Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 FBI finnur stolið úran Washington, 2. febrúar. Reuter. STARFSMENN bandarísku al- ríkislögreglunnar FBI hafa hand- tekið starfsmann úraníumverk- smiðju í North Carolina og náð aftur um 68 kílóum af úraníum sem hann er sakaður um að hafa stolið til að kúga út fé úr fyrir- tækinu. FBI sagði að úranið hefði fund- izt í tveimur dósum á akri átta kílómetra frá verksmiðjunni í Wilmington, North Carolina, eftir leit starfsmanna alríkislögregl- unnar. FBI telur að allt það úran sem hvarf hafi fundizt. Maðurinn sem var handtekinn hafði sett frest til í dag til þess að honum yrðu greiddir 100.000 doll- arar fyrir úranið' sem er að verð- mæti mörg hundruð dollarar kílóið. Hardnandi átök í Ogaden-auðninni MoKadishu. 2. febrúar. AP. LIÐSSVEITIR uppreisnarmanna í suður- og suðausturhéruðum Eþiópíu standa fyrir sífellt harðnandi árásum á herlið stjórn- arinnar í Addis Ababa og hafa bundið þúsundir stjórnarher- manna og einangrað þá með árásum sinum. Skæruliðar Ferlsisfylkingar Vestur-Sómalíu hafa endurskipu- lagt lið sitt og standa fyrir Korchnoi á fund FIDE Vín, 2. febrúar — AP VIKTOR Korchnoi stórmeistari sagði í' Vín í dag að hann ætlaði að skýra fundi Alþjóðaskáksambands- ins FIDE frá mótmælum í þvf skyni að fá framgengt að siðasta skákin í einvígi hans og sovézka heimsmeist- arans Anatoli Karpovs f einvíginu á Filippseyjum yrði ógilt. Korchnoi er kominn til Vínar til þess að leika nokkrar sýningarskákir en fer síðan til Graz þar sem fundur FIDE verður haldinn. Hann sagði að fjallað yrði um hinar eiginlegu ákærur í Amsterdam. Fyrstu vitna- leiðslur eru áformaðar þar 7. marz. Hann sagði að skýra yrði FIDE frá þessu en útskýrði það ekki nánar. Hann kvaðst einnig mundu nota tækifærið í Graz til að biðja um aðstoð FIDE til þess að fá sovézk stjórnvöld til að leyfa konu hans og syni að fara úr landi. Hann hefur áður skýrt frá því að hann mundi biðja um aðstoð svissnesku stjórnar- innar og nokkurra bandarískra öld- ungadeildarmanna í þessu skyni. Hann sagði að fjölskyldan væri „vandamál sitt“ og að allar ákvarð- anir um ríkisborgararétt yrðu tekn- ar þegar fjölskyldan hefði verið sameinuð. í kvöld átti Korchnoi að tefla sýningarskák við brezka stórmeist- arann Tony Miles en á morgun teflir hann hraðskák við 40 unga austur- ríska skákmenn. harðnandi skæruhernaði gegn stjórninni frá bæjunum Fedis í norðri til Moyale í suðri. frá Dila í vestri til Werder í austri. Vestrænn stjórnarfulltrúi í Mogadishu segir að átökin hafi magnazt á undanförnum þremur vikum og að þetta sé dæmigerður skæruhernaður: árásir úr laun- sátri á eþíópíska hermenn og bílalestir þeirra, brýr séu sprengd- ar í loft upp og árásir gerðar á járnbrautir. Hann telur mikilvægt að skoða þessa nýju bardaga sem enn einn kaflann í fimm alda deilu Eþíópíu- manna og Sómalíumanna um Ogaden-auðnina. Hann segir að Ogaden-stríðið hafi ekkert leyst og að endir verði ekki bundinn á ríkjandi fjandskap á einni nóttu. Algert stríð bráutzt út 1977 eftir áralanga skæurliðabaráttu þegar uppreisnarmenn hófu stórsókn gegn Eþíópíumönnum með aðstoð herliðs Sómalíu. Eþíópískir her- menn unnu stríðið með stuðningi kúbanskra hermanna og sovézkum hergögnum að verðmæti einn milljarður dollara í marz í fyrra en skæruliðar hófu baráttu sína