Morgunblaðið - 04.03.1979, Side 45

Morgunblaðið - 04.03.1979, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 45 TT ^7 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI 'att'uu vögnum án þess að að vera með eilíft kjaftæði við vagnstjóra í kstri, svindla sér óbeint inn, tefja vagnana með að láta þá hleypa sér út milli stoppustöðva, ætti það alls ekki að leggja leið sína í þá. Það er óþolandi að horfa uppá þetta dag eftir dag. Ekki efa ég að vagnstjórarnir eru eflaust orðnir mjög þreyttir á þessu. Sverrir Ólafsson“. • Draumur um ferðalag á ann- arri jarðstjörnu Mig dreymdi að ég væri staddur á öðrum hnetti ásamt samferðafólki mínu. Ferðalag okk- ar var með þeim hætti, að við höfðum flutzt hamförum (líkamn- ast) á þennan ókunnuga stað. Var ætlun okkar að rannsaka náttúrufar þessarar jarðstjörnu. Við stóðum öll vatnið upp í mitti og sást vatnið svo langt sem augað eygði. Vatnið var mjög grunnt á þessu svæði og var ljósbrúnn leir í botninn. Skiptist þar á mann- hæðadjúpir álar og grynningar. Varð ég strax var við boðaföll á grynningunum eins og þar væru fældir fiskar á ferð. En þegar ég gáði betur að, sá ég að svo var ekki. Mér til undrunar voru þetta „bjöllur" á við meðalstóra hörpu- skel og að mér sýndist í ætt við brunnklukkur. Ætlunin var að synda á móti sólu og sjá hvað yrði á vegi okkar. Að öllum líkindum munum við hafa verið sundfólk með afbrigð- um því okkur bar hratt yfir. Tók nú vatnið á sig aðra mynd og veitti ég athygli gríðarlangri röð dökkra kóralrifja sem skiptu þessum hluta vatnsins í tvo helm- inga. Ákvað ég að skoða þessa kóraltegund nánar og steig ég því upp á einn sem maraði hálfur í kafi. Lét kalksteinshnullungur undan þunga mínum og hvarf ofan í grængolandi hyldýpið. Sá ég þar grænleita pundfiska og virtust þeir vera hærðir nokkuð en vel skapaðir. Gróður var á hinum stærri kóröllum er líktist helst hávöxnum þörungum, nema blaðgrænan réð þar ríkjum. Eftir stutt ferðalag höfðum við fast land undir fótum og geri ég ráð fyrir að landið hafi verið eyja umlukt þessu stóra vatni. Bar eyjan menjar þess að byggt og búið hefði verið þarna einhvern tímann í fyrndinni. Glöggt mátti sjá rústir hálfhruninna bygginga. I einni hvelfingu þessara fornu bygginga rákumst við á fornt tæki, sem starfaði ennþá þrátt fyrir sinn háa aldur. Ekki bar ég, né mitt samferðafólk, kennsl á slíkt tæki, enda veltum við vöngum yfir þessum furðuhlut. Þurftum við ekki að bíða lengi eftir svari, því að fyrir okkur bar ókunnar svip- myndir af einhverju furðudýri í ætt við „bjöllur". Var skepna þessi geysistór og sló hvítum bjarma á allan skrokk hennar. Geri ég ráð fyrir að furðuskepna þessi hafi haft lungu og andað með hætti hvala, því öndunarfæri hennar eða vit voru á baki hennar eða á hnakka. Vissi ég þá að tæki þessi voru í einhverju sambandi við þessi furðudýr og um leið hvarf þessi sýn okkur, jafnskjótt og hún kom. Urðum við þess allt í einu áskynja að við værum óvelkomin á þennan jarðhnött. Vitsmunaverur þær (sem við kunnum engin deili á) sem byggðu þessa jörð, voru að leita okkur uppi og höfðu illt í hyggju. Við sem vorum í leiðangri þess- um, vorum ljóshært, bláeygt, fal- legt og góðviljað fólk, með mikinn rannsókna-áhuga. En ekki munu frumbyggjar þessir hafa kunnað að meta heimsókn okkar, þar sem þeir vildu útrýma okkur. Þá dettur manni líka í hug, hvernig vera muni hugarfar sumra jarðarbúa til íbúa annarra hnatta — ef þeir kæmu hingað í heimsókn. Þorsteinn Sveinsson Víkingur 9759-2055. Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN Bræóraborgarstig1-Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu) VORNAMSKEI Þessir hringdu • Furðuleg skrif Kæri Velvakandi! Oft hef ég undrast þá ég hefi augum litið síður Velvakanda í Morgunblaðinu, stærsta og virt- asta blaði þessa lands, þau furðu- legu skrif, sem þar birtast. Eitt sinn er mér ofbauð alveg, hringdi ég til blaðamanns þess, sem þá sá um Velvakanda og spurði hvort engin takmörk væru fyrir því sem þar birtist. Mér var tjáð að allir landsmenn ættu aðgang að þessum pósti, svo framarlega að þeir skrifuðu undir réttu nafni og heimilisfangi. Látum nú vera þó SKAK Umsjón: Margeir Pótursson í flokkakeppni Ungverjalands í fyrra kom þessi staða upp í skák hins aldna stórmeistara Laszlo Szabo, sem hafði hvítt og átti leik gegn Tompa. Svartur drap í síðasta leik biskup sem stóð á c4, en hvítur lét sig það engu skipta og lék: 13. d5! (Ekki 13. Dxc4 - Bb5) Rxd5 (Ef 13. .. .exd5 þá 14. Bg5 og vinnur) 14. Dxh8 - Db6 15. Bg5 — Dxb2 16. Rd6+! og svartur gafst upp. húsmæður í austur- eða vestur- bænum lýsi yfir stjórnmálaskoð- unum sínum eða fólk tini til eitt og annað sem því þykir betur mega fara, en út yfir tekur þegar reitt og hatursfullt fólk notar þessa dáika til þess að hefna sín á þeim, sem því þykir hafa misgert við sig og nefnir bæði nafn þess og starf, þá þykir mér mælirinn fullur. Gerir fólk sér grein fyrir því hvað þetta getur valdið miklum sársauka og leiðindum, ekki ein- ungis hjá þeim sem hefnast átti á heldur líka á heimili hans og vandamönnum. Ég hefi orðið vitni að þessu í dálkum blaðsins að undanförnu og mér er spurn: móðgist ég við einhvern af- greiðslumann eða konu eða stræt- isvagnstjóra, á ég þá greiðan aðgang að Velvakanda til að níða hann og rægja, eða get ég sjálfur átt von á því sama? Fólk er eins misjafnt og það er margt og því full ástæða fyrir Velvakanda að vinsa úr þeim skrifum, sem honum berast svo engan saklausan meiði eða skemmi og að póstur hans verði ekki einungis að ruslakörfu heldur að sorptunnu misjafnra manna. HÖGNI HREKKVISI S^3 SlGóA V/GGA £ ‘I/LVtRAU VEFNAOUR — Kvöldnámskeið 26. marz — 23. maí Kennt: mánudaga — miðvikudaga - fimmtudaga kl. 20-23. | MYNDVEFNAÐUR — Kvöldnámskeið 30. marz — 8. júní Kennt: föstudaga kl. 20—23. VEFNAOUR FYRIR BÖRN — Dagnámskeið 22. marz — 8. maí Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 16—18. UPPSETNING VEFJA — Kvöldnámskeið 28. maí — 6. júní Kennt: mánudaga - þriðjudaga - miðvikudaga kl. 20—23. ÞJÓÐBÚNINGASAUMUR — Kvöldnámskeið 13. marz — 8. maí Kennt: þriðjudaga kl. 20—23. KNIPL — Dagnámskeið. 10. marz — 19. maí Kennt: Laugardaga kl. 14—17. TÓVINNA — HALASNÆLDUSPUNI 21. marz — 2. maí Kennt: miövikudaga kl. 20—23. Kvöldnámskeiö HNÝTINGAR — Kvöldnámskeið 13. marz — 10. apríl Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 20—23. )HNÝTINGAR — Kvöldnámskeið ,24. apríl — 22. maí Kennt: þriðjudaga — fimmtudaga kl. 20—23. VATTTEPPAGERD (quilting — patchwork) dagnámskeið 12. marz — 14. maí Kennt: mánudaga kl. 17—20. | VATTTEPPAGERÐ (quilting — patchwork) kvöldnámskeið i 12. marz — 14. maí Kennt: mánudaga kl. 20—23. ÚTSKUROUR — kvöldnámskeið 14. marz — 18. apríl. Kennt: miðvikudaga — föstudaga kl. 20—23. Kennslugjöld greiðist við innritun. Innritun fer fram hjá ÍSLENZKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3. VÍ/6 5WL VÓ v/oAl 0$m \IALS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.