Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 31 hefur hlotið nafnið „lýðræðisvegg- urinn“, með árásum á Mao, hóli um Teng og vinsamlegum ummæl- um um efnahagsafrek Taiwan. Venjulegir borgarar áttu hrein- skilnislegar viðræður við erlenda fréttamenn og spurðu þá spjörun- um úr um borgaraleg stjórnmála- kerfi, en höfðu sérstakan áhuga á stjórnmálakerfi Bandaríkjanna. Loks var hengt upp spjald, sem var ávarp til Carters, á lýðræðis- vegginn: „Við vildum biðja þig að beina athyglinni að ástandi mann- réttinda í Kína,“ stóð á spjaldinu. „Kínverska þjóðin vill ekki endur- taka hörmungar sovézku þjóðar- innar í Gulag-eyjaklasanum. Þetta verður hinn raunverulegi próf- steinn á loforð þitt um mannrétt- indi.“ Veggspjaldinu lauk með kveðjum til „konu þinnar og fjöl- skyldu" og undirskriftin var „Mannréttindahópurinn". Kannski hefur þessi barátta átt þátt í því að Carter hefur sýnt mannrétt- indamálum í Kína aukinn áhuga og krafizt úrbóta. Veggspjaldið var fjarlægt og þróunin í frelsisátt í Kína hefur sín takmörk. En stórfelld sálfræði- leg breyting hefur orðið á Kínverj- um og Vesturlandabúar eiga erfitt með að átta sig á henni. Dagar menningarbyltingarinnar eru löngu liðnir, og Kínverjar hafa mestar áhyggjur af Rússum. Þeir vona, að sambandið við Banda- ríkjamenn dragi úr þessari hættu. Opnun Kína gerir landið að skæð- um keppinaut Rússa á komandi árum. Með því að bæta samband sitt samtímis við Vestur- og jafn- vel Austur-Evrópu og við Japan eru Kínverjar að verja sig á tveimur fylkingarvængjum gagn- vart sovézkum óvinum sínum. Uggur Rússa Þessu eiga Rússar erfitt með að kyngja og þeir furða sig meðal annars á því að Vesturveldin skuli fáanleg til að selja Kínverjum vopn, þar sem þeir telja að þeir séu óáreiðanlegir í hæsta máta og tali enn um að stríð sé óhjákvæmilegt. Þó virðast Rúsar fúsir til að sætta sig við eðlilegt samband Banda- ríkjanna og Kína, svo framarlega sem þessi nýja vinátta snúist ekki upp í bandalag gegn Sovétríkjun- um. Að mati Rússa er ekki hægt að samræma slökunarstefnuna détente tilraunum, sem þeir segja að Vesturveldin séu að gera til að gera Kína að nokkurs konar hern- aðarbandamanni NATO. Þær raddir hafa líka heyrzt á Vestur- löndum, hvort það sé í þágu bandarískra hagsmuna að Kína verði efnahagslegt og hernaðarlegt stórveldi. Að því er spurt, hvort Vesturveldunum muni ekki síður stafa hætta frá Kínverjum en Rússum, þegar Kínverjar verði orðnir svo öflugir að hóta Rússum með kjarnorkuvopnum. Þar við bætist uggur um að Kínverjar verði skæðir viðskipta-keppinaut- ar. Þessu svarar bezt sá ráðamaður bandarískur, sem mest hefur beitt sér fyrir hinu nýja sambandi Bandaríkjanna og Kína, Zbigniew Brzezinski sem Rússar líta á sem óvin sinn. Hann telur bætta sam- búð við Kína þjóna langtíma hern- aðarhagsmunum Bandaríkjanna. Kínverjar og Bandaríkjamenn hafi báðir áhuga á því að í heiminum séu margar valdamiðstöðvar. Hann telur það mikils virði, að Kínverjar verði öflugt og tækni- þróað ríki, sem stuðli að jafnvægi í sínum heimshluta