Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 MORö'JN/ KAFr/NÖ GRANI GÖSLARI Hann verður eftirleiðis að sitja frammí! Jæja, nú verð ég að hætta. Ég er búinn að segja þér miklu meira um hana en ég veit. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Ahugasamir bridgespilarar muna eftir sænsku meisturunum Anders Morath ok Hans Göthe, sem voru gestir Bridgefélags Reykjavíkur á Stórmóti félagsins á si'ðasta ári. Þá komu þeir og sigruðu og eflaust munu margir fylgjast með hvort norðmönnun- um Per Breck og Reidar Lien tekst jafnvel en þeir verða gestir félagsins á Stórmótinu um miðjan þennan mánuð. í spili dagsins reyndist létt opnun svi'unum vel í heims- meistarakeppninni 1977 nokkrum mánuðum fyrir komu þeirra hingað. Suður gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. 6 H. D108 T. Á10862 7942 COSPER Haltu á tvíburunum, rétt á meðan ég sæki hina tvo! Leiðinleg Valvakanda hefur borizt bréf frá 15 ára gömlum pilti þar sem hann lýsir skoðunum sínum á hegðun eldra fólks. Bréfið er svo hljóðandi: „Mig langar til að koma á framfæri skoðun minni á skilti nokkru og þó sérstaklega gömlu fólki. Skilti það sem stendur fyrir ofan strætisvagnastjórana virðist vera gersamlega óþarft: „ViðraAur hannaðar við vagn- stjóra í akstri“. Hinar strætis- vagnareglurnar sem standa líka á svörtu skilti eru líka brotnar, en þó sérstaklega þessi. Gamalt fólk hlýtur að gera sér grein fyrir til hvers skilti þetta er. Það er ekki uppá punt, það er ekki notað sem spegill, ekki heldur sem hárgreiða, skilti þetta er til að koma í veg fyrir að fólk (þó sérstaklega gamalt fólk) sé sí- kjaftandi við vagnstjóra. framkoma Gamalt fólk virðist kunna að nota ellina, nota hana einum of gróft. Það kemur inn í vagninn, fer strax að kjafta við vagnstjórann og reynir að vingast við hann til að sleppa við að borga. Hlær svo lúmskulega af smá jái eða neii er kemur úr munni þreytts vagn- stjórans. Svo segir það kannski á eftir: „Hann var sterkur þessi," og lætur vagnstjórann halda að hann sé húmoristi, sem hann auðvitað gerir og er ekki. Þegar líður á ferðina og áfangastaður gamla gamla fólksins er að nálgast, biður það vagnstjórann óvenju vingjarn- lega að hleypa sér út nálægt húsi þeirra (milli stoppustöðva) og kveður vinalega til að geta leikið þetta aftur og aftur. Sjálfur er ég 15 ára, ég get gengið, gamla fólkið getur líka gengið, þó kannski aðeins aum- ingjalegar. Því ætti það að muna um ca. 100 metra. Ef gamalt fólk getur ekki ferðast með strætis- Vestur S. K108 H. K9 T. G73 L. D8652 L. G1073 Suður S. D92 H.765432 T. K9 L. K4 Austur S. ÁG7543 H. ÁG T. K54 L. Á9 Á öllum sex borðum keppninnar voru spilaðir 4 spaðar í austur. En aðeins Göthe og Morath tókst að hnekkja þeim, í leik við Formósu, eftir þessar sagnir. Suður Vestur Norflur A ust ur F [' 1 TIkuII Dobl I Hjarta 2 l.aul P 2 Spaðar P 3 Spaðar P 4 Spaðar Göthe spilaði út tíguldrottningu, Morath gaf og austur reyndi þá að endaspila norður enda bjóst hann vrð laufkóngnum þar eftir opnun- ina. Austur tók því á spaða- ás-kóng, hjartakóng og ás og spilaði tígli. En norður gat spilað lauf, Gothe fékk á kónginn og spaðadrottninguna, sem auk tígul- slaganna tveggja þýddi einn niður. Að vísu gat Formósumaðurinn unnið spilið með því að svína spaðanum