Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Benedikt Gröndal. Lúðvík Jósepsson. Svavar Gestsson. Matthías Bjarnason. Einar Ágústsson. Veiðiheimildir Færeyinga ræddar á Alþingi: Stjórnarflokkarnir deila um málsmeðferð Skertir samningar, hert eftirlit Benedikt Gröndal, utanríkis- ráðherra gerði grein fyrir efnis- atriðum gagnkvæms fiskveiði- samnings milli Islendinga og Færeyinga á fundi í Sameinuðu þingi sl. fimmtudag. íslendingar fá að veiða 35 þús. smálestir af kolmunna í fiskveiðilögsögu Færeyinga og þeir 17.500 tonn af loðnu (sem er verulega minna en áður) og 17.500 tonn af kol- munna í íslenzkri lögsögu 1979. Þjóðirnar sæti gagnkvæmum veiðireglum og veiðistjórnun innan landhelgi hvorrar annarr- ar og komi á samstarfi um rannsóknir á þessum fisitegund- um. í bókun, sem gerð var sam- hliða samningunum, er áður leyfður þorskafli Færeyinga rýrður um 1000 tonn, niður í 6000 tonn. Eftirlit með veiðum þeirra hert með ýmsum hætti, endurskoðun á samninginn eftir 6 mánuði. Benedikt lagði áherzlu á fisk- veiðisamstarf Færeyinga og Is- lendinga. Benedikt lagði áherzlu á fiskveiðisamstarf Færeyinga og Islendinga. Gerði hann grein fyrir sameiginlegum fiskveiði- hagsmunum þeirra þjóða, sem veiðar stunda á N-Atlantshafi, og nauðsyn þess að efla sam- starf þeirra um fiskirannsóknir, fiskivernd og hagkvæma nýt- ingu fiskistofna. Margt gæti breytzt um göngur fiskistofna og annað þeim víðvíkjandi og hyggilegt væri að skella ekki samstarfsdyrum á grannþjóðir, auk þess sem Færeyingar ættu allt gott af okkur skilið. Minnti hann m.a. á það, að við hefðum oft þurft að sækja veiðar út fyrir fiskveiðilandhelgi s.s. botnfisk til Grænlands og loðnu- afla við Jan Mayen. Grænland og Færeyjar væru tengd stjórn- sýslulega og hvern veg sem væri á mál litið, væri rétt að þróa mál til gagnkvæms samstarfs, til að gæta gagnkvæmra hags- muna, en íslenzkir framtíðar- hagsmunir tengdust hafsvæð- um, sem féllu undir veiðistjórn þessara þjóða. Hvert var umboö Benedíkts og Einars? Lúðvík Jósepsson (Abl) mótmælti samningsaðgerðinni á tvennan hátt, bæði efnislega og Benedikt: Samstarf við þing- flokka um utan- ríkismálanefnd? þeim vinnubrögðum sem utan- ríkisráðherra hefði við haft. Þann veg væri komið að við Islendingar hefðum engan af- gang, hvorki varðandi botnfisk né loðnu, til að afhenda útlend- ingum. Færeyingar létu öðrum þjóðum eftir stærri aflahlut á heimamiðum sínum en þeir tækju sjálfir. Síðan kæmu þeir og óskuðu síns hluta af minnk- andi stofnun nytjafiska hór við land, Miðað við núverandi ástand fiskistofna væri því verið að afhenda þeim íslenzk at- vinnutækifæri, á sama tíma að við þyrftum að beita okkur sjálfa aflatakmörkunum, eink- um á þorski, en einnig á loðnu að því er varðaði stærstu loðnu- skipin. Þeir þingmenn, sem veita vildu Færeyingum, í vin- áttuskyni, hlut af atvinnutæki- færum og afkomumöguleikum landsmanna, sem störfuðu við sjávarútveg, ættu frekar að senda þeim eins og eitt mánað- arkaup úr eigin vasa. Lúðvík sagðist ekki haldinn neinum hleypidómum gagnvart Færeyingum. Þeir mættu gjarn- an búa við skárri hlut en aðrir útlendingar. En það væri sín skoðun að segja bæri upp nú þegar öllum þorskveiðiheimild- um útlendinga (Færeyinga, Belga og Norðmanna). Lúðvík sagði þessa samnings- gerð ekki hafa verið lagða fyrir Alþýðubandalagið. Samnings- drögin hefðu ekki verið rædd