Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 11 BLÚM VIKUNNAR \ \\ s. UMSJÓN: ÁB. @ Stofualparós (Rhododendron simsii) Alparósir eru rómaðir garð- runnar sakir blómauðgi og blómfegurðar. Blöð margra þeirra eru einnig sérkennilega falleg, oft sígræn, leðurkennd og gljáandi svo af ber. Alparósaættkvíslin ber heitið Rhododendron, en hún tilheyr- ir lyngættinni. Nákominn ætt- ingi hennar er hinn dverg- vaxni SAUÐAMERGUR sem vex hér í þúfnakollum í ófrjó- sömu mýrlendi og á grýttum melum til fjalla. Hann skartar örsmáum rauðbleikum blóm- um snemma sumars. Alparós- inni tilheyrir urmull tegunda, 1 en flestar vaxa þær villtar í skógi klæddum fjallahlíðum í Austur-Asíu, oft í 3000—4500 m hæð yfir sjávarmáli. Þar gætir mikillar úrkomu og loft- raka, en jarðvegur er gljúpur, loftríkur og súr. Slíkt hentar best flestum alparósum. Ein af viðkvæmari tegund- unum er STOFUALPAROSIN, sem oftast gengur undir nafn- inu AZALEA í nágrannalönd- algilt því sumir framleiðendur annast öll stig ræktunar sjálf- ir. Stofualparósin er mjög lágvaxin runni, myndar hún blómhnappa á eindum árs- sprotanna sjðla sumars við 10—15°C, en við venjulegar aðstæður opna þeir sig síðan að nokkrum mánuðum liðnum. Stofualparósin hefur smám saman náð að vera framúr- skarandi vinsælt stofublóm enda hefur mikið verið aðhafst til þess að bæta ýmsa eigin- leika hennar, ekki síst litskrúð og blómstærð. Litir eru frá hvítu og yfir í rautt eða fjólu- blátt. Einnig eru tvílit blóm algeng. Þar til fyrir 10—15 árum sáust stofualparósir nær eingöngu á markaði síðla vetr- ar og fram eftir vori. A þessu hefur orðið veruleg breyting vegna aukinnar þekkingar á stjórnun blómmyndunar. Víða hafa framleiðendur verið fljótir til að hagnýta sér þetta og þannig víkkað blómgunar- um okkar. Skal þess þó getið að AZALEU-heitið er ekki hið rétta lengur, en mun þó trú- lega haldast áfram sakir þess að það er lipurt í munni og minni Forfeður stofualparósarinn- ar bárust til Evrópu frá Japan, Indlandi og Kína í byrjun 19. aldar. í Belgíu náði alparósin skjótum vinsældum sem stofu- blóm og þar tóku ýmsir brátt að kynbæta þær. Síðan fylgdu Þjóðverjar á eftir og allt fram á þennan dag hafa þessar brautryðjendaþjóðir staðið í fylkingarbroddi um fram- leiðslu á nýjum afbrigðum og smáplöntum. í dag er t.d. svæðið umhverfis Gent í Belgíu eitthvert hið mikil- vægasta og umfangmesta varðandi ræktun stofualpa- rósa. En þaðan eru plöntur seldar um víða veröld til garð- yrkjumanna, sem síðan rækta þær til blómgunar handa kaupendum. Ekki er þetta þó skeiðið, sem raunverulega mætti láta spanna yfir allt árið. Trúlega verður þó svo enn um skeið, að stofualpa- rósin verði boðberi hækkandi sólar, vors og yls. Mesta ánægju veitir sú alparósin sem keypt er á því stigi að blómhnappar eru rétt að byrja að springa út. Síðan þarf að koma henni fyrir á björtum stað og gæta vökvunar vel. Jarðvegur er venjulega mjög torfkenndur og má því aldrei þorna, ella skrælna blöð og blóm hrynja af. Skal því dag- lega hafa gát á vökvun en forðast samt ofvökvun. Svalt pláss að nóttu lengir mikið blómgunartímann sem er 4—6 vikur. Alparósinni má koma fyrir á skyggðum stað úti í garði um hásumartímann. Hinsvegar er áframhaldandi ræktun vanda- söm og aðeins fyrir snjöllustu ræktendur að glíma við. Sama gildir um fjölgun. Ó.V.H. Magnús R. Gíslason: Flugmenn — Yaristslysin Undanfarna mánuði hafa birst okkur í blöðum og útvarpi nær daglega fréttir af svonefndri flug- mannadeilu. Man ég ekki eftir sambærilegum reglulegum frétta- flutningi síðan í Viet-Nam stríð- inu illræmda. Það sem rekur mig til að leggja orð í belg er, að ég tel að