Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 39 Þingfréttir í stuttu máli; Atvinnumál ungs fólks og Suðurnesja Mælt fyrir tillögum til þingsályktimar Þatttaka ungs fólks í atvinnulífinu Sverrir Hermannsson (S) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um þátttöku ungs fólks í atvinnulífinu á kvöldfundi sameinaðs þings sl. þriðjudag. Tillagan var flutt af Agli Jónssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í Austfjarða- kjördæmi og gerir ráð fyrir því, ef samþykkt verður, að ríkisstjórn í samráði við stofnanir atvinnuveg- anna kanni með hvaða hætti megi örva þátttöku ungs fólks í atvinnu- lífinu. I greinargerð er vakin athygli á síaukinni hlutdeild þjónustugreina í vinnuafli þjóðar- innar. Nauðsynlegt sé, bæði um menntunarkerfið og fjármagns- stýringu, að gera ungu fólki kleift að snúa sér í ríkara mæli en nú er að þátttöku í framleiðslugreinum og verðmætasköpun í þjóðar- búskapnum. Guðmundur H. Garðarsson (S) studdi tillöguna og benti m.a. á þá staðreynd, að meðal iðnvæddra ríkja samtímans væru margar milljónir ungra manna atvinnu- lausar, jafnt sérmenntað fólk sem ófaglært, en mikilsvirði væri, bæði fyrir þjóð og einstaklinga, að hver einstaklingur gæti gengið að áhugaverðu og þjóðnýtu starfi, hver við sitt hæfi, er námi lyki. Ekki væri ráð nema í tíma væri tekið að sporna gegn slíku at- vinnuleysi hér, sem því miður væri farið að brydda á. Kaup og sala notaöra bifreiða Eiður Guðnason (A) mælti fyrir tillögu sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum Alþýðuflokks- ins um kaup og sölu notaðra bifreiða. Vakti hann athygli á því að hér á landi væri hátt í 80.000 — Aætlun um Dalabyggð Friðjón Þórðarson (S) hef- ur lagt fram svohljóðandi fyrirspurn á Alþingi: „Hvæn- ær má vænta þess, að Fram- kvæmdastofnun ríkisins ljúki við hina svonefndu áætlun um Dalabyggð, sem kynnt var þingmönnum Vestur- lands og Vestfjarða í marz- mánuði 1978? skráð ökutæki. Árið 1977 hefðu farið hér fram rúmlega 18.000 umskráningar bifreiða, þar sem eigendaskipti fóru jafnframt fram. Minnti hann á endurtekið misferli í þessum viðskiptum, sem mjög hefði verið í fréttum. Nauðsynlegt væri því að ríkisstjórn hefði forystu um lagabreytingar til að skapa aukið réttaröryggi á þessu sviði viðskipta. Ekki ættu allir sama hlut í þessari starfsgrein, en reynsla síðustu mánaða réttlætti nýja löggjöf um þessi viðskipti. Helgi F. Seljan (Abl) tók einnig til máls en hann flytur frumvarp um sama efni í efri deild Alþingis, sniðið eftir norskri fyrirmynd. Verksmiðjuframleidd hús Helgi F. Seljan (Abl) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar um ýtarlega könnun á hagkvæmni verksmiðjuframleiddra húsa. Hafin verði skipuleg áætlunargerð í þessu efni. Stuðst verði við reynslu annarra þjóða og kannað sérstaklega, hvernig framleiðsla og í hvaða formi hentar bezt til lækkunar byggingárkostnaðar. Landshlutsjónarmið verði höfð í huga við aðgerð og áætlanir. Suöurnesjaáætlun Gils Guðmundsson (Abl) mælti fyrir tillögu, sem hann flytur ásamt Geir Gunnarssyni (Ablj um Suðurnesjaáætlun, er Fram- kvæmdastofnun ríkisins vinni. Felur tillagan í sér framkvæmda- og fjármögnunaráætlun um al- hliða atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. I greinargerð er vakin athygli á sérstöðu Suður- nesja í atvinnumálum, en undir- staða afkomu þar, bæði fólks og sveitarfélaga, veiðar og vinnsla hefur dregizt mjög saman. Hluti mannafla, sem starfar í sjávarút- vegi, er 40% á Suðurnesjum en 12.5% í landinu öllu, sem sam- dráttur í sjávarútvegi kemur þar hlutfallslega verr niður. Ástand hefur þróast með þeim hætti að brýn nauðsyn er skjótra aðgerða. Oddur Ólafsson (S) áréttaði, að sérstaða Suðurnesja í atvinnu- þróun kallaði á viðbrögð, er stuðl- uðu að atvinnuuppbyggingu. Sú staðreynd, að