Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Spjallað við Þórð Júlíusson bónda og líffræðing um riðuveiki í Norðfjarðarsveit „Nœmi fyrir riðuveikinni virðistganga í erfðir” 28 RIÐUVEIKI heíur á undanförnum árum orðið vart á bæjum í Norðfjarðarsveit og fer úthreiðsla sjúkdómsins vaxandi með hverju árinu. Eðlilega hafa bændur í Norðfirði miklar áhyggjur af sjúkdómi þessum og eru uggandi um sinn hag ef veikindin magnast enn. Þórður Júlfusson á Skorrastað hefur fylgst náið með sjúkdómnum og framvindu hans í sveitinni, hann hefur verið í sambandi við sérfræðinga í sauðfjársjúkdómum og bændur í sveitinni hafa falið honum ásamt öðrum manni að fylgjast með framvindu mála í sambandi við riðuveikina. Þórður er menntaður líffræðingur, en býr nú á Skorrastað á móti föður sínum. — Það nýjasta, sem við höfum fregnað um eðli þessa sjúkdóms, er að næmi fyrir riðuveiki í sauðfé virðist ganga í erfðir, segir Þórður. — I Bretlandi hafa verið gerðar rannsóknir í sam- bandi við þennan sjúkdóm og tekizt hefur að rækta kindur sem eru algjörlega ónæmar fyrir þeirri riðuveiki, sem verið hefur á viðkomandi bæ. Berist hins vegar riðuveiki annars staðar frá á þennan bæ kunna allar kindur á bænum að stein- drepast úr riðuveiki og virðist því um margar tegundir sama sjúkdómsins að ræða. — Þessar niðurstöður kunna að vera ljós í myrkrinu fyrir okkur og við verðum bara að vona að hér í sveitinni sé aðeins ein tegund veikinnar og að við séum það einangraðir hér að hingað berist ekki aðrar tegund- ir. Það styður e.t.v. kenninguna um arfgengi næmisins að hér Það er Júlíus Þórðarson bóndi á Skorrastað í Norðfjarðarsveit, sem þetta mælir, en hann flutt- ist austur árið 1949 og hóf fljótlega búskap á nýbýli út úr jörðinni á Skorrastað, en þar er fjórbýli. Júlíus er af Barða- ströndinni, en líkar ekki síður að búa fyrir austan. Hann er ómyrkur í máli þegar hann talar um þær aðgerðir í landbúnaðar- málum, sem boðaðar hafa verið af landbúnaðarráðherra og ekki er álit hans meira á fram- kvæmdum Alþýðubandalags- manna og fleiri á kosninga- loforðunum frá síðasta vori, eða milliliðum í landbúnaði en gef- um Júlíusi orðið á ný: — í fyrravetur vildu bændur ganga á undan með góðu for- dæmi til að hægt yrði að vinna á verðbólgunni. Fundir voru haldnir um allt land þar sem að lokum voru gerðar samþykktir, sem voru að skapi Stéttarsam- bands bænda og í raun knúðar fram af Stéttarsambandinu. Forsvarsmenn bænda töldu þeim skylt að ganga á undan og meira að segja samþykktu bændur á sig nýja skatta. En gullið tækifæri var látið renna út í sandinn og nú kemur ekki til greina að bændur samþykki á sig fóðurbætisskatta eða aðrar hjá okkur eru allar kindurnar dauðar undan einum hrút, en svo aftur allar lifandi undan öðrum. Ef riðuveikin væri bráð- smitandi þá væri dauðaprósent- an miklu hærri en raun ber vitni. Hér í sveitinni hafa enda- bæirnir þrír hvorum megin alveg sloppið við veikina enn sem komið er að minnsta kosti og bendir það til þess að sjúk- dómurinn sé hægsmitandi eða þá að stofnarnir á þessum bæj- um séu sterkari en annars staðar í sveitinni. — Það er nokkuð líklegt að riðuveikin hafi borizt hingað austur beint frá Bretlandi t.d. með fuglamaur. Þessi maura- tegund fannst fyrst í Surtsey á sínum tíma, en síðan hér árið 1977. Við rannsóknir hefur komið í ljós að maurinn getur hafa borið með sér riðuveiki. — Hjá okkur er fé í húsum allan veturinn og það kann að slíkar álögur. Viðhorfin hafa breytzt það mikið í