Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 43 Umsjón:Séra Jóv Dalbú Hróbjarlsson Séra Karl Siyvrbjömsson Siyuróur Pálsson AUDROTTINSDEGI Æskulýðsdagurinn 1. sunnudagur íföstu Pistill 2. Kor. 6,1—10: Sjá, nú er hagkvæm tíö, sjá nú er hjálpræöisdagur. í engu gefum vér neitt ásteitingar- efni, til þess að ekki verði þjónustan fyrir lasti. Guðspjall Matt, j,l—11: Vík hurt, Satan, því að ritað er: Drottinn Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum. Bolluvöndurinn á, þótt undarlegt megi virðast, rætur að rekja til svipunnar, eða vandarins, sem menn slógu sig með í iðrunarskyni á föstunni. Svipan táknar iðrun og yfirbót. ,Prot þín skalt bljúgur játa, en bið þó Guð um náð...“ (PS. 16,W Það bezta sem þú getur gefið barninu þínu — er trú á Guð. I eðli barnsins er raunveruleg trúarþörf og -hneigð. Ekki sem vitsmunalegur „skilningur", heldur skynjun. Þegar því foí- eldrar taka þá afstöðu, að hafa þessa hluti ekki um hönd á heimilum sínum og forða barn- inu frá meintri „innrætingu" í barnastarfi kirkjunnar, þá eru þau að ræna barn sitt möguleik- anum til jákvæðrar og þrosk- aðrar trúarreynslu, stuðla að öryggisleysi þess og gera það opnara fyrir óhollri sefjun og trúarvingli allskonar á við- kvæmum mótunaraldri. En hvernig eiga foreldrar að bera sig að við þessa hluti? Yfirleitt má segja, að foreldr- ar telji sig vart til þess fær að miðla börnum sínum að þessu leyti, þar sem þá skorti til þess mikilvægar forsendur. Flestir telja sig ekki nógu trúaða og ekki nógu vel að sér í Biblíusög- um og kristnum fræðum. En mikilvægara er að börnin sjái og heyri, að foreldrarnir tali við Guð, heldur en um Guð. Það er nefnilega meir vert, að miðla því trúarreynslunni heldur en þekkingunni. Hún kemur. En án trúarreynslunnar verður þekk- ingin ein í lausu lofti og haldlít- il. Flestum verður virðing og helgin í bæn foreldris minning, sem endist þeim allt lífið, og má rekja trúarreynslu flestra manna til þess. Þess vegna ættu foreldrar að gera sér það að reglu að biðja við vöggu barns síns, þótt barnið skilji ekki, þá skynjar það. Síðar, þegar barnið er 3—7 ára, má kenna barninu að tala við Guð um það, sem á daginn hefur drifið, nefna vini og kunningja, gleðiefnin og áhyggjurnar frammi fyrir hon- um. Tilfinning barnsins fyrir samfélagi við foreldrana frammi fyrir Guði leggur dýr- mætan grundvöll að öryggi þess. Öryggistilfinningin er einmitt mikilvægt atriði. Allt of mörg börn eignast þá Guðsmynd, að Guð sé einhver gríðarstór lögga, sem taki alltaf eftir öllu, sem miður fer. Guðstraust margra barna hefur beðið tjón við það, að Guð hefur einungis komið til tals í sambandi við hótun eða refsingu, eða þá þegar dauðinn hefur gengið um garð. Þegar barnið vex upp, þá verður hin neikvæða og myrka guðsmynd til þess, að einstaklingurinn snýst öndverður gegn öllu, sem hefur með trú og kirkju að gjöra. Þess vegna þurfum við að gefa börnunum okkar trú, sem er traust á Guði, Guði lífsins og ljóssins, föður Jesú Krists. Þörf barnsins fyrir öryggi er fyrst fullnægt með snertingu og umönnun foreldranna. Síðar þróast það í að vera „fjar-sam- band“ — barnið er öruggt, ef það veit, að mamma er þar sem hún er vön, þótt það sjái hana ekki, þetta vitum við öll. En svona þarf samfélág barnsins við Guð að fá að þróast, sú nálægð Guðs, sem barnið skynj- ar í bæn móður eða föður, þarf að þróast í að verða lifandi meðvitund um návist hans allar stundir dagsins. Ekkert getur komið í stað handleiðslu for- eldra. Vissulega er góð kristin- fræðikennsla og barnastarf kirkjunnar ómissandi. En kristin trú er ekki þekkingar- atriði fyrst og fremst heldur lífsafstaða og lífsmáti. Barnið mótast ósjálfrátt af lífsmáta og afstöðu foreldranna. Barninu er það mun mikilvægara sem það sér og reynir, heldur en það, sem það heyrir. Það hefur meiri áhrif á lífsmótun þess, sem það sér í fari foreldra sinna en það, sem sagt er, að þau sjái virðingu og ástúð foreldranna, hjálpsemi og umhyggjusemi, líka gagnvart þeim, sem vandalausir eru, sjái foreldrana biðjast fyrir og sækja kirkju. Það er alls ekki nógu gott t.d. að foreldrar sendi börn sín í barnaguðsþjónustur en fari aldrei í kirkju sjálf. Fyrr eða síðar dregur barnið þá sjálf- sögðu ályktun af því, að þetta sé eitthvað sem engu máli skiptir í heimi hinna fullorðnu. Af þessu hefur trú margs unglingsins beðið óbætanlegt tjón. Forsíða á bæklingi sem notaður er í dag við guðsþjónustur, en yfirskrift dagsins er: Jesús og barnið. I bæklingnum er ávarp eftir herra Sigurbjörn Einarsson biskup þar sem hann segir m.a.: „Þú, vinur, sem lest þessar línur og átt barn, sem Guð hefur gefið þér. Horfðu í augu þess. Að baki þeirra augna er Jesús Kristur. Hann var sá fyrsti í sögunni sem vakti athygli á barninu. Hann gerði það með ógleymanlegum hætti. Einn allra meistara mannkyns og stórmenna tók hann börnin á kné sér og í faðminn og sagði: Leyfið börnunum að koma til mín.