Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 SigurðurArnason frá Raufarhöfn—Minning nesi, að öllu sem sitt barn. Kona hans er Guðrún Þórarinsdóttir. ★ A árunum kringum 1945 og síðar fór mikill vaxtarkippur um kauptúnið, þegar Raufarhöfn tók við forystunni af Siglufirði sem miðstöð síldveiðanna fyrir Norðurlandi. Öll hjól tóku þá að snúast hraðar í bæjarlífinu, og á sumrin yfirfylltist staðurinn af aðkomufólki, sem ásamt heima- mönnum vann dag og nótt að nýtingu alls þess mikla afla, sem barst þar á land. Nýjar bryggjur og uppfyllingar, verbúðir, verksmiðjuþrær, lýsis- geymar, olíugeymar, íbúðarhús, skrifstofuhús, verzlanir og þjón- ustumiðstöðvar spruttu upp á fá- um árum og breyttu skyndilega hinni fyrrum kyrrlátu ásýnd þessa náttúrufagra staðar með sína löngu, bogadregnu vogströnd inn við Sand, með Höfðann og hólm- ann, dökkar, ávalar klappir á Holtinu, grösuga bakka, og svo Asinn í baksýn. Raufarhöfn skilaði þjóðarbúi íslendinga tugum milljarða króna á þessum árum, og staðarbúar tóku öllu þessu aðvífandi fólki vel og sumum okkar forkunnar vel, svo margir tengdust þá staðnum þeim böndum, sem seint hrörna. Sigurður Árnason greiddi á þessum feikna annasömu árum götu allra hinna ótal mörgu, sem til hans leituðu vegna matarkaupa fyrir heimilin, tugi skipa eða eitthvert hinna stóru mötuneyta á staðnum. Og um leið og hann afhenti hið umbeðna, hressti hann menn gjarnan með hlýju brosi sínu, gamanyrði eða jafnvel hnitt- inni stöku, ef svo bar undir. Á annasömum degi í miðri söltunartörn varð Sigurði eitt sinn að orði: Hér er auma ólukkans törnin, allt er löðrandi í slori, en hver í að sjí um blessuð börnin. sem birtast á nœsta vori? ★ Eins og áður var vikið að, var Sigurður einn af frumbyggjum kauptúnsins á Raufarhöfn; hann unni þessum stað af ástúð og vildi veg Raufarhafnar og velgengni sem mesta. Hinn sérstæði per- sónuleiki Sigurðar, tápið og gneistandi fjörið, sem honum fylgdi, brá birtu á umhverfi hans og gerði samferðamönnum hans lífið léttara og bjartara. Hann var afar félagslyndur og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom, spilaði mjög gjarnan bridge við góðvini sína, og tefldi mikið skák við þá suma hverja. Hann reyndist fjölskyldu minni ætíð hin mesti hollvinur, allt frá upphafi okkar kynna; hjálpsemin og elskulegheit hans og hans fjölskyldu við okkur voru einstök, og mun seint fyrnast sú vinátta. Svo lengi sem Sigurður dró andann og mátti mæla, leitaði hann frétta frá byggðinni sinni á Raufarhöfn og af Sléttu — spurð- ist fyrir um menn og málefni norður þar, aflabrögð, veðurfar, afkomu fólksins, framkvæmdir þess og áætlanir; alltaf var honum þetta efni jafn hugleikið og náið. Eftir að Sigurður lét af störfum hjá K.N.Þ. árið 1960, fluttust þau Arnþrúður suður og bjuggu á heimili dóttur sinnar, Margrétar Önnu, og tengdasonar, Einars Sigurðssonar. Þegar kom fram á vor tóku hjónin sig jafnan upp fyrstu árin og héldu norður, heim í Sandgerði til sumarlangrar dval- ar. í síðasta sinn fór Arnþrúður þó ein norður, sumarið 1967, en þá hafði Sigurður nær alveg misst sjónina og var mjög heilsuveill orðinn. Það ár, hinn 28. september ! andaðist Arnþrúður Stefánsdóttir á heimili sínu, Sandgerði. Kvöldið fyrir lát konu sinnar kvað Sigurður þessa vísu suður í Kópavogi: Drottinn er vor eina hlíf, engu kvtðum meðan. okkur gefur eilift Iff, er við hverfum héðan. ★ Síðustu árin, sem hann dvaldi í Kópavogi átti hann oft við mikla vanheilsu að stríða og var oft lengri eða skemmri tíma á sjúkra- húsum. í aprílmánuði 1975 fór hann svo á hjúkrunarheimilið Sólvang í Hafnarfirði, þar sem hann einnig naut ágætrar hjúkrunar og aðhlynningar. Rómaði Sigurður mjög alla þá hjálp og þá vinsemd, sem hann varð aðnjótandi á þessu