þjóðfélaginu að þetta er ekki hægt lengur. — Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar gerði sitt til varnar gegn verðbólgunni og febrúarlögin voru spor í rétta átt, en þau runnu út í sandinn, þar sem þeim var ekki fylgt. Nú eru nýir herrar komnir í ráð- herrastólana og með ný viðhorf. Fundir hafa verið haldnir um hið nýja landbúnaðarfrumvarp, sem 7 manna nefndin smíðaði, en það hefur lítinn hljómgrunn meðal bænda og hlýtur því að verða fellt. Sem dæmi um stuðn- inginn við það má nefna, að á 250 manna fundi á Hvolsvelli fyrir nokkru lýstu 50 fundar- menn sig fylgjandi frumvarp- inu. — Það kemur ekki til greina fyrir bændur að gera neitt eða ganga á undan fyrr en ríkis- stjórnin hefur leikið sinn leik. Ætlar hún í rauninni að ráðast gegn verðbólgunni eins og reynt var með febrúarlögunum eða er þetta aðeins sýndarmennska. — Þessi stjórn er verri en þær sem á undan henni hafa verið og hafa þær þó ekki allar verið góðar. Það er komið á daginn að kosningaloforð stjórnarliða voru ekki annað en orðin tóm á vera að sjúkdómurinn breiðist hraðar út vegna þesS. Féð virðist fá veikina sem lömb, en þau eru iðulega innan um sjúkt fé. Sjúkdómurinn kemur mest í ljós á þriðja vetri, sem þýðir að ærnar ganga með sjúkdóminn í tvö ár áður en hann kemur í ljós. Veikinnar verður oftast vart eftir að rollurnar eru orðnar lambfullar. — Stjórnvöld hafa rausnast til að bjóða bætur fyrir niður- skurð á sjúku fé, en ég held nú að lítil trygging sé fyrir því að bændur lógi lambfullri á meðan þeir fá ekki nema 18 þúsund krónur fyrir hana, en að hausti fengju þeir 80 þúsund krónur fyrir áiia og lömbin. Riðuveik á getur gefið af sér væn lömb og slíkt verður að taka með í dæmið þegar greiða á bætur. — Ég hef þrátt fyrir allt trú á að við náum upp góðum og heilbrigðum stofni og komumst yfir þessa erfiðleika, en það tekst ekki nema allir leggist á eitt. Við höfum orðið að fækka fénu vegna veikinnar, en höfum í staðinn fjölgað kúnum. Þá erum við einnig með tvær gyltur hér á Skorrastað, en það er meira í tilraunaskyni segir Þórður Júlíusson bóndi og líf- fræðingur að lokum. síðasta vori. Árið 1971 var við- reisnarstjórnin búin að sitja lengi og þjóðin hafði búið við nokkuð stöðugt verðlag. í kosn- ingunum þá kusum við verðbólg- una yfir okkur, en hún er okkar mesti bölvaldur. Það virðist vera alveg sama hvar Alþýðu- bandalagið kemur nálægt, verð- bólgan er alltaf á næstu grösum. Þeir eru svo verðbólgnir kommarnir, að þeir ná henni alltaf upp. — Það er komið á daginn að ekkert var að marka orð og stefnur flokkanna fyrir kosning- ar. Alþýðubandalagsmenn, og þá hef ég Lúðvík Jósepsson einkum í huga, sögðu fyrir kosn- ingar að í landinu væri engin offramleiðsla á landbúnaðarvör- — í tíð síðustu vinstri stjórnar vantaði bændur alltaf 30% upp á kaupið, segir Július Þórðar- son bóndi á Skorrastað um, það ætti bara að borga bændum hærra kaup. Alþýðu- bandalagsmenn gerðu land- búnaðarmálin að eins konar helgu landhelgisstríði fyrir kosningarnar. Þeir ætluðu að kippa þessum málum í liðinn ef þeir kæmust í ríkisstjórn. Það gengur ekki lengur að menn geti lofað endalaust fyrir kosningar en standi svo ekki við einn einasta staf af því sem þeir segja. Reyni ekki að taka á vandanum hvað þá meira. Þannig gleymdu Alþýðubanda- lagsmenn öllum stóru orðunum eftir að þeirra menn voru komn- ir í stólana. Þeir gerðu ekki hið minnsta tilkall til þess að fá landbúnaðarmálin, höfðu ekki áhuga á því eftir að þeir voru