Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Fundarhöld í flugdeilu SÁTTAFUNDUR var með flug- mönnum F.Í.A. og sáttanefnd í gær og sl. laugardag, en lítið hægt að segja um árangur, sagði Björn Guðmundsson formaður F.Í.A. En fundur hefur verið boðaður kl. 20:30 í kvöld. Friðrik í öðru sæti FRIÐRIK Ólafsson vann Lau í 22 leikjum í sjöundu umferð skákmóts- ins í Miinchen í gær en skák Guð- mundar Sigurjónssonar og Stean fór í hið og sagði Friðrik Ólafsson í samtali við Mbi. í gær, að biðstaðan væri gífurlega flókin. Spassky leiðir nú mótið með 5 vinninga, Friðrik hefur fjóra og Guðmundur 1.5 og biðskák. Tveir keppenda, Karpov og Adorjan, hafa hætt þátttöku í mót- inu, Adorjan vegna veikinda en Karpov hraðaði- sér heim til Moskvu um helgina, er fréttir bárust af versnandi líðan föður hans. Faðir Karpovs lézt svo í gær. Friðrik sagði að hann hefði rætt við Karpov um Isíandsferð hans og hefðu þeir orðið ásáttir um að heppilegast væri að fresta „Friðriksmótinu“ þar til næsta Þeir fórust með Ver VE 200 Birgir Bernódussson, 33 ára gamall, Ashamri 75, Vest- mannaeyjum. Grótar Skaftason, 34 ára gam- all, Vestmannabraut 67, Vest- mannaeyjum. Eiríkur Gunnarsson, 22 ára gamall, Aðalstræti 16, Reykja- vík. Reynir Sigurlásson, 33 ára. Fáxastíg 80, Vestmannaeyjum. Reynt að lögbinda skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna? Þingrof og kosningar? Útvarpsumræður verða í kvöld um tillögu sjálfstæðis- manna á Alþingi um þingrof og nýjar kosningar. Hefjast um- ræðurnar kl. 20 og hefur hver flokkur 30 mi'nútur í tveimur umferðum. Af hálfu sjálfstæðismanna munu þeir Geir Hallgrímsson og Gunnar Thoroddsen tala, af hálfu Alþýðubandalagsins þeir Hjör- leifur Guttormsson og Svavar Gestsson, af hálfu Alþýðu- flokksins þeir Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson og af hálfu Framsóknarflokksins þeir Ólafur Jóhannesson og Ingvar Gíslason. „Stjórnarskrárbrot,” segir Guðmundur H. Garðarsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs V.I. „ÉG TEL að í þessari 3. grein frumvarpsins felist ákvæði er brjóti í bága við stjórnarskrána,“ sagði Guðmundur H. Garðars- son, formaður stjórnar Líf- eyrissjóðs verzlunar- manna, í samtali við Morgunblaðið. Hann vísaði þar til frumvarps til laga um heimild til lántöku, ábyrgðarheimildir og aðrar ráð- stafanir vegna fjárfestingar- og lánsfjárheimildar en þar segir svo í 3. grein að framkvæmdasjóði íslands og Byggingarsjóði ríkisins sé skylt að hafa verðtryggð skuldabréf til sölu og skuli and- virði bréfanna ráðstafað sam- kvæmt lánsfjáráætlun ríkisstjórn- arinnar. „Þó skal 20% af ráð- stöfunarfé lífeyrissjóða á samn- ingssviði Alþýðusambands íslands varið til kaupa á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins. Ríkis- stjórnin kynnir hverjum og einum lifeyrissjóði að hvaða marki sjóðurinn skuli kaupa bréf af hvorum þessara fjárfestinga- sjóða“, eins og segir í frumvarp- inu. „Það er ekki hægt að skylda mann til að afhenda eign sína einum ákveðnum aðila, svo sem hér um ræðir,“ sagði Guðmundur ennfremur. „Sú framkvæmd sem ríkisstjórnin hyggst tryggja með þessari lagagrein varðar ekki almannaheill í þeim skilningi sem stjórnarskráin leggur í það hugtak auk þess sem greinin mismunar þjóðfélagsþegnum, þar sem ákveðnar skyldur eru lagðar á lífeyrissjóði á samningssviði ASI en ekki á aðra. En þótt hin hefði verið raunin þá hefði engu að síður verið hér um að ræða tilraun til svívirðilegrar valdníðslu, sem við- komandi aðilar hljóta að verða að berjast gegn með þeim hætti, sem