Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Ráðstefna um Atlantshafs- bandalagið HINN 4. apríl nk. eru 30 ár liðin frá stofnun Atlantshafsbanda- lagsins. í tiiefni af því halda Samtök um vestræna samvinnu ráðstefnu í Kristalsal Hótel Loft- leiða laugardaginn 10. marz und- ir heitinu „Atlantshafsbandalag- ið — friður í 30 ár.“ Ráðstefnan hefst kl. 10 árdegis með því að formaður SVS (Sam- taka um vestraena samvinnu), Guðmundur H. Garðarsson, setur ráðstefnuna, en síðan flytur Bene- dikt Gröndal, utanríkisráðherra, ávarp. Þá fjalla alþingismennirnir Sig- hvatur Björgvinsson, Einar Ágústsson og Ólafur G. Einarsson um ísland, vestræna samvinnu og Atlantshafsbandalagið. Ráðstefnugestir snæða hádegis- verð saman, og þá flytur Harry D. Train, aðmíráll, yfirflotaforingi Atlantshafsherstjórnar NATO (SACLANT), ræðu. Eftir hádegi verða flutt tvö erindi. Tómas Á. Tómasson, sendi- herra, ræðir um Atlantshafs- bandalagið og landhelgismálið, og dr. Þór Whitehead, lektor, ræðir um aðdragandann að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. Þá fara fram panel-umræður, sem Markús Örn Antonsson stýrir. Þátttakendur verða m.a. Eiður Guðnason, Hörður Einarsson, Jón Sigurðsson og Stefán Friðbjarnar- son. Ráðstefnustjóri verður Björn Bjarnason, en hann hefur unnið að undirbúningi ráðstefnunnar ásamt Ásgeiri Jóhannessyni, Hrólfi Hall- dórssyni og Magnúsi Þórðarsyni. Ráðstefnan er aðeins fyrir félagsmenn í SVS og Verðbergi og gesti þeirra. Öðrum kosti treysti ég mér ekki til að samþykkja lántökubeiðni þá, sem fyrir liggur vegna væntanlegra framkvæmda á vegum Lands- virkjunar vegna Hrauneyjafoss- virkjunar. Tillagan hlaut aðeins atkvæði flutningsmanns og var lántakan samþykkt með 4 atkvæðum gegn 1. Við þessar umræður lagði Birgir Isl. Gunnarsson fram svohljóðandi bókun: „Þrátt fyrir óheppilegar einhliða yfirlýsingar iðnaðarráðherra um að rétt sé að breyta eignarhlutföllum í Landsvirkjun, er ljóst, að engu verður breytt varðandi eignaraðild að Landsvirkjun nema með samningum við Reykjavíkurborg. I þeim samningum getur Reykja- víkurborg sett þau skilyrði, sem hún telur rétt, þ.á.m. um ábyrgðir borgarinnar á lánum. Ég hef í stjórn Landsvirkjunar samþykkt þá lántöku, sem hér er til afgreiðslu, og greiði atkvæði með lántökunni." Forráðamenn J.C. Reykjavlk kynntu tilhögun umferðarvikunnar lyrir fréttamönnum ásamt forráðamönn- um Umferðarráðs, cn vikan er í samráði við Umferðarráð. Ljósm.: Emiifa Umferdarvika Junior Chamber 4. -10. marz Albert Guðmundsson: Samþykkt borgarstjóm- ar vegna lántöku Lands- virkjunar verði skilyrt Á BORGARRÁÐSFUNDI s.l. þriðjudag kom til umræðu lán- taka Landsvirkjunar vegna Hrauneyjafossvirkjunar að upp- hæð 16 milljónir Bandarikjadala. Af því tilefni flutti annar borgarráðsmanna Sjálfstæðis- flokksins Albert Guðmundsson svohljóðandi tillögu: „Þar sem ummæli forseta borgar- stjórnar og iðnaðarráðherra um væntanlega breytingu á eignaraðild Reykjavíkurborgar að Landsvirkjun gefa til kynna að stefnt sé að því, að eignarhluti borgarinnar í Lands- virkjun minnki