“ Alþjóðaár barnsins 1979 Æskulýðsstarf Þjóðkirk junnar Æskulgðsstarf Þjóðkirkiunnar í dag er æskulýðsdagur Þjóð- kirkjunnar. Þessi dagur hefur það markmið að vekja athygli á æskulýðsstarfi innan kirkjunnar og vekja áhuga æskunnar á mál- efnum kirkju og kristindóms. í flestum kirkjum landsins verður nú boðað til æskulýðsguðsþjón- ustu með þátttöku ungs fólks. Einnig verða æskulýðssamkomur á ýmsum stöðum. Af reynslu undanfarandi ára að dæma þá eru þessar guðsþjónustur og sam- komur mjög vel sóttar. En að líkum lætur má búast við að um 15000 manns sæki kirkju víðsveg ar um land í dag. Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar hefur verið í örum vexti undan- farin ár og er vert að vekja athygli á því hér. A biskupsstofu í Reykjavík er skrifstofa Æskulýðsstarfsins og eru þar 3 starfsmenn sem aðstoða æskulýðsfélög um allt land og útbúa efni fyrir barna- og æsku- lýðsstarf. Starfsmennirnir eru: Séra Þorvaldur Karl Helgason. Stína Gísladóttir og Hrefna Tynes. Á Akureyri er einnig skrif- stofa Æskulýðsstarfsins í Hóla- stifti og veitir hún ýmsa fyrir- greiðslu fyrir Norðuríand. í tilefni Æskulýðsdagsins báð- um við Stinu Gfsladóttur, aðstoðaræskulýðsfulltrúa að segja frá starfi æskulýðsfélaga innan þjóðkirkjunnar og fer frá- sögn hennar hér á eftir. Æskulýðsfélög innan kirkjunnar Æskulýðsfélög eða hópar eru starfandi innan kirkjunnar á 15—20 stöðum á landinu. Hópar þessir eru misgamlir og ólíkir að stærð. Sumir þeirra starfa á svipaðan hátt og af sama krafti ár eftir ár, hjá öðrum er meiri sveifla í starfseminni. • Æskulýðsfélög kirkjunnar starfa almennt meðal 13—20 ára unglingum. I nokkrum félögum er 12 ára aldurinn með, en hjá öðrum geta menn ekki fyrr en eftir fermingu. Markmið æskulýðsfélaga kirkj- unnar er að hvetja og styðja einstaklingana í því að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífsins og efla kristilegt líf og starf kirkj- unnar. Að þessu markmiði vinna þau með því að hafa helgistundir á samverum sínum, taka þátt í messum og veita ýmsa aðstoð í söfnuði sínum. Félögin hafa starfi sínu á ýmsa vegu eftir aðstæðum og áhuga. Af fjölbreyttum verkefnum má nefna: 1) Aðstoð í söfnuði sínum við barnastarf, messur o.fl. 2) Taka þátt í eða standa fyrir heimsóknum á stofnanir, svo sem sjúkrahús og elliheimili. 3) Útbúa jólagjafir, skreytingar eða annað til að gefa öldruðum eða sjúkum. 4) Heimsóknir í önnur æskuýðs- félög. 5) Ferðalög. 6) Blaðaútgáfa. 7) Mót eða námskeið. Auk þess má nefna sameiginleg verkefni margra félaga, svo sem mót, námskeið, ráðstefnur og fundi. Félögin á Norðurlandi hafa staðið sig best í samstarfi á breiðum grundvelli. Þau hafa með sér sérstakt æskulýðssamband kirkjunnar, ÆSK í Hólastifti sem stendur m.a. fyrir 2 árlegum mótum, blaðaútgáfu Æskulýðs- blaðsins og jólakortaútgáfu. Alls staðar eiga æskulýðsfélög krikjunnar við einhver vandamál að stríða. I stærri bæjum er samkeppni við aðra félagsstarf- semi, í fámennum þorpum er skortur á eldri árgöngum, sem geta tekið á sig ábyrgð og forystu, og í sveitum eru fjarlægðir til trafala. Af þessu mótast mismun- andi starfsfyrirkomulag. „Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunn- ar“ er eins konar tengiliður allra félaganna og veitir aðstoð við fundi, mót og annað eftir óskum og aðstæðum, útvegar efni o.fl. Æskulýðsstarfið hefur einnig staðið fyrir nokkrum námskeiðum fyrir æskulýðsleiðtoga. Gefst þá eldri félögum og öðrum, sem starfa í æskulýðsfélögum innan kirkjunnar eða hafa áhuga á starfinu, tækifæri til að þjálfa sig og kafa dýpra í því, hvað kristilegt æskulýðsstarf er. Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar hefur yfirlit yfir þá starfsemi sem fer fram og veitir upplýsingar um það, hverjum sem kynni að hafa áhuga á að vita meira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.