Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 amalt og ott... Kvíöi ég fyrir aö koma í Fljót, kvíöi ég fyrir Sléttuhlíö, kvíöi ég ríöa kulda mót. Kvíðvænleg er þessi tíö. Fagurt er í Fjöröum, þá frelsarinn gefur veöriö blítt, hey er grænt á göröum, grös og heilagfiskið nýtt. En þá veturinn aö þeim tekur aö sveigja, veit ég enga verri sveit um veraldar reit. Menn og dýr þá deyja. Látra-Björg Lagavísa Forlög koma ofan aö, örlög kringum sveima, álögin úr ýmsum staö, en ólög fæöast heima. Páll Vídalín Læt ég fyrir Ijósan dag Ijós um húsiö skína, ekki til aö yrkja brag eöa kiþþa neinu í lag, heldur til aö horfa á konu mína. Páll Ólafsson Kviðlingar og viðlög Týnt hef ég hnífi, troöiö hef ég skó, hallast ég á hestinum, en ríöa verö ég þó. Laxinn stekkur strauminn á og stiklar á höröu grjóti. Illt er aö leggja ást viö þá er enga kann á móti. Margur þrísar sumariö fyrir fagran fuglasöng, en ég hæli vetrinum, því nóttin er löng. Ur þjóðsögum Dansinn Einu sinni til forna var prestur í Hruna í Arnessýslu sem mjög var gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Það var ávallt vani þessa prests þegar fólkið var komið til kirkju á jólanóttina að hann embættaði ekki fyrri part næturinnar, heldur hafði dansferð mikla í kirkjunni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðrar ósæmilegar skemmtanir langt fram á nótt. Presturinn átti gamla móður sem Una hét; henni var mjög móti skapi þetta athæfi sonar síns og fann oft að því við hann. En hann hirti ekkert um það og hélt teknum hætti í mörg ár. Eina jólanótt var prestur lengur að þessum dansleik en venja var; fór þá móðir hans sem bæði var forspá og skyggn, út í kirkju og bað son sinn hætta leiknum og taka til messu. En prestur segir að enn sé nægur tími til þess og segir: „Einn hring enn, móðir mín.“ Móðir hans fór svo inn aftur úr kirkjunni. Þetta gengur í þrjár reisur að Una fer út til sonar síns og biður hann að gá að guði og hætta heldur við svo búið en verr búið. En hann svarar ávallt hinu sama og fyrri. En þegar hún gengur fram kirkjugólfið frá syni sínum í þriðja sinn heyrir hún að þetta er kveðið og nam vísuna: „Hátt lætur í Hruna, hirðir þangað bruna; svo skal dansinn duna að dregnir megi það muna. Enn er hún Una og enn er hún Una.“ Þegar Una kemur út úr kirkjunni sér hún mann fyrir utan dyrnar; hún þekkti hann ekki, en illa leizt henni á hann og þótti víst að hann hefði kveðið vísuna. Una brá mjög illa við þetta allt saman og þykist nú sjá að hér muni komið í óefni og þetta muni vera djöfullinn sjálfur. Tekur hún þá reiðhest sonar síns og ríður í skyndi til næsta prests, biður hann koma og reyna að ráða bót á þessu vankvæði og frelsa son sinn úr þeirri hættu sem honum sé búin. Prestur sá fer þegar með íHruna henni og hefur með sér marga menn; því tíðafólk var ekki farið frá honum. En þegar þeir koma að Hruna var kirkjan og kirkjugarðurinn sokkinn með fólkinu í, en þeir heyrðu ýlfur og gaul niðri í jörðinni. Enn sjást rök til þess að hús hafi staðið uppi á Hrunanum, en svo heitir hæð ein er bærinn dregur nafn af sem stendur undir henni. En eftir þetta segir sagan að kirkjan hafi verið flutt niður fyrir Hrunann þangað sem hún er nú enda er sagt að aldrei hafi verið dansað síðan á jólanótt í Hrunakirkju. Þorgeir féll þá svo fast á árar, að af gengu báðir háirnir. Þá mælti hann: „Legg þú til, Grettir, meðan ég bæti að hánum.“ Grettir dró þá fast árarnar, meðan Þorgeir bætti að hánum; en er Þorgeir tók að róa, höfðu svo lúizt árarnar, að Grettir hristi þær í sundur á borðinu. Þormóður kvað betra að róa minna og brjóta ekki. Grettir þreif erði tvö, er lágu í skipinu, og rak borur stórar á borðstokkunum og reri svo sterklega, að brakaði í hverju tré. En með því að skip var gott, en menn heldur í röskvara lagi, þá náðu þeir Hvalshaushólm. Grettir spyr, hvort þeir vildu heldur fara heim með uxann eða setja upp skipið. Þeir kjöru heldur að setja upp skipið, og settu þeir upp með öllum sjánum, þeim sem í var, og jöklum, en það var mjög sýlt. En Grettir leiddi uxann, og var hann mjög stirður í böndunum, en allfeitur; varð honum mjög mætt. En þá er hann kom neðan hjá Tittlingsstöðum, þraut uxann gönguna. Þeir fóstbræður gengu til húss, því að hvorugir vildu veita öðrum að sínu hlutverki. Þorgils spyr að Gretti, en