Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 17 Hvað finnst þeim um fálka- orðuna? Morgunblaðið tók f jóra vegfarendur í Austur- stræti tali og spurði um álit þeirra á fálkaorðunni og orðuveitingum, enn- fremur, hvort viðkomandi tæki við orðu, ætti hann þess kost. Hún er ekki fyrir mig „EG safna nú merkjum, félags- merkjum og svoleiðis, þannig að ég er í sjálfu sér ekki andvígur slíku,“ sagði Robert Schmitt. „Um fálkaorðuna segi ég ekki neitt. Þeir mega skreyta sig með henni sem vilja. Hún er ekki fyrir mig.“ Hvorki með eða á móti „EG hef í sjálfu sér ekkert álit á fálkaorðunni, hvorki með eða á móti,“ sagði Sigurlaug Hilmars- dóttir. „Þessar orðuveitingar hafa engin áhrif á mig. Mér finnast þær allt í lagi, en ég hugsa ekkert út í þær. Eg veit ekki einu sinni, hvort ég tæki sjálf við orðu eða ekki.“ Tæki ekki við því sem ekkert er „MÉR finnst hún einfaldlega ekkert vera,“ sagði Guðmundur Blöndal. „Hér er enginn orðu- menning, þannig að þetta kemur út sem hálfgerð vitleysa. Ég tæki ekki við því sem tel ekkert vera.“ Einhvers konar stundargaman „EG er ekkert sérstaklega fylgjandi orðum og orðuyeitingum.“ sagði Helga Eiríksdóttir. „Ég lít ekki á þetta sem beinan hégóma, eins og sumir tala um. Verður ekki að skila þessu aftur, þegar viðkomandi deyr? Er þetta þá ekki einhvers konar stundargaman? Ég óskaði ekki eftir því að fá orðu, ef ég ætti um að velja, en ég skal ekki segja, hver viðbrögðin yrðu, þegar á hólminn yrði komið." Hús Félags einstæðra foreldra að Skeljanesi 6. Ljósm. Mbl: ól.K.M. Heppilegra ef félagið sjálft fengi orðuna — segir Jóhanna Kristjónsdóttir Orðuveitingar til erlendra manna auð veldari viðfangs en til íslendinga — segir Birgir Möller orðuritari Fékk ungur það álit að bezt væri að standa utan við þetta segir Eysteinn Jóns- son fyrrv. ráðherra „ÉG tók þá reglu snemma að taka ekki við orðum,“ sagði Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráðherra, er Mbl. spurði hann, hvers vegna hann hefði á sínum tíma hafnað fálka- orðunni. „Astæður mínar eru af persónulegum toga og ég fékk ungur það álit að bezt væri að standa utan við þetta allt saman," sagði Eysteinn. Mbl. spurði Eystein, hvort hann hefði á Alþingi einhvern tímann beitt sér fyrir eða gegn orðuveitingum eða breytingúm á þeim og kvað Eysteinn sig ekki reka minni til þess, að hann hefði nokk- urn tímann tekið þátt í um- ræðum á Alþingi um fálka- orðuna. Eysteinn Jónsson „FYRST þegar það var fært í tal við mig, hvort ég vildi veita fáikaorðunni viðtöku. þá runnu á mig tvær grímur,“ sagði Jóhanna Kristjónsdóttir í samtali við Mbl., en Jóhanna var meðal þeirra, sem fengu fálkaorðuna um áramótin. „Persónulega er ég heldur á móti orðuveitingum, en hins vegar var mér ljóst, að hér var ekki um mína litlu sál að ræða heldur það féiag, sem ég er formaður fyrir, Féjag einstæðra foreldra. Út af fyrir sig hefði verið ósköp auðvelt að yppta bara öxlum og segja nei takk. Það hefði ég getað gert umhugsunarlaust, ef orðu- veitingin hefði til dæmis komið til vegna ritstarfa minna, því þau á ég sjálf. En mér fannst eftir nokkra umhugsun að orðuveiting- in sjálf væri slík viðurkenning á starfi Félags einstæðra foreldra, að ég gæti ekki haft hana af félaginu. Það hefði auðvitað verið miklu heppilegra að félagið hefði fengið orðuna sjálft og svo hefðum við félagarnir getað skipzt á um að bera hana fyrir hönd félagsins. Þá hefði orðan líka verið áfram í eigu félagsins sem nokkurs konar minnispeningur um mikilvæga viðurkenningu. Því miður má ekki svona lagað, því orðan skal bundin persónu og hengd á hana.