en engu að síður valdi hann góða úrspilsleið. Á hinum borðunum fimm spilaði suður út hjarta enda ekki fengið sögn norðurs sér til leiðbeiningar. „Fjólur — mín Ijúfa" 75 Uún strauk hárið frá enninu og tók um hönd hans og lagði hana að. — Mikið vildi ég að þú hætt- ir að tala sífellt um þessa árás. Það er ekki skrítið þótt þú hafir einhverju gleymt fyrst höggið hefur verið svona mikið þegar þú rakst þig í rúðuna. Rödd hans var hlý en Susanne hafði sterkiega á til- finningunni að ekki væri nóg með að hann tortryggði hana heldur væri hann Ííka orðinn fullur fyrirlitningar á henni, vi?gna staðhæfinga sinna, sem honum virtist fyrirmunað að trúa. — Við erum á stígnum núna, sagöi hún. — Leyfðu mér að sýna þér hvernig þetta bar að. Það var einmitt hérna sem ég bremsaði og ég hljóp að Einari sem lá á veginum. Hún gekk nokkur skref og kraup niður. — Ég beygði mig svona nið- ur, sagði hún. — Ég kraup við hlið hans og þá heyrði ég allt í einu hljóð að baki mér og sneri mér við... Hún sneri sér snögglega við eins og hún hefði gert um kvöldið, en svo stirðnaði hún upp af skelfingu. Það leið ef til vill ekki einu sinni sekúndu- brot en henni var það sem heii eilífð. Niðadimmt myrkrið, ónáttúrleg kyrrðin umhverfis þau og Martin scm gnæfði yfir hana og hafði lyft hendinni eins og hann byggist til að veita henni högg. Hún sá ekki hvort hann hélt á einhverju í hendinni, hún heyrði aðeins rödd hans. Það var rödd Martins og þó var það ekki rödd hans. Röddin sem venju- lega var svo hlý og vinaleg var nú undarlega hljómlaus. Og lágróma sagði þessi ókunnuga rödd: Framhaldssaga eftir Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi ____________ — 0, bannsettur lygarinn þinn... Meira hcyrði hún ckki. Skelf- ingin gaf henni krafta og við- bragðsflýti sem hún hafði ekki vitað sig búa yfir. í flýti rauk hún á fætur og hljóp eins og fætur toguðu frá þessari ógn- andi upplyftu hönd. Hún rudd- ist gegnum skóginn og hún hrasaði um trjáhúta, en áfram hljóp hún sem viti firrt og hcyrði sér til ósegjanlegs léttis að röddin sem kallaöi á hana fjarlægðist óðum en hvert hljóð og þrusk vakti henni hræðslu og hún hrökk við í sífellu. Nú gat hún ekki cfast. Martin var morðinginn. Martin sem hún hafði elskað og hafði ætlað að myrða hana fyrir fáeinum andartökum. Hún varð að kom- ast á brott, svo að hann fyndi hana ekki. Bara að hún ramb- aði nú á þjóðveginn. Grátandi, másandi og hras- andi hélt hún áfram hlaupum sínum gcgnum skóginn. . 16. kafli — Jæja, svo að moróinginn leitar aftur á staðinn. Við verðum að nema staðar og spyrja hvað hann er að gera hér. Martin hafði sézt í skininu frá luktunum á bíl Bernilds og hann nam staðar. — Úti í gönguferð, sagði hann og skrúfaði rúðuna niður. Martin starði á hann tómlát- legu augnaráði, svo var cins og hann rankaði við sér og hann brosti en örvæntingarsvipur- inn stakk í stúf við þá kurteisi sem hann var að reyna ai^sýna. — Já. ég gæti kannski feng- ið að sitja í, sagði hann hljóm- lausri röddu og opnaði dyrnar. — Ég a'tlaði ekki hcim á Eikarmosabæ, heldur niður á Hrólfskrá, svaraði Bernild. — Mér cr hjartanlcga sama hvert þér ætlið, svaraði Martin rólega. — Ég þarf á því að halda að vera samvistum við vitsmunaveru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.