síðasta heimili sinu. Hann andaðist á Sólvangi hinn 15. janúar síðastliðinn á 89. aldursári og fékk hægt andlát. Allir þeir, sem hann þekktu, sakna nú vinar í stað og munu taka heilshugar undir ummæli Einars Braga, rithöfundar, í af- mæliskveðju til Sigurðar á sjötugsafmæli hans, að hann hafði verið „einn hinn eftirminnanleg- asti persónuleiki og mesti öðlung- ur, sem við getum vænzt að fyrir- hitta á flakki okkar um heiminn". Leifur Eiríksson, fyrrum oddviti á Raufarhöfn, kvað þegar hann spurði lát Sigurðar: Minnist hans, som marga kvaö mæta „vísu daxsins". Lffið hefur brotið blað f bliki sólarlagsins. Að Sigurði Árnasyni látnum mun og mörgum þykja sem nú sé brotið blað og lokið sérstökum kapítula í sögu Raufarhafnar- kauptúns. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn í fyrri viku að viðstöddu fjölmenni. Halldór Vilhjálmsson. Pálína Kreis — Minningarorð Einn af útvörðum íslands í norðri er Melrakkaslétta í Norður-Þingeyjarsýslu. Landið grýtt og berangurslegt og ekki búsældarlegt við fyrstu sýn. Við ströndina brotna öldur Norður-ís- hafsins, heldur ófrýnar og kaldranalegar á stundum. En Slétta er ekki öll, þar sem hún er séð við fyrsta tillit: Þegar betur er að gáð, leynast ærnar graslendur víða á Sléttu, fiskur vakir þar í vötnum og vatnsdrögum en upp til heiða eru kjarnmikil beitilönd. Úrsvalt Ishafið býr yfir gjöfulum fiskimiðum á Sléttugrunni og í Axarfjarðardjúpi. Breiðurnar af æður og svartfugli fylla margar víkur, voga og lón, en selurinn dormar í klöppum og skerjum við ströndina. Byggðin hefur þó ætíð verið strjál norður á Melrakkasléttu, og er nú svo komið á síðustu árum, að mörg forn og gróin býli á Sléttu eru með öllu komin í eyði. Yfirleitt hafa Sléttungar búið vel, þótt ekki sé hægt að segja, að það hafi verið hægur búskapur; þeir stunduðu sjóinn jöfnum hönd- um með landbúnaði, höfðu ríflega afkómu og gátu veitt sér ýmislegt fleira én rétt til hnífs og skeiðar. Um langan aldur hefur jafnan þótt búa mennilegt og menningarlegt fólk á Melrakkasléttu, þróttmikið og harðdugandi, mjög mótað af sínu umhverfi og fastheldið á gamlar íslerizkar menningar- erfiðir. í maí og júní verða nóttlaus dægur norður á Sléttu, bjartari og einhvern veginn óræðari en víðast annars staðar á Islandi — rétt eins og land og haf verði þá uppnumið í sjálfan himininn: Hánorrænt sum- ar, sem lætur engan ósnortinn, sem því hefur kynnzt. ★ Á vestanverðri Melrakkasléttu stendur bærinn Sigurðarstaðir á mjóum granda milli lóns og hafs. Þar fæddist Sigurður hinn 24. maí árið 1890. Anna Soffía Guðmunds- dóttir, móðir hans, var þá aðeins tuttugu og tveggja ára gömul stúlka, vistráðin það ár á Sigurðarstöðum, og hafði verið heitbundin ungum manni, Árna Sigurðssyni að nafni, en hann lézt skömmu eftir að sonur þeirra fæddist. Anna Soffía dvaldist áfram um skeið á Sigurðarstöðum með drenginn, en réðst síöar með barnið kornungt til þeirra hjón- anna Siggeirs Péturssonar og Borghildar Pálsdóttur á Oddsstöð- um, og þar óx Sigurður upp við hið bezta atlæti og átti þar sitt heimili allt til fullorðinsára. Sigurður kallaði Borghildi á Oddsstöðum jafnan fóstru sína, og börn þeirra Borghildar og Siggeirs leit hann á sem systkini sín og hafði í kærleik- um. Móðir hans, Anna Soffía, giftist aldrei en ílentist á Odds- stöðum og vann því heimili í þrjá ættliði allt það gagn sem hún mátti, á meðan kraftar hennar entust. Símon Dalaskáld gisti Oddsstaði eitt sinn árið 1893 og orti til Sigurðar, sem þá var þrevetra: Blikar að vonum blfðlyndur Baldur Freyju tára, Árnaaonur Sigurður, sem er þriggja ára. Það var rétt eins og Símon Dalaskáld hefði haft þarna eitt- hvert spámannlegt hugboð um það, sem með þessum dreng- hnokka bjó, því skáldskapargáfan reyndist