fljótlega aftur. Símamynd AP Margaretta Rockefeller og sonur hennar Mark á leið til útfarar eiginmanns og föður Nelson Rockefeller fyrrverandi ríkisstjóra New York-ríkis í gær. Forsetinn við utfor Rockys New York, 2. febrúar. AP JIMMY Carter forseti var með- al 2.500 kunnra gesta frá rúm- lega 70 löndum sem vottuðu Nelson Rockefeller fyrrverandi varaforseta hinztu virðingu í dag. Útför hans var gerð frá kirkju sem John D. Rockefeller Jr., faðir hans, lét reisa fyrir 26 milljónir dollara gjafafé á Man- hattan-eyju. Séra William Sloane Coffin, kirkjupresturinn, flutti útfarar- ræðuna en séra Martin Luther King Sr., faðir blökkumanna- leiðtogans, flutti bæn. Henry Kissinger fyrrum ut- anríkisráðherra, náinn vinur hins látna, og David Rockefell- ar, forstjóri Chase Manhattan Bank og yngsti bróðir hins látna, fluttu minningarræður. Meðal gesta við útförina voru Walter Mondale varaforseti og frú, Gerald Ford fyrrum forseti og frú og frú Lyndon B. Johnson, ekkja 36. forseta Bandaríkj- anna. Richard Nixon hafnaði boði um að mæta þar sem hann hafði vottað ekkjunni samúð sína persónulega. 36 teknir í Skotlandi og Englandi á 4 dögum London, 2. febrúar — AP LEYNILÖGREGLUMENN hafa handtekið 36 menn og konur í Glasgow, Aberdeen og Dumfries í-Skotlandi og Coventry á Mið-Englandi undanfarna fjóra daga og sakað þá um að standa í sambandi við hryðjuverka- menn á Norður-írlandi að skæruliðasamtök mótmæl- sögn lögregluyfirvalda. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum fundu þeir byssur og skotfæri auk gagna sem sýna fram á samband sem þau hafa haft við Varnarsamtök Úlsters (UDA), fjölmennustu Sprengjuherferð í 2 borgum í E1 Salvador San Salvador. 2. febrúar — AP SPRENGJUR sprungu í lögreglu- stöðvum í tveimur borgun í E1 Salvador í Mið-Ameríku í nótt, 20 biðu bana og tugir slösuðust að sögn yfirvalda í dag. Skæruliðaher alþýðunnar. scm er hópur vinstrisinna, kvaðst bera ábyrgð á þessum sprengju- tilræðum samkvæmt flugmiða sem var skilinn eftir í útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Þar sagði að sprengjunum hefði verið komið fyrir í hefndarskyni fyrir morð á kaþólskum presti og Þetta gerðist 1978 — Sadat ræðir við Carter í Washington. 1977 — Þjóðhöfðingi Eþíópíu, Tafari Banti, fellur í skotbar- daga. 1969 — Eduardo Mondlane, mósambískur skæruliðaforingi, veginn. 1966 — Fyrsta mjúka iendingin á tunglinu (sovétgeimfarið Luna 9.) 1962 — Kennedy forseti setur viðskiptabann á Kúbu. 1958 — Efnahagssamningur Benelux-landanna undirritaður. 1945 — Bandaríkjamenn taka Manila af Japönum. 1943 — Brezkar loftárásir á Hamborg. 1942 — Attundi her Breta hörf- ar frá Derna. 1927 — Uppreisn hefst í Portú- gal gegn einræði Carmona hers- höfðingja. 1919— Wilson forseti í forsæti á fyrsta fundi Þjóðabandalags- ins í París — Alþjóðasamband jafnaðarmanna kemur saman í Bern — Bolsévikar taka Kiev. 1917 — Bandaríkin og Þýzka- land slíta stjórnmálasambandi. 1894 — „Dirigo", fyrsta stál- skipinu, híeypt af stokkunum í Bath, Maine. 1863 — Gríska þingið kýs Al- freð Bretaprins konung, en Bretar hafna kjörinu. 1848 — Bretar innlima svæðið miili Óraníuár og Vaalár í Suður-Afríku. 1831 — Uppreisnir í Modena, Parma og Páfaríkjunum. 1830 — Grikkland lýst sjálf- stætt konungsríki á ráðstefnu í London. 1660 — Monck hershöfðingi sækir inn í London. 