Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 14
14 - MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Þakka frábæran og einstakan hlýhug í minn garð á sjötugs afmæli mínu. Gæfan fylgi ykkur ár og síó. Jón Gíslason, Úthlíd 5. EINSTAKT TÆKIFÆRI Vegna brottflutnings eiganda er til sölu snyrti- og heilsuræktarfyrirtæki. Fyrirtækið er í öruggu leiguhús- næði. Til greina kemur einnig sala á tækjum og aðstöðu til flutnings t.d. í eigið húsnæði. Hér er um að ræöa traust fyrirtæki, með stóran hóp fastra viðskiptavina og mjög arðvænlegt fyrir rétta aðila. Tilboð sendist Mbl. merkt: „D — 88“, fyrir 12. marz. ELDHÚS-OG BftDINNRÉTTINGAR ISIMOREMA eru fallegar og vandaðar norskar innréttingar. Höfum sett upp eldhús- og baðinnréttingar í húsnæði okkar. Þar gefst yður kostur á að sjá hinar ýmsu gerðir, ef til vill er einhver sem hentar yður. Komið og skoðið þessar glæsilegu innréttingar og leitið upplýsinga. Það er ekki oft sem þér fáið yður nýtt eldhús, þess vegna verður að vanda valið. Örfáar baöinnréttingar til afgreiöslu strax. Opiö í dag 13—18. innréttinga- húsiö Háteigsvegi 3 105 Reykjavík Verslun simi 27344 * Skrifstofa sími 27475 Einn, tveir og þrír og húsið er á grunninum! ... en kostir einingarhúsa frá BYGGINGARIÐJUNNI HF eru fleiri: Fleiri stæröir og geröir grunnmynda fygirliggjandi. 1) ÚTLIT húsanna er stílhreinna og íburö- armeíra heldur en almennt gerist hér á landi. 2) BYGGINGARTIMI styttist þar sem hægt er aö vinna við húsgrunninn samtímis því sem einingarnar eru framleiddar og síöan er húsið reist á 1—2 dögum. 3) BYGGINGARKOSTNAÐUR lækkar ótvírætt samkvæmt feng- inni reynslu af einingarhúsum. Aflað verður hagstæöra tilboða í sem flesta verkþætti og efnisliói (gler, glugga, ofna o.fl.) og kaup- endum gefinn kostur á að ganga inn í tilboðin. 4) ÚTVEGGIR eru steyptir í einingum í stálmótum með sléttri eða mynstraðri áferð. Þeir eru með innsteyptri 3” einangrun og grófpússaðir undir málningu að innanverðu. Þá eru gluggakarmar innsteyptir. Gerð útveggja tryggir að steypusprung- ur myndast ekki, enda hefur 10 ára reynsla hér á landi sýnt, að út- veggir at þessari gerð standast vel íslenskt veðurfar. 5) ÞAKPLÖTUR eru úr steinsteyptum einingum sem hindrar að eldur geti komist í þak og eru tilþúnar undir málningu að neðanverðu. 6) LAGNIR Vatns- og hitarör úr eir svo og raf- magnsrör eru felld inn í einangrun útveggja. Eirrör hafa þann kost fram yfir stálrör, að tæringarhætta er lítil sem engin. 7) FYRIRHÖFN BYGGJANDANS minnkar stórlega þar sem út- veggja- og þakeiningarnar koma tilbúnar. Það sem eftir er að lokinni reisingu og frágangi þaks, er að- gengileg innivinna óháð veðurfari. 8) EININGAR ÚR STEINSTEYPU er varanlegt og traust byggingar- efni ef það er notað á réttan hátt. Ath.: Enn eru örfá hús til ráðstöfunar í fyrstu afgreiðslu. Þeir lóðarhafar sem vilja komast par að hafi sem fyrst samband við skrifstofuna. BYGGINGARIÐJAN HF — fslenskur iðnaður SÍMI 3 66 60 P.O.BOX 1223 BREIÐHÖFÐI 10-110 REYKJAVÍK Á öskudaginn lét þessi ófögnuður sjá sig á Húsavikurgötum, er varð fljótt að draga sig í hlé og flýja, því „reyklausa fylkingin“ réðst að honum og stökkti á flótta. Ljósm.: Abbi Tillaga Sjálfstædis- þingmanna um stefn- una í land- búnadi lögd fyrir Bún- aðarþing Þingsályktunartillaga 10 þingmanna sjálfstæðis- manna um stefnumörkum í málefnum landbúnaðarins, sem Pálmi Jónsson og fleiri hafa lagt fram á Alþingi, var í gær lögð fram á fundi Búnaðar- þings af stjórn Búnaðarfé- lags íslands. Frá efni tillögunnar hef- ur áður verið greint hér í blaðinu en í henni er meðal annars lagt til að grundvall- aratriði stefnumörkunar í málefnum landbúnaðarins verði, að eignarrétturinn verði verndaður og sjálf- eignarábúð bænda tryggð, hagkvæmni í rekstri og fjöl- breytni í framleiðslu land- búnaðarins verði aukin, bændum verði tryggð lífs- kjör á borð við aðra þjóðfé- lagsþegna, framleiðsla bú- vara verði a.m.k. nægileg fyrir þarfir þjóðarinnar í víðtækri merkingu og byggðakeðja sveitanna verði ekki rofin. Meðal leiða til að ná þessu marki cr lagt til í ályktuninni að gerð verði úttekt á þjóðhagslegu gildi svokallaðrar umfram- framleiðslu í landbúnaði, teknir verði upp beinir samningar milli fulltrúa bænda og ríkisvaldsins og verði þar meðal annars samið um verðtryggingu ríkisins á tilteknu heildar- framleiðslumagni þeirra búvara, sem nauðsyn ber til að verðtryggja. Gert er ráð fyrir að útflutningsbóta- kerfið falli inn í slíka samn- inga. AIUILYSINGASIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.