Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Margrét HaUdórsdóttir hjúkrunarkona-Miiuiing Fædd 8. febrúar 1888 Dáin 27. janúar. 1979. Dagur líður. fajcur. frfður, flýgur tfðin í aldaskaut. daggeislar hnfga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öli dagsins þraut. (V. Briem) Þrátt fyrir, að á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar væri árferði tíðum hart, var sóknarhug- ur í ýmsum, hér í héraði sem víðar. Var þá, er líða tók á þetta tímabil, hafist handa um að reistur yrði læknisbústaður og sjúkraskýli á Hvammstanga, sem siðan tók til starfa svo sem til var stofnað. Ötulasti forgöngumaður þessarar framkvæmdar var Éggert Levy, hreppstjóri og sýslumaður á Ósum, ásamt öðrum áhuga- og áhrifamönnum í héraðinu, en að baki þeim stóð fjöldinn af héraðs- búum, ekki hvað sízt konurnar. En framkvæmd sem þessi, verður ekki ágæt af því einu að steinveggir rísi, heldur af því starfi sem þar er unnið innan veggja. Sú gæfa hlotnaðist þá einnig þessari stofnun, að brátt réðst til hennar hjúkrunarkona, að tilhlutan Eggerts Levy, sem átti eftir að starfa þar áratugum sam- an og gat sér traust, ástsæld og virðingu héraðsbúa, fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf. Þessi kona var Margrét Halldórsdóttir. Um ætt, uppvöxt og starf Margrétar framan af æfi veit ég lítið þar til að hún flytst hingað norður. Fædd var hún að Hrosshaga í Biskupstungum þann 9. febrúar 1888. Foreldrar hennar voru Halldór Halldórsson bóndi þar og Steinunn Guðmundsdóttir. Nám stundaði hún í tvo vetur við Kennaraskóla íslands. Ætla ég að þeir vetur hafi orðið henni næsta giftudrjúgir og mótað mikið lífs- viðhorf hennar sem margra ann- arra er nutu leiðsagnar hins ágæta skólamanns Magnúsar Helgason- ar. Norður hér fluttist hún, fyrst að Ósum og stundaði kennslu og almenn sveitastörf á Vatnsnesinu, unz hún tók að sér hjúkrunarkonu- starfið, eins og áður getur. Þar var hún komin að því starfi er hún helgaði líf sitt eftir það, meðan starfsdagur entist. Menntun hjúkrunarkonu hafði hún að vísu ekki. Hvarf hún því brátt að námi um tveggja ára skeið, við spítalana að Landakoti og Vífilsstöðum. Að því loknu hefst að fullu hennar langa og farsæla hjúkrunarstarf. Sjúkraskýlið á Hvammstanga var ekki stórt í sniðum og þæginda- snautt, sérstaklega hvað við kom hjúkrunarkonunni. Eitt smáherbergi var henni ætlað. Það var hennar eina athvarf þar. En Margrét dvaldi sjaldnast lengi í herberginu sínu. Mörgum sinnum tók hún þar inn sjúklinga, sem ekki áttu annað athvarf, blundaði sjálf í stól, milli þess að hún leit til sjúklinganna, en tíðum annaðist hún um þá bæði nótt sem dag. Og daglegu störfin, þau voru ekki lítil. Hún þvoði þvottana, hún sléttaði línið, hún þvoði gólfin. Jafnvel gat það borið við að hún annaðist matargerð. Það var alveg ótrúlegt hvað hún kom miklu í verk. Líkamsþrek hennar var mikið, þó átti hún enn meira sálarþrek, er óhætt að segja að hún vann ekki einasta tvöfalt verk, heldur öllu fremur margfalt. Margrét Halldórsdóttir var hjúkrunarkona af guðs náð. Hún lifði sig inn í starfið og með starfinu. Það var henni annað og meira en vinna, sem hún var ráðin til að leysa af hendi, það var henni lífsfylling. Á öllum tímum sólar- hringsins mátti til hennar leita. Hún taldi ekki eftir sér sporin eða handtökin, alla sína þjónustu lét hún í té, án þess að spyrja hvort það væri skylt eða eiginlega í sínum verkahring. Um þetta