Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 27 „Nauðsun að full- núta alla okkar tekjumöguleika ” Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar hljóðaði upp á 280 milljónir króna á síðasta ári, en að sögn Loga Kristjánssonar bæjarstjóra er reiknað með að áætlunin fyrir þetta ár verði tæplega 450 milljónir króna. Aðalframkvæmdirnar á Neskaupstað eru bygging nýrrar sjúkrahússálmu við Fjórðungssjúkrahúsið. varanleg gatnagerð og bygging fjölbrautaskóla. — Sannast sagna þá eigum við fullt í fangi með að ráða við þau verkefni, sem við erum með í gangi, sagði Logi bæjarstjóri Kristjánsson. — Fjárhagsstaða bæjarfélaga er almennt slæm og meðan skatttekjur ríkisins auk- ast rýrna tekjustofnar bæjar- félaga verulega. Það hefur reynst geysilega erfitt fyrir mörg sveitarfélög af þessari stærð og minni að ná endum saman. A þessum stöðum öllum eru aðkallandi verkefni marg- vísleg og að auki eru þau búin að taka á sig skuldbindingar, sem standa verður við þannig að þó vilji sé fyrir hendi til aukinna framkvæmda þá leyfir fjár- hagurinn það ekki. — Við hér á Neskaupstað erum með alla tekjustofna full- nýtta og verði samþykkt á Alþingi að leggja á 12% útsvar tel ég víst að við munum nota okkur þá heimild. Ef ætlunin er að veita einhverja þjónustu er okkur nauðugur sá kostur að nýta alla okkar möguleika til tekjuöflunar, sagði Logi Kristjánsson. Landsbankinn fíut■ ur í nýtt húsnœöi Útibú Landshanka Islands Neskaupstað fluttist í nýtt húsnæði 19. janúar síðastliðinn. Útibúið var stofnað 24. maí 1974 og er eitt af yngstu útibúum Landsbankans. Landsbankinn var til húsa að Ilafnarhraut 4 og bjó þar orðið við alltof þröngan húsakost. Nýja útibúið er við Hafnarbraut 20 í vistlegum og rúmgóðum húsakynnum. Útibússtjóri er Árni Jensson og bókari Hjörvar Jensson. Nýjá húsnæðið er 1750 rúm- metrar að stærð og var aðeins rúmlega l'/z ár í byggingu. Aðalarkitekt að húsinu var Hró- bjartur Hróbjartsson, en aðal- verktaki Byggingarfélagið Valmi á Neskaupstað. I gluggum útibúsins eru listaverk eftir Leif Breiðfjörð og setja þau skemmtilegan svip á bygging- una. Útibúið uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til banka- húsnæðis og af nýjungum í útibúinu má nefna næturhólf fyrir viðskiptavini. Útibúið er tölvutengt við Reiknistofu bank- anna og í því er fullkominn búnaður fyrir seðlageymslu samkvæmt kröfum Seðlabank- ans, en seðlageymsla hefur ekki verið á Norðfirði, heldur á Eski- firði. Árni Jensson „ .. .og svo var ég eitt sumar á frönsku spítalaskipi hér fyrir austan.“ Spjallað við Steina á Ekru elzta íbúann í Neskaupstað .,.. .Oft rígur milli Færeyinga og íslendinga, en Frans- mennirnir stóðu aldrei í illind- um.“ „Þá voru Fransmenn upp með hverjum lœk ” HEIMSÓKN Morgunblaðsmanna til Þorsteins Einarssonar á Sjúkrahúsið á Neskaupstað bar upp á 91. afmælisdag gamla mannsins og það var því ekki nema eðlilegt, að hann héldi að myndatökurnar og allt umstangið í kringum blaðamennina væri vegna afmælisins. í raun var málum þó ekki þannig háttað og aðeins hending að þessi elzti bæjarbúi í Neskaupstað skyldi einmitt heimsóttur á þessum tímamótum. En þessi tilviljun gerði heimsóknina til Steina á Ekru, eins og hann hefur alla tíð verið kallaður, enn skemmtilegri. Alla sína tíð hefur Þorsteinn stundað sjóinn og gjarnan róið einn á lítilli trillu. Hann hefur því kynnst náið þróun sjávarút- vegs og um leið uppbyggingu Neskaupstaðar, sem er svo ná- tengd sjónum. Minnið er nokkuð farið að gefa sig, heyrnin er ekki sem fyrrum og sjónin er orðin lítil eða engin. Hann á orðið erfitt með gang og styður sig við hækju, sem hann kallar „hana vinkonu" sína. Enn kann Steini þó frá ýmsu að segja. — Það var ekkert bæjarlíf hér í sjálfu sér á þeim árum er ég var að alast upp, segir Þor- steinn, en árið 1901 bjuggu 75 manns í öllum Norðfirði. — Héðan var stunduð mikil ára- bátaútgerð og Sunnlendingar sóttu hingað mikið og þá sér- staklega Suðurnesjamenn, sem þóttu góðir menn í skipsrúm. Það varð mikil breyting á öllum högum fólks þegar mótorbát- arnir komu hingað, en fyrsti vélbáturinn kom árið 1904. Sá bátur hét Hrólfur og var 4—5 tonna. Árið 1906 varð ég mótor- isti á bát, sem hét Herkúles. Ætli mótorbáturinn hafi ekki kostað um 5 þúsund krónur á þessum árum, en með þeim hófst mikil uppbygging hér í Norðfirði. — Það var alltaf mikið af Færeyingum hérna fyrir austan á sumrin. Þeir komu með báta sína í júnímánuði og voru hér fram í september, en þá héldu þeir heim á leið og seldu þá ýmist báta sína eða geymdu þá