Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Woodcock, væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna í Kína, skálar við Teng. Eðlileg samskipti Bandaríkja- manna og Kínverja munu stuðla að ábatasömum viðskiptum og breyta stöðunni í heimsmálunum. Takmark Kínverja er að verða fyrsta flokks stórveldi og standa hvorki Rússum né Bandaríkja- mönnum að baki. Að þessu róa þeir öllum árum þótt langur tími geti liðið þangað til þessi draumur þeirra verði að veruleika. En Kínverjar hafa síður en svo einblínt á Bandaríkin. A liðnum árum hafa þeir tekið upp samband við fjölda ríkja um allan heim og gert viðskiptasamninga við marg- ar þjóðir. Þeir hafa rofið einangr- un sína með áhrifamiklum hætti og það kom bezt í ljós á liðnu ári. Þá virtust Kínverjar allt í einu vera alls staðar í einu að semja um viðskipti og að læra af umheimin- um sem mest þeir máttu. Hua Kuo-feng formaður fór til Rúmeníu í ágúst og styggði þar með Rússa, sem tefla fram 43 af beztu herfylkjum sínum á landa- mærunum að Kína sem eru um 6.0000 kílómetra löng. Teng Hsiao-ping fór til Japans til þess að undirrita friðar- og vináttu- samning og lýsti því yfir, að fortíðin væri gleymd. Hann fór síðan til Thailands, Malaysíu og Singapore, þar sem hann undirrit- aði samninga um samskipti á sviðum vísinda og tækni og hamr- aði á þeirri hættu, sem hann taldi að þessum löndum sem öðrum stafaði frá yfirdrottnunarstefnu Sovétríkjanna. Síðan hyggst Teng fara til Washington í febrúar og staðfesta þar í eigin persónu þau þáttaskipti, sem hafa orðið í sam- skiptum Kínverja og Bandaríkja- manna. Langir listar Á ferðum sínum hafa Kínverjar haft meðferðis langa lista með nöfnum á tækjum og vörum, sem þeir vilja kaupa. En óvíst er hvort þeir hafa fjárhagslegt bolmagn til þess að kaupa þetta allt. Kínverjar hafa ágætt lánstraust, en þeir hafa aldrei áður nefnt eins risahá- ar upphæðir og þeir gera nú. Von Kínverja er sú, að þeir geti staðið undir geysimiklum fjárfestingum, sem nútímabreytingar þeirra heima fyrir hafa óhjákvæmilega í för með sér, með miklum útflutn- ingi, sem þeir ætla að hefja á olíu, með sameiginlegum framkvæmd- um, en þeir ætla að haga þannig að þeir greiði skuldir sínar í vörum Kína og Bandaríkin 3. grein er að koma til leiðar, muni kosta Kínverja 800 milljarða dollara árið 1985. Verið getur að neyzlu- markaður verði lengi að þróast í Kína. Nú er gífurlegur áhugi á sjónvarpsviðtækjum í Kína og tækin kosta háfsárslaun. En Kín- verjar eru gífurlega sparsamir og ótrúlega mikið hefur selzt af sjónvarpstækjum. Sjónvarpað er'í aðeins fjóra tíma á dag og nokkru lengur um helgar, en langtum stærri hópur nýtur sjónvarpsins en fjölskyldur þeirra sem kaupa þau, þar sem þeim er komið fyrir í félagsheimilum og öðrum sam- komuhúsum. Erlendar kvikmyndir eru sýndar í sjónvarpinu og Abbott og Costello urðu geysivin- sælir. Stór markaður Almennt er gengið út frá því, að í Kína hafi opnazt geysistór mark- aður, og fjárhagslega sterk fyrir- tæki á Vesturlöndum hafa hafið milli sín sterka samkeppni um að komast að þessum markaði og koma þar við sögu á eftir mörgum öðrum þjóðum. í febrúar í fyrra gerðu Japanir viðskiptasamning við Kínverja upp á 20 milljarða dollara og Japanir hafa tekið forystuna á kínverska markaðn- um. Samkvæmt þessum samningi munu Kínverjar selja Japönum olíu og fá í staðinn stál og verk- smiðjur frá Japönum. í desember sömdu Kínverjar síðan við Frakka um viðskipti að verðmæti 13,5 milljarða dollara og í þeim sann- ingi er gert ráð fyrir samvinnu. Þannig munu Frakkar aðstoða Kínverja við að framleiða fjar- skiptahnetti og koma upp sjón- varpskerfi, stækka og endurnýja stálver og byggja orkuver, magnesiumverksmiðju og önnur mannvirki. Mikilvægast var, að Frökkum var falið að reisa tvö kjarnorkuver, sem hvort um sig mun kosta einn milljarð dollara. Kínverjar hafa tryggt sér sam- starf við Svía á sviðum náma- reksturs, járnbrauta og fjarskipta. Við Breta hafa Kínverjar gert samning um tæki til kolanámu- reksturs að verðmæti 315 milljónir dollara og Kínverjar munu einnig kaupa Harrier-orrustuflugvélar af Bretum. Hjá Dönum hafa Kínverj- ar tryggt sér aðstoð við að bæta höfnina í Shanghai og fleiri hafn- ir. Herafli Kínverja hefur mikla þörf fyrir hergögn og á því er mikill áhugi að endurvopna hann. Kínverjar hafa kynnt sér ítarlega það sem Svíar, Frakkar og Bretar geta boðið þeim af vopnum, en sennilegt er talið að þeir verði mjög