i framtíðinni, geri ég það að tillögu minni, að sam- þykkt borgarráðs og borgarstjórnar vegna starfsemi og framkvæmda á vegum Landsvirkjunar verði skilyrt þannig, að borgarábyrgð falli niður eða breytist eftir eignarhlutföllum Reykjavíkurborgar í fyrirtækinu. Þetta verði skráð í samninga um lánakjör milli hinna erlendu lán- veitenda og hinna innlendu lántak- enda. JUNIOR Chamber Reykja- vík efnir dagana 4. —10. marz til umferðarviku og hefur verið haft samráð við Umferðarráð og fleiri aðila er starfa að umferðarmál- um. Eitt af markmiðum J.C. hreyfingarinnar er að stuðla að bættu mannlífi í þjóðfélaginu og segir í frétt frá félaginu að öllum sé okkur umhugað um að bæta umferðina þar sem með því sé dregið úr líkams- og eignatjóni. Dagskrá umferðarvikunnar verður m.a. þannig að hengd verða upp áróðursspjöld í strætisvögn- GANGBRAUT ER BEZTA LEIÐIN EFAÐGÁT ERHÖFÐ Guóbjartsmálió: Framhaldsrannsókn er vel á veg komin FRAMHALDSRANNSÓKN Guð- bjartsmálsins svokallaða er vel á veg komin hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, samkvæmt þeim upplýsing- um sem Erla Jónsdóttir deildarstjóri veitti Mhl. Svo sem kunnugt er óskaði ríkis- saksóknari framhaldsrannsóknar á nokkrum þáttum málsins og þá fyrst og fremst fjármálalegum samskiptum Guðbjarts heitins og einstaklings í Reykjavík og sömuleiðis á fjármála- legum samskiptum hans og banka- stofnunar í borginni. í fyrra tilvikinu vildi saksóknari að þess yrði freistað að gera grein fyrir umtalsverðu fé, tæpum 10 milljónum króna, í við- skiptum fyrrnefndra manna, árið 1973, sem eigi þótti viðhlítandi grein gerð fyrir. I síðara tilvikinu óskaði saksóknari að reynt yrði að upplýsa hvort fyrirgreiðsla sú, sem hann telur að Guðbjartur heitinn hefði notið í fyrrgreindri bankastofnun á árunum 1969—‘74 í formi verðbréfakaupa hefði falið í sér hlutdeild stjórnenda bankans í ætluðum brotum Guð- bjarts. Erla Jónsdóttir sagði að rannsókn þessara þátta hefði verið vel á veg komin þegar Guðbjartur féll frá í marz 1977. M.a. hefðu skýrslur verið teknar af margnefndum einstaklingi og forstöðumanni bankans og þeir gefið sínar skýringar. Sagði Erla að lítil vinna væri eftir í málinu, aðal- lega gagnasöfnun. „Þið verðið að skapa ykkar eigin kvikmyndir” — Segir Werner Herzog, einn þekktasti kvikmyndastjóri Þjóðverja ÞÝSKI kvikmyndagerðar- maóurinn Werner Herzog er staddur hér á landi um þessar mundir á vcgum þýska bóka- safnsins. Werner sem er einn þekktasti kvikmyndastjóri Þýskalands í dag hefur haidið fundi með félagi íslenskra kvikmyndagerðarmanna og áhugafólki um kvikmyndagerð og rætt við þá um kvikmynda- gerð og erfiðlcika sem kvik- myndagerðarmenn eiga við að etja hér á landi. Herzog gerði sína fyrstu mynd árið 1962 og hefur alls gert 18 myndir, þar af 8 stuttar. Árið 1975 vakti Herzog fyrst athygli og var það er mynd hans „Aguirre" var sýnd. Nýjasta mynd Herzogs, „Nosfertau", ný útgáfa af sögunni um Dracula, hefur verið sýnd víða og fengið mjög góða dóma. Til dæmis sáu 250.000 Parísarbúar myndina á 20 dögum. Herzog hefur í 1 '/2 ár