Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 Þegar Miðbaugsgínea hlaut sjálfstæði virtustfá ríki íAfríku eiga glæstari framtíð. Nú er blóð- þyrstur harðstjóri með 46 titla að útrýma þjóðinni. MACIAS NGUEMA: „hið einstæða undur“ er eitt af titlum hans. „ÞAÐ LÆTUR nærri að tala megi um landið sem „stríðs- fangabúðir Afríku"; þá er ekki átt við fangabúðir á borð við Auschwitz, sem reistar voru til þess eins að útrýma fólki, heldur einskonar kofahreysa-útgáfu af Dachau-búðunum." Þessi mjög svo hvatskeytlega yfirlýsing á ekki við Úganda undir stjórn Amins eins og Evrópubúar kynnu að álíta, ekki heldur við Suður-Afríku eða Rhódesíu eins og flestir svert; ingjar í Afríku gætu haldið. I yfirlýsingu þessari er átt við lítt þekkta fyrrverandi spánska nýlendu, Miðbaugsgíneu. Þetta er land, þar sem bjástr- að hefur verið við að hengja fólk á almannafæri og músíkin í bakgrunninum verið „Those were the days“, sungið af Mary Hopkin. Fangar hafa verið háls- höggnir og höfuð þeirra látin rotna í augsýn almennings. Tíu ráðherrar af þeim tólf, sem sátu í ríkisstjórn landsins, þegar Miðbaugsgínea varð sjálf- stætt ríki fyrir rúmum áratug, hafa verið líflátnir. Einn af helztu leiðtogum stjórnarand- stöðunnar lézt af kolbrandi, eftir að augun höfðu verið stungin út, og álitið er, að um það bil þriðjungur hinna 300.000 íbúa landsins hafi flúið land, þar á meðal obbinn af mennta- mönnum landsins, þ.e. þeir sem lífi héldu. Það er Macias Nguema, sem situr í forsæti yfir öllu þessu fári, sveipaður 46 opinberum titlum, þar á meðal „E1 unico miraclo", sem útleggst „hið ein- stæða undur". Hingað til hefur lítið af frétt- um síast út frá þessu raunalega landi, sem staðsett er milli Gabons og Kamaerúns í þeim hluta álfunnar, sem stundum hefur verið kallaður „handar- kriki Afríku." Skýrsla um hörmungarnar Nú hefur verið tekin saman afar nákvæm 30.000 orða skýrsla um Miðbaugsgíneu, sem sænski mannfræðingurinn dr. Robert af Klinteberg skráði fyrir Alþjóða háskóla-skipta- sjóðinn, skammst. IUEF, en sjóðurinn hefur aðalaðsetur sitt í Genf í Svisslandi. í 16 ár hefur dr. Robert af Klinteberg aflað sér víðtækrar reynslu og þekk- ingar á vandamálum flótta- manna í Afríku, Asíu og í Evrópu. Skýrsla hans um Mið- baugsgíneu, er þungur áfellis- dómur um ástandið þar í landi. Aðalmarkmið skýrslunnar, sem ber titilinn Land Macias, var að kanna ástandið meðal flóttamanna frá Miðbaugsgíneu, en flestir þeirra eru í Kamerún, Gabon, Nígeríu og á Spáni, og einnig var skýrslunni ætlað að benda á leiðir flóttamönnunum til hjálpar. Af þeim atriðum, er fólk þetta tilgreinir sem ástæðurnar fyrir því, að það flúði land, verður mönnum að fullu ljóst það skelf- ingarástand, sem „hið einstæða undur" Macias hefur skapað í landinu. Miðbaugsgínea nær yfir land- svæðið Río Muni á Meginlandi Afríku og þrjár eyjar úti fyrir ströndinni, en hin stærsta þeirra er eyjan Fernando Po, sem nú hefur verið endurskirð Macias Nguema Biyogo. Það voru portúgalskir landkönnuðir, sem fyrstir komu til landsins árið 1470. Þrjú