Morgunblaðið - 17.02.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. FEBRUAR 1979
19
Klna mótmælír
atferli Hanoi
Peking, 16. febrúar. Reuter.
KÍNVERJAR sendu í dag Víetnömum nýja mótmælaorðsendingu gegn
„vopnuðum ögrunum, árásum og morðum“ á landamærunum.
Orðalag orðsendingarinnar bendir þó ekki til þess að Kínverjar ætli
að magna átökin og „refsa" Víetnömum fyrir aðgerðir þeirra á
landamærunum að Kína og í Kambódíu.
Peking-stjórnin segir í orðsend-
ingunni að 14 Kínverjar hafi verið
felldir og 10 særðir og tvær járn-
brautarlestir sprengdar í loft upp
á kínversku yfirráðasvæði dagana
8. til 12. febrúar.
Diplómatar í Peking telja yfir-
leitt að meiriháttar árás Kínverja
á Víetnam sé ólíkleg eins og nú
standi sakir.
Ymsir telja að Kínverjar haldi
áfram þrýstingi sínum á landa-
mærunum en án stigmögnunar
sem gæti gert ástandið óviðráðan-
legt.
Jafnframt er talið víst að Kín-
verjar haldi áfram að styðja
skæruliða sem berjast gegn Víet-
nömum í Kambódíu til þess að
dreifa kröftum Víetnama sam-
tímis því sem áróðursstríði verði
haldið áfram og alið á óánægju í
Víetnam.
Heimildir í Peking herma að
vanhugsaðar aðgerðir af hálfu
Kínverja gætu haft öfug áhrif og
gert Víetnömum kleift að endur-
heimta samúð sem þeir hafi notið.
Hörd viðureign
við her Amins
Dar Es Salaam, 16. febrúar.
Tanzaníumenn sögðu í dag frá
því að mikil orrusta hefði geisað í
gær milli liðsafla Tanzaníu og
Uganda á landamærum ríkjanna.
Glímt og
boxaðá
vígvelli
Nairobi, 16. febrúar. AP.
IDI Amin forseti sagði í dag að
skotfæralausir Ugandahermenn
ættu í hncfaleikum og glímu við
innrásarmenn frá Tanzaníu og að
viðureignin minnti á viðureign
Muhammed Alis heimsmeistara í
henfaleikum og Ken Nortons.
Amin er fyrrverandi Uganda-
meistari í hnefaleikum og tilkynnt
var í síðasta mánuði að Amin
mundi berjast við japanska glímu.-
manninn Antonio Inoki 10. júní í
Kampala. Ali hafnaði einni millj-
ón dollara fyrir að vera dómari til
að glata ekki vinsældum sínum.
Sprenginginí Varsjá:
41 látinn
í yfirlýsingu frá ríkisstjórn
Tanzaníu sagði, að Ugandaherlið
búið skriðdrekum og stórskota-
liði hefði reynt að sækja inn í
Tanzaníu við þorpin Kukunyu og
Mutukula en verið hrakið á flótta
og orðið fyrir miklu manntjóni.
Tanzaníumenn segjast hafa náð
á sitt vald sovézkum T-55 skrið-
dreka, fjórum brynvæddum her-
flutningabílum, tveimur Land
Rover-jeppum og mörgum litlum
vopnum.
Því var einnig haldið fram í
yfirlýsingunni að herflugvélar frá
Uganda hefðu reynt að ráðast á
stöðvar Tanzaníumanna og að ein
þeirra af gerðinni MIG-21 hefði
verið skotin niður með loftvarna-
byssum Tanzaníumanna.
í Dar Es Salaam er sagt að
fulltrúar Idi Amins Ugandaforseta
séu komnir heim úr árangurs-
lausri vopnakaupaferð til Spánar,
Portúgals og Iraks. Ugandaher
mun hafa orðið fyrir miklu her-
gagnatjóni síðan átökin á landa-
mærum Uganda og Tanzaníu
hófust fyrir 14 vikum.
Veður
Varsjá, Páfagarði 16. febr. AP
í DAG var greint frá því, að
tala þeirra, sem létust í banka-
sprengingunni í Varjsá, hefði
hækkað í 41. Rannsókn á
orsökum þessa atburðar er
haldið áfram af fullum krafti.
Þetta er mesta og afdrifarík-
asta sprenging í Póllandi síðan
í heimsstyrjöldinni síðari.
Jóhannes Páll páfi II hefur
sent aðstandendum hinna látnu
samúðarskeyti að því er tals-
maður Páfagarðs sagði í dag.
Skeytið var stílað til Stefans
Wyszynski kardinála í Varjsá.
Af þeim 110 manns sem
slösuðust hafa 77 nú fengið að
fara heim af sjúkrahúsi en líðan
22ja er slæm.