geta bæði ég og aðrir, sem nutum umönnunar hennar, vegna sjúkra- dvalar, bezt borið. Hún fórnaði kröftum sínum fyrir sjúklingana og stofnunina sem hún vann við. En hún gerði meira en það. Sjúkrasamlag var hér ekki á starfstíma hennar. Ræddi hún það eitt sinn við mig hversu brýn nauðsyn væri að koma á þeirri samhjálp, enda var hún reynslunni ríkari um það. Úr þessu hafði hún raunar bætt sem henni var unnt með stofnun styrktarsjóðs sjúkl- inga, á sumardaginn fyrsta 1933. Framlag hennar til sjóðsins var kr. sex þúsund sem var mikið fé á þeim tíma, væri það t.d. reiknað í verðmæti haustlamba en þau voru býsna verðlág á þessum kreppu- árum. Farið hefur fram árleg úthlutun úr sjóðnum, frá því hann var stofnaður, til illa staddra V. ..........................................■------------ Þau fást tilbúin fyrir gluggana, skápana eða hillurnar. Sjálf lagar þú breidd þeirra að hlutverkinu, gengur frá festingum og setur þau upp. Margvísleg mynstur og litir. SOMBRERO. Útsölustaðir á SOMBRERO rúllutjöldum: BYKO Kópavogi verslurun Brynja, Laugavegi 29 Reykjavík. Z-brautir og Gluggatjöld s.f , Ármúla 42, Reykjavík. Jón Fr. Einarsson versl., Bolungarvík. Einar Jóhannsson & Co., Siglufirði. Verslunin Brimnes, Vestmannaeyjum Verslunin Dropinn, Keflavik. Verslunin Málmur, Hafnarfirði. Og flest kaupfélög landsins. Hife, li'1*1'" ✓ %*** 9 ■ * r ^ i . ■ < $12 * v, '■ » » legusjúklinga á sjúkrahúsinu. Auk þessa lagði Margrét sig fram með að gera þeim sjúklingum sem bágast áttu dvölina sem kostnaðarminnsta, jafnvel með greiðslum og gjöfum. Hirti hún þá ekki um sinn hag, enda barst hún ekki á, að neinu leyti. En hjálpsemi hennar náði út- fyrir veggi sjúkrah^ssins. Fyrst eftir að útvarp kom á bæina, fylgdi þeim tækjum sem í notkun voru sá böggull, að tengja varð þau sýru- geymi. Þessa geyma þurfti að hlaða rafmagni. Rafstöð var við sjúkrahúsið, sú eina að ég ætla, sem um var að ræða fyrir allflesta til þessara nota. Þangað var svo farið með geymana og Margrét tók við þeim og annaðist hleðslu þeirra. Af þessu hafði hún talsverð ómök, enda þurfti aðgætni við. Gjaldið fyrir hleðsluna rann síðan í styrktarsjóðinn. Eigi að síður myndu, held ég fáir hafa tekið þetta að sér í hennar sporum, sem engan þyrfti að undra, en þannig var Margrét, sem bæði vildi gera öðrum greiða og efla sjóðinn, svo hann kæmi að sem beztum notum. Ekki var um að ræða langa tíma til útivistar fyrir hjúkrunarkon- una. Smástundir gáfust þó, líklega helst á nóttunni, til að rækta og hlúa að blómum við glugga sjúkra- stofanna, hennar herbergi var á móti norðri. Mörgum hefir orðið þetta til yndisauka, glatt skapið, létt sinnið, fært sjúkum frið í sál. Aukið trú hins sjúka manns á lífið, vaxtarmátt þess og fegurð. Þetta, einmitt þetta, var aðall Margrétar og takmark. Af engu gladdist hún heldur, eins og þegar sjúklingur hennar náði bata og gat horfið heim, glaður og heilbrigður. Árið 1954, um vorið, lét Margrét af störfum við sjúkrahúsið á Hvammstanga. Var hún þá kvödd með hófi, sem haldið var henni til heiðurs. Margar ræður voru fluttar þar, sem greinilega kom fram virðing, söknuður og hlýjar þakkir héraðsbúa fyrir frábær störf og henni árnað heilla. Kven- félögin höfðu gengist fyrir að henni voru færðar nokkrar gjafir, ein frá hverju félagi sem áþreifan- legan vott þakklætis. Síðar kom hún þó aftur til starfa við sjúkra- húsið, sem svara mun einu ári, á árunum 1955 til 1956, aö tilhlutan