hundruð árum síðar varð þetta land þýðingar- mikil miðstöð spænsku þræla- verzlunarinnar og síðar meir gerðu Bretar landið að flota- bækistöð í baráttunni gegn þrælasölunni. Arið 1965, eða þrem árum áður en þessi þáverandi spænska nýlenda hlaut sjálf- stæði, gat þetta land státað af heildar þjóðarframleiðslu, sem nam um 1.47200 krónum á mann, og var hin mesta í svert- ingjaríkjum Afríku. Aðeins ell- efu af hundraði íbúanna voru ólæsir, og þarna voru tiltölulega fleiri læknar og fleiri sjúkrarúm á hverja tíuþúsund íbúa en nokkurs staðar í Afríku. Ung- barnadauði var hinn lægsti, sem þekktist í allri álfunni. Hættuför Dr. Klinteberg er einn af þeim örfáu útlendingum, sem tekizt hefur að komast inn í landið á síðustu árum, og með för sinni til Miðbaugsgíneu tók hann á sig mikla persónulega áhættu. Hin uggvænlega skýrsla hans um ástandið sýnir, í hvílíka ringulreið Macjas hefur sökkt ríki sínu. „Allt frá árinu 1969 hefur Miðbaugsgínea smátt og smátt orðið lokað land fyrir umheim- inum,“ segir dr. Klinteberg í skýrslu sinni. Kakó-útflutning- urinn, sem var áður mjög þýð- ingarmikill fyrir þetta land, hefur dregizt svo mjög saman, að hann er nú aðeins einn tíundi af því, sem hann nam áður. Kakó-plantekrurnar eru víða alþaktar illgresi, mannlausar og yfirgefnar, og kakó-baunirnar rotna á trjánum. Svipaða sögu er að segja um útflutning á timbri og kaffi, sem áður fyrr voru tveir næst-þýðingarmestu þættir útflutningsins. Fiskveiðar hafa næstum því alveg lagzt af, að nokkru vegna þess að Macias hefur komið í veg fyrir að fólk ætti báta, en með því vildi hann stemma stigu við flóttamannastrauminum úr landi, en önnpr meginástæða fyrir hnignun fiskveiðanna er sú, að Macias hefur veitt Sovét- ríkjunum einokun á fiskveiðum úti fyrir landinu sem gjald vegna sovézkra lána, sem hann hefur þegið. Klinteberg segir, að næstum því öllum kvikfénaði í landinu hafi þegar verið slátrað til þess að halda hátíðir til heiðurs Maciasi, og byggir hann þessi ummæli sín á athugunum, sem hann hefur sjálfur gert, meðan hann dvaldist í landinu. Öngþveiti Vart nokkurt farartæki í landinu er ökufært, og þannig eru t.d. engir langferðabílar eða strætisvagnar í förum, engir leigubílar eða önnur almenn- ingsfarartæki. Bifreiðaverk- stæði og benzínstöðvar eru lok- aðar, og tala þeirra skipa, sem koma á hafnir Miðbaugsgíneu hefur lækkað úr 663 skipum, sem komu árið 1967, niður í tíu á ári. Höfuðborg landsins, Malabo, „hefur rafmagn að meira eða minna leyti á hverjum einasta degi, og vatn rennur þar úr krönum í eina klukkustund á dag.“ Landsbanki Miðbaugs- gíneu hefur verið lokaður allt frá þeim degi, er bankastjórinn var leiddur út og pyntaður til bana á almannafæri. Pósthúsin í landinu eru einnig lokuð að staðaldri. Klinteberg segir, að borgin Malabo „líkist einna helzt stríðshrjáðri borg eða stað, sem hafi eyðst af svarta- dauða.