Morgunblaðið - 28.02.1979, Side 14
MXtmrAypm
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979
1973 — Bandarískir Indíánar
leggja undir sig þorpið Wounded
Knee, Suður- Dakota, og taka 10
gísla.
1946 — Gæsagangur lagður
niður í svissneska hernum.
1942 — Landganga Japana á
Jövu.
1933 — Mannréttindi
takmörkuð í Þýzkalandi.
1924 — Bandarískir hermenn
ganga á land í Honduras.
1922 . — Brezkri verndarstjórn
lýkur í Egyptalandi.
1920 — Ungverjar fá
stjórnarskrá.
1919 — Henry Cabot Lodge
hefur baráttu sína gegn aðild
Bandaríkjanna að Þjóðabanda-
laginu.
1900 — Ladysmith leyst úr
umsátri í Suður-Afríku.
1877 — Friðarsamningur
Tyrkja og Serba undirritaður.
1876 — Karlistastríðinu lýkur á
Spáni með flótta Don Carlos.
1868 — Disraeli verður for-
sætisráðherra í stað Derby
lávarðar.
1825 — Samningur Breta og
Rússa um réttindi á Kyrrahafs-
svæðinu.
1813 — Prússar samþykkja að
berjast með Rússum í Saxlandi
og Slésíu.
1808 — Austurríkismenn ganga
í lið með Napoleon= Frakkar
taka Barcelona.
1653 — Enski flotinn sigrar
Hollendinga út af Portland.
Afmæli: Michel de Montaigne,
franskur rithöfundur
(1533—1592)= G. Rossini, italskt
tónskáld, (1792—1868).Sir John
Tenniel, brezkur listmálari
(1820 —1914)= Linus Pauling,
bandarískur efnafræðingur
(1901 — )= Raphael, ítalskur
málari (1483-1520).
Andlát: Alphonse de Lamartine,
skáld, 1869= Henry James, rit-
höfundur, 1916= Alfonso XIII
Spánarkonungur 1941.
Innlent: 27 kínverskir og
brezkir sjómenn drukkna við
Reykjanes 1950= f. Sigurður
Eggerz 1875= d. Klængur
Þorsteinsson biskup 1176=
Guðmundur Johnsen prófastur
1873= Flóð í Ölfusá og 100
hrossum bjargað við Elliðaár
1968= d. Ingimundur Árnason
1964= V.R. verður launþegafélag
1955.
Orð dagsins: Herrar mínir
gleymið ekki að þið eruð
Portúgalar — Portúgalskur
hershöfðingi í Pýreneastríðinu.
Fjölbreytt úrval eldhúsinnréttinga
undir b/ómaheiturn okkar býður upp á
óteljandi möguleika.
Til þess að gefa þér hugmynd um
úrvalið — þá getur þú til dœmis valið
spóntagðar hurðir í mörgum
viðartegundum — eða plasthúðaðar
hurðir í mörgum litum — hurðir úr
,,massívum“ viði - eða jafnvel hurðir
með lituðu gleri.
Svo getur þú líka valið ýmsar gerðir af
útdregnum skápum — fyrir potta,
pakkavöru, eða hrœrivél, svo eitthvað
sé nefnt.
Þú velur það sem þér hentar best — við
uppfyllum óskir þínar.
HAGIr
Sýningarsalur/verslun
Suðurlandsbraut 6,
Reykjavík.
Sýningarsalur/verslun
Glerárgötu 26,
Akureyri.
/
Masaka í
höndum
herja
Amins
áný?
Nairobi, 27. febrúar, Reuter.
ÚTVARPIÐ í Uganda skýrði frá
því í dag að sveitir Ugandahers
hefðu náð borginni Masaka f
sfnar hendur á ný eftir harða
bardaga. Ilerir Tanzanfu náðu
borginni. sem er mikilvæg
héraðsmiðstöð, á sitt vald í
síðustu viku. Miklir bardagar
geisa enn í og við borgina.
Féttir útvarpsins í Kampala
þykja benda til þess, að herir
Amins hafi nú snúið vörn upp í
sókn. Þó var ekkert minnst á gang
mála við borgina Mbarara, en í
fregnum í gær var borgin sögð í
björtu báli vegna bardaga sem þar
stæðu yfir.
Kúrdar
fá sjálfs-
forrædi
Teheran, 26. febrúar Reuter
BLÖÐ í Teheran skýrðu frá
því í dag að samkomulag hafi
tekist um að veita Kúrdum í
Kúrdistan sjálfsforræði, en
ættflokkurinn hefur löngum
orðið að þola yfirgang ann-
arra íbúa héraðsins sem er við
landamæri íraks.
Samkomulagið kveður á um
að í framtíðinni fari Kúrdar
með stjórn héraðsins, öllum
tekjum sem fást af framleiðslu
á héraðinu verður veitt til
uppbyggingar í héraðinu og
tungumál Kúrda verður kennt
í skólum samhliða persnesku.
í síðustu viku bárust fregnir
af óeirðum í Kúrdistan og
sendi stjórnin þá nefnd undir
forystu atvinnumálaráðherra
landsins til að jafna ágreining.
Samkomulagið, sem nefndih
gerði, hefur ekki verið staðfest
enn opinberlega.
Loðn-
irþola
meira
Vínarborg. 26. febrúar. Reuter.
Heribert Thaler yfirlæknir
fullyrti í' dag á ráðstefnu um
áhrif áfengisneyzlu á heilsu-
far, að loðin bringa væri
eindregin vísbending um að
eigandinn kynni sér hóf í
meðferð áfengra drykkja.
Læknirinn kvaðst með rann-
sóknum hafa komizt að þeirri
niðurstöðu að áfengi svifi síður
á karla með hærðar bringur en
hina, auk þess sem hann lagði
fram niðurstöðutölur um að
kvenfólk þyldi aðeins þriðjung
þess áfengismagns sem karl-
fólk mætti neyta án þess að
eiga á hættu alvarlega lifrar-
skemmd. ‘Þannig gætu karlar
rólegir veitt sér þann munað
að drekka þriggja pela flösku
af léttu víni dag hvern, en
konur skyldu hins vegar láta
sér nægja einn pela, ef vel ætti
að fara. Ástæðuna fyrir þessu
misrétti kynjanna kvað lækn-
irinn sér ókunna.