Morgunblaðið - 03.02.1979, Síða 18

Morgunblaðið - 03.02.1979, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Úr skýrslu Hafrannsóknastofnunar um ástand nytjastofna og aflahorfur 1979 Lagt til að auka sóknina í ýsu ÝSUAFLI á íslandsmiðum hefur á undanförnum árum verið á bilinu 40—50 þúsund tonn. sem er talsvert mikið undir meðalafla. en hann var 70 þúsund tonn árabilið 1950—70. Frá 1963 minnkaði stofninn úr 386 þús. t. niður í 141 þús. t. árið 1971, en síðan hefur hann stækkað nokkuð á ný og er nú áætlaður 218 þús. tonn. bróun hrygningarstofns ýsunnar hefur verið hliðstæð þessu og var í byrjun síðasta árs; var hann áætlaður um 128 þús. tonn. Minnkunina, sem varð á heildarstofni ýsunnar og hrygningarstofni má rekja til ofveiði fyrri ára, en mjög mikið var drcpið af smáýsu þegar möskvi í botnvörpu var aðeins 120 mm og 110 mm í dragnót. Þá var klak á sjöunda áratugnum oft langt undir meðallagi og árgangar á þessum áratug hafa margir hverjir verið rýrir. Stækkun möskva hefur leitt til þess að smáýsudráp fyrri ára heyrir nú sögunni til. Síldveiðar ekki auknar Ýsuafli íslendinga árið 1977 nam 35 þús. t. og búist er við að hann verði um 42 þús. tonn. Aðeins á árunum 1960—1965 veiddu íslend; ingar meira af ýsu en á sl. ári. I síðustu skýrslu Hafrannsóknastofn- unarinnar var lagt til að hámarks- afli ýsu 1978 yrði 40 þúsund tonn, en m.a. vegna þess að stofninn er í vexti er lagt til að hámarksaflinn í ár verði 45 þúsund tonn. Þá er búist við enn frekari aflaaukningu árið 1980. Ufsaafli hefur farið minnkandi Allt frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar og fram til 1960 var klak ufsa langt undir meðallagi, en upp úr 1960 fór klak aftur batnandi, þrátt fyrir að hrygningarstofn væri aðeins 120 þús. tonn. Árangurs betra klaks fór fljótlega að gæta í veiðinni, sem óx ár frá ári og náði hámarki 1971. Síðan hefur ufsaaflinn aftur farið hraðminnkandi þar sem klak frá árunum 1969—1974 hefir verið talsvert undir meðallagi. Hrygningarstofn ufsans er ekki kominn í þá lægð, sem hann var í 1960. Núverandi stærð hrygningar- stofnsins er áætluð 177 þús. tonn. Með tilliti til þess að ekki var veiddur allur sá ufsi, sem lagt var til að veiða ætti árið 1978, þá er nú lagt til að leyfilegur hámarksafli ufsa verði 60 þús. tonn árið 1979. Það er ekki ráðlegt að auka sóknina í ufsann frekar á næstunni, þar sem það myndi óhjákvæmilega koma niður á hrygningarstofninum, og leiða til óarðbærra ufsaveiða. Hafrannsóknastofnunin lagði í fyrra til að hámarksafli ufsa yrði 58 þúsund tonn, en ufsaaflinn er áætlaður 52 þús. tonn á árinu. Karfaafli getur aukist um 70% Heildarafli á karfa á íslandsmið- um minnkaði úr 114 þús. tonnum árið 1965 í tæp 70 þús. tonn árið 1973. Á síðasta ári er áætlað að karfaveiðin á miðum hér við land hafi numið um 32 þúsund tonnum og þar af veiddu íslendingar um 30 þús. tonn. V-Þjóðverjar veiddu ekkert við ísland á síðasta ári og því hefði mátt búast við að afli Islendinga myndi aukast við brottför þeirra. Vegna óhagstæðs verðs á karfa borið saman við verð á þorski, var, eins og 1977, minna sótt í karfann yfir sumarið en ella. Með tilliti til þess að meðalársafli af karfa við Færeyjar og A-Græn- land á árunum 1968—1977 hefur verið um 21 þús. tonn. leggur Haf- rannsóknastofnunin til að leyfilegur hámarksafli við Island verði 50 þúsund tonn á árinu 1979. Miðað við karfaafla á árinu 1977 og áætlaðan karfaafla 1978 geta íslendingar því aukið afla sinn um 70% á árinu 1979. Þótt afli kunni að