þeir sögðu, hvar þeir höfðu skilið. Hann sendi þá menn á móti honum, og er þeir komu ofan undir Hellishóla, sáu þeir, hvar maður fór í móti þeim og hafði naut á baki, og var þar kominn Grettir og bar- þá uxann. Undruðust þá allir, hversu mikið hann gat orkað. Lék Þorgeiri næsta öfund á um afl Grettis. Annálar Urlslenzkum annálabrotum Ár 1631 Svo bar við á Norðurlandi, að konur tvær, sem upp úr þrettándanum jusu hvor aðra illyrðum og heituðust, urðu ein- mitt bráðkvaddar. Drottinn, miskunna þú oss! — Sömuleiðis sama ár deyddi kona nokkur á Norðurlandi sjálfa sig með hníf, og olli síðan afturganga hennar ógurlegri hræðslu og skelfingu. Haldið er, að hún hafi komizt á skip með sjómönnum úr Hrísey; gerði hún þeim þungar búsifjar með mörgum og miklum djöful- legum ásóknum, þangað til þeir neyddust til að leita sér hælis í landi. Fór hún svo aftur með þeim í sína sveit, og fyrir sameiginlega bæn í kirkjunni gerði hún ekkert illt af sér. — Hér við bætist, að 1. september þetta ár hringdu allar klukkurn- ar í Skál á Suðurlandi sjálf- krafa, og kom þar enginn maður nærri. Ár 1632 Ein hin ólmasta á, sem rennur úr Þingvallavatni, stærsta stöðuvatni á landinu, gjörþorn- aði milli hárra kletta. Ár 1633 Bæ nokkurn á Vesturlandi kafði svo í snjó, að hann kom ekki uppaftur fyrr en sumarið eftir, og voru þá allir heimamenn dauðir. (Úr íslenzkum annálabrot- um eftir Gísla Oddsson biskup í Skálholti. Jónas Rafnar sneri á íslenzku). Ekki eru allar ástir í andliti íólgnar Margur hyggur auð íannars garði Bundinn er sá er barnsins gætir Aldrei nær sá heilum eyri er hálfan fyrirlítur Lítið lærist leiðum strák llafa skal gott ráð þótt úr refsbelg komi Úr fornritum Ur Grettis- sögu Hér segir frá því er Grettir kemur á Reykjahóla til Þorgils bónda, en þar voru fyrir þeir fóstbræður Þorgeir Hávarsson og Þormóður Bcssason, sem segir frá í Fóst- bræðrasögu. Fleiri munu þó ef til vill minnast þeirra úr Gerplu Halldórs Laxness. Grettir kom á Reykjahóla nær veturnóttum og beiddi Þorgils veturvistar. Þorgils sagði, að honum væri til reiðu matur, sem öðrum frjálsum mönnum, „en ekki er hér vönd vistargerð". Grettir kvaðst ekki um það vanda. „Er hér enn annar hlutur til vandhæfa," sagði Þorgils; „Þeir menn ætla hér til vistar, en nokkuð þykja vanstilltir, sem eru þeir fóstbræður Þorgils og Þormóður. Veit ég eigi, hversu yður hentar saman að vera, en þeirra vist skal hér jafnan vera, er þeir vilja. Nú máttu vera hér, ef þú vilt, en engum yðar skal duga að eiga illt við annan." Grettir sagði, að hann myndi á engan mann leita fyrri, og einkanlega, ef bóndi vildi svo. Litlu síðar komu þeir fóst- bræður heim. Ekki féll blítt á með þeim Þorgeiri og Gretti, en Þormóður lét sér vel fara. Þorgils bóndi sagði þeim fóst- bræðrum allt slíkt, sem hann sagði Gretti, en þeir gerðu svo mikil metorð hans, að hvorugir lögðu öðrum öfugt orð; en þó fóru ekki þykkjur þeirra saman. Leið nú svo öndverður veturinn af. Það segja menn, að Þorgils bóndi átti eyjar þær, sem Ólafseyjar heita; þær liggja út á firðinum, hálfa aðra viku undan Reykjanesi. Þar átti Þorgils bóndi uxa góðan, og hafði eigi sóttur orðið um haustið. Talaði Þorgils um jafnan, að hann vildi ná honum fyrir jólin. Það var einn dag, að þeir fóstbræður bjuggust til að sækja uxann, ef þeim fengist hinn þriðji maðurinn til liðs. Grettir bauð að fara með þeim, en þeir létu vel yfir því; fara síðan þrír á teinæringi. Veður var kalt og lék á norðan. Skipið stóð í Hvalshaushólmi. Sigldu þeir út, og græddist heldur vindurinn, komu við eyjarnar og tóku uxann. Þá spurði Grett- ir, hvort þeir vildu heldur leggja úr uxann eða halda skipinu, því að brim mikið var við eyna. Þeir báðu hann halda skipinu. Hann stóð við mitt skipið á það borð, er frá landi horfði, tók honum sjárinn undir herðablöðin, og hélt svo, að hvergi sveif. Þorgeir tók upp uxann aftan, en Þormóður framan, og hófu svo út í skipið, settust síðan til róðrar, og réri Þormóður í hálsi, en Þorgeir í fyrirrúmi, en Grettir í skut, og héldu inn á flóann. Og er þeir komu inn fyrir Hafraklett, styrmdi þá að þeim. Þá mælti Þorgeir: „Frýr nú skuturinn skriðar," Grettir svarar: „Eigi skal skuturinn eftir liggja, ef allvel er róið í fyrirrúminu." Eigi skal skuturinn eftir liggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.