilliti til þess, að hér með send fasteignaskrá fyrir árið 1977 hefur ekki fengist greidd, verður ekki hjá því komist að benda sveitarstjórn Skorradalshrepps á eftirfarandi: Þann 18. ágúst 1976 birti Fast- eignamat ríkisins svohljóðandi tilkynningu um verð á upplýsing- um úr fasteignaskrá. „Samkv. lögum nr. 94/1976, er gert ráð fyrir að Fasteignamat ríkisins inn- heimti hluta reksturskostnaðar með sölu á upplýsingum úr fast- eignaskrá. Með bréfi dags. 23. júlí 1976, hefur fjármálaráðuneytið ákveðið skv. heimild í 14. gr. laga nr. 94/1976, að eftirfarandi verð skuli gilda við sölu upplýsinga úr skrám Fasteignamats ríkisins: Verð pr. síðu kr. 2000,00 til annarra aðila en A-hluta ríkis- stofnana, sem skuli greiða kr. 1000,00 pr. síðu. Sveitarfélögin skulu fá 25% afslátt. Kaupí aðilar fleiri en eitt eintak af hverri síðu ákveður Fasteignamat ríkisins verð pr. síðu, með hliðsjón af ofangreindu verði. Samkv. framansögðu, hefur Fasteignamat ríkisins ákveðið að gefa 75% afslátt frá brúttóverði af annarri síðu og þar fram yfir.“ Eins og framkemur í auglýsing- unni þá er hér verið að fullnægja því ákvæði téðra laga að sveitar- félögum sé ætlað að standa undir hluta af reksturskostnaði Fast- eignamatsins. Þrátt fyrir skýr ákvæði 1. mgr. 3. gr. laga nr. 8/1972 um tekju- stofna sveitarfélaga um að leggja fasteignamat til grundvallar álagningu fasteignaskatts, þá skildu sum sveitarfélög auglýsing- ar stjórnvalda svo, að þau gætu meö vissum hætti notað úrelt fasteignamat sem grundvöll að álagningu skattsins. Þetta gerði það að verkum að þessi sveitafélög töldu sig ekki þurfa á nýrri fast- eignaskrá að halda fyrir árið 1976 og annað varð svo í samræmi við það. Nú er þetta liðin tíð og sveitar- félög geta ekki lengur lagt á fasteignaskatta nema með aðstoð fasteignaskrár. Því höfum við sent öllum 224 sveitarfélögum landsins í póstkröfu fasteignaskrá fyrir 1977 og hér um bil öll hafa þau umyrðalaust leyst hana út. Þó eru í þessu aðeins örfáir bastarðar og einn þeirra er Skorradalshreppur. Nú gerum við ráð fyrir að Skorra- dalshreppur sé ekki betur stæður en svo að hann þurfi að leggja fasteignaskatt á þegna sína, eins og aðrir. Og þá er spurningin sú hvernig hann kemst af án fast- eignaskrár eða hefur hann komist yfir fasteignaskrá fyrir Skorra- dalshrepp hjá öðrum aðila, sem hefur hana undir höndum. Nú er það svo að fasteignaskrár eu ekki gefnar út nema til opin- berra stofnana og vitanlega ekki gert ráð fyrir því að þær hafi þær til annars en eigin nota. Hér gæti því verið um grófa misnotkun viðkomandi embætta að ræða á skrám Fasteignamatsins, sem ekki verður við unað og við komumst ekki hjá að fjalla um við viðkomandi ráðuneyti, ef þessu verður ekki kippt í lag nú þegar af viðkomandi sveitarfélagi. Það er von okkar að hjálagður reikningur verði greiddur nú þegar svo ekki þurfi til að koma frekari aðgerðir í þessu máli. Virðingarfyllst. Guttormur Sigurbjörnsson. Æskan út- breiddasta tímaritið Samkvæmt fjölmiðlakönnun Hagvangs er Æskan mest selda tímarit landsins í áskrift. Af þeim sem spurðir voru kváðust 27% kaupa Æskuna. Næst að útbreiðslu kemur Ásgarður með 21% og Tízkublaðið Líf með 14%. Af öðrum tímaritum eða vikuritum má nefna: Búnaðar- blaðið Freyr 13%, Iðnaðarblað- ið, Sjávarfréttir, íþróttablaðið, Sveitarstjórnarmál og Heima er bezt öll með 11%, Frjáls verzlun og Samvinnan með 9%, Eiðfaxi 8% og Vikan með 7% svo nokkur dæmi séu nefnd. Sandgerði: Afli góður á djúpmiðum en minni á grunnslóð Sandgerði, 2. feb. I JANÚAR var landað í Sand- gerði 1814 lestum af fiski. Þar af landaði togarinn Erlingur 101 lest og er þá bátaafiinn 1713 lestir í 426 sjóferðum. Er það 264 lestum meira en í janúar í fyrra, en þá var landað hér 1449 lestum í 408 sjóferðum. Stærri línubátarnir og einn netabátur hafa aflað allvel á djúpmiðunum, en hjá hinum netabátunum sem eru á grunnslóðinni hefur aflinn.ver- ið mjög tregur. Einnig hefur afli hjá togbátunum verið frek- ar tregur. Aflahæstu bátarnir um mánaðamótin eru Freyja með 150 lestir í 21 sjóferð, Skagaröst með 143 lestir í 21 sjóferð og Bergþór með 133 lestir í 20 sjóferðum og eru þeir allir á línu þessir bátar. Jón Leiðrétting í blaðinu í gær urðu þau mistök í grein Páls Bergþórs- sonar um veðurfregnatímana, að hluti málsgreinar féll niður. Hún átti að vera: „í fjórða lagi hef ég sannfært mig um, að veðurstofustjórinn hefur hug á að setja fram tillögur, sem allir veðurfræðingar ættu að geta talið viðunandi...“ Mazda — Er kominn! Kynntur á íslandi um leiö og í öörum Evrópulöndum. Fáanlegur í 2 geröum: 2dyra hardtop og 4dyra sedan, 2 vélastæröir 2000 cc. og 1600 cc. og verðið er frá kr. 3.765.000. Komiö og skoöiö þennan stórkostlega bíl á bílasýningunni hjá okkur, laugardag 1—6 og sunnudag 10—6. bíllinn sem beðið var eftir-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.