Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 21
Minnast af- mœlisins á ýmsan hátt '“'*r n wm Jfe -ýf»: msWrn w *■*>». w* ^fwli H ** i"**? * «i4é# í Ik« í BYRJUN þossa árs voru 50 ár liðin frá því að Neskaupstaður fókk kaupstaðarróttindi með lögum frá Alþingi. Tímamót- anna í söfju staðarins var minnst með hátíðafundi bæjar- stjórnar og bæjarbúum var boðið til samsætis að fundinum loknum. Dagana 7. —8. júlí koma góðir gestir í heimsókn til Neskaupstaðar. nefna má listamenn fædda á staðnum, vinabæir Neskaupstaðar á hin- um Norðurlöndunum heiðra afmælisbarnið á ýmsan hátt. ákveðið hcfur verið að kaupa listav.erk eftir Gerði Uelga- dóttur og á íþróttasviðinu verð- ur væntanlega mikið um að vera. Meðal annars í tilefni afmæl- isins lögðu blaðamenn blaðsins leið sína til Neskaupstaðar fyrir skömmu. Rætt var við ýmsa ba'jarhúa um manniíf á staðnum, reynt var að skyggn- ast inn í atvinnulíf staðarins svo eitthvað só nefnt. Einnig var hús tekið á tveimur bæn- dum í Norðfjarðarsveit þó svo að hún tilheyri ekki sjálfum kaupstaðnum. Myndirnar sem prýða þessa síðu tók Björn Björnsson ljós- myndari frá Neskaupstað fyrir nokkrum áratugum. Sýna þær allvel hvernig umhorfs var í Neskaupstað og reyndar mörg- um öðrum íslenzkum sjávar- þorpum á árunum í kringum 1930. A annarri myndinni má sjá saltfisk þurrkaðan á brett- um á bryggjum. Bátaútgerð var mikil frá Norðfirði á þess- um árum og þá hafði hver útgerðarmaður sína bryggju og var með söltun fvrir sig. Á hinni myndinni spássera norð- firzkar rollur eftir aðalgöt- unni, þar sem nú er komið varanlegt slitlag á mölina. Viðtöl: Agúst I. Jónsson. Myndir: Kristján Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.