vandfýsnir fyrst í stað vegna unum. Áætlað er að útflutningur Bandaríkjanna til Kína muni að- eins nema 10 milljörðum dollara á næstu fimm árum og verði því talsvert minni að verðmæti en viðskipti Bandaríkjanna við Taiwan. Þau nema sjö milljörðum dollara á ári og á það er lögð áherzla að engin breyting verði á þeim viðskiptum. Michael Blumenthal fjármála- ráðherra er væntanlegur til Kína seint í febrúar og hann hefur sagt að hann muni ræða möguleika á skattasamninga við Kínverja. Hann vonar að viðskiptasamning- ur við Kína geti orðið að veruleika innan árs og að þingið samþykki að veita Kínverjum forgangsað- stöðu í viðskiptum við Bandaríkin nokkrum mánuðum eftir samn- ingsgerðina. En Blumenthal tók skýrt fram, að aukin viðskipti við Kína ættu ekki að koma niður á viðskiptum við Rússa, sem hann vill að fái að njóta sömu réttinda og Kínverjar gagnvart Bandaríkj- unum. Við Bandaríkjamenn hafa Kín- verjar þó átt mjög rækilegar samningaviðræður um viðskipti. Bandaríska fyrirtækið Coastal States Gas hefur samþykkt að kaupa 3,6 milljónir tunna af kín- verskri hráolíu og fyrsta sendingin er væntanleg frá Kína til Banda- rætt við forstöðumenn bandaríska hamborgara-fyrirtækisins McDonalds um aðstoð við að inn- leiða hraðvirkar aðferðir í matar- gerð og talið er að þess verði ekki langt að bíða að Insta- matic-myndavélar flæði yfir Kína. Hótelfyrirtækj asamsteypan Inter-Continental hefur uppi áform um að koma á laggirnar keðju 1.000 herbergja hótela á þremur hæðum með öllum nú- tímaþægindum eins og sundlaug- um og saunaböðum. Þessi hótel verða í Peking, Kanton, Shanghai og öðrum helztu stórborgum Kína. Fyrirtækið Hayatt International hefur lagt til að hafin verði smíði hótela með 10.000 herbergjum. Pan American og nokkur önnur flugfélög hafa hafið mikla inn- byrðis samkeppni um lendingar- réttindi í Kína til þess að ýta undir stórfelldan ferðamannaiðnað. Áhugi Kínverja á ensku og fleiri tungumálum hefur stóraukizt. Rúmlega ein milljón eintaka af kennslubók, sem er notuð við enskukennslu útvarpsins í Peking-. hefur selzt í höfuðborginni. Fjöldi kínverskra stúdenta hefur verið sendur til útlanda til náms og áhrifin sem þessir kínversku stúdentar munu hafa þegar þeir koma aftur verða mikil á sviðum tækniþekkingar og menningar. Brezezinski ásamt fulltrúa Kína í Bandarikjunum, Chai Tse-min. Woodcock og Teng við athöfn eftir viðurkenningu Bandarikjanna á Peking-stjórninni. Mótmæli gegn sambandi Bandarikjanna við Kína í kfnverska hverfinu í New York. sem verða framleiddar í verk- smiðjum er útlendingar reisa, og með hinum geysimikla mannafla, sem þeir hafa yfir að ráða, og með miklum aga þessa geysimikla mannafla. Hins vegar er almennt talinn leika mikill vafi á því, hvort Kínverjar hafa nógu mikla fjár- hagsgetu til þess að standa undir þessu öllu, þar sem efnahagur þeirra er óneitanlega frumstæður. Sú ágizkun hefur komið fram, að þær miklu breytingar, sem ráðgert hagnast á honum. En liðið geta mörg ár áður en Kínverjar hafa efni á að kaupa allt, sem hugur þeirra girnist. Kínverjar binda ef til vill of háar vonir við olíuiðnað sinn til dæmis til Jiess að afla sér gjaldeyristekna. I þessum nýja iðnaði er við ótal tæknileg vanda- mál að stríða og þau eru alvarlegs eðlis. Þrátt fyrir þetta halda Kínverj- ar ótrauðir áfram þeirri baráttu sinni að gera land sitt að öflugu nútímaríki. Bandaríkjarnenn skorts á fjármagni og Vesturlönd vilja forðast að styggja Rússa um of. Viðvaranir Yfirvöld í Washington hafa var- að bandaríska kaupsýslumenn við því að binda of miklar vonir við vipskiptin við Kína í kjölfar eðli- legra samskipta. Á það er bent að vegna skorts á gjaldeyri muni Kínverjum reynast erfitt að greiða mikinn innflutning frá Bandaríkj- ríkjanna áður en langt um líðúr. Kínverjar hafa sett sér það mark- mið að tvöfalda árlega stálfram- leiðslu sína í 60 milljónir lesta 1985. í samræmi við þetta mark- mið hafa Kínverjar undirritað samning við fyrirtækið Bethlehem Steel um að að taka í notkun járnnámu í Hoepei-héraði. Hamborgarar Kínverjar hafa meira að segja Áhugi á erlendum kvikmyndum hefur stóraukizt og stórfelld breyting hefur orðið á kvikmynda- sýningum og leiksýningum í Kína. Mannréttindi Kannski eru athyglisverðustu áhrif sem mannréttindabarátta Carters forseta hefur haft í Kína. Sá óvænti atburður gerðist í Peking í nóvember, að þar voru hengd upp spjöld á vegg, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.