Morgunblaðið - 03.02.1979, Page 23

Morgunblaðið - 03.02.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 23 Spjallað við Ásgeir Lárusson fréttaritara Mbl. í Neskaupstað Óli Baldur virðist í öðrum heimi þar sem hann er kominn undir stýri á fjölskyldudjásninu. sumarið og sýna hann við hátíðahöldin vegna 50 ára afmælisins. Ég veit ekki hvort það tekst, það er ýmislegt sem þarf að gera fyrir bílinn og ekki auðveit að fá í hann rétta hluti. T.d er ógjörningur að fá undir bílinn upprunaleg teinahjól. Ég setti á sínum tíma jeppadekk og felgur undir hann, en það er allt önnur tilfinning að keyra á slíku, það jafnast ekkert á við við gömlu teinahjólin. — Það hafa margir gert mér tilboð í bílinn, en hann er einfaldlega ekki falur. Eigum við ekki að segja að hann sé fjölskyldudjásn eða erfðagrip- ur? Nei, gamlir bílar eru raun- verulega ekki sérstakt áhuga- mál hjá mér. Það var tilviljun að ég eignaðist þennan bíl, en ég tók ástfóstri við hann. Kannski vegna þess að þetta var fyrsta bíltegundin, sem ég keyrði, segir Óli Baldur að lokum. Vonandi tekst honum að gera gamla Fordinn upp fyrir hátíða- höldin í sumar, en talsvert verk er óunnið við bílinn áður en hann verður sýningarhæfur. í bílskúrnum fyrir neðan tann- læknastofuna fer þó vel um gripinn, sem er 2 árum yngri en kaupstaðurinn. Lengi vel var Fordinn þó ekki elzti bíllinn á Neskaupstað, því fram undir 1960 sást gamall Essex, árgerð 1921 eða 24, á götum Norðfjarð- ar. Sá bíll stóð sig með afbrigð- um vel, en eftir að honum var iagt fram í sveit var hann fljótlega eyðilagður og var það skaði. Allan timann, sem sá bíll var notaður gekk hitamælir bílsins sem nýr væri, en hann var ofan á vatnskassanum fremst í bílnum. Kristinn Jóhannsson skóla- stjóri Iðnskólans og forseti bæjarstjórnar. Ingvari Pálmasyni að flytja málið á Alþingi, eftir að frum- varp að bæjarstjórnarlögum fyrir hinn nýja kaupstað hafði verið smíðað heima í héraði. Ingvar flutti málið á Alþingi tvö ár í röð. Það var svo í upphafi hreppsnefndarfundar 3. apríl 1928 að oddviti las upp skeyti frá Ingvari Pálmasyni þar sem hann óskaði Neskaupstað til hamingju í tilefni af lögum um bæjarréttindi, sem afgreidd höfðu verið frá efri deild Al- þingis daginn áður, eða þann 2. apríl 1928. Konungur staðfesti lögin síðan 7. maí og skyldu þau taka gildi 1. janúar. Þar með var málið komið í höfn og fögnuðu heimamenn úrslitunum. Hér að framan hefur verið stuðst við upplýsingar, sem fram komu í ræðu Kristins Jóhannssonar á hátíðarfundin- um 7. janúar. í ræðu sinni fjallar hann síðan um störf bæjarstjórnarinnar frá 1929 og fram til þessa dags, en þau tengjast atvinnulífi staðarins sterkari böndum en víða annars staðar. Hér verður ekki rakin þróun atvinnumála á Neskaup- stað né bygging mannvirkja og stofnana í bænum. Hins vegar er hér á eftir gripið riiður í ræðu ÁSGEIR Lárusson hefur um árabil verið fréttaritari Morgun- blaðsins á Neskaupstað. Ilann hefur tekið mikinn þátt í ýmsu félagastarfi í bænum og verið varafulltrúi í bæjarstjórn. Við ókum með Ásgeiri um bæinn fyrir nokkru og spjölluðum vítt og breitt um það sem fyrir augun bar. Fyrst var talinu vikið að húsna.'