Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Pottarím Umsjón: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR í dag ætla ég að rabba um sjaldséð grænmeti, sem stund- um stingur upp kollinum í stærstu verzlunum. Nú þykir ekki lengur neitt tiltökumál þó hér fáist tómatar og paprikur allt árið um kring. Mandarínur og melónur eru einnig vel þekkt- ar og enginn er í vafa um hvernig hægt er að gera sér og sínum gott af þeim. En málið vandast e.t.v. þegar kemur að svo sjaldséðum gróðri sem fennel, eggaldini, kiwi eða mangó. Ég geri tveimur síðast- nefndu ávöxtunum skil síðar. Það vill svo skemmtilega til, að nokkrar verzlanir hafa lagt metnað sinn í gott úrval græn- metis og ávaxta. Þar finnst mér að SS-búðinni á Hvassaleiti hafi tekist sérlega vel upp, svo að til fyrirmyndar er, bæði hvað snertir framboð og allan frá- gang. Þar er sérstakt ávaxta- og grænmetisborð, þar sem girni- legar vörur liggja í fallegum haugum og viðskiptavinirnir geta valið að vild. Og ofan við haugana eru brosmild andlit hjálpsamra afgreiðslustúlkna. Sem betur fer er plastpoka- menningin og sjálfsafgreiðslan ekki alveg búin að gjörsigra! I erlendri skoðanakönnun kom einmitt í ljós, að viðskiptavinir völdu sér gjarnan stórverzlanir eftir því hversu grænmetisborð- in voru fallega frágengin og það finnst mér mjög skiljanlegt. En aukið úrval leggur líka þá kvöð á verzlunarstjórana, að þeir sjái til þess að fræða afgreiðslufólk- ið um nýjar vörur. Auðvitað er það sorglegt, hversu dýrt margt af þessu sjaldséða grænmeti og ávöxtum er. Þar á móti kemur að lítill biti hrekkur oft langt. Og ef þið notið grænmeti, þurfið þið t.d. ekki eins mikið af kjöti, svo þar sparið þið eitthvað. Ávextina er tilvalið að nota í ávaxtasalöt, þar sem meginuppistaðan er ódýrari ávextir. Ekki má heldur gleyma því, að það er spennandi að borða eitthvað nýtt og fram- andi, og eitthvað má kannski borga fyrir að svona einstaka sinnum. Það er sjálfsagt að vekja sérstaka athygli fjölskyld- unnar, ef eitthvað óvenjulegt er á ferð, svo allir geti notið eftirvæntingarinnar í samein- ingu og borið saman bækur sínar. Allt nýtt og og óvænt gefur lífinu lit. Góða skemmtun! Avocado Avocadoávöxturinn er upp- runninn í skógum Mið- og Suð- ur-Ameríku. Hann er einn þeirra nýju vara, sem komu til Evrópu í kjölfar landafunda Kólumbusar á 16. öld, þegar kartaflan, tómaturinn og tóbak- ið fluttust yfir hafið. Eftir að hafa verið gleymdur í nokkrar aldir hefur avocado slegið ræki- lega í gegn í Evrópu nú á síðustu árum. Bragðið er milt og fellur því flestum vel í geð. Avocado er fallega grænt, stundum svargrænt, slétt eða hrjúft og líkt peru í laginu. Ávöxturinn er þroskaður ef hann lætur undan, þegar ýtt er á. Óþroskaður ávöxtur þroskast á 2—10 dögum í lokuðu íláti, eða plastpoka, við stofuhita, og geymist þroskaður i kæliskáp í HSiLT ocr juNCmé. — -SKoecD avooaoo HÍLOA OCr UuPA AF Ávox.TuOufi /E.rrl Aö FALLA RjfSTUM ueu 1 o& ee &íouwoie' &Tyv©4 'i ÝHisce<áT Gorr, nokkra daga. Því þroskaðri sem hann er, því ljúffengari er hann. Hann er skorinn að endilöngu, og honum snúið lítillega svo hann losni af steininum. Þegar steinninn hefur verið fjarlægð- ur, þá er auðvelt að nálgast aldinkjötið. Opnið ávöxtinn ekki fyrr en rétt áður en þið notið hann, því líkt og epli þá dökknar aldinkjötið þegar loftið kemst að. Sítrónusafi hindrar þó litar- breytinguna líkt og á eplum. Avocado er ljúffengur forrétt- ur, t.d. í salati með rækjum og e.t.v. einhverju grænmeti, t.d. tómötum. Hvítlaukur, grænar kryddjurtir, nýmalaður pipar ásamt svolítillí olíu og ediki, helzt vínediki, er prýðismatur. 