“ Það er mjög lítill matur á boðstólum, flestar verzlanir eru lokaðar og vöruverðið himinhátt, en verðbólgan i Mið- baugsgineu er sennilega hin mesta í gjörvallri Afríku. Það þarf jafnvel sérstakt leyfi til þess að kaupa sápustykki. „Armbandsúr, gleraugu og aðrir álíka hlutir heyra fortíðinni til, og það skýrir einnig að nokkru þá rósemi, sem milicianos, her- Iögreglumennirnir úr hinum ráðandi flokki Maciasar, sýndu þegar þeir stálu flest öllum mínum eigum úr farangrinum úti á flugvellinum, þegar ég var að fara úr landi." Macias kom á nauðungar- vinnu til þess að hressa aftur upp á efnahagsóreiðuna í land- inu. Hinir 25.000 nauðungar- verkamenn fá ekkert kaup. Hver verkamaður fær þó afhent 20 kg af hrísgrjónum, 4 lítra af pálmaolíu og fjögur kg af fiski mánaðarlega, alveg án tillits til þess fyrir hve mörgum hann hefur að sjá heima, og í staðinn vinnur verkamaðurinn 12 stunda vinnudag 365 daga árs- ins. Nauðungarverkamennirnir hljóta enga læknisþjónustu, þeim er bannað að hafa sam- band við ástvini sína og bannað að fara heim til sín. Lokaðar dyr Þau ráðuneyti, sem stjórna eiga málefnum alménnrar menntunar, byggingarstarfsemi alþýðu, landbúnaðar, heil- brigðismála alþýðu, raforku- málum og náttúruauðlindum landsins hafa hvorki fjármagn né neina fjárhagsáætlun á sín- um vegum, og dyr þessara ráðu- neyta hafa verið harðlæstar í langan tíma. Auk þess að hafa látið útnefna sig forseta lands- ins ævilangt, hefur Macias tekið að sér stjórn landvarna Mið- baugsgíneu, málefni, sem varða öryggi landsins og verzlun alla í landinu. Ýmsir ættingjar og kunningjar Maciasar úr heima- þorpinu hans gegna stöðum utanríkisráðherra, upplýsinga- stjóra ríkisins, yfirmanns her- málasjóðs, ráðuneytisstjóra í varnarmálaráðuneytinu, og yfirboðara eins af herfélögum landsins. Eftir að Macias varð ævilang- ur forseti landsins árið 1972, varð að hafa yfir þakkarávarp við allar guðsþjónustur í land- inu: „Guð skóp Miðbaugsgíneu sakir verðleika Maciasar, án Maciasar mundi Miðbaugsgínea ekki vera til.“ Þeir prestar, sem ekki hlýddu þessu boði, voru þegar fangelsaðir eða drepnir í sumum tilvikum. Síðar voru trúarsamkundur bannaðar, sömuleiðis kristileg nöfn, jarðarfarir, skírnir, kristindómsfræðsla og kirkju- eyrir. í þessu landi, þar sem 95 af hundraði íbúanna eru kristn- ir, var haft strangt eftirlit með því, hvað sagt og sungið var við guðsþj ónusturnar. Loks lýsti Macias forseti því svo yfir á síðastliðnu ári, að Miðbaugsgínea væri orðin „guð- leysingjaríki", og rak þvínæst alla þá presta, sem eftir voru úr landi. Dr. Klinteberg ásakar Vatíkanið, spænsku ríkisstjórn- ina, Sameinuðu þjóðirnar, Efna- hagsbandalag Evrópu, franska fésýslumenn, Sovétríkin, Kína og Kúbu fyrir að vera allt þátttakendur í samsæri um að þegja yfir neyðarástandinu í Miðbaugsgírieu. Hann bendir einnig á það, að sumar fullyrðingar andstæðinga Maciasar um fjölda þeirra manna, sem drepnir hafa verið eða flúið land, séu stórlega ýktar. En hann bætir við: „Sú þögn, sem ríkir um ástandið í Miðbaugsgíneu, heldur ógnar- stjórninni við lýði, og það eru íbúar landsins, sem látnir eru greiða ógnarástand þetta dýru verði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.