í ríkisstjórn né borin þar upp til samþykktar. Alþýðublaðið hefði ekki átt fulltrúa í viðræðunefnd við Færeyinga. Þessi vinnubrögð hefðu verið með ólíkindum. Krafðist hann þess að fá upp- lýst, hvern veg Einar Ágústsson og Benedikt Gröndal færðu að því rök að þeir hefðu baft fullt umboð til þessarar samnings- gerðar. Samráö um utanríkisnefnd Benedikt Gröndal, utanríkis- ráðherra, sagði að þetta mál hefði verið rætt bæði í ríkis- stjórn og utanríkismálanefnd áður en til samninga hefði verið gengið. í ríkisstjórn hefði sjáv- arútvegsráðherra látið í ljós þá skoðun, að skerða þyrfti veiði- heimildir Færeyinga nokkuð. Ráðherrar Alþýðubandalags hefðu ekkert lagt til mála. For- sætisráðherra hefði þá sagt að LúÖvík: Hvert var umboð Benedikts og Ein- ars? málið yrði afgreitt í samráði við utanríkismálanefnd, þar sem Alþýðubandalagið á 2 fulltrúa. Ráðherra sagðist hafa reifað mál í þeirri nefnd og beðið fulltrúa að gera þingflokkum sínum grein fyrir málavöxtum. Á þessu máli hefði verið haldið með hefðbundnum hætti. For- maður utanríkismálanefndar, Einar Ágústsson, hefði og átt sæti í samninganefndinni. Haft hefði verið samráð við þing- flokka um utanríkismálanefnd þingsins. Málsmeðferð ill — niðurstaða viðunandi Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra, tók undir þau orð Lúðvíks Jósepssonar (Abl), að meðferð þessa máls af hálfu utanríkisráðherra væri gagn- rýnisverð. Efnislega niðurstaða þess hefði hvorki verið borin upp, rædd né samþykkt í ríkis- stjórn, né við Alþýðubandalagið á annan hátt, að leggja fram þá tillögu, er hér væri til umræðu, til staðfestingar á Færeyja- samningunum. Við fengum þá fyrst að vita um efnisatriði samninganna, er við gengum eftir þeim á ríkisstjórnarfundi. Hér hefði því verið gengið fram hjá Alþýðubandalaginu sem stjórnarflokki á freklegan hátt. Þrátt fyrir þetta tel ég samn- ingana sæmilega viðunandi og mun styðja þá hér á Alþingi. Styð samninginn við Færeyinga Matthías Bjarnason (S) sagði deilur Lúðvíks Jósepssonar og Benedikts Gröndals hér og nú eitt sýnishornið enn af vinnu- brögðum og samstarfsháttum ríkisstjórnarflokkanna. Minnti hann á, hvern veg hefði verið að málum staðið í hið fyrra skiptið, er samið var við Færeyinga. Þá hefði hann sem sjávarútvegs- ráðherra ekki eingöngu haft samráð við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn, heldur gefið þremur stjórnarandstöðuflokkum kost á því að ræða við Færeyinga, enda væri hér fjallað um auðlindir alþjóðar, sem allir þingflokkar hlytu að eiga jafnan umfjöllun- arrétt á. MBj sagðist styðja Færeyja- samninginn. Við bæði gætum og ættum að ganga til móts við þessa fámennu nágrannaþjóð á Matthías: Baráttan gegn og reynslan af Ósló- arsamkomulagi. þann hátt sem hér væri gert. Eðlilegt hefði verið að skerða veiðiheimildir á þorski. En þess- ar 17.500 lestir af loðnu skiptu ekki sköpum, ef miðað væri við þá stofnstærð og það veiðiþol loðnu, sem fiskifræðingar hefðu borið á borð. MBj sagði að við mættum ekki líta eingöngu á stundar- hagsmuni. Nytjafiskar okkar flestir gengju um hafsvæði, sem heyrðu undir fleiri en eina þjóð. Samstarf væri óhjákvæmilegt um rannsóknir, verndum og nýtingu. Óskynsamlegt væri að skella hurðum á þá næstu ná- granna, sem hagsmunir okkar til lengri tíma litið krefðust samstarfs við. Sú hafi verið tíðin, 1972, eftir útfærslu í 50 mílur, að útlend- ingar