Morgunblaðið - 28.02.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1979 19 Þjóðleikhúsið: 5 verk nálg- ast fjalirnar FIMM verk eru nú í undirbún- ingi í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir, en sjö verkefni eru á verkefnaskránni. Mikil aðsókn hefur verið að sýningum leik- hússins í vetur eins og undan- farna vetur og er tala leikhús- gesta nú komin upp í samtals 60.649 (á stóra sviðinu 58.194 gestir og litla sviðinu 2.455 gestir). Otaldir eru þá sýn.gest- ir í leikferðum. Næsta verkefni á stóra svið- inu er Stundarfriður eftir Guð- mund Steinsson og fjallar um streitu og lífsgæðakapphlaup nútímans, upplausn fjölskyld- unnar, neysluþjóðfélagið og tískuna. Leikstjóri er Stefán Baldursson en leikmynd gerir Þórunn Sigríður Þorgrímsdótt- ir og meðal leikenda eru Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Þorsteinn 0. Stephensen og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Þá er og í æfingu bandaríski söngleikurinn Prinsessan á bauninni eftir Mary Rogers, sem verður vorverkefni leik- hússins. Danya Krupska stjórnar þessari sýningu, en leikmynd er eftir Sigurjón Jó- hannsson. Meðal leikenda eru Sigríður Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason, Róbert Arnfinnsson og Ólöf Harðardóttir. Sigurður Rúnar Jónsson er tónlistar- stjóri. Þá er Brynja Benediktsdóttir að vinna að hópverki sem ekki hefur verið gefið nafn ennþá. Erlingur Gislason og Þórunn Sigurðardóttir eru meðal leik- enda og Karl Sighvatsson sér um tónlistarhliðina. Æfingar eru svo nýhafnar á rússneskum gamanleik eftir Arbúzov, Göm- ul saga. Benedikt Árnason leik- stýrir þar þeim Herdísi Þor- valdsdóttur og Rúrik Haralds- syni. Leikmynd: Jón Benedikts- son. Hugsanlegt er að frumsýn- ing þessa leiks verði utan Reykjavíkur. Loks er svo í undirbúningi ný danssýning. Finnski dansahöf- undurinn Marjo Kuusela, sem m.a. samdi ballettinn um Sölku Völku, sem Raatikko-flokkur- inn sýndi hér í fyrra við mikla hrifningu, hefur verið hér að undanförnu að semja leikdans fyrir Islenska dansflokkinn og er efni hans sótt í smásögu eftir Guðmund Hagalín. Þessi nýi ballett verður frumsýndur 8. mars n.k. Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobsson hefur nú verið sýnt sleitulaust síðan í haust. Eru sýningar farnar að nálgast 50 og er ekkert lát á aðsókn. Sýningum fer senn að fækka á Máttar- stólpum þjóðfélagsins eftir Ib- sen og hefjast þá aftur sýning- ar Á sama tíma að ári, sem varð að víkja um skeið vegna þrengsla. Barnaleikritið Krukkuborg eftir Odd Björns- son er sýnt fyrir fullu húsi í hvert skipti. Fimmta verkefni stóra sviðsins er svo leikritið um Goya, Ef skynsemin blund- ar, sem frumsýnt var nýlega og hefur vakið mikla athygli. Sýningum fer að fækka á Heims um ból á litla sviðinu, en þá hefjast að nýju sýningar á Fröken Margréti, sem að und- anförnu hefur verið sýnd utan Reykjavíkur og í skólum. Sýn- ingar á Margréti eru nú orðnar yfir 80. MYNDAMÓT HF. PRINTMYNDAOIRS AÐALSTRMTI • - SlMAR: I71S2-17355 Stjórn Félags járniðnaðarmanna: Mótmælir skerdingarákvæðum frumvarpsins á vísitölunni STJÓRN Félags járniðnaðar- manna hefur sent ólafi Jóhannes- syni forsætisráðherra umsögn sfna um frumvarp hans. Ályktun- in er samþykkt með tilliti til viðhorfa í atvinnu- og kjaramál- um, eins og það er nefnt í inn- gangi að ályktuninni. Þar mót- mælir Félag járniðnaðarmanna sérstaklega hugmyndum