Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1979 Björn Emilsson skrifar: Glæpir borga sig ekki Eftir líílát þcirra Bonniar o% Clydc leit íjögurra dyra Ford þeirra út eins og svissneskur músaostur. „Bankinn var gjaldþrota" „Aldrei urðu þau hjú rík“ Bonnie og Clyde. „Upp-með-hendur“ rán eru sem betur fer ekki daglegur viðburður á íslandi. Þó var eitt framið s.l. miövikudag. Þar komst, að Því er virðist, fótgangandi maður undan með 400 púsund íslenzkar álkrónur. Fyrir tæpum 50 árum notuðu skötuhjúin Bonnie og Clyde svipaðar aðferðir við gripdeildir sínar. Munurinn var pó sá, að pau yfirgáfu ránsstaöinn í hraðskreiðum bílum. En petta var jú í henni Ameríku Þar sem allt er tíu sinnurn stærra en á íslandi. Þá var ekki búiö að finna upp Old Spice rakspíra, sem gerði eltingaleikinn við skötuhjúin töluvert erfiðari. Saga Bonniar og Clyde gerðist í miðri kreppunni árið 1932. Þá urðu ýmsir atvinnulausir, Þar á meöal draumráðningamenn. Því var Það að lögreglan varö að heyja baráttuna viö glæpahyski upp á eigin spýtur. Oft var harist heiftarlega á kreppuárunum. Sunnudaginn 29. júní 1913 var guðfræðikandidat prestvígður í Reykjavíkurdómkirkju. Daginn eftir ók hann, í fyrstu Ford bifreið íslendinga, austur fyrir Fjall áleiðis til brauðs síns. Það er hald manna, að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis, að maður flyzt til embsettis síns með þeim hætti. Dagblaðið Vísir segir frá þessari tímamótaferð járnfáks yfir Hellisheiði: „Ferðin austur tók 7 klst., en til baka 5 klst.“ Telur blaðið þetta hina fljótustu ferð, sem farin hefur verið þessa leið. Tæpum 20 árum seinna eru bifreiðar orðnar töluvert hraðskreiðari. Hjúin Bonnie Parker og Clyde Barrow óku oftar en einu sinni áleiðis til „brauðs" síns. Brauðstrit þeirra fólst í að „upp-með-hendur“ ræna banka og saklaust fólk. I þeim ferðum sínum óku þau ekki hægar en nývígði presturinn og hefðu sjálfsagt farið Hellisheiðina á 30 mínútum, Vísismönnum til skelfingar. Þau höfðu nefnilega það fram yfir guðsmanninn, að vera hundelt af amerískum „fjár-hundum“, gyrtum 6 skota marghleypum. Þessi merkilega tilhögun jók hámarkshraða 8 strokka bifreiða þeirra að mun. Ekki verður annað sagt en að blessuð bifreiðin þjóni sínu brauði vel. Hún spyr ekki hver sitji við stýrið, þjónar jafnt djöflinum sem guðsóttanum. Því má með sanni telja bifreiðina „Kunta Kinte“ nútímans. Bílar Bonniar og Clyde, sem reyndar voru aldrei þeirra eign, fengu svo sannarlega að finna fyrir yfirvaldinu og „svipuhöggum" þess, byssukúlun- um. Bonnie og Clyde hefðu sennilega aldrei orðið fræg fyrir óheillaverk sín, hefði járnfáka ekki notið. Kynni þeirra hjúa urðu meira að segja fyrir tilstuðlan þeirra, er Clyde reyndi að stela bíl móður Bonniar. Morð og gripdeildir þeirra hjúa áttu sér stað kringum árið 1932, í skugga kreppunnar miklu. Þann tíma lifðu þau, hrærðust og dóu í bílum. Fyrsta bankarán þeirra, eins og önnur, var framið með aðstoð bifreiðar. Þau höfðu ekki árangur sem erfiði af þeirri ferð. Clyde beindi marghleypu sinni að gjaldkeranum og skipaði honum að afhenda peningana. „Hvaða peninga?" spurði gjaldkerinn. Glæpaparið B og C voru svo óheppin, að bankinn, sem þau höfðu valið, var gjaldþrota. I