Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 1
48 SIÐUR OG LESBOK 28. tbl. 66. árg. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Teng atyrðir Rússa áfram Atlanta, Bandaríkjunum, 2. febrúar. AP. Reuter. TENG Hsiao-Ping varaforsætis- ráðherra Kína hélt sínu striki á ferð sinni um Bandarikin og gagnrýndi Sovétmenn harðlega í dag og hvatti allar þjóðir til að sameinast í baráttunni gegn yfir- gangs- og útþenslustefnu Sovét- manna sem væri óþolandi. Teng Hsiao-Ping Haft var eftir Teng við komuna til Houston í dag að hættan á heimsstyrjöld væri ennþá fyrir hendi og þá sérstaklega vegna yfirgangs- og útþenslustefnu So- vétmanna. Þá var haft eftir Teng að það væri söguleg staðreynd að friður væri ekki tryggður með bænum einum saman. Einnig kom það fram í sameiginlegri yfirlýs- ingu Carters og Tengs í gær að þeir lýstu fullri andstöðu ríkis- stjórna sinna við yfirgangs- og útþenslustefnu ríkja en minntust ekki á Sovétríkin sérstaklega. Fréttaskýrendur telja að Carter sé settur í mikinn vanda vegna yfirlýsinga kínverska varaforsæt- isráðherrans þar sem hann vilji fyrir alla muni halda sem beztu sambandi við Sovétmenn og haft var eftir talsmanni Hvíta hússins í dag að stefna Bandaríkjamanna væri að halda jafnvægi í samskipt- um sínum við aðrar þjóðir. Stjórnarkreppan á ítallu: Ráðherrastólar eru skilyrði kommúnista Róm, 2. febrúar — AP — Reuter BÚIST var við því í dag í Róm að Giulio Andreotti fráfarandi for- sætisráðherra myndi formlega fallast á beiðni forseta landsins um að gera tilraun til nýrrar stjórnarmyndunar þrátt fyrir mikinn andbyr þar sem kommún- istar kref jast þess að fá ráðherra- stóla í stjórninni, en það telja flokksbræður Andreottis í Kristi- lega demókrataflokknum ekki koma til greina. Ef Andreotti tekst að koma saman starfhæfri stjórn nú verður það hin fertugasta og fyrsta frá því að fasistar hröktust frá völd- um árið 1943, en fráfarandi stjórn Andreottis féll s.l. miðvikudag þegar kommúnistar tilkynntu að þeir væru hættir stuðningi við hana. Að áliti fréttaskýrenda í Róm eru líkur á því að Andreotti takist að koma saman stjórn nú taldar verða litlar þar sem deilur Kristi- legra demókrata og kommúnista fara harðnandi með degi hverjum. Hins vegar var haft eftir Enrico Berlinguer leiðtoga Kommúnista- flokksins að bezta lausnin fyrir þjóðina væri ef fyrrnefndir flokk- ar kæmu sér saman um starfhæfa stjórn sem kommúnistar ættu fulla aðild að. Ayatullah Khomeini trúarleiðtogi Múhameðstrúarmanna í fran fagnað á fjölmennum fundi í Teheran í dag. Múgurinn lyftir frönskum hermanni í átt til trúarleiðtogans. Símamynd AP. Khomeini hafnar alfarið samningum við Bakhtiar Teheran. 2. febrúar. AP. HAFT var eftir áreiðanleg- um heimildum í herbúðum trúarleiðtogans Ayatullah Khomeini í dag að ekki kæmi til greina fundur hans með Shahpour Bakht- iar forsætisráðherra nema því aðeins að Bakhtiar segði af sér og þátttaka í Verkfallið í Bretlandi: Almenningur farinn að greftra ættingia London, 2. febrúar — AP EKKERT lát er á verkföllum á Bretlandi og versnar ástandið stöðugt. Sérstaklega hefur verk- fall grafara og starfsmanna á sjúkrahúsum valdið miklum vandræðum og hermdu fréttir frá norðausturhluta Englands í dag að tvær fjölskyldur hefðu gripið til sinna ráða og grafið látna foreldra upp á eigin spýtur. Hinir látnu voru grafnir rétt utan við kolanámu í Durhamhér- aði þrátt fyrir tilraunir kolanámu- verkamanna til að koma í veg fyrir það. Mjög mikið hefur borið á því síðustu daga að fólk hefur lýst undrun sinni og hneykslan á fram- ferði grafaranna og var m.a. haft eftir dóttur annars hinna látnu sem jarðaður var í dag að hún hefði aldrei trúað því að óreyndu að menn gætu verið svo fullkom- lega tilfinningalausir, hreinlega tröðkuðu á tilfinningum meðborg- ara sinna. Þrátt fyrir nokkurn andbyr síð- ustu daga hafa verkfallsmenn þráfaldlega lýst því yfir að þeir muni ekkert gefa eftir heldur herða skrúfuna þar til gengið verði að kröfum þeirra. Verkfallsmenn sem starfa við sjúkrahúsin og við líkgröft hafa farið fram á allt að 42% hækkun launa eða nær átta sinnum meira en stjórnin hefur sett sem hámark á launahækkanir ársins. Sem dæmi um launakjör verkfallsmanna má nefna að þeir hafa í dag rúmlega 40 pund á viku eða um 26 þúsund krónur en fara fram á 60 pund eða um 39 þúsund krónur. stjórn hans væri fráleit þar sem stjórnin væri með öllu ólögleg. Bakhtiar hafði lýst því fyrr í dag að hann væri tilbúinn að bjóða mönnum Khomeinis þátttöku í stjórn sinni til að ná sam- komulagi við hann og var haft eftir Bakhtiar að með slíkum hætti væri öryggi landsins bezt borgið. Áreiðanlegar heimildir í stjórn- arráði Bakhtiars hermdu í dag að ef forsætisráðherrann næði ekki samkomulagi við Khomeini innan tíðar væri stórhætta á því að átök brytust út í landinu með þátttöku hersins. Haft var eftir sömu heim- ildum að mikil deila væri innan stjórnar Bakhtiars um afstöðuna til trúarleiðtogans Khomeinis og væri jafnvel á mörkunum að meirihluti væri fyrir því að bjóða mönnum Khomeinis þátttöku í henni. Þá munu allnokkrir ráð- herrar vera búnir að tilkynna að þeir muni segja af sér ef gengið verði til nokkurra samninga við Khomeini. Á fjölmennúm fundi sem hald- inn var síðdegis í dag endurtók Khomeini fyrri yfirlýsingar sínar þar sem hann lýsti stjórn Bakht- iars ólöglega og benti þátttakend- um í henni á að ef þeir ekki segðu af sér þegar í stað yrðu þeir leiddir fyrir rétt og dæmdir fyrir landráð. Ilermeon Pots herða sóknina Bangkok, 2. febrúar. Reuter — AP. TALSMAÐUR herflokka sem hliðhollir eru Poi Pot fyrrver- andi forsætisráðherra Kambód- íu og berjast nú víðs vegar um Kambódfu sagði f dag á fundi með fréttamönnum að herflokk- arnir hefðu fyrr í þessari viku fellt a.m.k. 500 víetnamska her- menn í hörðum bardögum. „Útvarp lýðræði“ sem útvarp- ar frá suðurhluta Kína og styð- ur baráttu Pots og manna hans sagði í dag að hermenn Pots heðu þegar eyðilagt margar mikilvægar aðflutningsleiðir víetnamska herliðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.