Sigurði Árnasyni í blóð borin, og ferskeytlan varð honum fastur förunautur alla hans ævi- daga. Hann unni ljóðlist og bæði las og nam kynstrin öll af ljóðum. Sem fulltíða manni var honum orðið einkar tamt að kasta fram snjallri stöku mitt í dagsins önn, og voru vísur hans gjarnan krydd- aðar góðlátlegri, græskulausri glettni; en stundum kvað þó við þyngri undirtónn í vísum Sigurð- ar. Urðu margar vísur Sigurðar fleygar, fóru sumar víða og marg- ir, sem lærðu þær jafnharðan. Um skeið hafði Sigurður þann sið að yrkja vísu dagsins, þ.e. eina vísu sérstaka fyrir hvern þann dag, sem Guð honum gaf, og höfðu margir vinir hans og kunningjar yndi af að heyra þær vísur. Svo létt var Sigurði um að yrkja, að það má segja, að hann hafi verið talandi skáld. Kristján Friðriksson frá Efri- hólum, síðar kenndur við fyrirtæki sitt, Últíma, var eitt sinn ásamt fleirum að tala um, hve lítið væri að marka veðurspá Jóns Eyþórs- sonar, því það rættist helzt ekki, sem hann spáði. Sigurður var þar nærstaddur, hlýddi á tal þeirra og varð að orði: Mikill liggur munur í maður og Guð að vera. því annar getur upp á því, hvað ætli hinn að gera. ★ Árið 1923 gekk Siguður að eiga Arnþrúði Stefánsdóttur, Jónsson- ar bónda í Skinnalóni, og gaf síra Páll Hjaltalín brúðhjónin saman hinn 10. desember í Ormarslóni. Arnþrúður var almennt talin mjög fríð sýnum, vel gefin til hugar og handar eins og hún átti kyn til, hógvær í fasi og þótti hin mætasta kona. Vorið 1924 settust ungu hjónin að á Raufarhöfn, sem á þeim árum var að breytast úr bújörð í lítið kauptún. í fyrstu vann Sigurður alla vinnu, sem til féll og hann átti kost á, m.a. hjá hinu nýstofnaða útibúi Kaupfélags Norður-Þingey- inga þar á staðnum. Þá átti Sig- urður og hlut í litlum bát með vini sínum Nielsi Lund, og urðu þeir ófáir róðrarnir, sem þeir félagarn- ir fóru saman í fleytunni og þá helzt á kvöldin að loknum löngum vinnudegi 1 landi. Árið 1925 gerðist Sigurður úti- bússtjóri Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Raufarhöfn og gegndi þeim starfa í áratug. Eftir að hann lét af því starfi, hélt hann þó áfram störfum fyrir kaupfélagið úti við, og var um langt árabil frystihússtjóri á Jökli eða allt fram til ársiris 1960, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir eftir 35 ára dygga þjónustu við K.N.Þ. Þar er mál allra, er grannt til þekkja, að fáir hafi unnið K.N.Þ. á Ráufarhöfn jafn hollum höndum og af þvílíkri elju og trúmennsku og Sigurður Árna- son. Hann bar alla ævi djúpa virðingu fyrir vinnunni sjálfri, og það var metnaður hans að leysa störf sín ævinlega vel af hendi. Hins vegar spurði hann víst manna síðastur um, hver vinnu- laun sín yrðu, en þau voru oft heldur rýr hjá þessari ungu félags- stofnun. Allir þeir Raufarhafnar- búar og Sléttungar, sem nú eru komnir um miðjan aldur eða eldri, muna vel hina einstöku ljúf- mennsku Sigurðar í starfi, greiða- semi hans, sem allir gátu ætíð treyst á, og óbrigðult glaðlyndið, hvernig sem á stóð. ★ Réttum tveim árum eftir að þau Arnþrúður og Sigurður höfðu sezt að á Raufarhöfn, hófu þau smíði myndarlegs steinsteypts íbúðar- húss í félagi við Einar Vigfússon og Hildi Stefánsdóttur, systur Arnþrúðar. Sigurður teiknaði sjálfur húsið og var fljótur að eins og oft var hans vandi þegar verk þurftí að vinna. Hann sýndi Sigurði húsasmiði í Leirhöfn síðan teikninguna, og hann samþykkti og kvað hana ágætlega hugsaða og útfærða. Smíði hússins gekk vel, og sumarið 1926 fluttust báðar fjölskyldurnar í húsið, sem hlaut nafnið Sandgerði, og heitir svo enn. Ekki gat víst talizt neinn auður í garði hjá þeim Sigurði og Arn- þrúði í Sandgerði fremur en á flestum öðrum íslenzkum heimil- um á þeim erfiðu krepputímum, sem landlægir voru hérlendis á árunum 