glæðast nokkuð vegna brottveru annarra þjóða að mestu, verður þessari aukningu aflans þó vart náð nema sókninni verði beint meira í karfa, en gert var á árunum 1977 og 1978. Skarkoli í lok október á s.l. ári nam skarkolaaflinn einungis 3.3 þús. tonnum miðað við um 4 þús. tonn á sama tíma árið 1977. Talið er að ná megi allt að 10 þús. tonna varanlegum hámarksafla á ári af skarkola hér við land og mætti því tvöfalda sóknina í þennan stofn. Slíkt verður þó varla gert án þess að opna Faxaflóa fyrir dragnótaveiðum að sumrinu. Grálúöa Grálúðan er seinþroska fiskur og verður tæplega kynþroska fyrr en 9—10 ára. Hrognin eru stór en fá og viðkoman því lítil. Það tekur því grálúðustofninn nokkurn tíma að ná sér eftir ofveiðina á undanförnum árum. Að vísu fékk stofninn góða friðun árið 1976 en þá voru aðeins veidd um 6 þús. tonn. Árið 1977 var aflinn hins vegar rétt um það sem talinn hefur verið æskilegur hámarksafli, eða um 15 þús. tonn. Af þessu magni veiddu Vestur-Þjóðverj- ar um 5 þús. tonn svo, svo að íslendingar ættu að geta bætt við sig um 5 þús. tonnum frá þeim afla sem fékkst árið 1977. í lok okt. á s.l. ári nam grálúðu- veiðin 10.3 þús. tonnum miðað við 9.9 þús. tonn á sama tíma árið 1977. Hafrannsóknastofnunin leggur til að hámarksafli grálúðu árið 1979 verði bundinn við 15 þús. tonn. Lúöa íslendingar stunda ekki lúðuveiðar sérstaklega og hafa ekki gert undan- farin ár. Þrátt fyrir það er lúðu- stofnihn við ísland ofnýttur og hefur verið um langt skeið vegna þess að mikið veiðist af smálúðu með öðrum fiski og mun erfitt ef ekki ómögulegt að koma í veg fyrir það. Lúðuaflinn á Islandsmiðum varð 2.3 þús. tonn árið 1977 og þar af veiddu íslendingar 1717 tonn eða tæp 74% heildaraflans. I lok okt. á s.l. ári nam lúðuafli okkar samtals 1157 tonnum miðað við 1383 tonn á sama tíma árið 1977. Steinbítur Nýjustu athuganir á steinbít hér við land benda til þess að hrygning- arstofninn hafi minnkað samfellt frá árinu 1970 úr 99 þús. tonnum í 63 þús. tonn árið 1978. Á þessu tímabili jókst verulega sókn í eldri hluta stofnsins, utan tvö síðustu árin, eftir brotthvarf Breta af íslandsmiðum. Þrátt fyrir umrædda sóknaraukn- ingu og minnkun stofnsins hefur afli línubáta á sóknareiningu vaxið í heild á framangreindu tímabili. Svo virðist sem núverandi sókn gefi af sér sem næst hámarksaf- rakstur á nýliða og er því talið ástæðulaust að breyta tillögum stofnunarinnar frá s.l. ári um leyfi- legan hámarksafla, en þar var lagt til að hann yrði bundinn við 13 þús. tonn. Spærlingur Spærlingsaflinn árið 1977 varð tæp 24 þús. tonn en rúm 27 þús. tonn árið 1976. í lok okt. 1978 var spær- lingsaflinn orðinn 38 þús. tonn. Álkunnugt er að afli sá, sem flokkast undir spærling er allmikið blandaður öðrum fisktegundum og mest kolmunna en einnig lýsu, eitt- hvað af flatfiski einkum sandkola, skrápflúru, stórkjöftu ofl. Þessi aukaafli er mjög mismikill og breyti- legur og fer eftir árstíma og veiði- stað. Samanburður sem gerður hefur verið á spærlingsafla og aukaafla í leiðöngrum Hafrannsóknastofnun- arinnar á rs. Hafþór undanfarin ár sýnir að á Selvogsbanka, V- og SV- Surtseyjar og í Háfadjúpi er spær- lingur langmest áberandi í afla í mars, apríl og fram í maí eða 75—95% af aflanum, en þá fer að bera meira á lýsu og stundum er aðaluppistaðan í aflanum lýsa í maí og júní á þessum slóðum. Þegar kemur fram á sumarið og haustið verður kolmunni mjög áberandi og getur numið 50— 90% aflans. Austan Háfadjúps er kolmunni oftast mun algengari