og öllum heim- inum. Samvinnu Kína, Bandaríkj- anna, Vestur-Evrópu og Japans beri ekki að skoða sem fjandsam- lega ráðstöfun við Rússa. Þessi samvinna geti náð til Rússa á ýmsan hátt og í ýmsum málum. Ekkert ósamræmi sé á milli bættra samskipta við Kínverja og bættra samskipta við Rússa. „Það sem við erum að gera í samskipt- unum við Kína hefði átt að gera hvort sem var, hvort sem sam- skipti okkar við Sovétríkin væru miklu betri eða miklu verri," segir Brzezinski. Úrslit óráðin á Skákþingi Reykjavíkur UM MIÐJAN síðasta mánuð hófst Skákþing Reykjavíkur 1979. Eins og undanfarin fimm ár cr keppendum raðað niður í riðla eftir Elo skákstigum. tólf hæstu í A riðil. tólf næstu í B riðil o.s.frv. Ekki er laust við að þetta kerfi hafi öðlast fleiri gagnrýnendur en áður, enda virðast lítil takmörk fyrir því hve mörgum stigum menn geta tapað á einu móti ef þeim tekst illa upp. en það einkennir einmitt marga fslenzka skákmenn hversu mistækir þeir eru. En hvað sem þvf lfður þá hefur keppni í A flokki sjaldan verið jafn spennandi og nú. Enginn hefur ennþá tekið afgerandi forystu og útlit fyrir hörkuspennandi keppni f A flokki sjaldan verið jafn spennandi og nú. Enginn hefur ennþá tekið afgerandi forystu og útlit fyrir hörkuspennandi keppni í þeim þremur umferðum sem eftir eru. Sem stendur er Ómar Jónsson efstur með 5l/2 vinning og jafnteflislega biðskák. brátt fyrir það að ómar sé aðeins rúmlega tvftugur að aldri hefur hann lengi átt fast sæti f A fiokki, þó að hann hafi aldrei komist f nána snertingu við efstu sætin fyrr en nú. Ómar hefur lengi þótt mestur efnishyggjumaður íslenskra skákmanna og hefur sjaldan staðist peðsrán jafnvel þó að sýnt væri að það yrði á kostnað stöðunnar. I þessu móti hefur hann hins vegar teflt af milu öryggi og aldrei komist í taphættu. Skákmeistari T.R. frá því haust, Sævar Bjarnason er að- eins hálfum vinningi á eftir Ómari, en á tapaða biðskák gegn Birni Þorsteinssyni. Björn er sem stendur í þriðja sæti með 4‘/2 v., en tvær biðskákir, aðra unna, en í hinni hefur hann aðeins tvö peð upp í biskup í endatafli við Guðmund Ágústs- son. I fjórða sæti kemur langstiga- lægsti þátttakandinn í A riðlin- um, Elvar Guðmundsson. Elvar er aðeins 15 ára gamall, en hefur engu að síður fjóra vinn- inga og tvær jafnteflislegar biðskákir. Elvar fær oft erfiðar stöður eftir byrjunina, en teflir vörn af mikilli þrautseigju af Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON svo ungum skákmanni að vera. Hann og Ómar eru einu þátttak- endurnir í mótinu, sem ekki hafa tapað skák. Tveir aðrir þátttakendur, sem líklegir eru til þess að taka þátt í baráttunni um efsta sætið eru þeir Harald- ur Haraldsson, sem hefur þrjá vinninga Ásgeir Þ. Árnason, sem hefur þrjá og hálfan vinn- ing. Þeir eiga síðan báðir þrem skákum ólokið og a.m.k. Ásgeir á góða möguleika á að ná 5Vfe eða 6 vinningum þegar biðskákir hafa verið tefldar. I B flokki er Þorsteinn Þor- steinsson efstur með 6V2 vinn- ing, en peði undir í hróksenda- tafli í biðskák við Ragnar Magnússon. Fast á hæla Þor- steini og jafnir honum að vinn- ingum koma tvö fórnarlömb stigakerfisins, þeir Jóhann Þór- ir Jónsson ritstjóri skákblaðsins og Gylfi Magnússon. I fjórða sæti kemur Karl Þorsteinsson síðan með 5 '/2 v. í C flokki er röðin þessi: 1. Haukur Arason 6 v. 2. Róbert Harðarson 5 v. og biðskák. 