stjórnarskráin mælir fyrir um, þ.e. verði þetta frumvarp að lögum með framangreindum ákvæðum, sem nú er gert ráð fyrir í frum- varpinu." Frumvarp á Alþingi: „Félagslegar ástædur ” fóstureyðinga falli niður Lodnan: Tveggja daga veiði- bann við Suðurland Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að stöðva loðnuveiðar fyrir Suðurlandi austan 20° v.lgd. frá kl. 12.00 á hádegi 5. mars til kl. 12.00 á hádegi 8. mars. Loðnu- hrygning á þessu svæði er nú hafin eða um það bil að hefjast og er veiðibann þetta ákveðið að höfðu samráði við Hafrannsóknastofn- unina, sem hefur lagt til að veiði verði beint úr þessum hluta loðnu- stofnsins að hrygningargöngunrfl út af Vesturlandi. Ennfremur eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar á að fullnýta þann afla, sem á land hefði borist úr göngunni fyrir Suðurlandi á þessum tíma. Á tímabilinu verður ástand loðnugangnanna kannað nánar, og ákveðið með hvaða hætti fram- haldi veiðanna verður hagað. borvaldur Garðar Kristjánsson hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um þrengingu heimilda til fóstureyðinga, þ.e. að niður verði felld lagaheimild til fóstureyðingar vegna „félags- legra ástæðna“. Ifeimildir til fóstureyðinga voru rýmkaðar með lögum nr. 25/1975. Síðan hefur fóstureyðingum fjölgað ískyggilega. segir í greinargerð með frumvarpinu. Árið 1970 voru skráðar 109 fóstureyðingar, árið 1975 voru þær rúmlega 300, en á sl. ári rúmlega 500, sem svarar til 9,3 fóstureyðinga á hverjar þúsund konur á aldrinum 15—49 ára. í núgildandi lögum eru heimild- ir til fóstureyðinga byggðar á þrenns konar ástæðum: 1. félags- legum, 2. heilsufarslegum og 3. ef kona verður þunguð sem afleiðing af refsiverðu atferli (nauðgun). Með frumvarpi Þorv. Garðars Kristjánssonar er langt til að fella niður, að félagslegar ástæður geti heimilað fóstureyðingu. í niðurlagi ítarlegrar greinargerðar, sem frumvarpinu fylgir, segir m.a. „Nú ber hátt umræður um vel- ferð barnsins. Mætti barnaár Sameinuðu þjóðanna ekki verða okkur einhver hvatning í þessu efni? Hvað væri háleitari hugsjón en að þjóðin setti sér á þessu ári það markmið, að ekkert íslenskt barn væri óvelkomið í þennan heim af félagslegum ástæðum. Það vill svo til að í þessu landi búum við við víðtæka almenna tryggingalöggjöf og márgs konar opinbera aðstoð í félagslegu tilliti. Við teljum okkur standa allframarlega í þessum Alþýóuflokkurinn svarar forsætisráðherra: Hafnar veigamestu efnisbreytingunum Bidstada innan ríkisstjómarinnar vegna þingrofstillögunnar ÞINGFLOKKUR Alþýðuflokksins samþykkti í gær í öllum meginatriðum svör sín við breytingatillögum Ólafs Jóhannesson- ar. forsætisráðherra. Var jafnvel búizt við að afstaða þingflokks- ins yrði kynnt hinum ríkisstjórnarflokkunum í dag. Ljóst er þó að engar frekari ákvarðanir verða teknar í málinu fyrr en að loknum umræðum og atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu Sjálfstæðisflokksins um þingrof og nýjar kosningar. Olafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, óskaði í gær eftir því við Sjálfstæðisflokkinn að þinglegri meðferð þingsályktunartillögunn- ar yrði flýtt og umræðunni haldið áfram eftir útvarpsumræðuna í kvöld og að gengið yrði til at- kvæðagreiðslu um hana strax að umræðunni lokinni. Sjálfstæðis- flokkurinn hafnaði þessari mála- leitan og verður umræðum því frestað í kvöld, framhaldið á morgun og atkvæðagreiðsla fer fram á fimmtudaginn. Samkvsemt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér um afstöðu þingflokks Alþýðuflokks- ins til