hefðu tekið 50% af þorsk- afla á Islandsmiðum. Eftir út- færslu í 200 mílur og Óslóar- samkomulag, sem batt enda á margra alda veiðisókn V-Þjóð- verja og Breta, hefði þetta hiut- fall verið komið niður í tæp 3% 1978. í ljósi þessa mættu þeir menn og flokkar skammast sín í dag, sem af alefli börðust gegn Óslóarsamkomulaginu. Minnti MBj á gauragang vissra þing- flokka, hegðan íslenzkra náms- manna út í Noregi og mótmæla- aðgerðir hér heima. Flestir vildu Óslóarlilju kveðið hafa í dag, enda væru Óslóarsamning- arnir fyrst og fremst sigur- samningar sem enduðu land- helgisstríð okkar. Eg lít ekki á Færeyinga sem útlendinga, sagði MBj, þeir eru fámenn grann- og fiskveiðiþjóð, sem engir ættu að skilja betur en við. Það er rangt að leggja mál þannig fyrir, eins og LJó, að þeir hleypi útlendingum ein- hliða inn í sína landhelgi. Það gera þeir ekki. Þeir hafa löngum sótt á fjarlæg mið og hafa neyðst til að geta gagnkvæma veiðisamninga, til að halda því áfram, t.d. veiðisókn á Græn- landsmið. Hins vegar eru þeir smám saman að byggja upp nýtingu heimamiða og eigin fiskvinnslu. Eg tek undir með utanríkisráðherra að nauðsyn- legt er að efla samstarf okkar Færeyinga, Norðmanna og Grænlendinga um fiskihags- muni. Við eigum ekki að ýta Færeyingum í fang EBE, heldur styrkja þá til sjálfstæðrar af- Svavar: Afleit vinnubrögð en viðunandi nið- urstaða. stöðu. Þá þakkaði MBj. utanríkisráðherra fyrir að bregðast þann veg við heima- stjórn á Grænlandi að senda einn ágætasta fulltrúa okkar í utanríkisþjónustu, Pétur Thor- steinson, til viðræðna við þá um gagnkvæmt samstarf og vin- áttutengsl. Þar væri rétt að málum staðið. Loks vék MBj að samstarfi í fv. ríkisstjórn. Sagði hann að samstarf hans og fv. utanríkis- ráðherra hefði verið með ágæt- um og þar hefði aldrei fallið skuggi á. Samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í utanríkis- málum, þar sem væri um að ræða að styrkja stöðu þjóðar- innar út á við og efla hagsmuni hennar sem heildar, væri og eðlilegt og æskilegt. Ég er stjórnarandstöðufulltrúi, sagði MBj. En ég styð stjórnina í samningsgerðinni við Færey- inga. Ég kýs að vera samkvæm- ur sjálfum mér í þessu máli en efna ekki til pólitísks loddara- leiks. Umræðu frestað Einar Ágústsson (F) lýsti yfir undrun sinni, furðu og hneykslan með fundarsköp á Alþingi þennan dag, en umræða um Færeyjasamninga hafði ver- ið slitin í sundur vegna utandag- skrárumræðna (járnblendi). Frestun umræðna hefði borið að þegar komið var að talsmanni Framsóknarflokks. Með þessu er mér sýnd lítilsvirðing, sem ég sætti mig ekki við. Ég mælist til þess að þessari umræðu verði nú frestað, þann veg að mér gefist tækifæri til að koma sjónarmið- um mínum á framfæri, og bera af mér sakir, á venjulegum fundartíma Alþingis, en nú er áliðið dags og margir þingmenn hafa yfirgefið þingsalinn. Ég vil helzt ekki þurfa að tala yfir tómum stólum. Athugasemd forseta Forseti taldi ekki að þann veg hefði verið staðið að málum, að Einari Ágústssyni hefði verið sýnd lítilsvirðing. Hann hefði verið tekinn fram fyrir aðra, sem fyrr hefðu kvatt sér hljóðs. Jafn sjálfsagt væri að verða við tilmælum hans um frestun á umræðu, þann veg, að honum gæfist kostur á að koma sjónar- miðum sínum á framfæri á venjulegum fundartíma. Einar: Furða mig á með- ferð f undarskapa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.