1591— Þýzkir mótmælendur stofna Torgau-bandalagið. Aímæli: Felix Mendels- sohn-Bartholdy, þýzkt tónskáld (1809 — 1847) — Horace Greely, bandarískur ritstjóri (1811 — 1872) — Walter Bagehot, brezk- ur hagfræðingur (1877) — Ger- trude Stein, bandarískur rithöf- undur (1874 — 1946) — James Michener, bandarískur rithöf- undur (1907 ----). Andlát: John af Gaunt, hertogi af Lancaster, 1399 — Woodrow Wilson, stjórnmálaleiðtogi, 1924. Innlent: Elzta starfandi félag í Reykjavík, Handiðnaðarfélagið (Iðnaðarmannafélagið), tekur til starfa 1867 — TF-Örn hvolfir á Skerjafirði 1940. Orð dagsins: Mesta heimska manna í heiminum er að ör- vænta — Cervantes, spænskur rithöfundur (1547 — 1616). fjórum öðrum sem hermenn drápu í skotbardaga 20. janúar í verka- mannahverfi höfuðborgarinnar. Stjórnin sagði að fimmmenning- arnir væru hryðjuverkamenn en talsmaður kaþólsku kirkjunnar sagði að þeir væru guðfræðinemar. Þrettán biðu 4>ana í sprengingu í aðalstöðvum lögreglunnar í San Salvador og 30 særðust. Átta til viðbótar særðust í annarri lög- reglustöð í höfuðborginni. Fimm hermenn og tveir óbreyttir borgar- ar biðu bana í þriðju sprenging- unni í stöð Þjóðvarðliðsins í San Miguel, 215 km vestur af San Salvador. Talsmaður Carlos Humberto Romero forseta sagði að ástandið væri alvarlegt en ekki væri ástæða til að lýsa yfir herlögum. Óeirðasamt hefur verið í E1 Salvador síðan Romero hershöfð- ingi var kosinn forseti fyrir tveim- ur árum. Því var almennt haldið fram að úrslit kosninganna hefðu verið fölsuð. E1 Salvador hefur verið undir stjórn herforingja eða íhalds- manna sem herinn hefur stutt í 30 ár. Kaþólska kirkjan hefur haldið uppi andófi gegn stjórn Romeros í eitt ár og sakað hana um mann- réttindabrot og ofsóknir gegn prestum. Stjórnin segir að klerkar og yfirstjórn kirkjunnar hafi hjálpað skæruliðum sem hafi reynt að steypa stjórn Romeros og koma á laggirnar sósíalistastjórn. enda á Norður-Irlandi. Þetta eru því umfangsmestu aðgerðir sem gripið hefur verið til gegn samtökum mótmælenda á brezka meginlandinu í nokkur ár. Samtímis stendur yfir mikil leit að hryðjuverkamönnum Provision- al-arms Irska lýðveldishersins (IRA) sem stóðu fyrir sprengju- árásum í London og fleiri borgum um jólaleytið og réðust á olíu- og gasgeymslustöðvar nálægt London í síðasta mánuði. Jafnframt var skýrt frá því í Belfast í dag að tveir hermenn úr sérþjálfuðum sveitum brezka hers- ins, SAS, yrðu ákærðir fyrir morð- ið á 16 ára pilti sem skotinn var til bana í júlí í fyrra þegar honum var veitt fyrirsát hjá kirkjugarði þar sem hann var grunaður um að fela vopn. Veður víða um heim Akureyri -10 alskýjað Amsterdam 4 rigning Apena 17 heióskírt Barcelona 13 alskýjað Berlín 3 rigning BrUssel 7 rigning Chícago -8 skýjað Frankfurt 2 rigning Genf 7 rigning Helsinki +1 snjókoma Jerúsalem 15 skýjað Jóhannesarb. 27 skýjað Kaupmannah. 2 skýjað Lissabon 16 rigning London 9 léttskýjað Los Angeles 14 heiðskírt Madrid 6 rigning Malaga vantar Mallorca 16 skýjað Miami 16 skýjað Moskva *2 skýjað New York -i-1 skýjað Ósló +7 skýjað París 11 rigning Reykjavík +5 skýjað Rio De Janeiro 23 skýjað Rómaborg 13 skýjað Stokkhólmur skýjað Tel Aviv 16 skýjað Tókýó 10 léttskýjað Vancouver +16 skýjað Vínarborg 6 heiðskírt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.