Morgunblaðið - 28.02.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.1979, Qupperneq 1
32 SlÐUR 49. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Begin heldur öll- um á óvart til USA á morgun WashinKton, Alexandria, Jerúsalem 27. febr. Reuter — AP CARTER Bandaríkjaforseti tilkynnti öllum á óvart í kvöld. að Begin forsætisráðherra ísraels kæmi til Washington á fimmtudag til að ræða við hann um næstu skref í friðarsamningamálum Miðausturlanda. Carter sagði þetta á blaðamannafundi í kvöid og bætti því við að eftir að þeir hefðu ræðzt við, tæki hann afstöðu til þess hvort hann bæði Sadat Egyptalandsforseta eða Khalil forsætisráðherra að slást í hópinn með þeim. Talsmaður ísraelsku stjórnarinnar sagði nokkru áður, að Begin tæki ekki þátt í neinum Camp David-við- ræðum og hefði ríkisstjórn landsins lagzt gegn því að Begin þekktist boð Carters. Hefði Begin ákveðið að fara hvergi eftir að í ljós hefði komið, að Sadat hefði skipt um skoðun og ákveðið að fara ekki heldur. Frá Kairó bárust þær fregnir, að Egyptar teldu bráðnauðsynlegt að Bandaríkjamenn reyndu eftir mætti að hafa áhrif á Israela ekki hvað sízt í ljósi þeirrar þróunar sem hefði orðið í íran. Það kom mjög á óvart þegar tilkynnt var að ríkisstjórnin hefði samþykkt að Begin færi hvergi. Gengið hafði verið út frá því sem gefnu, að Begin væri sjálfur dús við að fara þó svo að honum hefði verið skýrt frá því, að Sadat Egyptalands- forseti ætlaði að sitja heima og senda sem fyrr til fundarins Khalil forsætisráðherra sinn. Eftir fjögurra klukkustunda ríkisstjórnar- fund var samþykkt með 14—2 að vísa boði Carters á bug. Óstaðfestar fregnir herma, að þeir tveir ráðherr- ar sem á endanum greiddu atkvæði Flugrán til að mótmæla misrétti 1 Sovétríkjunum Stokkhólmi 27. lebr. Reuter AP. FJÓRMENNINGARNIR, scm rændu sovézkri farþegaflugvél á leið frá Ósló til Moskvu og beindu henni til lendingar íStokkhólmi, munu hafa ætlað með því móti að láta i ijós andúð á félagslegu og pólitísku misrétti sem væri við lýði í Sovétríkjunum, að því er Reuterfréttastofan sagði í kvöld. með því að Begin færi hefðu verið Dayan utanríkisráðherra og Weiz- mann varnarmálaráðherra. Muni Begin því hafa snúizt hugur sjálfum eftir því sem málin voru lengur rædd. I fréttum um þennan atburð sagði, að fólkið, sem er af fjórum þjóðern- um, karlmennirnir eru Svíi og Ind- verji og konurnar frá Brazilíu og Vestur-Þýskalandi, hefði hótað að kveikja í eldsprengju um borð í vélinni. Vélin var af gerðinni Tupolew Tu-154 og með henni voru 24 farþegar og tíu manna áhöfn. Flugstjórinn hélt þá til lendingar íStokkhólmi ogsendi tilkynningu um ránið tíu mínútum áður en vélin lenti. Þá höfðu áhöfn og sovézkir verðir í velinni yfirbugað ræningj- ana, sem fóru síðan með friði og spekt á braut með sænsku lögreglunni. Mikill viðbúnaður var eigi að síður við komu vélarinnar og var hún látin nema staðar á braut sem notuð er sem neyðarbraut. Sérfræðingar sem rannsökuðu vélina eftir að farþegar höfðu verið fluttir frá borði sögðust ekki sjá nein merki um skemmdarverk en allmargar flöskur með kerósíni fundust um borð. Borgin Long Son er nú sögð á valdi Kínverja Víetnamar gerðu gagninnrás í Kína en hafa hörfað Blóðugir bardagar Teheran, 27. febr. Reuter. BLÓÐUGIR bardagar brutust út í grennd við Intercontinental hótelið í Teheran seint í kvöld og leyniskyttur og varðliðar skutu þar hver á annan ( skjóli myrk- urs. Ekki var ljóst af fyrstu fréttum hversu margir hefðu látizt. I gistihúsinu hafast við hundr- uð erlendra fréttamanna og Vest- urlandabúa sem bíða eftir fari frá Teheran. Gestir leituðu skjóls hvar sem þeir betur gátu. Byltingarráð Khomeinis greindi frá því í dag að fimmtán fyrrverandi háttsettir menn, þar á meðal eru sex fyrrverandi ráðherrar, væru í hópi þeirra sem ákafast væri leitað. Ein aftaka fór fram í morgun, var skotinn þá fyrrverandi foringi í leyniþjón- ustu SAVAK. Mikill æsingur varð meðal stórs hóps kvenna á Mehrabad- flugvelli í morgun þegar skyndi- lega var lagt bann við að konur eldri en 18 ára fengju að fara úr landi. Hong Kong, Tókfó 27. febr. Rcuter. AP. VÍETNAMSKT