það skipti þurfti ekki að þenja 8 strokka bílinn frá bankanum. Rán hafði ekki verið framið. Þau óku í rólegheitum frá fjárhirzlunum með jafnmikla peninga og þau höfðu komið með, 1 dollar og 85 cent. í næsta ráni höfðu þau hjú með sér aðstoðarmanninn Clarence Wallace Moss, frábæran bifreiðaviðgerðar- mann. í bókinni um Bonnie og Clyde er flóttanum frá bankanum lýst á eftirfarandi hátt, lítillega stytt: — „Allt í lagi“, herrar mínir og frúr,“ sagði Bonnie blíðlega. „Þetta er rán.“ Kvengjaldkerarnir hlýddu samstundir og ýttu seðlabunkunum út um opin á stúkum sínum. „Ég er búin að ná öllu saman, Clyde,“ sagði hún að lokum. Hann gaf Bonnie merki um að hún skyldi fara út á undan. Þau hlupu sem fætur toguðu að þeim stað, sem C.W., aðstoðarmaður, hafði hleypt þeim úr bílnum. „Fjandinn sjálfur!" öskraði Clyde. „Hvar er bíllinn?“ Bonnie horfði ráðvillt í kringum sig. „Hann er þarna niðurfrá. Af stað!“ hrópaði Clyde af öllum lífs og sálar kröftum til C.W. „Komum okkur af stað á stundinni." C.W. rak bílinn í girinn og lagði eins mikið á stýrið og mögulegt var. Hann reyndi að koma bílnum í snarhasti frá gangstéttarbrúninni. Stæðið var of þröngt. Hann var klemmdur inni. Hann þvældi bílnum afturábak og áfram í stæðinu og keyrði til skiptis á bílana fyrir framan og aftan með miklu braki og brestum. Hann djöflaðist þarna eins og naut í flagi við að koma bílnum út á götuna. C.W. lagði eins og hann gat á stýrið og steig benzíngjöfina í botn. Þungur sportbíllinn reis upp að framan og geystist áfram, um leið og hann skall á stuðara hins bílsins með ógnarhávaða. Lögreglumaður kom nú á hraðahlaupum og dró óðara upp skammbyssu sína og hóf skothríð á bílinn. „Keyrðu eins og fjandinn," veinaði Clyde. Bíllinn þaut á ofsahraða út á miðja götuna og var fljótlega horfinn sýnum fórnardýranna. Bonnie hafði þá áráttu að vilja helzt stela 8 strokka aflmiklum sportbílum. Clyde vildi heldur bíla sem lítið bar á. í þau örfáu skipti, sem þau hjú höfðu efni á að leigja sér húsnæði, fylgdu þeim ævinlega stórir bílskúrar til að fela farkostina í. Lögreglan kom oftar en einu sinni að þeim á slikum felustöðum. En á óskiljanlegan hátt sluppu þau hvað eftir annað án alvarlegra áfalla. Kæmust þau í bílana, var þeim borgið. Eftir slíkar leifturárásir lögreglunnar litu bílarnir út eins og svissneskir músaostar. Aldrei urðu þau hjú rík. Hvarvetna skildu þau eftir sig ljót ummerki og ótal fokreiðra borgara, sem höfðu ánægju af að tilkynna um hvert fótmál þeirra til lögreglunnar. Svo fór að lokum, að verðir laganna bundu enda á blóði drifið líferni þeirra. Þeir sátu fyrir þeim á sveitavegi einum, þar sem þau höfðu stöðvað ljósan fjögurra dyra Ford sinn. Tíminn stóð kyrr og nú heyrðust aðeins samfelldir skothvellir. Svipa laganna spúði eldi úr sex marghleypum. Clyde skjögraðist særður áleiðis að bílnum, í átt til Bonniar. Loks féll hann framyfir sig á jörðina. Og Bonnie, hin granna og yndislega, líktist einna helzt liðamótalausri brúðu, um leið og hún valt um í sætinu og var liðið lík. Þau voru látin bæði tvö, hæfð 87 byssukúlum frá laganna vörðum. Hér sönnuðu glóðvolgar blýkúlur lögreglunnar, að glæpir borga sig ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.