Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 37 Þetta gerðist 4. marz 1975 — Vestur-þýzka stjórn- málamanninum Peter Lorenz sleppt úr gíslingu; ræningjar hans sendir til Jemen. 1975 — Harold Wilson verður forsætisráðherra í stað Edward Heaths. 1952 — Kínverjar saka Banda- ríkjamenn um að beita sýkla- vopnum í Kóreu. 1944 — Rússar hefja sókn í Úkraníu. 1943 — Bandaríkjamenn sigra Japani í orrustunni á Bismarck-hafi. 1933 — Roosvelt forseti boðar „nýskiptingu" í embættistöku- ræðu. 1931 — Gandhi hættir óhlýðni- aðgerðum samkvæmt samningi við Irwin lávarð og pólitískum föngum sleppt. 1919 — Komintern stofnað. 1917 — Meiriháttar undanhald Þjóðverja hefst á vesturvíg- stöðvunum. 1857 — Stríði Breta og Persa lýkur með Parísarfriðnum. 1848 — Karl Albert konungur kunngerir stjórnarskrá Piedmont. 1789 — Stjórnarskrá Banda- ríkjanna tekur gildi. 1681 — Karl II úthlutar William Penn landi í Norður-Ameríku. 1632 — Pfalz-herför Gustafs Adolfs hefst aftur. Afmæli: Hinrik sæfari, portúgalskur prins (1394—1460)= Sir Henry Raeburn, skozkur listmálari (1756—1823)= Miriam Makeba, suður-afrísk söngkona (1932 —). Andlát: Nicolai Gogol, rit- höfundur, 1852= Serge Prokoviev, tónskáld, 1953. Innlent: Hrafnseyrarbrenna, d. Hrafn Sveinbjarnarson 1213= d. Þórður prestur Sturluson 1283= Sigurður Jónsson lögmaður 1677= Grímur Thorkelín 1829= f. Sigurður Breiðfjörð 1798= Ásgrímur Jónsson 1876= Kristján Jónsson ráðherra 1852= Brandur Jónsson vígður til biskups 1263= Aftaka Sigurðar Gottsveinssonar (vegna Kambsránsins) 1834= Hannes Hafstein situr í fyrsta sinn ríkisráðsfund 1904= Alþingi samþykkir stjórnarskrá 1944= íslendingum sleginn geirfugl 1971= Víðtæk verkföll 1968= Bítlaæði í Háskólabíói 1964. Orð dagsins: Vissan um eigin vanþekkingu er stórt skref í átt til þekkingar — Benjamin Disraeli, brezkur stjórn- skörungur (1804—1881). Þetta gerðist 5. marz 1978 — Kínverjar kunngera skipun Hua Kuo-feng forsætis- ráðherra. 1977 — Jarðskjálftinn í Búkar- est (1.000 fórust). 1975 — Landganga Araba ná- lægt Tel Aviv og hótel-árás þeirra. 1946 — „Járntjalds“-ræða Churchills í Fulton, Missouri. 1933 — Sigur nazista í kosning- um í Þýzkalandi. 1867 — Misheppnuð uppreisn á Irlandi. 1798 — Frakkar taka Bern, Sviss. 1796 — Uppreisnir bældar nið- ur í Vendee og Bretagne. 1794 — Uppreisn hefst í Pól- landi undir forystu Kosciuszko. 1770 — „Boston-fjöldamorðin"; átök brezkra hermanna og mannfjölda. 1766 — Spánverjar taka New Orleans af Frökkum. 1684 — Keisararíkið, Pólland og Feneyjar stofna Heilagt banda- lag gegn Tyrkjum í Linz. 1626 — Monzon-samningur Frakka og Spánverja. 1496 — Hinrik VII felur John Cabot að finna ný lönd. Afmæli: Gerardus Mercator, flæmskur kortagerðarmaður (1515-1594) — Sir Austern Henry Layard, brezkur forn- leifafræðingur (1817—1894) — Beveridge lávarður, brezkur hagfræðingur (1879—1963) — Heitor Villa-Lobos, brazilískt tónskáld (1887—1959) — Rex Harrison, brezkur leikari (1908----) — Loren Maazel, hljómsveitarstjóri — fiðluleik- ari (1930---). Andlát: Thomas Arne, tónskáld, 1778, — Franz Anton Mesmer, eðlisfræðingur, 1815 — Alessandro Volta greifi, eðlis- fræðingur, 1827 — Jósef Stalín, stjórnmálaleiðtogi 1953. Innlent: Kirkjan á Möðruvöllum brennur 1865 — Óhemju síld- veiði á Hvalfirði lýkur 1948 — Nemendamótmæli 1968 — Klukkustundar veðurofsi á Ak- ureyri 1969 — Sex menn kafna í „Hallveigu Fróðadóttur" 1969 — „Isleifur" strandar við Ingólfs- höfða 1975 — F. Axel Thor- steinsson 1895 — D. Oddgeir Stephensen 1885 — f. Kristján G. Gíslason 1909. Orð dagsins: Okkur hættir við að trúa þeim sem við þekkjum ekki af því þeir hafa aldrei blekkt okkur — Samuel John- son, enskur rithöfundur (1709-1784). Hvatarfundur um barnid, f jölskyld- una og vinnuna HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, efnir til fundar í tilefni af Al- þjóða ári barnsins 1979 mánudagskvöld 5. marz, annað kvöld, í sjálfstæðis- húsinu Valhöll, Háaleitis- braut 1, kl. 20.30. Fundarefni er: Barnið — fjölskyldan — vinnan. Helga Hannesdóttir læknir og Þorvaldur Karl Helga- son æskulýðsfulltrúi þjóð- krikjunnar flytja fram- söguræður. Að þeim lokn- um verða hópumræður og síðan frjálsar umræður eft- ir því sem tími vinnst til. Landssamband sjálfstæð- iskvenna og Hvöt hafa stað- ið sameiginlega að útgáfu einblöðungs sem hefur sömu yfirskrift og fundur- inn. Eru þar áréttuð ýmis atriði sem komu fram á ráðstefnu um vinnumarkað- inn og fjölskylduna er sömu aðilar héldu í nóvember sl. Efni einblöðungsins verður lagt til grundvallar að um- ræðum á fundinum annað kvöld. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa og veitingar verða að venju á Hvatarfundi. Citroen CITROÉN* — Sparneytni Þegar minnst er á Citroen dettur marini fyrst í hug þægindi, öryggi og að sjálfsögðu sparneytni. Enginn annar bill hefur t.d. oftar unnið sparaksturskeppnina hér á landi. Eigum fyrirliggjandi nokkrar bifreiðar af G.S. og CX. tegundum. Hafið samband við sölumenn okkar í síma 81555. Verið velkomin í tœkniveröld Citroen Gloöust LAGMUU SIMIB15S5 Norske Skog vinnur norsku timbri, meðal annars karton- og kraftpappfr af ýmsum gæðaflokkum. Hluti þessarar framleiðsiu fer til íslands og hér er hún hagnýtt á margan hátt, svo sem í umbúðir. Umbúðirnar skapa að miklu leyti álit kaupanda á hverri vörutegund. Ef svo vill til að þú hefur uppá að bjóða varning sem á heimtingu á betri urnbúðum, væri það kannski góð hugmynd að reyna bleiktan kartonpappír frá Norske Skog. Norske Skoe Norske Skogindustrier AS Nánari upplýsingar veitirt Einkaumboð á íslandi MJÖLNIR HEILDVERZLUN h.í., Síðumúla 105 Reykjavík. Sími 84255. 33. (Fréttatilk).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.