ðismálum á Neskaupstað. — Það stendur bænum fyrir þrifum hversu lítið er byggt hér, segir Ásgeir. — Þar liggur bæjarsjóður á liði sínu og fyrir aðkomufólk er t.d. varla nokkur leið að fá leiguhúsnæði. I raun- inni má segja að sjúkrahúsið og skólarnir taki það leiguhúsnæði, sem er falt, því alltaf er eitthvað um aðkomufólk við kennslu eða störf á sjúkrahúsinu. — Þá erum við Norðfirðingar ekki ánægðir með hversu seint varanlega gatnagerðin gengur hjá okkur og ég held að við séum að dragast aftur úr í þeim efnum. Á síðasta sumri átti að gera mikið átak í gatnagerðar- málum og fyrir kosningar var öllu fögru lofað. Síðan hefur ekki verið staðið við stóru orðin og framkvæmdir voru litlar á síðasta ári. Það segir sig sjálft mengunarvarnir og núverandi iðnaðarráðherra hafði þá stór orð um nauðsyn þeirra. Nú virðast þau orð gleymd og að undanförnu hefur ekki verið minnst á neitt slíkt af hálfu forystumanna bæjarins og eðli- lega eru bæjarbúar mjög óánægðir með þetta. — Á sumrin þegar bræðslan er í gangi, eins og var t.d. nær allt síðasta sumar, er ýmis ólíft í bænum eða þá sveitinni — nema hvort tveggja sé. Ef það er utanátt þá er sveitin á kafi í reyk svo ekki sér til sólar. Ef hann er á vestan þá er ólíft í bænum, gluggar verða að vera lokaðir og ekki er mögulegt að hafa þvott á snúrum kannski dogum saman. I þessum fjörðum ríkja oft stillur svo ekki blaktir hár á höfði og þá liggur þessi peningalykt yfir öllu, eins og hún er nú geðsleg. Að lokum berst talið að hótel- málum á Neskaupstað, en blaða- maður ætlaði sér að gista þar í Norðfjarðarferðinni. Eftir að „Erum að dragast aftur úr í gatnagerðarmálum að bærinn fær allt annað yfir- bragð ef götur eru almennilegar og ef við t.d. losnuðum við allt það ryk og þá drullu, sem fylgir malargötunum. Þetta virðist ganga voðalega seint hjá hátt- virti bæjarstjórn, segir Ásgeir. Frá gatnagerð í bænum berst talið að samgöngumálum. — Samgöngurnar eru eilífðar- vandamál hér á Norðfirði og þá sérstaklega flugsamgöngurnar, sem því miður er ekki hægt að treysta á. Það virðist ætlun Flugfélags íslands að hóa öllum Austfirðingum saman á einn stað, sem er Egilsstaðir, og selflytja farþegana þaðan niður á Firðina. Hér búa 1700 manns í bænum og að auki á annað hundrað manns í sveitinni og þessi lausn er alls ekki viðun- andi fyrir okkur. — Á landi hafa samgöngur gjörbreytzt eftir að göngin í gegnum Oddsskarð voru tekin í notkun. Með þeim er versti tálminn yfir fjallið úr sögunni. Enn þarf þó að gera lagfæringar á veginum og þá sérstaklega á tveimur stöðum rétt neðan við görigin Eskifjarðarmegin, en þar teppist oft. — Ungir menn á Eskifirði sjá um farþegaflutning hingað og þeir eiga allt hrós skilið fyrir dugnað. Sérstaklega er Sveinn Sigurbjarnason mikill víkingur, en hann ekur snjóbílnum hingað yfir veturinn og það er engu líkara en hann sé með innbyggð- an radar eða þá að bíllinn rati sjálfur. Það bregst sjaldan að Sveinn komist á réttum tíma þrátt fyrir vond veður, lipur maður og óhemju duglegur. — Annars er það kapítuli út af fyrir sig hversu veginum yfir Skarðið er illa haldið við að sumrinu. Bæði er það, að vegur- inn er seint tekinn í gegn á sumrin og það er jafnvel kömið fram í júlí þegar vegurinn verður almennilega fær og síðan er sjaldan heflað. Ég held það sé ekki ofsagt að fólki hrýs hugur við að koma hingað austur þegar það veit hversu slæmir vegirnir eru, fólk leggur það hvorki á bíla sína né sjálft sig að aka þessa vegi, segir Ásgeir. Leið okkar liggur inn fyrir bæinn og reykurinn úr loðnu- verksmiðjunni liðast upp í loftið í fallegu vetarveðrinu. Strompur verksmiðjunnar nær varla upp úr þakinu og við spyrjum Ásgeir hvort óþægindi fylgi ekki bræðslunni yfir sumartímann. —Þegar nýja verksmiðjan var byggð á sínum tíma var mikið talað um nauðsynlegar hafa barið góða stund á dyr hótelsins gafst hann upp og eftir að hafa