Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 ! í dvala í fjögur ár í norAlægum löndum eru mörg dýr, sem leggjast í dvala að vetrinum. Dvali er eins konar svefn, þar sem efna- skiptin í likamanum verða í algjöru lágmarki. Jafnvel stór dýr eins og birnir leggjast í dvala á veturna. Þetta ástand stendur í nokkra mánuði. En komið hefur í ljós, að 1 Afríku slær hinn svonefndi lungnafiskur öll norðlæg met. Ilann getur lifað f eins konar dvala í allt að fjögur ár. ATHVARF „Refar eiga greni og fuglar himinsins hreiður, en manns-sonurinn á hvergi höfði sínu að halla." (Matteus 8, 20). Það er sorg yfir þessum orð- um meistarans frá Nazaret. Hann sá fram í tímann. Margir komu til hans og vildu fylgja honum. Sumir misskildu hann og héldu, að ríki hans væri „af þessum heimi“, aðrir vildu fylgja honum í augnabliksins hrifningu og vellíðan — en fáir vildu „taka upp krossinn dag- lega, og fylgja honum eftir“. Jesús lofaði lærisveinum sín- um aldrei, að lífið yrði dans á rósum, en hann gaf þeim fyrir- heit um nærveru sína og vernd. Hann sagði aldrei: Uppfrá þessu mun allt ganga þér í haginn — en hann hefur heitið þeim hugg- un, von og kærleika bæði i gleði og sorg, meðlæti og mótlæti. Lífíð er leiknr og alvara... Ásta Sigurbrandsdóttir, Sæviðarsundi, Reykjavík, teiknaði myndina. Undanfarnar vikur hefur verið meiri snjór sunnanlands en mörg undanfarin ár. Margir hafa notað snjóinn vel, farið á skíði og sleða, búið til snjóhús og snjókarla o.s.frv. Því miður hafa ýmsir stundað hættulega leiki á götunum eins og myndin sýnir — og getur stundum farið illa, að ekki sé meira sagt. Magnea J. Matthíasdóttir: Krossfesting í skammdeginu Um nafnbirtingar afbrotamanna hefur ýmislegt verið bæði rætt og ritað og ekki öllum borið saman um það frekar en annað. Hóparnir eru þó aðallega tveir: sá hópurinn, sem hærra lætur í: „Krossfestum hann, krossfestum hann!“ og hinn, sem talar um refsingu saklausra — for- eldra, aðstandenda og annarra, sem hlut eiga að máli. Sá hópurinn hlýtur samkvæmt skoðun almennings að „þekkja eitthvað til“, því ísienska þjóðin er komin svo giska langt frá þeirri grundvallartrú, sem meiri- hluti hennar ku aðhyllast, að hún hefur gleymt grundvallarkennisetn- ingu hennar. En nög um það — þetta á allra síst að vera kristileg vakning, því nóg er af slíkum í Mogganum, heldur reiðilestur og predikun af allt öðrum toga spunnin. Reykjavík — og reyndar landið allt — er afskaplega lítill staður. Lítill kannski ekki svo mjög að mannfjölda (erum við ekki annars stærsta þjóð í heimi miðað við fólksfjölda?) — en lítill í hugsun. erum við öll meira eða minna inn- byrðis tengd, og að minnsta kosti þekkja allir eitthvað til allra. Við slíkar aðstæður blómstrar að sjálf- sögðu kjaftakerlingarhátturinn og gróusöguburðurinn og við slíku er ekkert að gera. Þannig flýgur fiski- saga, ef eitthvað gerist og þá ekki hvað sfst ef það er einhver hörm- ungaviðburðurinn, stórslysið eða — húrra, húrra! til upplyftingar í skammdeginu! — eins og eitt morð. Og allar kvarnir mala: Til þess svo að tryggja það, að ekkert fari fram- hjá neinum, koma blessaðir blaða- mennirnir okkar fremstir í flokki og fóðra okkur á nákvæmum lýsingum á öllum verknaði og staðháttum og gefa okkur glæsibitann í kaupbæti: nöfn fórnarlamba og heimilisfang (gjarna myndskreytt) og nöfn fremj- enda og heimilisföng (ekki enn myndskreytt en bíðið bara þangað til málið fer í dóm, þá kannski ...). Hingað til mega þeir nú eiga það þessar elskur, að þeim hefur tekist að þrauka og sitja á sér um hrið, og ekki birta nein nöfn fyrr en játning liggur fyrir eða að minnsta kosti ákæra hefur verið gefin út. En af því að janúar er svo einstaklega dimmur mánuður, og kannski líka af tillits- semi við viðkvæmar sálir lands- manna, sem hættir svo við þunglyndi svona í skammdegismyrkrinu, þá gerðu þeir undantekningu hér um daginn, og „sögðu allt“. Já, það er aldeilis munur að þora! Ég get ekki