Morgunblaðið - 04.03.1979, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979
21
Þetta gerdist líka ....
Guðsmaður slær í gegn
I fyrsta skipti í mörg ár var fullt út úr dyrum þegar hinn 61 árs
gamli séra Kenneth Flenley í Bradfordí Englandi messaði á
dögunum. Ekki er þó alveg víst að blessaður klerkurinn hafi
beinlínis viknað yfir hinni nývöknuðu trúrækni sóknarbarna sinna.
Kynni að hafa hvarflað að honum þar sem hann stóð í stólnum og
horfði yfir hjörðina að einmitt daginn áður hafði hann neyðst til að
játa opinberlega að hann hefði um árabil haldið fram hjá konunni
sinni.
Hið valta veraldargengi
Ekki batnar byrinn fyrir fyrrum íranskeisara, því að nú er
smáfólkið sem fylgdi honum í útlegðina farið að þyrpast undan
merkjum. Sautján úr fylgdarliði keisarafjölskyldunnar tóku saman
pjönkur sínar og kvöddu í næstliðinni viku og tóku í þokkabót
traustataki hina forláta Boeing-þotu hátignarinnar til þess að
komast aftur heim til föðurlandsins.
Hér voru á ferðinni fjórir af áhöfn
flugvélarinnar, níu úr lífverði hins
fallna þjóðhöfðingja og fernt úr
þjónustuliðinu. Lífverðirnir segja
flestir að keisarinn hafi vitað að þeir
voru að yfirgefa hann og gert hvað
hann gat — og verið nánast klökkur
— til þess að teija þeim hughvarf; en
þotuna játa þeir samt að hafa tekið í
heimildarleysi og notað það sem
yfirvarp að hún þyrfti í reynsluflug.
Samkvæmt sömu heimild þynnist nú
óðfluga flokkurinn sem heldur tryggð við keisarahjónin í bágindum
þeirra; það væru þá helst „hundarnir þeirra tveir“, eins og
talsmaður hinna nýju valdhafa í Teheran orðaði það svo
illkvittnislega á dögunum. Aftur á móti kvað þeirra vera vel gætt í
Marokko þar sem hundruð þarlendra hermanna vaka yfir því að þau
verði ekki hrifsuð burt með valdi til þess að standa fyrir máli sínu
fyrir „byltingardómurum" hins miskunnarlausa Khomeinis. (Sjá
ennfremur „Stórlaxar bíða skuldadaga" hér í opnunni).
AugaiuU missti augað
Barbara nokkurHansen, sem er framreiðslustúlka í Morristown í
New Jersey og varð fyrir þeirri ógæfu að missa annað augað í ölæði,
hefur fengið sér dæmdar nær 27 milljónir króna í bætur frá
eigendum knæpu þeirrar þar sem hún fullyrðir að hún hafi óátalið
fengið að hvolfa í sig allt að 25 „sjússum" af Amaretto-líkjör. Hin 39
ára gamla Hansen bar fyrir réttinum
að hún hefði hnotið og stungist á
hlaupið á loftbyssu þegar hún lenti í
háarifrildi við eiginmanninn eftir að
hafa einhvernveginn haft það af að
klóra sig heim. Kviðdómurinn komst
að þeirri niðurstöðu að forstöðumenn
knæpunnar hefðu borið ábyrgð á því
hvernig frúin var á sig komin þegar
slysið varð og dæmdu henni fyrr-
greinda upphæð fyrir augnmissinn.
Að auki fékk bóndi hennar sem
svarar 3.200.000 króna fyrir spjöllin
á makanum.
Sjón er sögu ríkari
Austurríski nasistaveiðarinn
Simon Wiesentahl (myndin)
upplýsti í síðastliðinni viku að
hann hefði móttekið 30.000
bréf og upphringingar frá
Vestur-Þýskalandi síðan Holo-
caust, bandaríska sjónvarps-
myndin um þjóöarmorðið á
Gyðingum, var sýnd þar í
landi. Allt þóttist þetta fólk
búa yfir vitneskju um stríðs-
glæpamenn og ódæðisverk
þeirra. Wiesentahl, sem nú stendur á sjötugu, segist fyrir vikið hafa
komist yfir meiri gögn um stríðsglæpi á örfáum vikum en með
sleitulausri vinnu síðastliðinna tveggja ára. (Sjá lika „Hörmungar"
hér í opnunni).
Sitt lítið afhverju
Hætt við að kínverskur almenningur drekki sér ekki beinlínis í
Coca-Cola. Nú er sú stund að vísu loks runnin upp að hinn
bandaríski þjóðardrykkur sé á boðstólum í Kína — en enn sem
komið er sam einungis í einu einasta hóteli í Peking og er þar að
auki því aðeins falt að kaupandinn greiði fyrir hnossið í frönkum
eða dollurum ... Ónafngreind illgresistegund, sem bandarískir
táningar eru byrjaðir að nota sem vímugjafa, getur valdið svo
hroðalegum ofsjónum að þess eru jafnvel dæmi að neytendur hafni
sturlaðir á sjúkrahúsi, veinandi að hákarlar séu á hælunum á þeim,
albúnir að gleypa þá. Guardian, sem birtir fréttina, segir að
stjórnvöld á Bretlandseyjum hafi af þessu nokkrar áhyggjur. Hin
skæða jurt vex semsagt líka þar. ... Breska flugmálastjórnin
tilkynnti fyir skemmstu að „talandi tölva“ yrði senn tekin í notkun á
Heathrow flugvelli til þess að gefa flugstjórum upplýsingar um
veðrið. Tölvan mun taka við veðurfregnum á hálftíma fresti og
verða til viðtals um þær allan sólarhringinn á fjórum bylgjulengd-
um. ... Henning Viljoen heitir 32 ára gamall náungi í Pretoríu í
Kanada, sem var fyrir skemmstu dreginn fyrir rétt fyrir að
misþyrma konunni sinni á all nýstárlegan hátt satt best að segja.
Hann gaf henni á’ann og sparkaði í hana — og fleygði að svo búnu í
hana nærtæku apagreyi sem var gæludýr þeirra hjóna. Dómarinn
hótaði Viljoen að senda hann í tukthúsið ef hann hætti ekki þessum
apalátum, enda bætti aumingja dýrið gráu á svart með því að bíta
skotmarkið. ...
Finlux
LITSJÓNVARPSTÆKI
Verö
20,, kr. 415.000.-
22„ kr. 476.000.-
26„ kr. 525.000.-
SJÓNVARPSBÚÐIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SlMI 27099
Stórkostleg
fjolskylda
KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega
fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefur þaó sameiginlegt,
aó þar fara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög
hagkvæmt veró.
, THORN
KENWOOD
Hrærivélar
Blenderar
Rafhiöóu-
þeytarar
Eldavélar Kæliskápar
Gufugleypar Frystiskápar
Kaffivélar Frystikistur
Strauvélar Þurrkarar
HEKLA HR LAUGAVEG1170-172 — SÍMAR 21240-11687