um breytingu á umsömdum reglum um verðbætur á laun, sem settar eru fram í frumvarpinu og grein- argerð með því. Einkum mótmæl- ir félagið takmörkun verðlags- bóta, sem eru ekki f samræmi við raunverulegar verðlagshækkanir nauðsynjavara. Síðan segir í umsögn Félags j árniðnaðarmanna: „Með afstöðu sinni til efnahags- aðgerðanna 1. des. s.l. og ábend- ingum fulltrúa launafólks í vísi- tölunefnd hafa samtök launafólks sýnt samstarfsvilja varðandi að- gerðir sem dregið gætu úr verð- bólguþróun, þrátt fyrir að verð- bætur vinnulauna komi á eftir verðlagshækkunum og valdi því ekki verðbólgu. Jafnframt mótmælir stjórn Fé- lags járniðnaðarmanna því sem kemur fram í 9. gr. III. kafla frumvarpsdraganna um afnám lögbundinna fjárframlaga, sem verkalýðssamtökin hafa samið um til sjóða, svo sem Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og Byggingarsjóðs. Markmið og verkefni þessara sjpða er félagsleg trygging og félagslegar íbúðabyggingar sem ekki má draga úr. Atvinna í málmiðnaði er nú mjög ótrygg, einkum eru verkefni í stálskipasmíði óljós. í janúar og febrúar 1979 hafa nokkrir járn- iðnaðarmenn verið skráðir at- vinnulausir, en slíkt hefur ekki komið fyrir í áratug. Af þessum ástæðum m.a. varar stjórn Félags járniðnaðarmanna við ráðstöfunum sem gætu leitt til samdráttar í atvinnu, svo sem bindingu fjárframlaga til fjárfest- ingar í atvinnuvegum langt fram í tímann, t.d. fyrir árið 1980 og aukið vald Seðlabankans eða ann- arra stofnana til takmörkunar rekstrarfjár. Stjórn Félags járniðnaðar- manna telur að III. kafla frum- varpsdraganna varðandi kjara- málaráð beri að endurskoða eða fella brott. Hinsvegar er brýnt að endur- bæta og efla það samráðsform sem viðgengist hefur m.a. með því að taka upp samráð og umræður um afmarkaða málaflokka með frek- ari þátttöku fulltrúa frá ýmsum starfsgreinasamböndum og með því að skapa svigrúm til að kynna og ræða frumvörp og tillögur um markmið og leiðir, a.m.k. í stjórn- um og/eða trúnaðarmannaráðum verkalýðsfélaga. Vér teljum einnig að IX. kafla frumvarpsdraganna þurfi að breyta og auka, og erum andvígir 54. gr. um að flýta gildistöku laga um frjálsa verðiagningu o.fl. Stjórn Félags járniðnaðarmanna telur frekar nauðsyn á róttækum ráðstöfunum til að aflétta tug- milljarða viðbótarálögum heild- sala af innfluttum nauðsynjavör- um, sem verðlagsjstjóri upplýsti um nýlega. Stjórn Félags járniðnaðar- manna telur að ótímabært hafi verið að leggja fram frumvarps- drögin með ýmsum þeim tillögum sem þar eru og að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við samtök launafólks um efni þess, einkum að því er varðar verðbótavísitölu og tryggingu fyrir fullri atvinnu. Stjórn Félags járniðnaðar- manna væntir þess að frumvarps- drögin verði endurskoðuð og þeim breytt í samræmi við ábendingar frá verkalýðssamtökum og að framhald verði á samstarfi núver- andi ríhisstjórnar og samtaka launafólks um lausn efnahags- vandamála, með þau markmið í huga að tryggja fulla atvinnu við arðbæra framleiðslu og uppbygg- ingu atvinnuveganna og að kaup- máttur vinnulauna haldist." r \ Flug og gisting Ein heild á lækkuðu verði. Víð uða um land eru vel búin hótel. Þú getur farið í helgarferð með flugfélaginu í hópi, með fjölskyldunni, eða bara þið tvö. Hringdu og spurðu um verð á helgarferð. FLUCFÉLAC /SLAJVDS tNNANLANDSFLUG J V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.