1925 og allt fram til 1940 eða þar um bil. En hjónunum í Sandgerði féll aldrei verk úr hendi, og með mikilli ráðdeild, nýtni og sparsemi tókst þeim þó að komast vel af með allstóran barnahóp á þessum árum. Þar nutu þau og bæði ríkulega þeirra dyggða, sem þeim höfðu verið innrættar á bernskuheimilum sín- um á Sléttu, og góðar gáfur beggja hjónanna, menningarbragurinn í fari þeirra og elskulegt viðmót gerði heimili þeirra aufúsustað öllum þeim fjölmörgu sem þar komu. ^ Þeim Sigurði og Arnþrúði varð fimm barna auðið, auk elztu dótt- urinnar Kristínar Sigríðar af fyrra hjónabandi Arnþrúðar, sem Sigurður Árnason gekk í föður- stað, og hafði ekki minni kærleika á en hann bar til hinna barnanna sinna: „Hún Sissa mín,“ eins og hann var vanur að kalla elztu dótturina. Sigríður er gift Guð- mundi Þorsteinssyni, verkfræð- ingi, búsett í Reykjavík. Hin börn- in eru: Geirhildur, sem dó barn að aldri; Valborg, ekkja Guðmundar Magnússonar kennara við Skóga- skóla, nú búsett í Reykjavík; Jón, vélstjóri við Kísiliðjuna í Mývatnssveit, ókvæntur; Hólm- fríður gift Grími M. Helgasyni, bókaverði í Landsbókasafni, og yngst er Margrét Anna gift Einari Sigurðssyni, háskólabókaverði, búsett í Kópavogi. Auk þess ólu þau Arnþrúður og Sigurður upp son Sigríðar, Sigurð Ingimundar- son, netagerðarmeistara á Akra- F. 3. október 1921. D. 22. janúar 1979. Dauðinn er ekki Kröf heldur varir, sem hljóðleKa anda lífi inn í meira ljós. Tendra ljósi meira líf. M. — Hún Palla frænka er komin. Þessi orð vöktu ávallt gleði og eftirvæntingu hjá okkur fjölskyld- unni í Sólheimum 23 — áður á Sólvallagötu 54. Það var svo stutt á milli okkar þar, hún á Holtsgötu 17. (Hún og ég vorum þremenning- ar að frændsemi). — Ætli hún Palla skreppi nú ekki yfir til okkar í dag, sagði mamma stundum á morgnana, og okkur hló hugur í brjósti við tilhugsunina. Og oft kom Palla, þessi aufúsugestur, sem ávallt bar með sér líf og fjör í bæinn. Það sem gjörði persónuleika frænku minnar einhvern veginn svo heilsteyptan og hrífandi var þetta hreina og beina viðmót, aldrei nein uppgerð hvorki í gleði né sorg. Yfir henni hvíldi bæði reisn og þokki, skaprík var hún og einörð, en drenglunduð og samúð- arrík. Hún var svo sannarlega vinur vina sinna, og aldrei fæ ég, sem þessar línur rita, og fjölskylda mín, þakkað henni alla hennar hjálpfýsi og greiðasemi. Hversu oft var ekki leitað til Pöllu frænku með eitt og annað — ná í blek ellegar bækur og blokkir og sitt- hvað fleira, sem mér var ókleift að nálgast. Ætíð var allt alveg sjálf- sagt og meira en það og einatt margt óumbeðið í pokahorninu, þegar af voru raktar umbúðir varningsins. Pálína var höfðingi í sjón og raun í þess orðs bestu merkingu, og margar ógleyman- + Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og sonar BENEDIKTS HELGASONAR, Holtsgötu 21, veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 5. febrúar kl. 3. María Pélsdóttir, Bára Benadiktsdóttir, Guóbjörn Hjartarson, Helgi Benediktsson, Unnur María Benediktsdóttir, Jóhann Bragason. Brynja Benediktsdóttir, Jónína M. Pétursdóttir. Innilegt þakklæti færum viö öllum þeim, sem auösýndu okkur samúð og vináttu viö andlát og útför, AGNARS JÚLÍUSSONAR, frá Bursthúsum, Sunnubraut 8, Keflavfk. Kolbrún Agnarsdóttir, Guörún Agnarsdóttir, Lilja Agnarsdóttir, Helga Agnarsdóttir, Agnes Agnarsdóttir, Gunnlaugur Guömundsson, Svanhildur Kjssr, Stefán Haraldsson, barnabörn og brasóur hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu GUÐNÝJAR GÍSLADÓTTUR, trá Fróöholtshjáleigu. Gíslína M. Sörensdóttir, Óiafur Jónsson, Sigrföur Árnadóttir, Þorsteinn Magnússon, Jónína Árnadóttir, Þorsteinn Sigmundsson, Hreinn Ó. Árnason, Elísa Samúelsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.