komnir í stjórn. Framsóknarflokkurinn fer enn með landbúnaðarmálin, því er miður. Flokkur, sem er svo mikill landbúnaðarflokkur, að í tíð síðustu vinstri stjórnar vant- aði bændur allt 30% upp á kaupið. Ingólfur Jónsson kom því í gegn í sinni ráðherratíð að laun bænda hækkuðu um leið og laun annarra stétta, en Stéttar- samband bænda og Fram- sóknarflokkurinn glutruðu þessu niður. Vísitöluna verður að taka úr sambandi svo einhver sanngirni ríki. Ef bæta á laun þess lægst launaða, þá hækkar sá mest sem mest hefur fyrir. Meðan þetta vísitölukerfi er við lýði ríkir ekkert réttlæti. — Eg hef heita bölvun á niðurgreiðslunum og þær koma engum til góða nema stór- bændunum og í því er ekkert réttlæti. Bændur eru fúsir til að fórna eins og aðrir ef það er talið nauðsynlegt, en ég er alls ekki viss um að þörf sé á neinum fórnum. Fólk á að kaupa vöruna á því verði sem hún kostar, það er ekki hægt að lækka vöruna endalaust og segja fólki síðan að éta og éta. — Ég deildi hart á milliliða- kerfið í landbúnaðinum á Egils- staðafundi okkar Austfjarða- bænda haustið 1977. Mín skoðun er sú að þá hafi um 50% farið í milliliði, en nú er búið að taka söluskattinn út úr þannig að þar hefur orðið nokkur lagfæring á. Það er nauðsynlegt fyrir bændur að losa sig undan kaup- I félögunum. Hér í Norðfjarðar- sveit höfum við gott dæmi um vald kaupfélagsins, sem er með sláturleyfið í sveitinni. í raun væri ekkert einfaldara en að bændur hefðu það sjálfir. Við stöndum í hasar við kaupfélagið hér út af ýmsum málum og ég segi það hreint út, að ég vona að við bændur fáum sjálfir þetta sláturleyfi svo að við getum þá borið kostnaðinn sjálfir eða séð þennan hagnað, sem alltaf er verið að tala um. — Það er enginn vafi á því að sláturleyfishöfum er ætlaður allt of ríflegur hluti og þessi mál eru ekki nægjanlega á hreinu. Peningar bænda eiga að sjálf- sögðu að ganga þeint inn í bankana og það er óþolandi að þessi vöruskiptaverzlun skuli tíðkast enn. Kaupfélögin eru ekki lengur í þjónustu bænda, þau eru rekin eins og hver önnur verzlun og hér á Norðfirði er kaupfélagið eitt um nær alla verzlun. — Það er athyglisvert í sam- bandi við kaup á fóðurbæti að hann er mörgum sinnum dýrari hér en á Eskifirði og Reyðar- firði. Ég hef í mörg ár verzlað á Eskifirði eða Reyðarfirði og pokinn af fóðurbæti er t.d. 2-400 krónum ódýrari þar en hér. Á maís er munurinn allt upp í þúsund krónur á einum poka. Þetta er Framsóknarsveit hér í Norðfirði, e.t.v. er það ástæðan fyrir þessum kjörum, sem fást hjá kaupfélaginu hér, segir Júlíus Þórðarson. Sjálfsagt væri hægt að halda áfram spjallinu við hann miklu lengur, því að maðurinn er allt annað en ánægður með hvernig staðið er að málum bænda. Við látum þó hér staðar numið, en þess skal getir að Norðfjarðarsveit er sjálfstætt sveitafélag með rúm- lega 100 íbúa. ,Jjofa endalausten standa svo ekki við einn einasta staf” — ÉG HEF í rauninni aldrei verið mikill bóndi og síðan ég kom hingað austur hef ég verið í ýmsum störfum með búskapnum. Ég hef eigi að síður mikinn áhuga fyrir málefnum smáhænda og það sem mér brennur mest í muna í sambandi við landbúnaðarmálin um þessar mundir eru verðlagsmál bænda. Frá mínum bæjardyrum séð, kemur ekki til greina að samþykkja það lagafrumvarp um hreytingar á ýmsu skipulagi landbúnaðarins, sem lagt hefur verið fram á þingi og ég vil taka það skýrt fram, að ég hef heita bölvun á niðurgreiðslum landbúnaðarvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.