Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 5 Oskar frekari könnunar á tillögu EyjólfsKonráds Búnaðarþmg: — um beinar greiðslur til bænda Þessa mynd tók Sigurgeir í Eyjum af Árna Magnússyni skipstjóra og Benedikt Heiðdal Þorbjörnssyni háseta. en þeir komust af er vélbáturinn Ver frá Vestmannaeyjum fórst í s.l. viku við Eyjar. Þeir eru nú á batavegi eftir hrakningana í sjónum. Messufall vegna ófærðar BÚNAÐARÞING sam- þykkti á fundi sínum í gær, mánudag, ályktun þar sem segir að enn liggi ekki fyrir nægar upplýsingar til þess, að unnt sé að taka efnislega afstöðu til þeirra hugmynda, sem felist í til- lögu Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar, alþingismanns, um að hluti niðurgreiðslna og útflutningsbóta verði greiddur beint til bænda en óskar eftir því við stjórn Færeysku loðnu- skipin farin Færeysku loðnuveiðiskipin eru nú hætt veiðum á íslandsmiðum þar sem þau hafa veitt upp í kvóta samkvæmt samningum, 15 þús. tonn, en þess má geta að veiði- samningurinn hefur ekki verið staðfestur á Alþingi ennþá. ■ Stéttarsambands bænda að hún láti fara fram frekari könnun á málinu. Var þessi ályktun samþykkt með 24 atkvæðum. Tillaga Eyjólfs Konráðs kom fyrir Búnaðarþing frá land- búnaðarnefnd neðri deildar en sú nefnd hefur nú til meðferðar frumvarp til laga um breytingu á lögum um framleiðsluráð land- búnaðarins, sem landbúnaðarráð- herra hefur lagt fram. Eyjólfur hefur í nefndinni lagt fram tillögu um að í stað frum'varpsins verði ákveðið, að hluti niðurgreiðslna og útflutningsbóta verði greiddur beint til bænda. Hér fer á eftir ályktun Búnaðar- þings ásamt greinargerð, sem henni fylgdi frá framleiðslunefnd þingsins: „Búnaðarþing telur, að enn liggi ekki fyrir nægar upplýsingar til þess, að unnt sé að taka efnislega afstöðu til þeirra hugmynda, sem í tillögunni felast, en óskar eftir því við stjórn Stéttarsambands bænda, að hún láti fara fram frekari könnun á málinu." Greinargerð „Ýmsir hafa leitt hugann að því, hvort það fjármagn, sem hið opin- bera ver til niðurgreiðslna og útflutningsbóta búvara, kynni að nýtast betur í öðru formi en því sem beitt hefur verið. Hér er um háar fjárhæðir aö ræða og full ástæða til þess að gaumgæfa vel alla möguleika um hagkvæmari notkun þess fyrir landbúnaðinn og þjóðarheildina. Ljóst er, að hugmyndin um að greiða hluta framleiðsluverðs beint til bænda með þessu móti krefst ýtarlegrar skoðunar á mörgum þáttum framleiðslu- og sölukerfisins. M.a. munu hugmyndir Eyjólfs Konráðs Jónssonar vera í frum- athugun hjá Stéttarsambandi bænda og því ekki tímabært fyrir Búnaðarþing að taka endanlega afstöðu til málsins." Seljatungu. mánudag. HÉR setti niður gríðarlega mikinn snjó aðfaranótt föstudagsins og enn bætti á sunnudagsnóttina. Vegir hér í nágrenninu eru víða ófærir. Guðsþjónustu varð að fella niður hér í kirkju sveitarinnar, Gaulverjabæjar- kirkju á sunnudaginn. Presturinn komst ekki frá Eyrarbakka til kirkju sinnar. Brunagaddur var hér á sunnu- dagskvöldið og í morgun var hér 20 stiga frost. Þega kóm fram á daginn tók að draga úr því, en um leið færðist veðrið í aukana og var hér komið hvassviðri af norðaustan með miklum skafrenningi nokkru fyrir hádegið og var skyggni knapplega meira en um 100 metra í verstu bylgjunum. Um nónbil hafði dregið verulega úr veður- hæðinni og frosti og var þá komið niður í 8 stig. Þrátt fyrir þessa norðangusu tókst mjólkurbílunum nokkurn veginn að halda sinni dag- legu áætlun milli bæja hér í sveitinni. — Gunnar. " hitet (tfúwil Mest seldu sjónvörp á íslandi. Hvers vegna? — v Það hefur sýnt sig að íslendingar eru vandlátir, vanda valið og velja NordMende. Okkur er þaö ánægja aö kynna yöur árgerö 1979. Sjaldan hefur tæknin þjónaö manninum jafn dyggilega. Ein mesta byltingin á ájigerö 1979 er nýr myndlampi PIL (precicion in-line) sjálfvirk samhæfing á lit, sem gefur miklu skarpari mynd en áður þekktist, jafnvel þó bjart sé inni. (nordMende) V-Þýzk gæöavara. V^BUOIN Skipholti 19, sími 29800. ^222211 979 Sertilboð frá 1. til 10. marz .r Nu geta allir eignast vönduö litsjónvörp. eftirstöóvar . ........ ■ "»■—*—....‘i Dæmi 22“ kr. 555.265 — Útb. 194.343 og eftirstöðvar ca. 60 þús. á mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.