Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 39 Opnun kvennadeildar 1976: Jónas Haralz. form. mannvirkjagerðar á Landspítalalóð. ávarpar viðstadda. — Lengst til vinstri Páll Sigurðsson. form. stjórnarnefndar ríkisspítalanna. innan spítalans og mun skila áliti til stjórnarnefndainnar fljótlega. • Skurðlækningar Við athugun á biðlistum, þá kemur í ljós, að biðlistar eru mestir á skurðdeildum, en fyrst og fremst eru þessir biðlistar tengdir við bæklunarlækningar og lýta- lækningar. Stjórnarnefnd telur að enda þótt aðstaða á skurðstofu- gangi sé hvergi nærri eins og best verður á kosið, þá sé fyrir hendi á Landspítala aðstaða til að gera mun fleiri skurðaðgerðir en nú er. Þannig telur stjórnarnefnd, að sé áhugi fyrir tilfærslu á sjúkrarými hjá læknum Landspítala, þá sé tiltölulega auðvelt að minnka þá biðlista, sem nú eru á skurðdeild- um og jafna þannig metin innan deildanna. Stjórnarnefnd mun að sjálf- sögðu taka þetta mál upp nú með sérstöku tilliti til þeirrar ábend- ingar, sem fram hefur komið frá læknaráði um misskiptingu sjúkrarýmis með tilliti til mis- munandi stærðar biðlista. Hvað viðvíkur því að taka upp nýjar aðgerðir á skurðstofum, svo sem hjartaskurðlækningar, þá hefur stjórnarnefnd talið að vafa- samt væri að taka þær upp við núverandi aðstæður og telur raun- ar einsýnt að á meðan biðlistar skurðlækninga eru þann veg, sem þeir eru í dag, þá verði enn að fresta þeim aðgerðum. Stjórnar- nefnd mun því leggja áherslu á að ná samningum um þessar aðgerðir erlendis svo sem verið hefur og kanna, hvort hægt sé að fá sér- fræðinga erlendis frá til að hefja slíkar aðgerðir hér á landi. • Gjörgæsludeild Gjörgæsludeild tók til starfa á Landspítala í árslok 1974 og var tekðl húsnæði einnar legudeildar á skurðdeild undir þessa starfsemi. Stjórnarnefnd telur að það sé vel séð fyrir þessum þætti í starf- semi spítalans eins og er og telur raunar að gjörgæsludeild geti sinnt meira verkefni en á hana er lagt nú með þeim húsnæðis- og tækjakosti, sem deildin hefur. • Hjúkrun og öldrunarlækningar Hjúkrunar- og öldrunarlækninga- deild Landspítalans, sem hefur 66 rúm tók til starfa í Hátúni 10B á árunum 1976 og 1977. Nú er á sama stað tilbúið húsnæði til að hefja göngudeildarstarfsemi vegna aldraðra svo og dagvistun- arrými þar sem daglega mætti vista 20—25 manns, sem hagræði væri að hafa á slíkri stofnun að deginum, en gætu dvalist heima á nóttunni. Heimild hefur fengist til að hefja þessa starfsemi á árinu. Enda þótt það húsnæði, sem hér um ræðir, sé ekki hannað til þessara nota, þá telur stjórnar- nefnd að það sé mjög viðunandi til þeirrar starfsemi, sem þarna er rekin og að aðbúð og umönnun þeirra sjúklinga, sem þarna dvelj- ast sé til fyrirmyndar. Það er visst óhagræði að því að deildin er ekki inni á lóð Landspít- ala, en miklu mundi breyta ef öldrunardeild fyrir bráðainnlagn- ingu yrði hluti lyflæknisdeildar á Landspítala og að ákveðinn deild- arhluti af núverandi rúmum lyf- læknisdeildar yrði tekinn til þess- ara nota. Stjórnarnefnd er nú að athuga möguleika á breytingu af þessu tagi. • Lyfjaafgreiðsla Afgreiðsla á lyfjum í Landspít- ala hefur búið vð mjög þröngan húsakost. Af þessum ástæðum var reynt að ná samkomulagi við Lyfjaverzlun ríkisins um af- greiðslu lyfja til deilda spítalans, en ekki hefur tekist að ná viðun- andi samstarfi, enda var þessi háttur aðeins hugsaður til bráða- birgða. Stjórnarnefnd telur að lyfjaaf- greiðslan þurfi meira húsnæði og til þess þurfi að taka tillit þegar ákveðið verður til hvaða nota það húsnæði verður tekið, sem losnar þegar göngudeild fer í vesturenda spítalans. Þá verður og kannað hvort hægt verði að koma við lyfjasölu á spítalanum vegna göngudeilda. • Endurhæf- ingardeild Endurhæfing er í flokki þeirrar starfsemi, sem hefur aukist und- anfarin ár mun meira en gert var ráð fyrir þegar að núverandi húsnæði spítalans var hannað. I samnýtingarsamningi um geðdeild er gert ráð fyrir að endurhæfing- ardeild og þar með iðjuþjálfun fái aukið húsrými fyrir allan spítal- ann og væntir stjórnarnefnd þess að þegar sú lausn hefur fengist þá verði um tíma alveg séð fyrir endurhæfingu fyrir spítalann í heild, enda þótt sú aðstaða jafnist hvergi nærri á við það, sem mundi verða með nýbyggingum. • Barnaspítali Hringsins (lyf- lækningar, skurð- lækningar, geð- lækningar) Þegar Barnaspítali Hringsins á Landspítala var hannaður var það gert með sérstöku tilliti til þeirra þarfa, sem þá var talið að þyrfti að leysa á barnaspítala. Nýting barnaspítala á Landspítala hefur aldrei verið eins mikil og annarra deilda spítalans. Það ætti því að vera