spurst fyrir um hvort hótelið væri lokað fékk hann þær upplýsingar að svo hefði verið síðan um síðustu áramót. Ásgeir segir okkur að þetta sé stórt vandamál, sem bæjar- stjórn verði að leysa fyrir sumarið og þá ekki sízt vegna afmælisins, en að því slepptu sé alltaf mikill gestagangur á hótelinu yfir sumartímann. Ásgeir bendir á, að minni bæjarfélög reki hótel og gangi ágætlega, en það kunni að draga úr möguleikum Norðfjarðar til hótelhalds að þar er í rauninni endastöð — þaðan er ekki hægt að halda áfram yfir á næsta fjörð. Heldur verður að gera þar stanz eða snúa við sömu leið til baka og því er ekki um gegnum- keyrslu að ræða. — Veitingastofan Eyrarrós selur mat eins og hver vill hafa og hægt er að fá herbergi leigð úti í bæ ef nauðsyn krefur. Það er þó ekki hægt annað en hér sé hótel og bæjaryfirvöld verða að finna einhverja lausn á þessum vanda fyrir sumarið, segir Ás- geir Lárusson að lokum. Við þökkum honum spjallið og alla hans góðu aðstoð. Kristins þar sem hann víkur að fyrstu fjárhagsáætlun bæjarins. „Það er vissulega lærdómsríkt að skoða fyrstu fjárhagsáætlun Neskaupstaðar. Þá voru útsvör svo til eini tekjustofninn, rétt tæp 90% heildarteknanna. Með- al annarra tekjuliða má nefna sótaragjald og hundaskatt. Gjaldamegin vekur athygli, að fátækramálin, styrkir til þurfa- linga og gamalmenna eins og það heitir, er stærsti útgjalda- liðurinn. Þetta helst nokkur ár og kemst upp í að vera 27% allra útgjalda. Þetta speglar glöggt þjóðfélagsástand þessara tíma. Heildartekjur bæjarsjóðs 1929 eru áætlaðar kr. 83.550, en eru nú 50 árum síðar áætlaðar 443 milljónir. Árin eru 50, en upphæð fjárhagsáætlunar hefur 5 þúsund faldast. (Ég þori varla að láta bæjarstjórann heyra, að 1929 voru laun bæjarstjórans 4 þúsund krónur, eða tæp 5% útgjaldanna, sem þá samsvarar um 21 milljón nú). Annað þótti mér líka merki- legt, þegar reikningum þessara ára er flett. Það virðist semsé hafa verið leikur einn að fá lán til framkvæmda. T.d. kostaði bygging rafveitunnar 1928—29 um 90 þús. kr. og af því lánaði Sparisjóður Norðfjarðar 43 þús. og verktaki annað eins. Sá er eldurinn heitastur sem á sjálfum brennur, var eitt sinn sagt. Þegar flett er gömlum fundargerðarbókum, rekst mað- ur á ýmislegt, sem áreiðanlega hafa verið áþreifanleg og brenn- andi vandamál á sinni tíð. Engu að síður geta þau verkað kát- broslega á mann svona löngu síðar. Við sem nú ræðum háalvar- lega eitt og annað sem að okkur snýr, og gerum um það sam- þykktir, getum líka verið þess fullviss, að næsta kynslóð kími að þeim ef þeir lesa þær eftir 50 ár. Tímarnir breytast og menn- irnir með. Það var t.d. 14. ágúst 1928, að haldinn var fundur í hrepps- nefnd og skýrt frá því, „að nauti Sigfúsar Sveinssonar yrði lógað innan skamms og yrði þvi ekki nema eitt naut handa öllum kúm i kauptúninu." Samþykkti því hreppsnefnd að bjóða Sig- fúsi kr. 375 í nautið. — Og nautið fékkst keypt. En árið eftir varð bæjarstjórn hins nýja kaupstaðar að greiða kr. 50 í skaðabætur til Guðríðar Guð- mundsdóttur í Seldal fyrir spell- virki, sem þarfanaut bæjarins hafði valdið á heimili hennar. Og ekki leynir sér kreppuára- blærinn á samþykkt bæjar- stjórnar frá 1933 um „að taka fisk, bæði blautan, upp úr salti og þurrkaðan, upp í bæjargjöld og gefa gangverð fyrir.“ Og þeir sem muna vöruskort og skömmtun stríðsáranna eru ekkert hissa á því, að þá skoraði bæjarstjórn einróma á ríkis- stjórnina að auka sykur- skammtinn um 1 kg á hvern íbúa.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.