Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979 Hjálmar R. Bárðarson: Gúmmíbj örgunarbátar á bátum 15 — 20 brl. í Morgunblaðinu í dag 27. febrúar birtist ágæt grein eftir Ágúst Sigurlaugsson vélstjóra á m/s Guðmundi Ólafssynil ÓF-40, sem fórst nú nýlega eins og alþjóð er kunnugt um. Þá björguðust 5 af 6 manna áhöfn bátsins í fjögurra manna aukagúmmíbát, sem stað- settur var á framskipi, en ekki vannst tími til að sjósetja lögskipaðan gúmmíbát skipsins, sem geymdur var í trékistu á þaki stýrishússins. Að sjálfsögðu veita flest eða öll sjóslys tækifæri til aukinnar reynslu, og svo mun einnig verða hér. Þess vegna ber að þakka grein Ágústs Sigurlaugs- sonar, vélstjóra, sem ritar grein sína af fenginni reynslu og af hógværð um efni málsins. Ennþá hefi ég ekki móttekið skýrslu um sjoprófið, sem haldið var á Ólafsfirði, en þangað sendi ég fulltrúa frá Siglingamálastofn- un ríkisins til aðstoðar við sjóprófin og til að fylgjast með þeim. Bæði fyrir og eftir sjóprófin ræddi ég málin í síma, bæði við bæjarfógetann á Ólafsfirði og við fulltrúa Siglingamálastofnunar- innar, og mun bæjarfógeti senda samrit sjóprófanna strax er þau hafa verið vélrituð. Þó tel ég rétt að koma strax lítillega inn á nokkur þeirra atriða, sem Ágúst ræðir um í grein sinni, einkanlega þar sem þar gætir nokkurs mis- skilnings varðandi sum atriðin, þótt ég sé honum hins vegar alveg sammála um ýms atriðin. Fyrst vil ég þakka Ágústi fyrir vinsamleg ummæli í minn garð, að því er varðar kynningu mína á notkun gúmmíbjörgunarbáta og nokkurra annarra öryggistækja skipa í sjónvarpi nú í vetur, eins og undanfarna vetur. Það er sjálfsagt mannlegt að gleðjast fyrir því, þegar þeir sem njóta eiga sjá ástæðu til að þakka opinberlega viðleitni til að auka öryggi á sjó með slíkri kynningu. Þá er ég algjörlega sammála Ágústi í því, að meira mætti gera af slíkri kynningu á öryggi á sjó með fleiri og endurbættum þáttum t.d. í sjónvarpi um björgun úr sjávarháska og um björgunarbún- að skipa. Einnig mætti nefna gagnlega fræðslu og ábendingar í stuttum kvikmyndaþáttum um eldvarnir í skipum, um klæðnað til varnar gegn kulda og fleira þess háttar. Það er rétt að ýmsar slíkar kvikmyndir eru til erlendis, en þótt þær geti gert nokkurt gagn, þá eru sumar þeirra svo mjög miðaðar við erlendar aðstæður, að þær gefa ekki rétta mynd af hlutunum eins og þeir eru t.d. í íslenzkum fiskiskipum. Sumar kvikmyndanna eru svo gerðar af fyrirtækjum til að auglýsa ákveðna framleiðslu, og þótt þær geti líka gert gagn sem fræðslu- mynd, þá eru þær oft hvimleiðar til almennrar fræðslu og jafnvel hlutdrægar vegna auglýsinga- þáttarins. Ein af tillögum Ágústs Sigur- laugssonar vélstjóra í grein hans er, að „unnið verði strax að því að fá keypta eða unna góða fræðslu- mynd um björgunartæki og þá einnig með atriðum við verri veðurskilyrði en eru í mynd þeirri sem sýnd hefur verið.“ Um það atriðið, að gerð verði ný og góð fræðslumynd um björgunartæki skipa er ég algjör- lega sammála Ágústi, og Siglinga- málastjóri hefur í nokkur ár þegar haft viljann til að hrinda því í framkvæmd, en til þess þarf fjár- veitingu. Það sem síðast hefur skeð í því máli er eftirfarandi: Vorið 1978 fór Siglingamála- stjóri fram á að fá 2 miljóna króna fjárveitingu í fjárlagatillögum ársins 1979 til að gera nýja fræðslukvikmynd um notkun gúmmíbjörgunarbáta og annarra björgunartækja. Samgönguráðu- neytið studdi þessa tillögu Siglingamálastjóra gagnvart Fjár- mála- og hagsýslustofnun. En hér er um fjárfestingarlið að ræða, og Fjárlaga- og Hagsýslustofnun var falið að skera niður eins og frekast væri unnt alla fjárfestingarliði opinberra stofnana til sparnaðar í ríkisrekstri. Þessi tillaga Siglinga- Hjálmar R. Bárðarson. málastjóra var því felld niður. Að ósk Siglingamálastjóra tók Sam- gönguráðuneytið þessa fjárveit- ingu upp aftur, ásamt frekari rökstuðningi