ERLENT
víða um heim
Akureyri 4 alskýjaó
Amsterdam +6 skýjaó
Apena 22 bjart
Barcelona 9 skýjaó
Berlín +7 skýjað
BrUssel 0 skýjað
Chicago +2 snjókoma
Frankfurt 4 rigning
Genf 2 skýjað
Helsinki +12 bjart
Jóhannesarb. 29 skýjað
Kaupmannah. +7 snjókoma
Lissabon 13 sól
London +1 snjókoma
Los Angeles 16 akýjað
Madrid 6 bjart
Majorka 10 léttakýjað
Mlami 23 bjart
Moskva +23 sól
Nýja Delhi 20 rigning
New York +3 snjókoma
Ósló +6 sól
París 0 skýjað
Reykjavík 4 rigning
Rómaborg 10 rigning
San Francisco 14 skýjað
Stokkhólmur +12 sól
Tókíó 12 bjart
Toronto +13 snjókoma
Vancouver 7 vantar
Vínarborg 4 rigning
Vinstrisinnar ógna
völdum Khomeinis
Teheran, 16. febrúar. AP
Vel skipulagðir vinstrisinnar ógna
völcfum Ayatollah Khomeinls
aöeins tæpri viku eftir fall
keisarans. Bersýnilegt er aö þeir
vilja gegna þýöingarmeira hlut-
verki í stjórn landsins en trúar-
leiötoginn er reiðubúinn aö
sætta sig viö.
í hinum haröa kjarna vinstrisinn-
anna eru skæruliðar úr svo-
kallaöri „Fedayeen"-hreyfingu.
Þeir eru áhrifamiklir í háskólan-
um í Teheran og ræðumenn
þeirra þar hafa hvatt til and-
stöðu gegn nýju stjórninni.
Ungir marxistar vilja sósíalistalýð-
veldi í íran en ekki undirgefni viö
Moskvu. Þeir berjast fyrir jafn-
rétti kynjanna sem mælist vel
fyrir hjá menntuðu kvenfólki
sem óttast múhameðskar erfða-
venjur.
Vestrænir diplómatar telja aö
ekki líöi á löngu þar til valdabar-
átta hefjist milli marxistískra
skæruliöa og islamskra stríös-
manna Khomeinis, sem þó nýtur
stuönings meirihluta þjóðarinn-
ar.
Stuðningsmenn Khomeinis
kenndu skæruliöum um árásina
á bandaríska sendiráöiö svo aö
baráttan er þegar hafin en
skæruliöarnir kváöust saklausir.
Meöal skæruliöa eru margir
Kianouri, leiðtogi franskra
kommúnista.
ungir millistéttarmenn
menntaöir á Vesturlöndum.
Aðalstöövar þeirra eru í tækni-
deild Teheran-háskóla.
í hreyfingu vinstrisinna eru líka
leifar Tudeh-flokks
Moskvu-kommúnista og
nýstofnaður kommúnistaflokkur
írans. Þótt þeir allir hafi lýst yfir
stuöningi viö Khomeini er talið
aö þeir hafi gert þaö af
hentistefnu einni saman vegna
vinsælda Khomeinis. En
diplómatar telja að margt rót-
tækt millistéttarfólk muni halla
sér að vinstrisinnum til aö missa
ekki áhrif í islömsku rétt-
trúnaðarríki.
Skömmu fyrir lokaátökin gengu
foringjar hins nýja kommúnista-
flokks á fund Mehdi Bazargans
forsætisráðherra til að útskýra
hlutverk flokksins í islömsku
lýöveldi. Þeim hefur gramizt aö
Bazargan hefur ekki svarað
þeim opinberlega. Vinstrimönn-
um gremst líka að Bazargan
hefur skipað hófsama vestur-
veldasinna og andkommúnista í
stjórnina. Þeir segja aö hann
hafi svikið byltinguna.
Óánægjan er því mikil. En alvar-
legra er að margir íranir hafa
neitaö aö veröa viö áskorun
Khomeinis um aö skila vopnum
sem var stolið í herstöðvum og
lögreglustöðvum þegar gamla
stjórnin féll. Bæöi stríðsmenn
Khomeinis og skæruliöar áttu
miklar vopnabirgöir fyrir upp-
reisnina og nú hafa þeir aukiö
vopnabúnað sinn.
Báðir hópar hafa fengiö styrki frá
róttækum ríkjum eins og Líbýu
til vopnakaupa. En Khomeini
hefur ekki tekizt aö fá vopnun-
um skilaö og þaö getur reynzt
afdrifaríkt.
Khomeini og olían.
Umhverfis jörðina
— á 79 dögum og
ngjum mettíma
New York, 16. febr. AP.
ERNEST O’Gaffney fór á
mótorhjólinu sínu um-
hverfis jörðina á 79 dögum
og þegar hann lauk ferðinni
í gær við Empire
State-bygginguna í New
York hafði hann sett
Guinnessmet í hringsóli
umhverfis jörðina. Fyrra
metið var sett fyrir þremur
árum, þegar Johnny Parsen
fór á 102 dögum umhverfis
jörðina en akandi í bíl.
O’Gaffney kveðst og hafa
sett ýmis önnur met í leið-
inni þar á meðal að hann sá
fyrsta manneskjan sem fer
yfir Alpatinda um miðjan
vetur.
Starfsmenn
Guinnessmetabókarinnar
fögnuðu Gaffney við kom-
una og var skálað í kampa-
víni.
O’Gaffney sagðist h&fa
fengið kuldabólgur í Hima-
lajafjöllum, var viku á
spítala í Indlandi eftir að
hafa lent í árekstri og í íran
slasaðist hann er kastað var
að honum eldsprengju.
Hann segist einnig vera
fyrsti Bandaríkjamaðurinn
sem kemur til Kína akandi
á mótorhjóli og hann kveðst
einnig vera fyrsti akandi
Bandaríkjamaðurinn í
Burma síðan 1952.
O’Gaffney lagði að baki
34.730 mílur síðan 27.
nóvember og leið hans lá
um tuttugu og þrjú lönd.