herlið gerði gagn- árás á Kína og sendi herlið um 25 km inn á kínverskt land. Árás Vfetnama hefur nú gersamlega verið brotin á bak aftur. Frá þessu sagði kínverska fréttastofan Hshinua í kvöld og er þetta í fyrsta skipti sem Kínverjar segja að Víet- namar hafi komizt inn á kínverskt landsvæði. í frásögn fréttastofunnar kom fram, að herlið Kínverja og Víet- nama hefðu barizt í þrjá daga í Ninmin, sem er í héraðinu Kwangsi Chuan. Kínverjar hafi fellt 68 víet- namska hermenn og tekið einn til fanga. Kínverjar segja að atlagan hafi byrjað með því að herflokkur Víetnama hafi gert eldflaugaárás á þetta svæði og hafi Víetnamar brennt til grunna tvö þorp og drepið kínverska borgara. í fréttum frá Tókíó sagði í kvöld, að kínverskir og víetnamskir her- flokkar hefðu í dag barizt um yfir- ráðin yfir héraðshöfuðborginni Long Son og allt benti til þess, að Víet- namar hefðu nú hörfað frá borginni og héldu þeir uppi stórskotaliðsárás á Kínverja frá þeim stöðvum sem þeir hefðu búið um sig á. Þegar Víetnamar hörfuðu frá borginni KÍNVERJAR skjóta að víetnömskum hermönnum — er þessi mynd kölluð. Það var kínverska fréttastofan Hsinhua sem sendi hana frá sér í gær. Ekki var þess getið hvar myndin væri tekin og með texta aðeins sagt að þetta séu kínverskar framvarðarsveitir að gera atlögu að stöðvum Víetnama skammt frá landamærum ríkjanna. Miklar hræringar á olíuverði: ^audi-Arabar hækka ekki — lran selur til hæstbjóðanda Teheran, Kuwait, Nikosíu 27. febr. AP. Reuter SAUDI-Arabíumenn kunngerðu í kvöld. að þeir myndu ekki hækka olíuverð að svo stöddu og írakar tóku í sama streng. Nokkru áður höfðu Kuwaitmenn hinsvegar til- kynnt, að þeir myndu hækka verð á olíu frá sér um allt að níu prósent og urðu þar með fimmta OPEC-þjóðin sem boðar olíu- hækkun. Um svipað leyti scndi svo íransstjórn frá sér yfir- lýsingu og sagði að útflutningur hæfist n.k. mánudag og yrði selt beint til hæstbjóðanda. Var tekið fram að stjórnin vænti þess og að vel væri hugsanlegt að að 18—20 dollara fengjust fyrir tunnuna, en verð OPEC-ríkja var um 12.70 dollarar tunnan áður en siðasta verðhækkun var samþykkt í desember, en hún var um 14.5 prósent. Talsmaður íranska olíufélagsins sagði fréttamönnum í dag, að útflutningur mundi nema um sjö hundruð þúsund tunnum á degi hverjum sem er aðeins brot af fyrri framleiðslu. Haft var eftir Bazargan forsætisráðherra, að vonast væri til að útflutningsgeta yrði fljótlega um 60 prósent af því sem verið hefði. Saudi Arabíustjórn hvatti til þess að OPEC-ríki hæfu tafar- laust viðræður til að koma í veg fyrir að orkukreppa skylli á og einnig að einstök olíufélög stór- högnuðust á kostnað framleið- enda og neytenda. Það var olíu- málaráðherra Kuwait sem greindi þar frá hækkuninni og sagði að hún yrði 1.20 dollarar á tunnu og gilti hækkunin rúma viku aftur í tímann eða frá 20. febrúar. I máli olíumálaráðherra Iraks kom svo fram, að stjórn hans væri að sjálfsögðu hlynnt því að olíufram- leiðslulönd fengju það sem þeim bæri í sinn hlut, en hins vegar væri Irak andsnúið því að hækka óeðlilega olíuverð nú þegar aðstæður væru sömuleiðis mjög óeðlilegar. eyðilögðu þeir símalínur þaðan til Hanoi. Það er talið meiriháttar áfall fyrir Víetnama ef rétt reynist að Kínverjar hafi tekið Long Son, þar sem leið Kínverja í átt til höfuð- borgarinnar Hanoi verður þar með mun greiðfarnari. Teng aðstoðarforsætisráðherra Kína sagði við fréttamenn að með þessu hefðu Kínverjar einnig viljað gera að engu goðsögnina um ósigrandi herveldi Víetnama og að þeir væru þriðja stórveldið í heimin- um á því sviði. Kínverjar væru ekki að reyna að tengja landamærastríðið kröfum um brotthvarf Víetnama frá Kambódíu, en þeir áformuðu alls ekki einhliða brottflutning frá vígstöðvunum. Teng sagði þetta skömmu áður en hann ræddi við Blumenthal, fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, sem 'kominn er í heimsókn til Kína. Þegar þeir ræddust síðan við ítrekaði Teng fyrri staðhæfingar Kínverja um að árásin á Víetnam myndi aðeins standa yfir um skamma hríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.