3. Jóhann P. Sveinsson 4(4 v. og biðskák. D flokkur: 1. Ólöf Þráinsdóttir 6V2 v. 2. Hrafn Loftsson 5'k v. 3. Páll Þórhallsson 5 v. og biðskák. I E flokki, sem ér opinn er Gylfi Gylfason langefstur með 7 vinninga, en staða næstu manna er óljós vegna biðskáka. 10. umferð mótsins verður tefld á morgun, sunnudag, kl 2, en mótinu lýkur nk. miðviku- dagskvöld kl. 19.30 er ellefta og síðasta umferðin verður tefld. Við skulum nú líta á tvær skákir frá mótinu, fyrst vel útfærða stöðuskák úr A flokki og síðan stutta skák úr C flokki. Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Bragi Halldórsson Drottningarbragð 1. c4 - 36. 2. d4 - d5. 3. Rc3 - Rf6. 4. Bg5 - Be7. 5. e3 - 0-0. 6. Rf3 - Rbd7, 7. Hcl - c6. 8. Bd3 - h6, 9. Bh4 - dxc4. 10. Bxc4 - b5. 11. Bb3!7 (Leikur Tartakovers. Öllu al- gengara er 11. Bd3) a6?! (Mun hvassara var 11. ... b4, 12. Ra4 — Ba6!? og eftir 13. Hxc6 - Bb5, 14. Hcl - Da5 hefur svartur töluvert mótspil fyrir peðið. Hann hótar t.d. 15 ... Bxa4, 16. Bxa4 — b3+). 12. 0-0 - Bb7,13. De2 - c5.14. Hfdl — Re4?! (Svartur hyggst ná fram uppskiptum, en eins og kemur í ljós í framhaldinu var betra að leika 14. ... Hc8, þó að hvítur standi samt sem áður mjög vel) 15. Rxe4 — Bxe4. 16. dxc5!! (Djúphugsuð manns- fórn, þar sem hvítur notfærir sé betri liðsskipan sína. Eftir 16. Bxe7? — Dxe7, er staðan ein- faldlega í jafnvægi) Bxf3. 17. Dxf3 - Bxh4. 18. c6! (Miklu lakara var 18. Db7? — Df6) Re5, 19. De4 - Df6. 20. g3 - Hac8, (Eftir 20.... Bg5, 21. f4 — Rg4, 22. h3 á svartur sér ekki viðreisnar von) 21. f4 - Rg6. 22. gxh4 - Dxh4. 23. IId7 - Hfe8, 24. c7 - Rf8, 25. Hd6 — e5, (Svartur hefur gjörsamlega orðið undir á drottningarvæng og verður því að reyna að leita gagnfæra á kóngsvæng) 26. Hxa6 - Dg4+. 27. Khl - exf4, 28. Dxf4 - Dd7. 29. Hac6 - Re6, 30. DÍ5 - He7. 31. Dxb5 — Rxc7, 32. Dc5 — Dg4? (Afleikur í tímahraki, en staða hvíts er einnig auðunnin eftir 32. ... Dd8, 33. Dc3! sem hótar bæði 34. Hxh6 og 34. Hgl) 33. Dxe7 - DÍ3+. 34. Kgl - He8 og svartur féll á tíma um leið. Það breytti þó engu, þar sem hvítur verður hrók yfir eftir 35. Dxf7+! Ilvítt: Magnús Alexandersson Svart: Haukur Arason Kóngsbragð 1. e4 - e5, 2. Í4 - exf4. 3. Rf3 - g5, 4. Bc4 - Bg7, 5. g3? - d5!, 6. Bxd5 - Re7. 7. Bh3 - Rg6,8. 0-0 — Bh3,9. Hel - g4, 10. Rh4 - Rxhi. 11. gxh4 - Bbl+, 12. Khl - f3, 13. Ilfl (Eða 13. Hgl — Bxgl, 14. Kxgl - Dd4+) Bg2 Mát. Skákþing Reykjavíkur 1979. A-flokkur(14. jan,—8. feb.) ElcBtig Naln 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. Vinn. Röð 2145 1. Ómar Jónsson T.K. 'h 1 1 1 1 'h 'h 2240 2. Jónas P. Erlingsson T.R. III 1 0 0 0 0 'k 2220 3. Guðmundur Ágústsson T.R. 0 0 'h 0 'k 0 2240 3. Jóhann Hjartarson T.R. 0 1 'h 0 1 'h 'k 2300 5. Björn Þorsteinsson T.R. 0 1 1 11 1 1 'h 2170 6. Júlíus Friðjónsson T.K. 0 1 1 0 'h 0 0 0 2165 7. Haraldur Haraldsson S.M. 1 ■ 11 1 0 1 0 2130 8. Jóhannes Gísli Jónsson T.R. 