Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 FRÁ MANUDEGI Kristniboðsvika í Hafnarfirði sem þó er við þau kennt. Fjar- stæða sú að drykkja á heimilum muni minnka við þessa ráðstöfun sést best á því að vart hefur lögreglan átt náðugri daga en í þjónaverkfallinu sællar minningar þegar vínsöluhús voru lokuð. Og svo bíta þeir höfuðið af skömminni með því að vilja færa áfengiskaupaaldur niður í 18 ár. Vita þeir ekki að í nokkrum fylkj- um Bandaríkjanna var aldurinn lækkaður fyrir nokkrum árum en nú eru þessi fylki unnvörpum að hækka hann aftur, m.a. Minne- sota? Og í Washington er áfengis- kaupaaldur ári hærri en hér, 21 ár. Von mín er sú að reyndari þing- menn hafi vit fyrir flutnings- mönnum og smekkvísi þeirra á barnaári gleymist sem fyrst sjálfra þeirra vegna. Kristinn Vilhjálms. • Flugmannadeilan Við aðgerðir sínar undanfarið hafa flugmenn notið góðrar aðstoðar úr sérstæðri átt. Málgagn Alþýðubandalagsins heimtaði að samið yrði strax við Loftleiðaflug- menn, þó varla sé hægt að segja að þeir hafi þar verið málsvari lág- launafólksins, eins og þeir vilja stundum vera láta. Enda liggur þar annað til grundvallar. Ég tel að ástæðan fyrir því, að Alþýðubandalagið vill kynda undir illdeilurnar, sé sú, að því verr sem rekstur félagsins gengur sem afleiðing innbyrðis deilna og haturs, því auðveldara verður fyrir þá að fá samþykktan ríkisrekstur á félagið, þegar allt verður komið í rúst. Eða hvert haldið þið að sé takmarkið með flutningi á tillögu um rannsókn á rekstri Flugleiða annar en að gera félagið tortryggi- legt og auka tortryggnina, bæði meðal starfsmanna og lands- manna allra. Þetta er nú einu sinni aðferð, sem algengt er að beita sem undanfara þjóðnýtingar og ég óska flugmönnum til hamingju með verðugan bandamann. Km.M. • „Jesús frá Nasaret“ Kæri Velvakandi. Fyrir jólin kom út bókin „Jesús frá Nasaret" og hef ég heyrt að gjörð hafi verið kvikmynd eftir bókinni og hún sé 6 tíma löng. Þessi kvikmynd hefur verið sýnd í breska sjónvarpinu og í kvik- myndahúsum á Norðurlöndum og víðar. Nú leikur mér hugur á að vita hvort íslenska sjónvarpið ætlar að tryggja sér sýningarrétt á myndinni eða hvort hún muni verða sýnd í kvikmyndahúsum og hvort það muni verða á næstunni. Rafn Stefánsson. Eftir því sem Velvakandi kemst næst hafa kvikmyndahús hér á landi ekki enn keypt sýningarrétt á kvikmyndinni „Jesús frá Nasaret". Hjá sjónvarpinu fékk Velvakandi sömu upplýsingar, að SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Batsjka-Palanka í Júgóslavíu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Djantars, sem hafði hvítt og átti leik, og Buchans. 22. Dxh7+!! - Kxh7, 23. Hh3+ - Bh6, 24. dxc8=D (Það er ekki oft sem sami aðili fórnar drottningum með aðeins tveggja leikja millibili) g5 (Eftir 24. ..Dxc8, 25. He7+ verður svartur fljótlega mát) 25. Dxb7+ - Kg6, 26. Í5+ og svartur gafst upp. sýningarréttur á þessari kvikmynd hefði ekki verið keyptur enn sem komið er að minnsta kosti, en vegna langs sýningartíma finnst Velvakanda líklegra að ef myndin verður tekin til sýninga hér á landi verði það sjónvarpið sem það gerir. Gamalt fólk gengurJ Kristniboðsvika hefst í Hafnarfirði næstkomandi sunnudagskvöld og stendur hún yfir þar til á sunnudag 11. febrúar. Hefst samkoma kl. 20.30 í húsi KFUM og K að Hverfisgötu 15. Á fyrstu samkomunni er biskup íslands, hr. Sigurbjörn Einarsson, aðalræðumaður og á henni syngur einnig Æskulýðskór KFUM og K. Síðan verða á samkomum vikunn- ar fluttar fréttir og frásagnir og sýndar myndir af starfi Sambands ísl. kristniboðsfélaga í Eþíópíu og Kenya. Þá munu kristniboðar tala og segja frá starfi sínu og ungt fólk talar einnig og syngur. Kristniboðsvikan er undirbuin af kristniboðsdeild KFUM og K í Hafnarfirði með aðstoð S.Í.K. Á leið í skóla gtetið að Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: VEROTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS ■ ■ Innlausnarverð 3. febrúar 1979 Kaup- Seðlabankans Yfir- Gengi gengi m.v. 1 árs gengi pr. kr. 100.-: tímabil frá: 1968 1. flokkur 2.981.04 25/1 ‘79 2.855,21 4.4% 1968 2. flokkur 2.804.17 25/2 ‘79 2.700.42 3.8% 1969 1. flokkur 2.086.07 20/2 ‘79 2.006.26 4.0% 1970 1. flokkur 1.915.84 15/9 ‘78 1.509.83 26.9% 1970 2. flokkur 1.389.23 5/2 ‘79 1.331.38 4.3% 1971 1. flokkur 1.303.96 15/9 ‘78 1.032.28 26.3% 1972 1. flokkur 1.136.51 25/1 ‘79 1.087.25 4.5% 1972 2. flokkur 972.31 15/9 ‘78 770.03 26.2% 1973 1. flokkur A 739.11 15/9 ‘78 586.70 26.0% 1973 2. flokkur 681.09 25/1 ‘79 650.72 4.7% 1974 1. flokkur 473.11 1975 1. flokkur 386.81 1975 2. flokkur 295.20 1976 1. flokkur 279.99 1976 2. flokkur 226.03 1977 1. flokkur 209.93 1977 2. flokkur 175.84 1978 1. flokkur 143.81 1978 2. flokkur 113.11 VEÐSKULDABREF: 1 ár Nafnvextir: 26% 2 ár Nafnvextir: 26% 3 ár Nafnvextir: 26% *) Miðaö er við auöseljanlega fasteign. HLUTABRÉF Sjóvátryggingarfélag íslands HF. í niöursuðuiðnaði Flugleiðir h/f PJÁRFEJTinCflRFálAC Kaupgengi pr. kr. 100- 77—79 68—70 62—64 Sölutilboð óskast Sölutilboð óskast Kauptilboö óskast lAAflDf Hfc VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaöarbankahúsinu). Sími 2 05 80. Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16 óskar eftir blaðburðarfólki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.