yfir vetrarmánuðina. Á þessum árum í kringum aldamótin og lengi fram eftir öldinni voru bryggjur með allri ströndinni, það lá við að hver bátur hefði sína bryggju, segir Þorsteinn. Eitt sumar á frönsku spítalaskipi En þó að Steini muni vel eftir Færeyingunum og hafi líkað ágætlega við þá öll þau ár, sem þeir stunduðu róðra frá Nes- kaupstað, þá eru Fransmennirn- ir hans menn. Hann lærði frönsku af duggukörlunum og túlkaði fyrir þá í mörg ár. Á góðum stundum talaði Steini oft ekki annað en frönsku. Meðan við tölum við hann slær hann fyrir sig frönskum orðum, sem fara fyrir ofan garð og neðan hjá blaðamanni. Sem betur fer heldur þessi aldni sjósóknari sig nær alveg við íslenzkuna þessa stund. — Ég er nú fæddur 17. janúar 1888 og frá því að ég man fyrst eftir mér voru Fransararnir hér á hverju sumri og ætli þeir hafi ekki komið hingað fram til ársins 1931, segir Steini á Ekru. — Karlarnir á duggunum komu í land hér og síðan mátti sjá þá upp með öllum lækjum við að þvo af sér. Við strákarnir vorum voðalega spenntir að fylgjast með þeim og þá sérstaklega að fá kex hjá þeim. — Pabbi sálugi var hrepp- stjóri og hann afgreiddi alla pappíra fyrir Fransmennina. Ég fór oft með pabba um borð í skúturnar og lærði snemma að tala frönskuna, það var ekkert vandamál. Ég var oft túlkur fyrir Frakkana og það gekk bara vel, svo var ég eitt sumar á frönsku spítalaskipi hérna fyrir austan. Það veiktist hjá þeim maður og skipstjórinn vildi endilega fá mig til að koma um borð. — Ég hafði ekkert á móti því að reyna þetta eitt sumar, ég held það hafi verið 1909. Um borð í skipinu var nokkuð góð aðstaða til lækninga að mig minnir, læknir um borð og rúm fyrir sjúklinga. Ég svaf einmitt í einu slíku þetta sumar. Ég man eftir því að um borð í spítala- skipinu voru tveir hundar og fyrst í stað var þeim eitthvað uppsigað við mig. Þeir vildu ekki hleypa mér niður í skipið í sjúkrastofunni, sem ég átti að sofa í. Mér tókst þó að vingast við hundana og urðum við mikl- ir mátar þetta sumar. — Þetta var mikill floti, sem Fransmennirnir voru með hérna fyrir austan og herskip fylgdu flotanum t.d. hingað á hverju sumri. Hér iniii á firðinum lágu oft tugir skipa, mig minnir að þau hafi flest verið 52. Um borð í hverju skipi voru 18—24 menn eftir því frá hvaða borg í Frakk- landi þau voru. Það var því krökkt á götunum þegar stórir hópar Fransmanna komu í land á lítinn stað eins og þorpið okkar var þá. — Það var oft rígur milli Færeyinga og íslend- inga, en ég man ekki eftir því að Fransmennirnir hafi staðið í neinum illindum hér eða látum, nei ég man ekki eftir því, segir Þorsteinn og þó við minnum hann á löngu liðna atburði þar sem sló í brýnu milli heima- manna og Fransara, segir hann að það hafi ekki verið neitt, sem orð sé á gerandi. Marga nóttina með nikkuna á hnjánum Þorsteinn var fyrst eftir að hann fór að sækja sjóinn á árabátum, en eignaðist síðar eigin trillu. Hann segir okkur, að menn hafi oft verið lúnir þegar þeir komu að landi á árabátunum, en oft hafi líka verið gaman að sækja sjóinn í þessa daga. — Það komu alltaf góðar fiskigöngur á vorin, en þær hættu alveg að sjást þegar togararnir komu, segir hann. Þorsteinn var lipur harmon- ikkuleikari í eina tíð og marga nóttina sat hann og þandi nikk- una, saup kannski á annað slag- ið og sjálfsagt hefur hann gripið til frönskunnar á milli. — Það var mikið dansað í gamla daga og þá spilað á harmonikku eða fiðlu. Maður sat uppi marga nóttina með nikkuna á hnjánum. Jú það var drukkið i gamla daga eins og nú, engu minna, en þá voru engin veruleg illindi. Nú er allt miklu fjölbreyttara og úr meiru að spila, en ég veit ekki hvort þetta er nokkuð betra, segir Steini, en við spyrjum hann að lokum hvort hann hafi komið til Frakklands. — Nei, þangað hefi ég aldrei komið, hvað hefði ég svo sem átt að gera þangað. Þeir buðu mér oft út vinir mínir á skútunum, en hvern andsk ... átti ég að gera þangað. Það voru engir peningar til á þessum árum, það var ekki fyrr en á milli 1930—40, sem peningar fóru að sjást. Fram að þeim tíma var allt- byggt á vöruskiptum og eðlilega var ekki hægt að nota þau í einhverri lystireisu til Frakk- lands. Að þessum orðum sögðum þökkum við fyrir okkur og Þor- steinn fær aðstoð til að komast tilherbergis síns. Það vefst eitt- hvað fyrir aðstoðarmanni hans hvorum megin hann eigi að styðja við Þorstein, svo gamli maðurinn þarf að leggja orð í belg: — Komdu heldur bak- borðsmegin við mig og styddu mig. Au Revoir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.