fólk í þessu kjör- dæmi mætti sín minna á Alþingi, vegna minna vægis atkvæða en annarra kjósenda, ætti áreiðan- lega hlut að máli, að verr hefði gengið að koma fram sjónarmiðum þessa landshluta. ----------------- Lítid barn hefur Jl lítið sjónsvið Guðmundur H. Garðarsson (S), Friðrik Sophusson(S), Ai- bert Guðmundsson (S) og Ölaf- ur G. Einarsson (S) hafa endur- flutt frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum, þess efnis að menntamálaráðherra sé heimilt „að veita sveitar- félögum, menntastofnunum og einstaklingum leyfi til útvarps- rekstrar, að fenginni umsögn útvarpsráðs og póst- og síma- málastjórnar um umsóknir til útvarpsrekstrar. Frumvarpið setur slíkum út- varpsstöðvum starfsreglur, ef leyfðar verða, svohljóðandi: 3. gr. laganna orðist svo: Útvarpsstöðvar skulu stuðla að almennri menningarþróun þjóðarinnar og efla íslenska tungu. Þær skulu m.a. flytja efni á sviði lista, bókmennta, vísinda og trúarbragða, efla alþýðu- Guðmundur H. Garðarsson. vallarreglur. Þær skulu virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefnum í opinber- um málum, stofnunum, félögum og einstaklingum. Ýmis önnur efnisatriði eru í frumvarpinu. í greinargerð er m.a. vitnað til lokunar hljóðvarps og sjón- varps, sem leiddi til þess að þjóðin bjó við þjónustuleysi á þessu mikilvæga sviði nútíma- fjölmiðla nokkurn tíma, sem komið hafi þúsundum lands- manna mjög illa. Þessi atburðir undirstriki þörf á því að rjúfa þá einokun, sem er á þessum rekstri. Þá er og lögð áherzla á tjáningarfrelsi, sem stjórnar- skrá mæli fyrir um að ríkja skuli í landinu. Svo hafi verið hvað prentað mál varðar, en við höfum dregizt aftur úr öðrum Endurflutt frumvarp: Einokun í útvarps- rekstri afnumin menntun og veita fræðslu í einstökum greinum, þ. á m. umferðar- og slysavarnarmál- um. Þær skulu kappkosta að halda uppi rökræðum um hvers konar málefni, sem almenning varða, á þann hátt, að menn geti gert sér grein fyrir mismunandi skoðunum um þau. Þær skulu halda uppi fréttaþjónustu og veita fréttaskýringar. Þær skulu flytja fjölbreytt efni við hæfi fólks á öllum aldri. Útvarpsefni skal miða við fjölbreytni ís- lensks þjóðlífs svo og við þarfir og óskir minni hluta sem meiri hluta. Veita skal alla þá þjón- ustu sem unnt er með tækni útvarpsins og almenningi má að gagni koma. Útvarpsstöðvar skulu í öllu starfi sínu halda í heiðri lýðræðislegar grund- lýðræðisþjóðum, en víðast geti fólk notið hljóðvarps og sjón- varps að eigin vali frá rekstri fleiri aðila en ríkisins. Fram kemur og að ríkisrekið hljóð- varp og sjónvarp hafi gengt hlutverki sínu með prýði. Þetta frv. sé ekki flutt til að kasta rýrð á þá fjölmiðla, sem fyrir eru, heldur til að auka á fjöl- breytni og öryggi. Islensk-Amerísk skemmtikvold. Hótel Loftleiðir efnir nú til tveggja skemmti- kvölda í Blómasalnum í samvinnu við Is- lenskan heimilisiðnað og Glit h.f. Hið fyrra verður í kvöld, laugardagskvöld og hið síðara annað kvöld, sunnudagskvöld. Vönduð skemmtiatriði og glæsilegur ís- lensk-amerískur matseðill. Guðrún Á. Símonar söngtæknir syngur amerísk lög við undirleik Guðrúnar A. Krístinsdóttur. Tískusýning á vegum íslensks heimilisiðnað- ar. Módelsamtökin sýna íslenska handofna og handprjónaða kjóla. Einnig Batik og Vuokko kjóla. Sérstök sýning verður á keramik-munum frá Glit hf. og tréskurðarmunum frá íslenskum heimilisiðnaði. Sigurður Guðmundsson leikur á orgelið. Matseöill. Kjötseyði Celestine. Steiktur Ualkún að amerískum hætti. íslenskar pönnukökur eða konfektkökur. Matarverð kr. 4.900.- Auk þess verður gestum boðið ókeypis að bragða á amerískum „Salatbar". Hilmar Jónsson veitingastjóri kynnir nýjung hússins: Lava kaffi. Boröpantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin. . HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.