vegna öryggis á sjó, en Fjárlaga- og Hagsýslustofnun treysti sér ekki að verða við ósk Siglingamálastjóra og Samgöngu- ráðuneytis um þessa fjárveitingu, sem þannig féll niður í fjárlögum ársins 1979. I bréfi til Samgönguráðherra dags. 2. jan. 1979 tók siglingamála- stjóri mál þetta upp að nýju við ráðherra, og fór fram á það að ráðherra beitti sér fyrir því, að aflað yrði fjárveitingar-heimildar til að hefja vinnu við gerð slíkrar kvikmyndar á árinu 1979, og að fjárveiting yrði veitt á fjárlögum ársins 1980 til að fullgera slíka kvikmynd, en kostnaður yrði að sjálfsögðu verulega hærri en fyrst var áætlað. Mál þetta er þannig nú í athugun hjá Samgönguráðherra, og siglingamálastjóri vonast til þess, að stuðningur fáist við fjár- veitingu á árinu 1980 til að gera slíka kvikmynd, sem ég tel vera mikilvægt öryggisatriði. Þetta er einmitt sérstaklega mikilvægt við notkun gúmmí- björgunarbáta vegna þess, að í geymslu í skipunum sjá menn ekki þessi tæki uppblásin, aðeins í lokuðu hylki. Þess vegna er eðlileg tillaga Ágústs í grein hans, þar sem hann segir: „Ég held að mikil bót yrði að því að skipstjórar tækju upp þá venju, að þegar að því kemur að senda báta í skoðun, þá haldi þeir æfingu, eins og um slys væri að ræða. Gúmmíbátnum yrði hent í höfnina, menn stykkju í sjóinn og kæmu sér í björgunarbátinn". Því miður verð ég hins vegar að útiloka algjörlega þessa aðferð, þegar um er að ræða gúmmí- björgunarbát, sem nota á áfram sem björgunartæki. Við slíka æfingu blotnar gúmmí- björgunarbáturinn að sjálfsögðu í sjó, og hann myndi geta orðið fyrir meira hnjaski við slíka æfingu en samrýmanlegt er fyllsta öryggi björgunartækis. Éftir slíka meðferð þyrfti eftirlits- og viðgerðarstöð, en þær hafa fengið sérstaka viðurkenningu siglinga- málastjóra, að þurrka gúmmí- björgunarbátinn mjög vandlega og yfirfara gaumgæfilega. Um það eru ströng fyrirmæli frá siglinga- málastjóra að sé gúmmíbátur rakur þegar hann kemur úr umbúðum, eða hafi orðið fyrir hnjaski, þá verði metið hvert sinn við árlega skoðun, hvort hægt sé að leyfa notkun hans áfram, eða að kaupa þurfi nýjan gúmmí- björgunarbát. Hafi slíkur bátur t.d. verið notaður við björgun er hann mjög oft dæmdur ónýtur við skoðun. Þessi aðferð við þjálfun manna, sem Ágúst leggur til að gerð verði árlega fyrir hverja skoðun gúmmíbjörungarbáts, kemur því ekki til greina á gúmmí- björgunarbát, sem nota á áfram sem björgunartæki. Hins vegar er önnur leið vel fær í þessu efni. Árlega er samkvæmt kröfu siglingamálastjóra nokkur fjöldi eldri gúmmíbjörgunarbáta dæmdur ónýtur sem björgunar- tæki. Þetta getur verið vegna raka í umbúðum, eða vegna slits eða skemmda þannig að þeir haldi ekki þrýstingi eins og gerð er krafa um við árlega prófun og skoðun. Þessa gúmmíbjörgunarbáta má hins- vegar mjög vel nota til þjálfunar og æfinga, og í hverri verstöð á landinu ættu útgerðarmenn og sjómenn að sameinast um að hafa til taks slíka eldri eða skemmda gúmmíbáta, og halda æfingar fyrir sjómenn í notkun þeirra. Þetta mætti gera í sundlaug, þar sem það hentaði, eða í höfnum. Þá hefur einnig verið á það bent, að vitað er að það hefur verið gert nokkuð, að skipstjóri komi með alla áhöfn bátsins til eftirlits- og viðgerðarmanns gúmmíbjörgunar- báta, þegar skoða á báta skipsins, þannig að áhöfnin sjái sína eigin gúmmíbjörgunarbáta uppblásna. Við árlega skoðun eru allir gúmmíbjörgunarbátar blásnir upp, og mældur þéttleiki allra flothylkja gúmmíbátanna, en þetta er gert á þurrum hreinum grindum í upphituðu húsnæði. Þá er í þessu sambandi mikil- væg kennslan í notkun gúmmí- björgunarbáta í Sjómannaskólan- um, og sömuleiðis námskeið þau, sem Slysavarnafélag íslands heldur við og við víða um land, þar sem sýnd er notkun gúmmí- björgunarbáta, um leið og sýnd er líka kvikmynd Siglingamálastofn- unar ríkisins um notkun þessara björgunartækja. Einnig vegna þessa