Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Chevrolet Sportvan árgerð 74 til sölu. Upplýsingar í síma 36068. Arshátíð Félags framleiðslumanna veröur haldin, miövikudaginn 7. marz í Þórscafé. Miöar veröa afhentir, þriöjudaginn 6. marz á skrifstofu félagsins frá kl. 2—4. Skemmtinefnd. Höröur A gústsson —Minningarorð Fæddur 29. desember 1913. Dáinn 23. febrúar 1979. Kær frændi er látinn. Hann hét Hörður Ágústsson og var sonur Ágústar Lárussonar málarameistara og konu hans Ágústínu Magnúsdóttur. Þeir voru 7 bræðurnir og ein systir. Þau eru Lára, Hörður, Hreiðar, Skúli, Ósk- ar, Magnús og Lárus. Einn dó í æsku, hann hét Haukur. Það var oft þröngt á þingi í Ingólfsstræti 3 eins og nærri má geta með allan þennan barnahóp en alltaf stóð amma eins og klettur úr hafinu og lét sér hvergi bregða. Hörður var því vanur marg- menni og miklum ys og þys enda var hann félagslyndur og kátur í vinahópi. Hann lærði loftskeyta- fræði og sigldi öll stríðsárin og lenti þá oft í ýmsu, sem stríðinu fylgdi. Hann var á Arinbirni Hersi þegar árás var gerð á hann og bjargaöist þá naumlega. Eftir að hann kom í land var hann hjá Eimskipafélagi íslands, þar til hann lét af störfum vegna veik- 'inda fyrir ári síðan. Þegar hann var í siglingum var ég bara barn, en maður heyrði talað um þessar ferðir og hættur sem voru því samfara og í huga barns var þetta sveipað ævintýra- ljóma. Ég man þegar hann kom til Eyja að heimsækja systur sína sem er móðir mín. Þá settist hann við píanóið og spilaði fjörugan djass og það fannst mér alveg furðulegt hvað hann gat náð út úr gamla falska píanóinu. Hörður frændi var snyrtimenni, með afbrigðum músikalskur og hafði mjög fallega rithönd. Hann var góður og elskulegur maður og vinur vina sinna, allt sem hann lofaði stóð eins og stafur á bók. Hann giftist eftirlifandi konu sinni Sigríði Andrésdóttur árið 1951 og reyndist hún honum hinn trausti förunautur þar til yfir lauk, hefði hann ekki getað fengið betri konu og vil ég þakka henni tilböó Hvernig MEÐ ÞVÍ AÐ: 1 Gera sérsamning viö verksmiöjuna. 2 Foröast alla milliliði. 3 Panta verulegt magn meö árs fyrirvara. 4 Flytja vöruna beint frá Japan meö Síberíu-lestinni frægu til Þýzkalands sjóleiöina til íslands. Lang hagkvæmasta flutningaleiöin. ALLT í EINU TÆKI 4 FRÁ CROWN ¥ 325.000 kr. sambyggt stereosett á 220.530 60% Pantið strax ídag afgang á 2 mánuðum vaxtalaust 50% út á 4 mánuðum Staðgreiðsluafsláttur BUÐIN Skipholt 19 Sími29800 sérstaklega. Eina dóttur eignaðist Hörður áður en hann giftist, Hörn. Að lokum vil ég kveðja elskuleg- an frænda og veit að afi og amma hafa íeitt hann síðasta spölinn yfir móðuna miklu og þar mun hann verða frjáls og heill frá skuggum og veikindum mannlegs lífs. Ég vil votta eiginkonu, dóttur og systkin- um samúð mína. Guð veri með elsku frænda mínum. Erna Óskarsdóttir. Julian Dawson-Lyell Píanótón- leikar í Norræna húsinu BRESKI píanóleikarinn Julian Dawson-Lyell heldur tónleika í Norræna Húsinu í dag sunnudag- inn 4. mars 1979 kl. 20.30. Hann stundaði nám við Royal College of Music í London og við Oxford-háskólann og hefur síðan haldið tónleika víða um heim. í desember sl. hélt hann tónleika í Wigmore Hall í London og fékk mikið lof gagnrýnenda. Á sunnu- dagskvöld leikur hann hluta þeirrar efnisskrár: Sónötur eftir Schubert, Elliott Carter og Skriabin, Polonaise- Fantaisie eftir Chopin og „L'Ile joyeuse“ eftir Debussy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.