Morgunblaðið - 04.03.1979, Page 48

Morgunblaðið - 04.03.1979, Page 48
 Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19, BUÐIN sími — v 29800 SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Ljósm. Rax. Perlusteinn leiddur í pípum úr Prestahnúki? Sömu aðilar og sáu um að leggja olíuleiðsluna frá Alaska kanna nú möguleika á því FRANSKIR sérfræðingar vinna nú að könnun á því hvernig standa skuli að perlusteinsvinnslu í Prestahnúki og flutningi efnisins frá námunum til þurrkunarverk- smiðjunnar. Kanna þeir nú einkum þann möguleika að efnið verði leitt í pípum frá Prestahnúki til verk- smiðjunnar, sem hagkvæmast er talið að reisa í grennd við olíustöðina í Ilvalfirði. Þessir frönsku sérfræðingar komu við sögu er olíuleiðslan frá Alaska var lögð. Óstöðugt olíuverð í Rotterdam OLÍUVERÐ á markaðnum í Rotterdam er nokkuð óstöðugt um þessar mundir og ekki varð áframhald á þeirri lækkun gasolíu sem varð í fyrri viku. I>á lækkaði Kasolíutonnið úr 352,5 dollurum í 284 dollara. Verðið var þannig í þrjá daga. frá 23.-26. febrúar en 27. febrúar hafði verðið hækkað upp í 297,5 dollara. Bensínverðið er óbreytt 335 dollarar tonnið os sömuleiðis er verðið á svartolíu óbreytt, 110 dollarar tonnið. Lagði til drykkju- félagans með hnífi TIL ryskinga kom milli tveggja manna, sem sátu að drykkju í heimahúsi í Reykjavík í fyrrinótt. Fór svo að annar þeirra þreif hníf og lagði til hins, en hann hlaut aðeins smásár á bringu. Nágrannar kvöddu til lögregluna, sem tók þann, er hnífnum beitti, í sína vörzlu. Hjá rannsóknar- lögreglu ríkisins hófust yfirheyrslur í málinu í gærmorgun. „íslenzk föt ’79” hefst á morgun VORKAUPSTEFNAN „íslensk föt ‘79“ verður opnuð á Hótel Loft- leiðum í Reykjaví,: á morgun. 15 íslenskir fataframleiðendur sýna þar framleiðslu sína en kaupstefn- an er einungis opin kaupmönnum og innkaupastjórum. Davíð Scehving Thorsteinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda opnar kaupstefnuna sem stendur í 3 daga. Sjá nánar um kaupstefnuna á bls. 47. Þrjú fyrirtæki, sem hyggja á vinnslu úr perslusteinsnámum í Prestahnúk, hafa nú sameinazt að tilhlutan iðnaðarráðuneytisins og myndað eitt fyrirtæki, Perlu- steinsvinnsluna hf. Fyrirtækin þrjú, Prestahnúkur hf. í Borgarfirði, Perla hf. á 'Akranesi og Ylfell í Hveragerði höfðu öll hvert í sínu lagi sótt um margvís- lega fyrirgreiðslu, bæói í formi styrkja og lána, til perlusteins- vinnslu, og var þá af hálfu iðnaðarráðuneytisins gefið það svar að aðstoð kæmi því aðeins til greina að fyrirtækin þrjú sameinuðust um athuganir sínar og áform. Var þá Perlusteins- vinnslan hf. stofnuð og er Kristján Friðriksson framkvæmdastjóri hennar. Á vegum þess fyrirtækis er nú verið að vinna að tilraunum í Danmörku með að nota perlustein í byggingaplötur, en fyrirtækið sem tilraunirnar annast, hefur um langt skeið framleitt slíkar plötur úr svipuðu efni og perlusteinn er; og það flytur inn frá Afríku. I haust hefur einnig verið flutt út lítilsháttar af perlusteini til VERÐ á fiskmjöli á heims- markaði hefur í síðustu sölum á loðnumjöli héðan verið á bilinu sænsks fyrirtækis en útflutningur þessi hefur reynzt á margan hátt óhagkvæmur og mun það dæmi vart batna fyrr en til sögunnar eru komin ódýrari skip til flutning- anna og beinist þá athyglin að því að nýta þau skip er flytja efni til járnblendiverksmiðjunnar í Hval- firði, að því er einn aðstandenda Perlusteinsvinnslunnar tjáði Mbl. 6,45 — 6,50 dollarar á hverja próteineiningu í kílói og er það nokkru lægra verð en var í fyrra um sama leyti, því að þá var heimsmarkaðsverðið um 7 dollarar. Að sögn Gunnars Petersen for- stjóra eins stærsta íslenzka út- flutningsfyrirtækisins á fiskmjöli, er búið að selja fyrirfram stóran hluta þess mjöls sem núna er verið að vinna, eða í kringum 45 þúsund tonn. Heildarloðnuaflinn það sem af er — um 350 þúsund tonn, samsvarar í kingum 55—60 þúsund tonnum af loðnumjöli. Um heimsmarkaðsverð á lýsi kvað Gunnar það að segja, að það verð hefði stöðugt farið hækkandi, þótt einhverjar blikur virtust nú á lofti. Fyrstu sölurnar á lýsi voru á 400 dollara hvert tonn af lýsi, hækkuðu síðan fljótlega í 415—20 dollara. Hæstu sölur hafa verið á 475 dollara, en farið er að gæta sölutregðu. Flugleiðir kaupa þriðju DC-8 LarrLctatn / c r l r m a t c STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið að kaupa DC-8 flugvél scm handaríska fyrirtækið Sea- board hefur boðið félaginu til kaups. Samningaviðræðum er ckki lokið, en reiknað er með að gengið verði frá samningum í næstu viku og mun Sigurðar Helgason forstjóri Flugleiða fara til Bandaríkjanna í þeim erindum. Kaupverð vélarinnar verður væntanlega 12—13 milljónir dollara. Þetta er 250 farþegavél, vel búin tækjum, en reiknað er með að hún komi inn á flugleiðir félagsins í maí n.k. Flugleiðir eiga fyrir tvær DC—8 vélar. Stjórn Flugleiða hefur á und- anförnum vikum kannað mögu- leika á að kaupa aðra DC—10 breiðþotu, en var þeim kaupum frestað og tekin ákvörðun í vikunni um kaup á DC—8 vél. Þær DC-8 sem eru á mark- aði í heiminum í dag eru yfir- leitt í mjög háu verði, því að þær þykja mjög traustar vélar. Stöðugt verð á loðnumjöli Lýsisverd í hámarki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.