Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, HAUKS HJARTARSONAR, Njáisgötu 110, Krittján Hjartarson Koibrún Hjartardóttir, Þórunn Siguröardóttir, James Dunshee, og systkinabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda vináttu og samúö viö andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, JÓNS SKÚLASONAR, Ólafsbraut 44, Olaftvík. Sigríöur Hansdóttir, Metta Jónsdóttir, Bjarni Ólafsson, og börn. Maöurinn minn og faöir, HÖROUR ÁGÚSTSSON, loftskeytamaöur, Miklubraut 72, Reykjavík, verður jarösettur frá Fossvogskirkju, mánudaginn 5. marz kl. 3 síðdegis. Blóm og kransar afbeönir. Fyrir hönd vandamanna, Sigríöur H. Andrásdóttir, Hörn Haröardóttir. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma SUNNIFA NÍELSDÓTTIR, Holtageröi 59, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. marz kl. 13.30. Karl L. Jakobsson, Margrát Karlsdóttir, Magnús Magnússon, Níels Karlsson, Guörún J. Árnadóttir og barnabörn. Bróðir okkar, AÐALSTEINN JÓNSSON, efnaverkfrseöingur, Skólavöröustíg 41, veröur jarösunginn mánudaginn 5. marz kl. 15.00 frá Hallgrímskirkju. Svava Jónsdóttir, Siguröur Jónsson, Höröur Jónsson. + Útför, SIGURBJARGAR ÓLÍNU ÓLAFSDÓTTUR, Sporöagrunni 4, Reykjavfk, fer fram frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 6. marz kl. 13.30. Ástvinir hinnar látnu. + Eiginkona mfn og móöir okkar, ADALHEIDUR STEINÞÓRSDÓTTIR, lézt á heimili sínu í Brentwood, Englandi 1. marz s.l. Gísli Theodórsson og börnin. + Þökkum hjartanlega samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns og sonar REIDARS JÓHANNSSONAR, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4-C, Landspítalans. Hanna Marinósdóttir, Guörún BergÞórsdóttir. + Móöir okkar og systir, MARÍA JENNÝ JÓNASDÓTTIR, læknisfrú frá Siglufirði, lést að Hrafnistu 24. febrúar síöastliöinn, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. marz kl. 10.30 f.h. Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlegast bent á Dvalarheimili aldraöra sjómanna, Hrafnistu. Kristín Halldórsdóttir Eyfells, Þórir Halldórsson, Jónas Halldórsson, Kári Halldórsson, Atli Halldórsson, Magnús Halldórsson, Ársaall Jónasaon. Minning: Aðalsteinn Jónsson efnaverkfrœðingur Föðurbróðir minn, Aðalsteinn Jónsson, lést 25. febr. s.l. aðeins 53 ára. Við fráfall hans sannast hið fornkveðna að dauðinn gerir ekki boð á undan sér. Aðalsteinn hafði átt við lang- varandi vanheilsu að stríða en mig óraði ekki fyrir því að hann yrði kallaður svo fljótt á fund æðri máttarvalda. Við sem erum ung og í blóma lífsins eigum oft erfitt með að skilja lífsins gang og þær vættir sem þar ráða ríkjum. Ennþá erfið- ara eigum við með að sætta okkur við dauða þeirra sem okkur eru nákomnir. Ég tala án efa fyrir hönd okkar systkinabarna hans þegar ég segi að fráfall haná skilur eftir tóma- rúm í sálum okkar sem tíminn einn getur fyllt í. í hugum okkar frændsystkinanna eru einvörð- ungu ljúfar minningar um Stenna. í fjölbýlishúsinu að Skólavörðu- stíg 41 bjuggum við um tíma öll saman, afi og amma, Aðalsteinn heitinn sem var einhleypur, pabbi og manna, Sigurður föðurbróðir minn og hans fjölskylda og Svava föðursystir mín og hennar fjöl- skylda. Við vorum þarna fimm ungir frændur og gekk oft á ýmsu þegar við lékum okkur saman. Þeim fullorðnu þótti stundum nóg um, en Stenni frændi talaði aldrei til okkar eitt einasta styggðaryrði. Hann var okkur ætíð ljúfur og góður og lét sér í engu bregða ólætin. Margur maðurinn hefði getað tekið Aðalstein heitinn sér til fyrirmyndar hvað varðar prúð- mennsku og lítillæti. Skólagangan var honum sem leikur einn. Hann bar af mörgum sakir næmleika og gáfna. Öllum störfum sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni sinnti hann af alúð og kostgæfni. En hvers vegna hann var kallað- ur á brott svo skjótt. Þeirri spurn- ingu getur sá einn svarað sem öllu ræður. Blessuð sé minning hans og megi hann hvíla í friði. Ævar Harðarson Sunnudaginn 25. febrúar lézt í Landspítalanum Aðalsteinn Jóns- son, efnaverkfræðingur, en hann hafði verið þar í eina viku til rannsóknar. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða undanfarna mánuði, en ekki svo, að nokkurn grunaði, að lát hans myndi bera svo brátt að, sem raun varð á. Aðalsteinn var fæddur 7. nóv- ember, 1925, í Reykjavík, sonur Jóns verkamanns Bjarnasonar bónda á Geirlandi á Síðu Jónsson- ar og konu hans Guðrúnar Sigurð- ardóttur bónda í Barðsvík á Horn- ströndum Einarssonar. Þau eru bæði látin. Var Aðalsteinn elstur fjögurra systkina, en hin eru Svava, húsfrú, Hörður, verkfræð- ingur, og Sigurður rafvélavirkja- meistari. Aðalsteinn ólst upp í Reykjavík og var nokkur sumur í sveit norður á Hornströndum hjá móðurfólki sínu. Hann 'varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946, fór síðan til Svíþjóðar til náms og lauk prófi í efnaverkfræði frá Tækniháskólanum í Stokkhólmi 1953. Þá kom hann heim og hóf störf hjá Málningu h.f. í Kópavogi. Arið 1955 réðst hann til Atvinnu- deildar Háskólans og vann þar til ársins 1965 er skipulagsbreyting var gerð á rannsóknastarfsemi í landinu og atvinnuvegirnir fengu hver sína rannsóknastofnun. Hann varð þá starfsmaður Rannsókna- stofnunar iðnaðarins og síðan Iðntæknistofnunar íslands, þegar Rannsóknastofnun iðnaðarins og Iðnþróunarstofnun íslands voru sameinaðar 1978. Aðalsteinn var ókvæntur. Eftir hann liggur mikið af skýrslum, ritum og leiðbeiningabæklingum á mörgum sviðum, en hann var mjög vandvirkur vísindamaðúr og víð- lesinn. Viðfangsefni hans voru mörg; matvælarannsóknir, máln- ingarrannsóknir, lím- og límefna- rannsóknir, rannsóknir á perlu- steini og margs konar framleiðsla úr jarðefnum. Ég hygg, að enginn íslenskur vísindamaður hafi búið yfir jafn mikilli þekkingu á sum- um þessara sviða og Aðalsteinn og ér því lát hans langt fyrir aldur fram ekki aðeins mikill harmur systkinum hans, starfsfélögum og vinum, heldur líka mikið áfall fyrir rannsóknir á iðnaðarsviði hér á landi. Kynni okkar hófust í Mennta- skólanum í Reykjavík 1943 er við settumst í 3. bekk. Margs er að minnast frá þeim áhyggjulausu árum, gleðistunda í góðum hópi kátra bekkjarsystkina. Eftir stúdentspróf, skildu leiðir um sinn er hann var við nám í Svíþjóð, en er hann kom heim aftur var Aðalsteinn alltaf manna kátastur er við hittumst gömlu bekkjarfélagarnir úr M.R. enda var kímnigáfa hans í besta lagi og tilsvör hans mörg hnyttin. I dag- legu fari var hann hógvær og lítillátur, greiðasamur við náung- ann og þægilegur í allri umgengni. Nákvæmni í rannsóknum og hógværð í framsetningu var við brugðið, enda var allt, sem hann lét frá sér fara, hafið yfir gagn- rýni. Það var aldrei sagt meira en hægt var að standa við eftir nákvæma rannsókn. Og hann var mikill vinur vina sinna. Þess vegna var hann okkur öllum vinnufélög- um og bekkjasystkinum mjög hjartfólginn. Nú stendur herbergið hans autt hér á Iðntæknistofnun íslands’og hljótt er yfir Skólavörðustíg 41, þar sem hann átti heima alla sína daga. Okkur er öllum mikill harm- ur í hjarta. Aðalsteinn bar trú sína aldrei á torg og flíkaði ekki tilfinningum sínum. En ég veit að Aðalsteinn á góða heimavon í faðmi þess er í upphafi skapaði bæði himin og jörð. Guð blessi hugljúfar minningar um góðan dreng, félaga og vin. Systkinum Aðalsteins flyt ég samúðarkvðjur frá vinnufélögum og bekkjarsystkinum. Guðjón Sv. Sigurðsson. BLÚM /íSEif' VIKUNNAR \ \\\ ^ * UMSJÓN: ÁB. © XliöBb. Garðperla (Karsi) Lepidium sativum í skammdeginu er lítið um að verslanir hafi innlent grænmeti á boðstólum. Eina grænmetis- tegund má þó nefna sem auðvelt er að rækta inni í stofu strax og dag fer að lengja. Er það GARÐPERLA sem einnig er nefnd KARSI eða Kristskál. Þegar garðperla er ræktuð á þessum tíma árs má nota til þess grunna kassa, potta eða flóka-þerripappír. Nota þarf fínmulda gróðurmold. Fræið er stórt og skal því dreifsáð allþétt og þrýst niður í moldina, en ekki skal dreifa mold yfir. Síðan er vökvað, blað breitt yfir og geymt við stofuhita. Fræið spírar jafnan eftir 3—4 daga og er þá yfirbreiðslan tekin ofan af, og eru þá plönturnar fluttar á svalari stað. Þegar komin eru 2—4 blöð og plönturnar orðnar 4—6 sm. á hæð er kominn tími til að skera blöðin af. Til þess að hafa nýja garðperlu að staðaldri er hæfi- legt að sá með tveggja vikna millibili. Sé flóka-þerripappír notaður er fræinu sáð mjög þétt, pappírnum haldið rökum og dagblað breitt yfir. Gott er að setja eina teskeið af blóma- áburði í vatnið. Strax og fræið byrjar að spíra er yfirbreiðslan fjarlægð. Nauðsynlegt er að ýra vatni yfir plönturnar einu sinni — þrisvar á dag. Garðperla er vítamínrík planta. Hún er notuð sem álegg á brauð, einnig til þess að skreyta kalt borð og steikur, hrærð í eggjaköku, tómatsalat og kartöflusalat. Þá má nota garðperluna í ýmsar sósur ásamt steinselju og matarlauk. Ekki má sjóða garðperlu, því við suðuna hverfur hið hressilega bragð, heldur skal strá henni niðursaxaðri út í sósuna. E.I.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.