en spærlingurinn nema e.t.v. fyrst á vorin. Við spærlingsveiðarnar er mest hætta á að ýsuseiði og smáýsa flækist saman við spærlinginn svo og humar. Með ströngu eftirliti og tímabundnum lokunum veiðisvæða ætti að vera unnt að koma í veg fyrir þetta að mestu leyti. Þrátt fyrir þann aukaafla, sem slæðist saman með spærlingnum mun vera óhætt að stunda spær- lingsveiðar og jafnvel auka þær ef nauðsynlegt er, en fylgjast verður vel með veiðunum vegna hættunnar á ungviði nytjafiska í aflanum. Vegna þess hve aukaaflinn er mismikill og breytilegur hjá spærlingsbátunum, og vegna þess hve skammlífur fiskur spærlingur er, þá stofu stofnstærðarathuganir miklum erfiðleikum bundnar. GERÐ hefur verið spá um aldur- skiptingu síldaraflans 1979. (tafla 6). í henni er gert ráð fyrir að veiði ungsfldar verði tiltölu- lega lítil miðað við smásfldar- magnið á miðunum. Þó má búast við að sfld undir 27 cm verði allt að 15% (eftir þyngd) ef hring- nótaveiðar verða stundaðar að einhverju marki. Þá er gert ráð fyrir að um 20% aflans verði á bilinu 27 — 30 cm, 30% verði 30—35 cm og um 35% verði 35 cm og stærri, enda verði sérstaklega sóst eftir stórsfld eins og raun varð 1978. Tillögur um hámarksafla og tilhögun síldveiða árið 1979 taka mið af eftirfarandi: a) Hrygning- arstofninn hefur ekki aukist eins og við var búist, b) eigi að síður er stefnt að því að hann verði um 350 þús. tonn árið 1983, c) gert er ráð fyrir að mikið af uppvaxandi smásíld og millisíld verði á miðun- um. Með tilliti til þessa leggur Haf- rannsóknastofnunin til eftirfar- andi um síldveiðar árið 1979: a) Leyfilegur hámarksafli verði 35 þús. tonn. b) Reknetaveiðar verði leyfðar frá 20. ág.—20. nóv. en hringnótaveið- ar frá 20. sept,—20. nóv. c) Hringnótaskipum er leyfi fá til síldveiða verði fækkað til mikilla muna frá því sem var haustið 1978. Verulegar takmarkanir á loðnuveiðunum TÍL AÐ tryggja svo sem kostur er viðvarandi hámarksafla, stuðla að öflun góðs hráefnis og nægi- lega mikilli hrygningu, er lagt til að settar verði eftirfarandi tak- markanir við loðnuveiðar: 1. Hámarksafli á vetrarvertíð 1979 verði 350 þús. tonn og veiðum til bræðslu þá og 1980 verði haldið í lágmarki á hrygningarstöðvum við S- og SV-land. 2. Loðna 12 cm að lengd og minni verði friðuð með svæðislokunum og ákvæðum um aflasamsetningu eins og nú er. 3. Veiðibann frá lokum vetrarver- tíðar til 15. ágúst 1979 meðan yngri árgangurinn er að taka út sumarvöxt, loðnan að fitna og átuinnihald er mest. 4. Ákvörðun um hámarksafla á tímabilinu 15. ágúst 1979 — 14. ágúst 1980 verði tekin á árinu 1979 þegar aflað hefur verið nánari upplýsinga um stærð hrygningar- stofnsins árið 1980. Á þessum hluta stofnsins munu veiðarnar að langmestu leyti byggjast á ofan- greindu tímabili. TillSgur um hámarksafla einstakra tegunda á íslandsmióum árið 1979, afll 1978, 1977 og meðalafli 1968 - 1977 (þús . tonn) . Tegund Tillögur um hámarksafla 1979 Afli 1978 Island Afli 1977 ísland Alls Meöalafli 1968 - 1977 ísland Alls Þorskur 250 2943) 330 340 264 .393 Ýsa 45 353) 35 40 34 44 Ufsi 60 3g3) 47 62 56 100 Karfi 50 273) 28 62 28 76 Skarkoíi 10 33) 5 5 6 7 Grálúða 15 103) 10 15.7 5 14 Steinbítur 13 103) 11 11 9 13 Síld 35 36.94) 28.9 28.9 14 14 Loðna 3501* 9664) 809 834 352 355 Humar 2.5 2.14) 2.7 2.7 3.2 3.3 Hörpudiskur 7.5 8.84) 4.4 4.4 3.6 3.6 Ræk ja 3.72^ 6.94) 7.1 7.1 5.4 5.4 ^Vetrarvertíö 1979; 2)Vorvertíð 1979; 3) jan.- okt. 1978; 4)áætlaður ársafli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.