1 meðalstórt avocado og 200—250 gr af rækjum er léttur forréttur handa fjórum. Einniger avocado gott með köldum kjúkl- ingum eða öðru köldu kjöti, e.t.v. með edikssósu yfir, eða með. Það er bæði hægt að setja avocado- bita í salat, eða merja það, þannig að það verði að þykku kremi og setja það í salatið. Það Sjald- seðir gestir, en séðir þó er mjög skemmtilegt að bera avocadorétti fram í hýðinu, sem aldinkjötið hefur verið skafið úr. í Suður-Ameríku er avocado stundum stappað og síðan hellt yfir það heitu kjötsoði og borið fram strax. Súpan má ekki sjóða á eftir, því soðið avocado þykir beizkt og bragðvont. Vegna þess hve bragðið af ávextinum er milt, má vel nota avocado í ávaxtasalöt, fylla avocadohýði með þeyttum, sætum rjóma eða kremi, eða merja aldinkjötið saman við þeyttan rjóma eða krem. En það er víst að ef avocado er blandað saman við ofannefnd hráefni, þá hlýtur útkoman að verða góð. Eggaldin Eggaldin eða aubergine eins og það heitir á frönsku, er af sömu ætt og kartaflan og einnig upprunnið í M- og S-Ameríku. Það barst til Evrópu um líkt leyti og avocado. Það varð fljót- lega mikið ræktað allt í kringum Miðjarðarhafið. Þar þrífst það vel og er afar vinsælt. Þetta er fallegur ávöxtur, dökkfjólublár og glansandi. Það er þroskað þegar það er mjúkt viðkomu, og þá á það að vera ljósgult að innan og kjarnarnir, sem eru borðaðir með, eiga helzt að vera nokkurn veginn samlitir aldin- kjötinu. Eggaldin er ekki bragðmikið og því er bezt að krydda það vel. Hvítlaukur fer einkar vel með því. Oftast er það látið liggja í svolitlu salti í 30—60 mín. áður en það er matreitt. Bæði gefur saltið bragð og svo dregur það úr því safa, sem sumir segja að sé beizkur og spilli matnum, en ekki er ég viss um það. Hýðið er bragðmikið og gott og á tví- mælalaust að fylgja með. Tóm- atar fara einkar vel með eggald- ini, svo og paprika og sellerí. Eggaldin er magur ávöxtur, en vegna þess að hann er oft steikt- ur í olíu, sem hann sýgur ótæpi- þtf> A.rrM« E(ocw_©»/t Exjú /ve rtiLA vte Aö eoéALOiH, pBML fi-0 ÉOÁiO ÞAfi. two oe. 6orr i e«A60HiiCL4 T.ö; ne-0 TpqatvH ÖV HvtTLAdK. lega í sig, verða eggaldinréttir oft ærið hitaeiningaríkir. En ekki er síðra að glóðarsteikja eggaldin eða baka það í ofni. Stundum er eggaldin skorið að endilöngu, aldinkjötið skafið úr og soðið með grænmeti, hrís- grjónum og e.t.v. kjöti. Síðan er allt sett aftur í hýðið og bakað við u.þ.b. 200° í um 30 mín. Möguleikarnir eru því margir, en hér læt ég fylgja uppskrift að eggaldinrétti, sem ég held sér- staklega upp á. Eggaldinréttur (handa fjórum) Þessi réttur hefur greinilega orðið fyrir áhrifum frá Austur- löndum nær, því þar er algengt að tómatréttir séu kryddaðir með kanel og ykkur er óhætt að trúa því að það er afar gott. Mér finnst betra að blanda brauð- mylsnu saman við ostinn, þegar ég baka hann í ofni, því þá verður hann ekki seigur, heldur stökkur oggullinn. Þessi réttur á ekki að vera tiltakanlega dýr, því í honum er ekki kjöt, og eggaldin hefur ekki verið mjög dýrt til þessa. Sósuna getið þið auðvitað notað með ýmsum öðr- um mat, t.d. glóðarsteiktu kjöti. Tómatsósa: olía 2 vænir laukar 1—2 hvítlauksrif eftir smekk 1 stór dós niðursoðnir tómatar 1 lárviðarlauf V4 — V2 tsk kanell 1 tsk oregano, helzt ekki duft, heldur blöðin heil nýmalaður pipar eftir smekk 1 vænt eggaldin salt 400 gr spaghetti 200 gr rifinn ostur, gjarnan óðalsostur Vi dl brauðmylsna 1. Hitið olíuna, meðan þið sneiðið laukinn í þunnar sneiðar og saxið hvítlaukinn smátt. Setjið laukinn og hvítlaukinn út í heita olíuna og látið malla í henni undir loki þar til laukur- inn er orðinn mjúkur og glær, en alls ekki brúnn, því þá gefur hann sósunni rammt bragð. 2. Hellið nú innihaldi dósar- innar í laukpottinn og látið malla á vægum hita, ásamt kryddinu, í u.