“ „GAGNSEMI orðuveitinga til erlendra manna tel ég ótví- ræða,“ sagði Birgir Möller orðuritari, er Mbl. ræddi fálka- orðuna við hann. „Með orðunni er unnt að þakka greiða, sem íslandi er gerður og ekki er hægt að borga fyrir peninga eða gefa gjöf fyrir. Við getum tekið sem dæmi kjörræðismenn okkar erlendis. Starf þeirra er ólaunað og fálka- orða er þá viðurkenning frá íslenzku ríkisstjórninni fyrir þau störf. I sambandi við Vest- mannaeyjagosið var óhemju peningaupphæðum safnað á Norðurlöndunum. Þá kom fálka- orðan sér ákaflega vel, því ekki var hægt að senda þessum mönnum peninga aftur. Margir einstaklingar erlendis hafa lagt á sig mikið starf við að greiða götu íslenzkra námsmanna þar og fálkaorðan er þá þakklætis- vottur okkar fyrir það. Orðuveitingar til erlendra manna eru mun auðveldari við- fangs en orðuveitingar til Is- lendinga. Það eru svo hreinar línur með útlendingana, en hins vegar er miklum erfiðleikum bundið að velja einstaklinga úr hópi samlanda sinna og þau mál eru öll miklu viðkvæmari og vandmeðfarnari. Svíar hafa til dæmis fellt úr gildi orðuveiting- ar til sænskra manna og veita nú aðeins útlendingum orður sínar. Viðhorf manna til fálkaorð- unnar eru að ég held ákaflega persónuleg og auðvitað sýnist mönnum sitt hvað um hana sem Birgir Möller aðra hluti. Hér á landi hafa komið fram raddir um að leggja orðuna niður og einnig um að velta hana aðeins erlendum mönnum. Hins vegar voru Kan- adamenn nýlega að koma sér upp orðu. Þannig eru ýmsir straumar í þessu." Af hverju berjast fgrir afnámi skipulags en við- halda gtri táknum þess? — segir Gylfi Þ. Gíslason fyrrv. ráðherra „AF forystumönnum Alþýðu- flokksins þegar ég kom í hann, hélt Haraldur Guð- mundsson einn fast við það að taka ekki við orðum. Og ég fetaði í fótspor hans,“ sagði Gylfi Þ. Gíslason fyrrum for- maður Alþýðuflokksins, er Mbl. spurði hann um ástæður þess, að hann hafnaði fálka- orðunni á sínum tíma. „Það hefur yfirleitt verið reglan hjá sósíaldemókrötum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð að taka ekki við orðum," sagði Gylfi, „en hins vegar ekki föst regla hjá Finnum eða hérlend- is. Að vísu hafa einhverjir breytt til, þegar þeir létu af stjórnmálaafskiptum og fóru til starfa í utanríkisþjónustu, en höfuðreglan hjá Dönum, Svíum og Norðmönnum er að taka ekki við orðum. Þessi afstaða byggist fyrst og fremst á því, að séu menn á móti aðli og stéttaskiptingu, þá eigi þeir ekki að halda í úrelt tákn um forréttinda- stéttir. Af hverju skyldu menn berjast fyrir afnámi skipulags en viðhalda síðan ytri táknum þess? Hins vegar er það rétt, að meðan ég var menntamálaráð- herra, þá mælti ég með því að menn fengju fálkaorðuna. Einkum átti það við um lista- menn. Þetta gerði ég fyrst og fremst af því að fyrst kerfið var til og aðrir vildu þetta, þá væri þó betra að sjá til þess að þeir fengju viðurkenningu, sem ættu hana tvímælalaust skilið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.