unnið að undirbúningi á upp- töku myndar sem tekin verður í Perú og sagði hann að það myndi taka sig 1 ár í viðbót að undirbúa hana þar sem aðstæð- ur þar væru erfiðar og um 10 þúsund manns taka þátt í gerð myndarinnar. Myndir Herzogs eru nokkuð óvenjulegar og hafa fáar þeirra verið sýndar hér á landi. Ein myndanna hefur verið sýnd hér í sjónvarpinu „Kaspar Hauser." Um kvikmyndagerðarlist hér á landi sagði Herzog að hún væri mjög skammt á veg komin Werner Herzog talar við blaða- menn í gær. Ljósm. ói.k.m. en hann væri viss um að hún ætti eftir að lifna. „Hér er mikið af ungum mönnum, sem hafa mikinn áhuga, en þá vantar stuðning," sagði hann. „Þið verðið að skapa ykkar eigin kvikmyndir, gera eitthvað nýtt. Nágrannaþjóðum ykkar myndi ekki líka við kvik- myndir ykkar ef þær væru eftir- líking Hollywood-myndanna. Það er eins og með íslensku bókmenntirnar. Þær eru víð- lesnar og lifa og eru ykkar eigin. Ungir kvikmyndatökumenn verða að vera frjálsir og losna undan gömlum hefðum, þetta var okkar reynsla," sagði Her- zog. Herzog sagðist fyrst hafa tekið eftir því þennan stutta tíma sem hann hefur dvalist hér hversu mjög Islendingar elska ljóðlistina. „Það er einmitt þess vegna sem mér líkar vel hér,“ sagði hann og brosti. um Reykjavíkur og Kópavogs út mánuðinn svo og í verzlunum. Ritgerðarsamkeppni meðal 9. bekkjar grunnskóla þar sem nemendur velja sér eitt af þremur verkefnum til að skrifa um 300 orða ritgerð: 1. Eru umferðarslys óumflýjanleg? 2. Eru fullorðnir til fyrirmyndar í umferðinni? 3. Hvað er hægt að gera til að bæta umferðarmenninguna? Fá allir þátttakendur viðurkenningu frá J.C. Reykjavík og þrjár ritgerðir verða verðlaunaðar með skíðaferð í Kerlingarfjöll, segulbandstæki og íþróttafatnaði. Dómnefnd skipa Guðmundur Þorsteinsson náms- stjóri umferðarfræðslu, Indriði Gíslason námsstjóri í íslenzku og Halldóra J. Rafnar kennari, félagi í J.C.R. Þá mun sjónvarpið taka til sýningar norska kvikmynd í ævin- týraformi er fjallar um hvernig umferðarreglurnar urðu til og hugleiðingar um umferðarmál og auglýsingar verða í dagblöðum og útvarpi. FÆREYSKAR konur á höfuð- borgarsvæðinu hafa með sér fé- lagsskap. sem heitir eftir sams konar kvenfélagi í Færeyjum, Sjómannskvinnu-hringurinn. — Félagskonur stuðla að starfsemi færeyskra sjómannaheimila. Fær- eysku konurnar hér hafa um árabil stutt byggingasjóð fær- eyska sjómannaheimilisins, sem cr í smi'ðum við Brautarholt. Verða konurnar með bazar í dag, sunnudag, í færeyska sjómanna- heimilinu við Skúlagötu, en slík- an bazar hafa þær haldið árlega. Ilann hefst kl. 3 síðdcgis og verður einkum hcimaunnin handavinna og heimabakaðar kökur á boðstólum. Á myndinni er formaður félagsins, frú Justa Mortensen, með sýnishorn af baz- armununum. Leiðrétting í FRÉTT um flugdeiluna í blaðinu í gær var sagt að sáttanefndin hefði átt óformlegan fund með stjórn Félags Loftleiðaflugmanna. Það er ekki rétt, nefndin átti óformlegan fund með fulltrúa félagsins. Mbl. biðst velvirðingar á þessari missögn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.