þ.b. 30 mín. eða þar til sósan er vel þykk. Sjóðið hana kröftuglega án loks undir lokin, ef hún er ekki orðin full þykk. 3. Á meðan sósan mallar, skerið þá eggaldinið í þunnar sneiðar, eftir að hafa þvegið það vel. Stráið síðan svolitlu salti á sneiðarnar og látið þær standa í sigti, gjarnan með svolitlu fargi á, því þá pressast meiri safi úr þeim. Sneiðarnar eiga að verða mjúkar. 4. Sjóðið spaghettíið í miklu vatni. Spaghettiþjóðin ítalir segja 100 gr af spaghetti á vatnslíterinn, en það er nú e.t.v. ríflegt. Og vatnið á að bullsjóða. Bragðið á eftir um 8 mín. suðu og ef þá er ekki enn soðið, aðgætið þá eftir 1—2 mín. Spag- hettiið er soðið þegar það er mjúkt í gegn, en veitir þó tönn- unum enn viðnám. Þá segja ítalir að það sé „al dente". Ofsoðið spaghetti er vægast sagt lítið lystugt. Síðan látið þið renna af spaghettiinu í snar- hasti og setjið smjörklípu saman við það, svo það festist síður saman. Skolið eða þurrkið mesta saltið af eggaldinsneiðun- um og þerrið þær svolítið. 5. Setjið nú spaghettiið í ofn- fast fat, hellið sósunni yfir, leggið eggaldinsneiðarnar ofan á og stráið að lokum ostinum, sem hefur verið blandað saman við mylsnuna, yfir sneiðarnar. Bakið nú við u.þab. 200° í 30 mín. eða þar til eggaldinið er alveg mjúkt í gegn og gjarnan stökkt í kantana. Þá er osturinn væntanlega einnig gullinn. Fennel Fennel er falleg jurt. Neðsti hluti stönglanna vex í hnýði og upp úr því standa grannir stönglar með fagurgrænt og fíngert blaðskrúð, sem minnir á dill, enda er jurtin sömu ættar og dill og auk þess steinselja, kerfill, kúmen, koríander og anís. Hnýðið er notað sem græn- meti og blöðin og fræin sem krydd, og þau fást hér víða þurrkuð á glösum. Jurtin er svolítið sæt og bragðið minnir auk þess á anís eða jafnvel lakkrís. Það geymist óþvegið í plastpoka í kæliskápnum í nokkra daga. Bezt er að fletta yzta laginu af og henda því, þegar þið ætlið að nota hnýðið. Síðan þarf að þvo vel milii stönglanna, því þar vill safnast fyrir mold og sandur. Blöðin og mjóu stönglana getið þið geymt í kæliskáp í nokkra daga, eða fryst og saxað svo í fisksúpur og sósur eftir því sem þið þurfið, og það er ekki amaleg viðbót. V2 — I hnýði er hæfilegur skammtur á mann, svona eftir stærð hnýð- anna. Fennel má nota líkt og sellerí, þ.e. bæði hrátt og soðið. Sem forréttur er það gott skorið í sneiðar og borið fram með ídýf- um hvers konar, ekki sízt úr sýrðum rjóma eða ými. Einnig er það gott sem eftir- eða milli- réttur. Italir hafa þann ágæta hátt á að bera stundum fram öe. FAllesa öíæn jwer oCr öeAá&t ÍK/'ÍILU.H. ESJCrAU jwoefcue UPPA ÍHSA HZ)&Ul-e.'up4( <Xr BZ. &OTT £ÆO< í (L3or- 06- PmíiérTt grænmeti í ísvatni. Þá verður það stökkt og kalt. Þetta á vel við fennel. Ostur, ekki sízt gráðaostur, er þá mjög góður með, þó fennel sómi sér vel eitt síns liðs. Einnig er það ljúffengt í hvers kyns grænmetissalöt, eða ásamt köldu kjöti eða fiski og þá gjarnan með ediksósu. Soðið fennel er mjög gott með hvers kyns kjötréttum, ekhi sízt með glóðarsteiktu kjöti og lifur. Þá er tilvalið að skera hnýðin í sneiðar, setja í sjóðandi vatn og sjóða í 5 mín. eftir að suðan kemur upp. Síðan látið þið vatn- ið renna af sneiðunum, setjið þær í smurt, ofnfast fat eða bakka, ásamt smjörklípum hér og þar og bakið við u.þ.b. 200° í 15 mín. Ekki er lakara að strá osti, blönduðum brauðmylsnu yfir fennelið og baka þannig þar til osturinn er orðinn stökkur og gullinn. Þar hafið þið lostæti með kjöti eða glóðarsteiktum eða bökuðum lifrarsneiðum. Gott, heimabakað brauð bætir allan mat, og þið getið einnig haft soðin hrísgrjón með, ef þið viljið hafa þetta svolítið matar- meira. Bakað fennel er auk þess gott sem milliréttur. Fennel í ostasósu og bakað í ofni er einnig ljómandi réttur, bæði einn sér, eða með öðrum mat. Einnig þykir gott að baka fennel í hollenzkri sósu. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.