þáttar er endurnýjun á kennslukvikmynd Siglingamála- stofnunarinnar mjög mikilvæg. í grein sinni segist Ágúst vona að um mismæli hafi verið að ræða hjá mér í viðtalinu sem birtist í Morgunblaðinu 21. febrúar sl., þar sem ég lét að því liggja, að jafnvel þegar um björgunartæki væri að ræða, þá væri það staðreynd að kostnaður við kaup slíkra tækja kæmi inn í myndina. Nei, þetta voru ekki mismæli. Þetta er Óli H. Þórðarson: Frædsla og upplýsingar auka á skilning á umferdarvandamálum BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi greinargerð frá Umferðar- ráði sem fjallar um vcrksvið þess. Er hún rituð af óla. II. Þórðar- syni framkvæmdastjóra Um- ferðarráðs í tilefni umferðar- vikunnar sem Junior Chamber Reykjavík efnir til dagana 4. —10. marz. Þann 24. janúar sl. voru liðin 10 ár síðan gefin var út reglugerð, af Jóhanni Hafstein þáverandi dóms- málaráðherra, um stofnun Um- ferðarmálaráðs sem síðar fékk sína núverandi nafngift, Umferðarráð. Ekki er það af sögulegri þörf sem ég rifja þetta upp hér, heldur af því að þegar þeir félagar í J.C. Reykjavík báðu mig um að rita blaðagrein í tilefni umferðarviku á þeirra vegum, sá ég mér satt að segja leik á borði að segja hér frá verksviði Umferð&rráðs. Ég hef nefnilega marg oft orðið þess var að fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að hverju Umferðarráð vinnur dags daglega. Fyrst skal þess getið, að þar sem Umferðarráð hefur aðsetur í Reykjavík (að Lindargötu 46) er sá misskilningur útbreiddur að ráðið hafi afskipti af framkvæmdum á sviði umferðarmála í borginni, ákveði t.d. hvaða götur séu aðal- brautir, hvar gangbrautir eru staðsettar o.s.frv. Öll svona mál heyra beint undir viðkomandi bæjar- eða sveitarstjórnir, sem síðan fela þau ákveðnum fram- kvæmdaaðilum, í Reykjavík er það umferðarmáladeild gatnamála- stjóra sem er framkvæmdaaðili og ber fólki því að snúa sér til þeirra eða lögreglu en ekki Umferðarráðs með ábendingar um umferðarmál í Reykjavík. Víða um iand eru starf- andi umferðarnefndir á vegum bæjarfélaga sem fjalla um þessi mál. Þess má geta hér að Umferðarráð hefur gott. samband við þessar nefndir og aðra þá aðila sem að umferðarframkvæmdum vinna og fara þau tengsl vaxandi. En áður en lengra er haldið er rétt að gefa lesendum gleggri grein fyrir verksviði Umferðar- ráðs með því að birta orðrétta 84. grein umferðarlaganna, en þar stendur: 1. Að beita sér fyrir því, að haldið sé uppi umferðarfræðslu í land- inu. 2. Að vera fræðsluyfirvöldum, umferðarnefndum sveitarfélaga og samtökum, er vinna að bættri umferðarmenningu, til hjálpar og ráðuneytis, eftir því sem óskað er og aðstæður leyfa. 3. Að standa fyrir útgáfu fræðslu- rita og bæklinga um umferðar- mál og hafa milligöngu um útvegun kennslutækja og ann- ara gagna til nota við fræðslu- starfsemi. 4. Að hafa milligöngu um umferðarfræðslu í Ríkisútvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) og öðrum fjölmiðlunartækjum. 5. Að beita sér fyrir bættum umferðarháttum. 6. Að sjá um, að á hverjum tíma sé til vitneskja um fjölda, tegund og orsakir umferðar- slysa í landinu. 7. Að vera stjórnvöldum og öðrum til ráðuneytis um umferðarmál. 8. Að fylgjast með þróun umferðarmála erlendis og hag- nýta reynslu og þekkingu ann- ara þjóða á því sviði. 9. Að leitast við að sameina sem flesta aðila til samstilltra og samræmdra átaka í umferðar- slysavörnum og bættri umferðarmenningu. Umferðarráði ber að hafa sam- vinnu við fræðsluyfirvöld, lög- regluyfirvöld sveitarfélaga, Slysa- varnafélag íslands, samtök bif- reiðaeigenda og biíreiðastjóra, vátryggingafélög, svo og öll önnur félög og stofnanir, sem fjalla um umferðarmál í landinu og láta sig umferðaröryggi skipta. Eins óg sést á þessari upp- talningu, er Umferðarráði ætlað samkvæmt lögum að fást við fjöl- þætt viðfangsefni, og það reynum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.