'h 0 'h 0 1 'h 'k 'h 2205 9. Bragi'Halldórsson • S.M. 0 0 1 i 0 0 0 0 2060 10. Elvar Guðmundsson T.R. 'h 'h 'h 1 'k 1 ' .. 2285 11. Sævar Bjarnason T.R. 1 1 'h 1 0 1 2270 12. Ásgeir Þór Ámason T.R. 'h w 1 'k 1 44*—. Meðalhiti í janúar: I Reykjavík + 4,1 og á Akureyri + 5,5 gráour JANÚARMÁNUÐUR var kaldur víða lægri en meðaltal síðustu um landið allt og meðalhitinn þá ára. sagði Þórir Sigurðsson Hafís 30-60 mílur úti af Norðurlandi — HAFÍS þokast nú hægt og hægt nær Norðurlandi eftir því sem við gátum bezt séð í ís- könnunarflugi í dag og í gær, sagði Þröstur Sigtryggsson í stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar í samtali við Mbl. í gær og virðist nokkur íshrafl vera um 30 mflur norður af Norðurlandi og þéttari ís um 60 mílur norður af. Þröstur kvaðst gera ráð fyrir að ísinn nálgaðist siglingaleið ef norðanátt héldist áfram á þessum slóðum og þá einkum við Grímsey og Melrakkasléttu. Páll Bergþórsson veðurfræðing- ur tjáði Mbl. að ísinn væri nú talsvert nær landi en í síðustu viku og hefði hann rekið milli 25 og 30 mílur síðan. Veður úti fyrir Norðurlandi var síðdegis í gær 7—8 vindstig að norðan og bjóst Páll við að vind herti í nótt og ef svo stæði áfram gæti ís verið kominn siglingaleiðir eftir 1—2 sólarhringa. veðurfræðingur er Mbl. innti hann eftir tölum um meðalhita í janúar. — í Reykjavík var hitinn +4,1 stig sem er 3,7 gráðum undir meðalhita og er þetta næst kald- asti janúar á öldinni eins og þegar hefur komið fram, sagði Þórir, en i janúar 1918 var meðalfrostið 7,3 gráður. í janúar á árunum 1920, 1936, 1959 og 1971 var meðalhiti milli +3 og +4 gráður. Úrkoma var í janúar 46 mm sem er hálfu minna en í meðalári og sólskinsstundir mældust 43 eða 22 stundum um- fram meðallag. Snjórinn var tölu- verður fyrrihluta janúarmánuðar og mestur mældist hann á nýárs- dag eða 39 mm. Á Akureyri sagði Þórir að með- alhiti hefði verið +5,5 gráður sem er 4 gráðum undir meðallagi, en í janúar 1918 var meðalfrostið 13,5 gráða. Árin 1902, 1936 og 1975 var frostið um og yfir 6,0 gráður og janúar 1971 var jafnkaldur og janúar í ár. Úrkoma var 34 mm sem er 3/4 hlutar meðalúrkomu. Þórir sagði að ekki hefði verið um nein aftakaveður að ræða í mánuð- inum, en mest frost í Reykjavík hefði mælst 16,8 gráður í janúar í ár. Ræða um lækkur lyfjakostnaðar — ÞESSIR þrír lyfjainnflytjend- ur sem við óskuðum eftir við að breyttu innkaupum sínum fengu frest til 10. febrúar að athuga sinn gang og tímann hafa þau notað nokkuð til viðræðna við okkur. sagði Almar Grímsson hjá heilbrigðisráðuneytinu. — Fulltrúar frá einum erlend- um lyfjaframleiðanda hafa rætt við okkur nú þegar og ég á von á að fleiri eigi eftir að ræða við okkur áður en fresturinn er útrunninn og reyni að koma til móts við okkur um að lækka innkaupsverðið, sagði Almar Grímsson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.