fréttaflutningurinn sé orðinn svo hættulega persónulegur, að ég er orðinn hræddur um, að slys hljótist af. í hita umræðna á félagsfundum getur ýmislegt komið fram, en þegar fulltrúi stjórnar stéttarfé- lags flugmanna lætur fjölmiðla koma þeirri skoðun á framfæri, að forsvarsmenn Flugleiða þurfi að fara í sálfræðilega rannsókn og starfsbróðir hans dregur fram meir en 13 ára gamla ræðu til að sanna að aðalforstjóri Flugleiða sé með árásir á Loftleiði, þá er hatrið farið að hlaupa með menn í gönur og getur orðið hættulegt. Eg hefi lengi verið undrandi á að nokkur skuli vilja vera forstjóri hjá ís- lensku flugfélagi. Þegar Félag Loftleiðaflugmanna var að þvinga stjórn Flugleiða til að breyta fyrri ákvörðun sinni, um hverjir ættu að fljúga nýju þot- unni, þá heyrðist ekkert í tals- mönnum F.I.A. Þar held ég að F.Í.A. hafi gert vitleysu, því að deilan stóð jú aðallega milli þess- ara tveggja litlu hagsmunahópa og starfsbræðra. Það var ekki fyrr en eftir að Loftleiðaflugmenn, sem eru aðeins 56 af 1350 manna starfsliði, voru búnir að nota aðstöðu sína til að skaða félag sitt um 90 milljónir, eftir þeirra eigin upplýsingum, og virtust tilbúnir til að fórna farsælum rekstri félagsins til að fá öllum sínum kröfum fullnægt, að stjórn félags- ins varð að láta undan til að stofna ekki félaginu og atvinnuöryggi annarra starfsmanna í voða. Til samanburðar má geta þess, að áætlað er að sundlaug fyrir lam- aða og fatlaða í Hátúni muni kosta um 80 milljónir. Það var fyrst eftir að stjórn Flugleiða hafði orðið að láta und- an Loftleiðaflugmönnum, að stjórn F.Í.A. rankaði við sér og réðst á stjórn félagsins. Hefði ekki verið nær að leggja fyrr orð í belg og reyna að styðja við bakið á löglegri stjórn félags- ins. Ég efast um, að þá hefði farið sem fór. Stjórn Flugleiða hefur verið ásökuð af flugmönnum fyrir of mikla linkind, en hvernig hefði farið, ef flugmenn hefðu stöðvað allt Ameríkuflugið um lengri tíma. Einhvern tíma hlýtur að koma að- því í öllum samningaviðræðum, að sá vægir, sem vitið hefur meira. Áður hefur þessi fámenni hópur Loftleiðaflugmanna heimtað að Flugleiðir haldi gamla nafninu, Loftleiðir, eins og þeir séu eini aðilinn, sem komi það við. Flugmenn hafa að mínu mati misnotað aðstöðu síns fámenna hóps til að þvinga fram óeðlilegar kröfur í skjóli sérstæðrar einokun- araðstöðu. Ég tel því eftir þá reynslu, sem við höfum haft af starfsaðferðum þeirra, mjög var- hugavert að ekkert erlent flugfé- lag flýgur hingað áætlunarflug. Þetta er kaldhæðnislegt. Núver- andi ástand skapar óeðlilega | sterka aðstöðu fámennum hópum r sérhagsmunafólks, sem hefur ver- ið beitt óvægið. Ég tel óþolandi að fámennur hópur geti þvingað fram hvaða kröfur sem hann langar til með því að koma í veg fyrir ferðir til og frá landinu. Nú hefur F.Í.A. hafið verkföll og skæruhernað, sem skaða Flugleið- ir svo að enginn veit hver endirinn verður. Ég skora því á forsvars- menn þessara tveggja þrýstihópa að reyna að halda deilumálunum utan við persónulegu mörkin, svo að ekki verði fleiri slys. Reynið að gleyma gömlum deilu- málum. Staðreyndin er sú, að það er þjóðinni fyrir bestu að félögin voru sameinuð og það veit enginn hver annan grefur ef þau illindi, sem nú hefur verið kynt undir, fá að magnast. Innritun frá kl. 10.00 til kl. 19.00 Brautarholti 4, sími 20345 < Drafnarfelli 4, sími 74444. Skírteini afhent sunnudaginn 4. febrúar frá kl. 16.00 til kl. 19.00 í Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4. Kennslugjöld fyrir námskeiöiö greiöist viö afhendingu skírteina. Verið með og lærið toppdansana í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.