Harðar Þorleifssonar, sem þá var læknir á Hvammstanga. Eitt ár vann hún einnig við sjúkrahúsið á Vífilsstöðum. Starfstími hennar var þá orðinn langur og hafði reynt mjög á krafta hennar. Hún dvaldist síðan á heimili sínu í Reykjavík. Heilsunni fór hnignandi. Systur- sonur hennar, Halldór Þórðarson og kona hans á Litla-Fljóti i Biskupstungum, tóku hana þá til sín og önnuðust hana af alúð og kostgæfni. Að því kom þó, að hún þarfnaðist sjúkrahúsvistar, sem stóð henni opin þar sem hún hafði fórnað kröftum sínum lengst af, á sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Þar hlaut hún svo ljúfa og góða umönnun og hjúkrun af hálfu lækna og alls starfsfólks. Andlát hennar bar að þann 27. janúar s.l., er hana vantaði aðeins fáa daga til að ná níutíu og eins árs aldri. Þörf er þreyttum að hvílast. Guðmundur skáld á Sandi segir í ljóði: Enifi xetur þinnar þreytu þunga lagt á vogarskál. engi getur andvökurnar álnað- það er vonlaust mál. Getur nokkur fœrt til fiska fórnarlífsins gildi og mátt konu, er vann á öllum eyktum aldarfjðrðungs dag og nátt. En Margrét vann á öllum eykt- um — ekki einasta aldarfjórðung, raunar meir en aldarþriðjung og það er rétt, að engi getur lagt þreytu andvökunátta á vogar- skálar, né reiknast manngildi í krónum eða landaurum. Að tilhlutan stjórnar sjúkra- hússins fór fram minningarathöfn um Margréti hjúkrunarkonu að Hvammstanga þann 6. þ.m. Fór athöfnin fram í félagsheimilinu, þar sem viðgerð stóð yfir á sóknar- kirkjunni. Sóknarpresturinn, sr. Róbert Jack, prestur að Tjörn á Vatnsnesi, flutti kveðjuorð og þakkir, af hálfu héraðsbúa. Krikjukórinn söng undir stjórn Helga Ólafssonar organleikara. Var athöfn þessi látlaus og fögur. Sóttu hana margir íbúar héraðs- ins, þó voru þeir einnig margir er ekki gátu mætt þar, af ýmsum ástæðum. Margrét hafði óvenju heilsteypta og trausta skapgerð, vináttan staðföst. Þótt árin liðu hvert af öðru utan ættarsveitar, átti hún sterk ítök í hug og hjarta þessarar dóttur. Þar, í faðmi móður jarðar, vildi Margrét hvíla að síðustu. Jarðarför hennar fór fram að Torfastöðum í Biskupstungum laugardaginn 10. febrúar s.l. Dagur er liðinn. Fagur dagur starfs og líknar. Stjörnur minninganna skína í hugurri sam- ferðafólksins. Að sjálfsögðu einstaklingsbundnar, en þó í mörgu sameiginlegar. Að síðustu er það okkar allra mál: Blessuð sé minning Margrétar hjúkrunar- konu. Guðjón Jósefsson, Ásbjarnarstöðum. Kveðja-Þorsteinn Fr. Þorsteinsson Fæddur 16. desember 1959 Dáinn 18. febrúar 1979. Margs cr að minnast. margt er hér að þakka. Guði só lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Okkur langar til að þakka Þorsteini fyrir öll okkar kynni og samskipti. Það er svo undarlegt, að hann skuli vera farinn héðan svona allt í einu. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við þökkum fyrir öll heilræðin og ráðleggingarnar. Orðin hans og verkin lifa ennþá í hugum okkar hér, þó sjálfur sé hann ekki til staðar lengur Það eina sem við getum gert nú, er að óska þess að góður Guð blessi sál hans og veiti huga hans frið og hvíld, þvi við vitum að hann lifir enn. Jesús, bróðir okkar og frelsari. Þú þekkir dánarheiminn. Fylgdu vini okkar, þegar við getum ekki fylgst með honum lengur. Miskunnsami faðir, tak á móti honum. Heilagi andi, Huggarinn, vertu með okkur í þrautum. Amen Abba, Inga. Magga, Hildur, Helgi, Siggi, Sigga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.