breytingatillagna forsætis- ráðherra, þá fallast alþýðuflokks- menn á ýmsar tillögur Ólafs Jóhannessonar um orðalagsbreyt- ingar en hafna hins vegar tillög- um um efnisbreytingar, svo sem að fella niður það ákvæði í upp- haflegu frumvarpi hans, að aukn- ing peningamagns í umferð fari ekki fram úr 25%, svo og að fella niður ákvæði um að innlánsbind- ing lánastofnana hjá Seðlabanka verði 35%. Þá hafna alþýðuflokksmenn framfararáði atvinnuveganna að formi til en ekki hugmyndinni sem slikri. Einnig hafna þeir að ákveð- ið skuli með reglugerð lágmarks- lánstími lána, þar sem um er að ræða verðtryggingu, og einnig breytingum sem forsætisráðherra hafði gert á ákvæðum frumvarps- ins um niðurgreiðslu. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst mun verðbótaþáttur- inn í Svörum Alþýðuflokksins enn vera i nokkurri gerjun. Rætt er um að minnsta kosti tvo valkostL — annars vegar að selja aðilum vinnumarkaðarins sjálfdæmi með því að semja um það atriði ellegar að reynt verði að að ná samkomu- lagi um þessi mál innan ríkis- stjórnarflokkanna en í engu hvik- að frá því takmarki alþýðuflokks- manna að verðbólgan verði innan 30% markanna. Tilmæli Ólafs Jóhannessonar um að afgreiðslu þingsályktunar- tillögu sjálfstæðismanna yrði flýtt, eru túlkuð með mismunandi hætti innan samstarfsflokka hans. Alþýðubandalagsmenn telja að með þessu hafi forsætisráðherra viljað knýja á að fá fram afstöðu Alþýðuflokksins til ríkisstjórnar- innar en um hana séu mikil átök innan flokksins. Alþýðuflokks- menn aftur á móti telja að for- sætisráðherra sé orðinn þreyttur á þvi hversu alþýðubandalags- menn tefji fyrir afgreiðslu frum- varps hans og af þeim ástæðum vilji hann fá fram sem fyrst hreinar linur frá Alþýðubandalag- inu í þessu efni. efnum og erum stundum harla ánægð með það, sem áunnist hefur á síðustu áratugum til lausnar hinum ýmsu félagslegu vanda- málum. En satt er það, að mörgu er enn ábótavant og að ýmsu þarf að hyggja. Betur þarf að gera í málum barnshafandi kvenna, svo sem fæðingarorlofi og mæðra- heimilum. Barnaheimilum þarf að fjölga og bæta, dagvistunarheimil- um og leikskólum. Það þarf að beita almannavaldinu og samhjálp þjóðarinnar til aðstoðar við þá konu, sem býr við slæmar heimilisástæður vegna ómegðar eða alvarlegs heilsuleysis annarra á heimilinu, svo að barnið, sem hún gengur með, verði velkomið í þennan heim og góður aðbúnaður þess sé tryggður. Ekkert annað er til lausnar þeim vanda, sem um er að ræða. En þetta kostar fjár- magn. Samt eru það smámunir, sem ekki er til að hafa orð á, samanborið við hið óbætanlega tjón, sem blóðfórnir fóstureyðing- anna valda nú hinni fámennu íslensku þjóð, sem þarfnast mest af öllu fleiri handa til að halda uppi sjálfstæðri tilveru sinni. Frumvarp þetta varðar afstöðu til fóstureyðinga í grundvallar- atriðum. Hér er gengið út frá, að félagslegar ástæður geti aldrei réttlætt fóstureyðingu. Þetta leiðir af því, að það er um mannslíf að tefla, þegar rætt er um eyðingu fósturs. Það er grundvallaratriði, að þetta mannlega líf hefur rétt til að vera borið í þennan heim. Réttinn til lífsins verður að viður- kenna. Það er siðferðileg skylda að varðveita líf, jafnvel líf ófædds barns. Fóstureyðing á því ekki að koma til greina, nema líf móður sé í fyrirsjáanlegri hættu eða telja má auðsætt að barnið verði svo vangefið, að ekki verði komist hjá að grípa til örþrifaráða, eða kona hafi verið þunguð af refsiverðu atferli. Á þessari forsendu er frumvarp þetta flutt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.