hægt með hagræðingu og betri nýtingu húsnæðis að eyða að fullu biðlista þessarar deildar og e.t.v. að leysa meira af vandamál- um í sambandi við barnalækning- ar á Reykjavíkursvæðinu en nú er gert. Sé ekki þörf fyrir húsnæði barnaspítalans fyrir þá aldurs- flokka, sem nú eru þar til meðferð- ar, vaknar spurning um hvort hægt sé að nýta eitthvað af þessu húsnæði fyrir eldri aldursflokka. Geðdeild Barnaspítala Hrings- ins er í leiguhúsnæði síðan 1970 við Dalbraut. Þegar það húsnæði var tekið í not var ekki talið að því óhagræði að lyflækningar og skurðlækningar annars vegar og geðlækningar hins vegar væru aðskildar, en stjórnarnefnd telur að það beri að stefna að því að starfsemi barnageðdeildar færist á Landspítalalóð en er ljóst að það verður ekki í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Stjórnarnefnd telur hins vegar að það eigi að reyna að auka starfsemi barnageðdeildar og fá í því skyni til viðbótar húsnæði á Dalbraut og auka þannig það leiguhúsnæði sem leigt hefur verið af Reykjavíkurborg í þessu skyni. • Slysavarðstofa, móttökudeildir Ekki hefur verið gert ráð fyrir því að á næstu árum verði slysa- varðstofa eða slysamóttaka á Landspítala, heldur hefur verið gert ráð fyrir því að slysamóttaka fyrir Reykjavíkursvæðið yrði enn um sinn á Borgarspítala og í því skyni er verið að stækka aðstöðu móttökudeildar þar. Landspítalinn tekur á móti bráðveikum til jafns við aðra spítala borgarinnar, en stjórnar- nefnd telur ekki óeðlilegt að taka til athugunar hvort Landspítali geti tekið bráðveika til rannsóknar og innlagnar í meira mæli en nú er gert og telur að eðlilegt sé að læknaráð fjalli um möguleika á slíku starfi. Stjórnarnefnd telur að strax og húsnæði fæst fyrir sérstaka mót- tökudeild vegna bráðra innlagna, þá beri að stefna að því að koma henni í not, en telur hins vegar ekki að það eigi að leggja neina áherzlu á uppbyggingu Slysa- varðsstofustarfsemi á Landspítala að sinni. • Bókasafn og skjalasafn í ráði er að taka núverandi húsnæði Ljósmæðraskóla íslands í viðbyggingu við fæðingardeild undir bóka- og skjalasafn og fer nú fram hönnun á þessu húsnæði í þessu skyni. Þegar hönnun er lokið, þá telur stjórnarnefnd að ráðstafa beri af viðhaldsfé til þessa verkefnis svo sem hægt er, þannig að húsnæðið geti komist í not hið allra fyrsta og helst á þessu ári. • Háls-, nef- og eyrnalækningar, augnlækningar Ekki hefur verið gert ráð fyrir að sérstök háls-, nef- og eyrna- lækninga- eða augnlækningadeild yrði á spítalanum, en hins vegar er nauðsynlegt að hafa aðstöðu til skoðunar sérfræðinga í þessum greinum á spítalanum og hefur ekki verið hægt að búa að þeim sem skyldi, en nauðsynlegt er að fá herbergi til þessara nota. Einkum er nauðsynlegt að sérstakt her- bergi sé fyrir augnlækna þar sem þeir þurfa á að halda sérstökum mjög dýrum og tiltölulega rúm- frekum skoðanabúnaði. Stjórnarnefnd stefnir að því að skoðanaherbergi af þessu tagi komist í not í spítalanum svo fljótt sem verða má. • Aðstaða starfsfólks Eins og fram kemur annars staðar í þessari skýrslu, þá hefur starfsfólki Landspítala fjölgað mjög ört eða rúmlega tvöfaldast síðafi 1970. Aðstaða þessa starfs- fólks er því á margan hátt ófull- komin. Nokkur úrlausn fæst að því er varðar fatageymslur og bún- ingsklefa við tilkomu geðdeildar, en mjög verulega vantar á að það starfslið, sem þarf vinnuaðstöðu í sérherbergjum, hafi húsnæði eins og þörf er á. / ^ Áhuga á flugvirkjun, flugi?? í Spartan getið þér lært: Atvinnuflugmaður Flugvirkjun Með þjálfun og kennslu í hinum fræga skóla James Haroldson, Spartan Schcol of Aeronautics, 8820 East Pine St P.O. Box 51133 Tulsa Oklahoma 741 51 U S A Skrífið strax í dag eftir nánari upplýsingum upplýsingabæklingur, mun verða sendur til yðar nýir nemendur teknir inn mánaðarlega Yfir 30 íslendingar stunda nú nám í Spartan. Verkamannafélagið Hlíf Hafnarfirði Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaöarráðs Verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og aöra trúnaðarmenn félagsins fyrir áriö 1979 liggja frammi á skrifstofu félagsins frá og meö þriðju- deginum 6. marz. Öörum tillögum ber aö skila á skrifstofu Hlífar Reykjavíkurvegi 64 fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 8. marz 1979 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn verkamannafélagsins Hlífar « jr \ HÉ misfellur í vegum. Framhjóladrifið í Audi tryggir rásfestu og öryggi í akstri, jafnt i rigningu, háUm, hliðarvindi eða snjó. Kostir sem hljóta að vega kungt hérlendis. SÉRHÆFÐ VARAHLUTA-OG >GERÐA ÞJÖNUS TA. 62.21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.