beinlínis sagt, að mér hafi komið það mikið á óvart, að sjá sautján ára ólánspilt tíundaðan í Dagblaðinu, og raunar ekki heldur í hinu síðdegisblaðinu. Það kemur mér áreiðanlega ekki meir á óvart að sjá mynd af honum þar í dag eða á morgun. Og í sjálfu sér kom það mér ekki heldur á óvart að Mogginn skyldi slást í ferðina. En hitt finnst mér öllu ógeðslegra, að ekki skyldi beðið, þar til sekt var sönnuð. Hvað gerist nú, ef strákræfillinn slysast nú til þess að vera saklaus? Skyldi koma snyrtilega orðuð afsökunar- beiðni í ramma á 3ju síðu? Eða verður hreinlega haldið kjafti þang- að til málið deyr af sjálfu sér? Og deyr það þá af sjálfu sér? Einu sinni var því logið að mér, að skv. réttarkerfi öllu á íslandi væri maður saklaus þar til sekt hefur verið á hann sönnuð. Einhverntím- ann var því líka logið að mér, að það væri yfirvalda að sanna sektina, en ekki sakbornings að sanna sakleysi sitt. En því var nú líka LOGIÐ að mér. Annað er að minnsta kosti ekki að sjá. Einsog málið lítur út núna frá mínum bæjardyrum séð, er það fjölmiðla að bera upp ákæru (full- yrða um sekt), almennings að dæma og sakborningur hefur álíka mögu- leika að sanna sakleysi sitt og músarungi að sigrast á kettinum. Ekki síst, þar sem um hinn opinbera ákæranda er að ræða — íslensku pressuna. Siðgæðisvitund blaðamanna hefur aldrei verið talin á sérlega háu stigi, mér vitanlega. Verðmætamat þeirra ekki heldur. Hverju máli skiptir svosem einsog eitt mannlíf? EITT? eru þau ekki fleiri? Svo maður snúi aftur að málinu, sem minnst var á hér að framan: Ættingjar stúlkunnar, sem lést, eru ekki þeir einu, sem misst hafa ástvin á hörmulegan og voveiflegan hátt. Magnea J. Matthíasdóttir Þeir munu eflaust sigrast á sorg sinni, einsog aðrir á undan þeim. Ættingjar piltsins, sem nú situr í gæsluvarðhaldi hafa hvorttveggja sorgina og skömmina, og það síðara mun eflaust fylgja þeim lengur. Og pilturinn sjálfur — hverju skiptir það svosem hvort hann er sekur eða saklaus? Þó ekkert hafi verið sannað — er nokkur sá, sem efast um að hann játi allt eftir að hafa setið einhvern tíma í gæsluvarðhaldi? Sautján ára gamall, hefur „ekki verið viðriðinn afbrot áður svo vitað sé“ (En hlýtur auðvitað eitthvað að hafa gert, sem enginn veit um, er það ekki, Moggi sæll?) og þekkir þaraf- leiðandi ekki starfsaðferðir okkar „ágætu“ rannsóknarlögreglu — það er ekki nema tímaspursmál hvenær hann játar. Og hvað segja þeir svo, blaða- mennirnir okkar? „Lögreglan gaf okkur upp nöfnin“ — já, en gerir hún það ekki alltaf? Er það ekki ykkar, að ákveða, hvort þau skuli birt eða ekki? „Það þýðir ekkert að þegja yfir þessu — það frétta þetta allir hvorteðer". Auðvitað, ekki hvað síst ef þeim er sagt þaö á prenti. „Dagblaðið og Vísir birtu nöfnin — það væri kjánalegt ef við þegðum". Því þá heldur — komum bara öllum sneplunum á sama lága planið. Með öðrum orðum — „Þetta er ekki okkur að kenna — við þvoum hendur okkar“. En ef ég stel, er ég þá ekki sami þjófurinn og þó að aðrir steli líka? Ér glæpurinn ekki sá sami og þó að aðrir drýgi hann? Því GLÆPUR er þetta gágnvart hinum lifandi. Hina dauðu er ekki hægt að særa. Nei, nú erum við búin að komast á blóðbragðið. Bítum meira, dýpra. Veltum okkur endilega uppúr soran- um. Og breytum svo löggjöfinni í eitt skipti fyrir öll — „Enginn er saklaus, nema honum takist að sanna annað.“ Lengi lifi íslenska smásálin! Lengi lifi tillitsleysi við tilfinningar ná- ungans! Lengi lifi ónýt líf barna og unglinga! Birtum allt! Blöðin, sem þora en þegja ekki! Húrra, húrra! Var það ekki einhverstaðar ein- hver, sem sagði: „Dæmið ekki, svo þér munið ekki dæmdir verða“? Því miður ekki „virðingarfyllst," Magnea J. Matthíasdóttir, rithöfundur. OG PS því spurningin hlýtur að vakna eins og venjulega: NEI, ég þekki ekki til, hvorki stúlk- una sem dó eða piltinn í gæsluvarð- haldinu. EN MÉR STENDUR EKKI Á SAMA SAMT!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.